Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Reykjavík fyrir 30 árum
Lifað og leikið
sérl964
að var á fyrstu árum sjöunda áratugarins, þeg-
ar pólitísk vakning átti sér stað í allnokkrum
mæli meðal ungs fólks, að kosningaaldurinn
var miðaður við tuttugasta og fyrsta aldursár-
ið. Það er ekki fyrr en á níunda áratungum,
að hann er færður niður um þrjú ár, og
átján ára unglingum er treyst fyrir því að
vera dómbærir á hvað horfi til heilla og
framfara á landi voru og mynda sér skoðan-
ir um menn og málefni.
Ég var á tuttugasta og fyrsta aldursári
árið 1964. Það ár voru engar kosningar á
íslandi, og reyndar ekki fyrr en árið 1966,
er bæjar- og sveitastjómarkosningar fóru
fram. Fannst mér biðin að komast í kjörklef-
ann nokkuð löng, sérstaklega þar sem ég
taldi mig vera fyrir löngu búinn að mynda
mér ákveðnar skoðanir.
Ég vann þá um tíma í Ríkisprentsmiðj-
unni Gutenberg þar sem pólitískir straumar
til vinstri voru innandyra, og mér fannst
nánast öll veröldin vera vinstri sinnuð eða
allavega æska heimsins. í hljómplötuverslun
Fálkans við Laugaveginn kom ég auga á
ádeilutónlist og texta Joan Baez og Bob
Dylans og auðvitað Pete Seegers. Man ég
að ég eignaðist snemma árs 1964 tólf laga
plötu með þessum heimskunna þjóðlaga-
söngvara og varð beinlínis heillaður af tón-
listinni, og þá sérstaklega laginu We Shall
Overcome, sem var eins konar baráttusöng-
ur blakka minnihlutans í Bandaríkjunum
og ýmissa mótmælahreyfinga þar vestra á
þeim árum.
Einmitt um það leyti voru Samtök her-
námsandstæðinga með aðsetur í Vinaminni
í Mjóstræti 3 í Grjótaþorpinu, stóru, rauð-
litu þriggja hæða timburhúsi. Þar man ég
eftir Einari Laxness, sagnfræðingi, sem
starfsmanni á skrifstofu samtakanna, glöð-
um og léttum í lund þrátt fyrir að andstæð-
ingarnir gerðu stundum aðsúg að húsinu í
leit að Moskvukommúnistum og mölvuðu
rúður. Það var einmitt í einni heimsókn
minni til Einars, að þrjátíu rúður höfðu
verið brotnar í húsakynnum Samtaka
hernmáms'andstæðinga, og hafði verið fyllt
út í götin með skúringartuskum á meðan
safnað var fyrir nýju gleri.
í þá daga fórnuðu menn jafnvel starfs-
frama fyrir hugsjónir. Því var auðvitað ekki
tekið með þegjandi samþykki vinnuveitanda
að starfsmaður tæki virkan þátt í starfi
samtaka, sem ýmsir vildu meina að væru
jafnvel kostuð af alþjóðlegri hreyfingu
kommúnista og hefðu það sem helsta stefnu-
mál að vísa bandaríska herliðinu af landi
brott og krefjast úrsagnar íslands úr Atl-
antshafsbandalaginu. Kaldastríðið í sam-
skiptum stórveldanna var þá enn í hámarki
og yíglínan dregin í gegnum lönd og álfur.
Ég hóf störf sumarið 1964 hjá Bræðrun-
um Ormsson, frændum mínum, sem þá voru
með starfsemi fyrirtækisins á Vesturgötu
3. Frá þeim dögum á ég góðar minningar.
Ég vann þar um tíma í þeim tilgangi að
kynna mér starfsvettvang rafvirkja ef vera
kynni að ég teldi það eiga fyrir mér að liggja
að gera þá grein ef til vill að ævistarfi, sem
Laugarásbíó sýndi þá
sem aukamynd
Berlínarför The Beatles,
brezku bítlanna.
Bítlaæðið var enn í
hámarki hér á íslandi
sem erlendis. Haldnir
voru miðnæturtónleikar í
Háskólabíói 4. mars
1964 og þar komu fram
helztu stjörnur unga
fólksins, Hljómar,
Savanatríóið, JJ og Einar
Júlíusson, Tónar og Sóló.
Eftir ÓLAF ORMSSON
Einn vinsæll 1964: Rambler American, hér
í auglýsingu frá Jóni Loftssyni h/f sem
var með umboðið.
(Ali omiiiD
lAJf nlfninli
VlVf
NO
Framhaldssapn
SVi*M>NSi»J Vi.SfciíS: i<«> i tONA
James Bond var vinsæl hetja ímyndun-
um um leynilögreglukappann 007 og
enn, 30 árum síðar, er Sean Connery
með dáðustu kvikmyndaleikurum
heimsins.
reyndar kom aldrei til álita, þar sem hæfí-
leikar mínir nýttust engan veginn við upp-
byggingu rafiðnaðarins í landinu. Fremur á
öðrum sviðum.
Svo var það einn morguninn seint í ágúst-
mánuði 1964, að ég fór að hafa orð á því
við frænda að ég ætlaði að sækja fund norð-
ur í Mývatnssveit í byrjun septembermánað-
ar og kynni að þurfa að fá frí tvo til þrjá
daga frá störfum. Hann taldi I fyrstu að
það ætti að vera í lagi. Spurði síðan á veg-
um hvers þessi fundur væri. Það var svo
sem ekkert leyndarmál, - á vegum her-
námsandstæðinga. Orðrétt man ég ekki
hvað okkur fór á milli. Frændi taldi að ef
ég ætlaði á þennan fund „kommúnista",
norður í land, þá skyldi ég einfaldlega ekk-
ert vera að koma aftur til vinnu. Honum
líkaði það miður að ég ætlaði að sækja fund
á vegum slíkra aðila.
Ég get svo sem vel skilið þessa afstöðu
frænda eftir á. Þessi för mín á fund „komm-
únista", hernámsandstæðinga, við Mývatn
var beinlínis í þá daga bein ógnun við einka-
framtakið, ef ekki beinlínis tilræði. Þá lét
ég slík varnaðarorð eins og vind um eyru
þjóta, það var hugsjónin sem skipti máli og
hafði forgang fram yfir starfsframa.
Eftir að ég lauk störfum hjá Eiríki frænda
í septembermánuði 1964, hóf ég störf hjá
Sambandi íslenskra samvinnufélaga, á lager
í húsnæði iðndeildar, vestarlega á Hring-
brautinni. Þar voru birgðir af ýmis konar
vörum frá verksmiðjum Sambandsins á
Akureyri, málning, þvottaefni, kaffi, sultur
og ýmislegt fleira. Þar var yfirmaður Leifur
Unnar Ingimarsson sem látinn er fyrir nok-
kurum árum, drengur góður og indæll í allri
umgengni, hávaxinn maður, þrekinn, með
kollvik og andlega sinnaður. Var að mig
minnir um tíma forseti í Guðspekjfélags-
stúku og virkur þátttakandi í starfi Guð-
spekifélagsins eins og reyndar annar starfs-
maður á sama vinnustað, Benedikt Þormóðs-
son, sölumaður sem var tengdasonur séra
Sveins Víkings. Það voru andlegir straumar
í gangi þarna á vinnustaðnum, hlúð að því
mannlega og því sem gæti orðið mannlífí
til farsældar í leik og starfi. Þá voru ekki
Ijanáar 1964 var þannig umhorfs í Reyí
En síðar um veturinn gerði ófærð af snj
Helgi Sæmundsson fylgist með skák-
móti í Lídó þar sem stórmeistarinn Tal
keppti.
þeir efnishyggjutímar sem nú eru svo áber-
andi, tæpum þrjátíu árum síðar.
Þjóðmálin komu auðvitað upp á yfirborð-
ið í sggalli vinnufélaga, en auk þeirra sem
fyrr eru nefndir starfaði þarna hjá iðndeild
Sambandsinsá Hringbrautinni fleira ágæt-
isfólk, t.d. Adolf heitinn Valberg sölumað-
ur, Sigurlaug Þórðardóttir, frá Borgarfirði
eystra, Ólafur Jóhannsson frá Svínhóli, sem
var mótaður af ungmennafélagsandanum
frá því fyrr á öldinni og kjörorðinu „íslandi
allt", og Hildíþór Ólafsson bifreiðastjóri,
traustur maður og farsæll.
Það sem ber einna hæst árið 1964 og er
sérstaklega minnisstætt nú, þrjátíu árum
síðar, er fyrsta Reykjavíkurskákmótið, sem
hófst í samkomuhúsinu Lidó við Skaftahlíð
í ársbyrjun, þriðjudaginn 14. janúar með
þátttöku ýmissa heimskunnra stórmeistara.
Skal þá fyrstan telja fyrrum heimsmeistara,
Mikael Tal, sem nú er látinn.
Ég fór oft nánast beint úr vinnu á skák-
mótið. Við sátum þarna saman í skáksalnum
eina kvöldstund og fylgdumst með meistur-
unum. Þarna voru fastagestir Bergur Páls-
son, stjórnaráðsfulltrúi, sem látinn er fyrir
nokkrum árum, Baldur Pálmason, hjá Ríkis-
útvarpinu, Helgi Sæmundsson, ritstjóri og
rithöfundur og ýmsir fleiri. Töframaðurinn
frá Riga, Mikael Tel, vakti mikla athygli.
Hann virtist ekki þurfa að hafa mikið fyrir
því að innbyrða vinning í skákunum. Hann
var á þeytingi um skáksalinn, fram og til
baka, með sígarettu í munni. Eftir á er það
fullyrt, að hann hafi jafnveltekið hraðskák-
ir við gesti í hliðarherbergjúm á meðan
hann beið þess að andstæðingurinn í um-
ferðinni léki næsta leik.
Töframaðurinn frá Riga sigraði með mikl-
um yfirburðum, vann tólf skákir og gerði
eitt jafntefli, við Guðmund Pálmason.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8