Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						skírskotun til okkar innri manns hefur marg-
þætt, sterk áhrif á áhorfandann.
Um sýningu Þjóðleikhússins segir Sigurður
Grímsson svo í Mbl. h. 26. september, 1950:
„Priestley er fyrst og fremst sálkönnuður.
Enginn er honum skyggnari á veilurnar í
skapgerð mannanna, á hræsnina, eigingirn-
ina, harðýðgina og miskunnarleysið í fari
þeirra og enginn segir þeim til syndanna af
jafn vægðarlausri hreinskilni og hann. í
„Óvænt heimsókn" er ádeila höfundar hvað
hörðust og varnaðarorð hans borin fram af
hvað mestum þunga. Hann dregur persónur
leiksins fyrir rannsóknarrétt samviskunnar,
sem kemur fram í gervi lögreglufulltrúa, og
knýr þær til að skrifta ávirðingar sínar og
yfirsjónir. Og hann sýnir okkur með köldum
rökum staðreyndanna að við berum með
gjörðum okkar ábyrgð, ekki aðeins á velferð
okkar sjálfra, heldur og meðbræðra okkar, -
að öll breytni okkar við náungann getur varp-
að dimmum örlagaskuggum langt fram á
ófarinn veg."
Priestley í Útvarpinu
Öll fyrrnefnd leikrit hafa verið tekin til
flutnings í íslenska ríkisútvarpinu. Ég hef
komið hér áður var flutt í janúar 1945 í leik-
stjórn og þýðingu Indriða Waage, Gift eða
ógift 1946 í leikstjórn Brynjólfs Jóhannesson-
ar og þýðingu Boga Ólafssonar og Hættulegt
hom var fjutt '48 í leikstjórn Þorsteins 0.
Stephensen og þýðingu Ingu Laxness sem
fyrr var sagt. Á þessum árum tíðkuðust bein-
ar útsendingar og engin skilyrði voru til hljóð-
ritunar, þannig að engar heimildir eru til um
útvarpsflutning þessara leikrita. Öðru máli
gegnir um sýningu L.R. áTíminn og við, sem
flutt var í útvarpí 1961; nýja uppfærslu út-
varpsins á leikritinu Gift eða ógift árið 1970
í leikstjórn Helga Skúlasonar og þýðingu
Boga og síðan Ovænt heimsókn, sem unnin
var fyrir útvarpið 1975. Þessar uppfærslur
eru varðveittar í segulbandasafni útvarpsins.
Auk þess má nefna leikritin Tvöfalt líf (La-
burnum Grove), sem flutt var 1951 í leik-
stjórn Ævars Kvarans og þýðingu Hjördísar
Kvarans og Þau komu til ókunnrar borgar
(They came to a city), sem fært var upp í
útvarpinu 1958 í leikstjórn Lárusar Pálssonar
og þýðingu Ásgeirs Hjartarsonar og að lokum
Linditréð (The Linden Tree), sem flutt var
1979 í leikstjórn og þýðingu Ævars Kvarans.
„ÞAU ÖFL SEM SKAPA
MÖNNUNUM ÖRLÖG
BÚA í ÞEIM S JÁLFUM"
Það er óhætt að segja að J.B.Priestley
hafi skipað nokkuð veglegan sess í leiklistar-
lífi þjóðarinnar sl. hálfa öld eða allt frá því
að Eg hef komið hér áður var fyrst verka
hans sýnt í Iðnó 1943 og fram til þessa dags,
þegar til stendur að flytja tvö leikrita hans,
annað í útvarpi og hitt á sviði. En tímarnir
breytast og mennirnir með og ekki víst að
áhorfendur dagsins í dag upplifi það sama
og áhorfendur sömu verka hálfri öld áður,
áherslur hljóta að vera aðrar, framsetning
önnur, en kjarninn hlýtur að vera sá sami -
eða hvað? Hvað leynist í textanum? Hvað
leynist á bak við orðin? og hvernig er farið
með þessi orð? Sjálfur undirstrikaði Priestley
mikilvægi þess að verk sín væru leikin en
ekki bara lesin með eftirfarandi orðum úr
fyrrnefndum formálsorðum að heildarútgáfu
leikrita sinna árið 1948; „ ... en ég verð að
leggja áherslu á þá staðreynd, að þau (þ.e.
leikritin) voru ekki skrifuð til þess að vera
lesin, heldur til að vera leikin í leikhúsum,
þar sem þau, ef þau eru almennilega ieikin
og þeim vel leikstýrt, lifna við. Leikrit sem
hefur aldrei ratað inn í leikhús og fundið sína
leikara og áhorfendur er í raun alls ekkert
leikrit. Leikritahöfundur er rithöfundur, sem
starfar í leikhúsi og fyrir leikhús."
Hann segir líka í þessum sömu formáisorð-
um um þann tíma, þegar hann var að skrifa
leikrit sín: „Ég byrjaði ekki að skrifa fyrir
leikhúsið fyrr en upp úr 1930 á tímabili krepp-
unnar mikiu. Svo tóku við ár í skugga yfirvof-
andi heimsstríðs, síðan stríðið sjálft, og nú
þessi eftirstríðsár spennu og kaldastríðs."
Þetta er sá jarðvegur eða sá tími sem helstu
verk Priestleys eru sprottin úr - þær þjóðfé-
lagsaðstæður, þar sem mannleg þjáning var
mikil, og allt líf einkenndist af átökum milli
manna, stétta og þjóða; það eru háð stríð hið
innra og hið ytra. Þó leikrit hans beri þessa
kannski ekki ævinlega bein merki, nema þá
helst Óvænt heimsókn, þá má ætíð fínna það
undir niðri - samhliða áhuga hans og löngun
til þess að manninum miði eitthvað áfram,
að hann breytist - þroskist kannski? Og skilji
að hann hefur fyrst og fremst við sig sjálfan
að sakast, þegar hlutir fara úrskeiðis. Við
getum ekki bent á einhvern annan eða eitt-
hvað annað. Við getum heldur ekki breytt
neinu öðru en-sjálfum okkur. Pyrst og síðast
berum við sjálf ábyrgð á okkur sjálfum og
„örlögum" okkar.
Höfundur er leikari.
Landnám
sonnettunnar
á Islandi
Eftir ÞORGEIRIBSEN
ÞESSU ári eru liðin 150 ár frá landnámi son-
nettunnar (sónháttarins) hér á landi. Það land-
nám varð með sonnettu Jónasar Hallgrímsson-
ar, Ég bið að heilsa,sem hefur orðið vinsælla
en nokkurt annað ljóð með erlendum kveð-
skaparhætti. Má segja að það hafi runnið
í merg og bein þjóðarinnar frá ystu nesjum
til innstu dala. Það er alkunna og haft fyr-
ir satt, að þetta sé fyrsta sonnettan, sem
kveðin er á íslenzku. Birtist hún í Fjölni
1844, sjöunda árg., bls. 105, og kemur með
honum frá Kaupmannahöfn til Islands sama
ár, sennilega með einu vorskipanna.
II
Þetta ár, 1844, er viðburðaríkt ár í menn-
ingarsögu okkar. Þá kemur líka út orðabók
Sveinbjarnar Egilssonar yfir skáldamálið
forna: Lexicon poetkum, glæsilegt verk og
eitt hið þarfasta íslenzkri tungu og menn-
ingu. Hefur það verið rómað mjög og í
hávegum haft af þeim, sem skilja til fulls
notagildi þess og gagnsemi á sviði tungu
okkar og bókmennta.
Og hví skyldi ekki sonnetta Jónasar, 150
ára 1994, „Eg bið að heilsa", fá að fylgja
með og eiga sinn heiðurssess í fagnaðinum.
Þetta blíða og hugljúfa kvæði, undir „són-
hættinum" suðræna, er búið að ylja íslend-
ingum um hjartarætur í hálfa aðra öld og
er orðið svo rótfast í þjóðarsálinni, að fá
önnur íslenzkt kvæði komast þar í hálf-
kvisti eða jafnast á við það að því leyti.
Og vinsældir þess jukust um allan helming
eftir að hið undurfallega lag Inga T. Lárus-
sonar við það varð til snemma á öldinni.
Og svo samofið er lagið ljóðinu að líkast
til verða þau samferða tungunni og ís-
lenzkri menningu og þjóðerni á leiðarenda.
Um þessar mundir, en þó fáeinum miss-
erum seinna, eru þeir að kveða sínar fyrstu
sonnettur, Gísli Brynjúlfsson og Jón Thor-
oddsen. Gísli yrkir þrjú kvæði til Gríms
Thomsen, sumarið 1846, öll undir ítalska
sónhættinum, 9. júní, 26. júní og 16. júlí
þetta sumar og þar næst árið seinna, 1847,
yrkir Jón Thoroddsen sonnettu til minning-
ar um Bjarna Bjarnason frá Ásgarði, stúd-
ent sem drukknaði á Breiðafirði í mars
1847. Til er annað kvæði, a.m.k., eftir Jón,
undir ítalska sónhættinum, „Á Svínadal",
og eftir Gísla fáeinar aðrar, aðrar en þær
sem hann orti til Gríms. Þar á meðal „Son-
netta", IV. kaflinn í kvæðinu „Til Ástríðar"
(sept. 1847), og „Sonnetto in vita di Maria"
(1851) og „Tíhenda" (ártals ekki getið).
Teljast má samt víst, að „Ég bið að heilsa",
birt í Fjölni 1844, sem áður var sagt, sé
fyrsta sonnettan kveðin á íslenzka tungu,
alfa og omega, eða sú fyrsta og síðasta frá
hendi Jónasar undir þeim hætti, sónhættin-
um, frá sólarlandinu, landi hins tæra himin-
bláma og heiðríkju, þar sem „gul sítrónan
grær", Italíu.
III
Um það leyti sem Snorri er að fremja
sitt „Háttatal" og önnur sín heimsþekkt
rit, ekki ómerkari, brýzt sonnettan fram í
dagsbirtuna og hlýjuna suður á ítalíu og
nær mestri fullkomnun og hæð í höndum
þeirra Dantes og Petrarca, einkum þó hins
síðarnefnda, að sumra dómi. En það tekur
hana næstum þrjár aldir að brjótast yfir
Alpafjöllin, því að það er ekki fyrr en á 16.
öld sem hún birtist í Frakklandi, Þýzka-
Á íslandi fór
sonnettugerð fremur
hægt og stillt af stað. Má
vera að skáld á seinni
hluta nítjándu aldar hafí
svona eins og hikað við
að þræða spor Jónasar í
sonnettugerð, þar sem
honum hafði tekizt svo
vel upp að skapa
undurfagra sonnettu að
stappar nærri
fullkomnun.
landi og Englandi, þar sem hún var síðan
iðkuð af miklum hagleik og listfengi og
„kom fram tilbrigði við formið, kennt við
Shakespeare: þrjár ferhendur, sem eru sér
um rím hver þeirra, og tvær niðurlagslín-
ur, sem ríma saman", eins og Hannes Pét-
ursson skáld orðar það í sonnettukaflanum
í riti sínu „Bókmenntir", í Alfræðisafni
Mennirigarsjóðs, útg. 1972.
IV
Jónas er ekki fæddur og Bjarni Thorar-
ensen varla búinn að slíta barnsskónum
þegar fyrstu kvæðin undir ítalska sónhætt-
inum birtast á dönsku - áhrifin greinileg
frá rómantísku skáldunum þýzku, sem
gerðu sér far um og höfðu yndi af því að
bregða honum fyrir sig í yrkingum sínum
og kveðskap.
Á íslandi fór sonnettugerð fremur hægt
og stillt af stað og var líkt og íslenzku
skáldin tækju ekki við sér á því sviði fyrr
en kom fram á tuttugustu öldina. Má vera
að skáld á seinni hluta nítjándu aldar hafi
svona eins og hikað við að þræða spor Jón-
asar í sonnettugerð þar sem honum hafði
tekizt svo vel upp að skapa undurfagra
sonnettu að stappar nærri fullkomnun -
ekki treyst sér að fara í föt hans að þessu
leyti. En kannski hefur þeim ekki látið són-
hátturinn, hann blátt áfram ekki höfðað til
þeirra eða þeir ekki hrifist af honum sem
skyldi. Hver getur ráðið í það? En einkenni-
legt er, að stórskáld íslenzk, á seinni hluta
nítjándu aldar, bera ekki við að bregða
honum fyrir sig og beita honum í kveðskap
sínum. En þjóðskáldinu Matthíasi Jochums-
syni (1835-1920) verður samt ekki skota-
skuld úr því að þýða 17 fallegar sonnettur
úr „Afturelding Noregs", eftir norska ljóð-
skáldið Johan S.C. Welhaven (1807-1873),
sem var jafnaldri Jónasar, en varð snöggt-
um eldri en hann og samtímamaður landa
síns, stórskáldsins H. Wergelands (1808-
1845), sem er ári yngri en þeir, en deyr
sama ár og Jónas, 1845, Jónas 26. maí en
Wergeland 12. júlí þetta ár. Einstök tilviljun
það, einkum ef haft er í huga að þeir land-
arnir Wergeland og Welhaven eru stundum
taldir hafa gegnt álíka brautryðjandahlut-
verki í norskum bókmenntum og Bjarni
Thorarensen og Jónas Hallgrímsson í okk-
ar, en að öðru leyti og um margt voru þessi
skáld samt harla ólík.
Á tuttugustu öld, snemma, er það Jóhann
Sigurjónsson (1880-1919) sem fyrstur ríð-
ur á vaðið - einsogí svo mörgu öðru, með
tveim sonnettum. í Skírni 1910 er eftir
hann sonnetta sem margir kannast við:
„Fyrir utan glugga vinar míns" og í Eim-
reiðinni og Gjallarhorni 1911 á hann aðra
enn kunnari sem birtist hér:
SONNETTA
Vorið er liðið, ilmur ungra daga
orðið að þungum, sterkum sumarhita,
æskan er horfm, engir draumar lita
ókomna tímans gráa sinuhaga.
Við erum fæddir úti á eyðiskaga,
eilífðarsjórinn hefur dimma vita,
fánýtar skeljar fyrir blóð og svita
fengum við keyptar, það er mannsins saga.
Þó hef ég aldrei elskað daginn heitar
- eilífðarnafnið stafar barnsins tunga -
fátæka líf! að þínum knjám ég krýp,
32
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48