Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1995, Blaðsíða 4
ARK I TEKTUR HAUSTLITIR í grasagarðinum og allt í einu er risin ný kirkja - eitt af betri verkunum í íslenzk- um arkitektúr síðari ára. Ljósmyndir: Lesbók/Sverrir. HVÍTI stallurinn sem sjálf kirkjan stendur á, sést fyrst og eða kjallari þar sem m.a. er séri Digraneskirkj a Sjaldgæft er það, ef ekki eins- dæmi, að söfnuður verði að víkja á annan stað með kirkju sína eftir að bygging á henni er hafm. Þetta átti sér stað hjá Digranessöfn- uði í Kópavogi eins og flest- um er í fersku minni. Hinn upphaflegi og umdeildi staður í nágrenni Víghóls skapaði skilyrði til þess að kirkjan sæist víða að og setti svip á bæinn. Að líkindum hefði sú kirkja orðið öðruvísi útlits. Þegar allt kemur til alls hefur staðarbreytingin líklega orðið til góðs. Byggingarstaðurinn í garðinum í sunnanverðri hlíðinni er svo hlýlegur og fallegur að leitun mun á öðrum betri. Kannski má segja að eini ókosturinn sé sá, að minna ber á kirkjunni þarna en hún á skilið því hér er eitt af beztu verkum í íslenzkum arkitektúr síð- ustu ára. Arkitekt kirkjunnar, Benjamín Magnússori, lætur skammt stórra högga milli. Fyrr á sama ári, 1994, tóku Kópavogsbúar í notkun annað afbragðsverk hans, Listasafn Kópa- vogs, sem um var fjallað í Lesbók sl. sumar. Fáeinum mánuðum síðar var Digraneskirkja vígð. Það er athyglisvert hvað byggingartími kirkjunnar var skammur; Sigur- björn Einarsson biskup tók fyrstu skóflustunguna 27. marz 1993, og um það bil 19 mánuðum síðar var kirkjan vígð og tekin í notkun. Það er einnig ekki síður athyglisvert að meðalstór söfnuður skuli geta byggt kirkju, svo að segja í grænum hvelli, sem kostar 246 milljónir. Það sýnir hvað hægt er ef menn eru einhuga og leiðir á hinn bóginn hugann að þeírri vesöld sem er kringum fjármögnum á fyrirhug- uðu Húsi tónlistarinnar í Reykjavík. En það er önnur saga. Ekki veit ég hvort arkitektinn hefur beinlínis haft bátsform, eða " öllu heldur form arkarinnar, í huga þegar hann teiknaði kirkjuna. Sú örk er á hvolfí og mænásinn sem er áberandi vegna þakgluggans sín hvorum megin, minnir á kjöl og gerir þessa líkingu áleitnari. Þessi gluggi er látinn kljúfa báða gafla kirkjunnar og er höfuðprýði hennar. Vegna hans verður birtan í kirkjunni afar jöfn og falleg; þetta er sú gerð af glugga sem myndlistarmenn dreymir um að væri einhverntíma hægt að hafa á sýningarsal en hefur ekki tekizt til þessa. Kannski er vafasamt að tala um gafla á byggingu sem er áttstrend að innan. Sú innri bygging er eiginlega kirkja í kirkj- unni. Hinir raunverulegu útveggir eru með öðru formi, en rýmið sem myndast á milli er hugvitssamlega nýtt. Þar er m.a. stór safnaðarsalaur þar sem 117 manns geta setið við borð og þennan sal er hægt að opna inn í kirkjuna þegar mannmargt er á stórhátíðum. Það er ekki hlutverk þessa pistils að telja upp hvaðeina, sem þarna er innan dyra, en athygli vekur sérstakt brúð- arherbergi. í annan stað er vert að benda á, að á neðri hæðinni er sérstök kapella, sem jafnframt er nefnd fjölnotasalur. í sjálfu kirkjuskipinu eru sæti fyrir 340 manns. Og það er ekki neinir kirkjubekkir, heldur leikhússæti af beztu og þægilegustu gerð. Ef til viil má líta á það sem misræmi í stíl, að arkitektinn hefur teiknað altari, skímarfont og predikunarstól nokkuð stranglega eftir formúlu módernismans. Þar er öllu skrauti útrýmt. Yfír altarinu er ein- ungis fremur lítill kross og allir eru þessir gripir svo einfaldir að jaðrar við meinlæti. Hinsvegar eru búnar til bylgjur innan á þekjuna, báðum megin við þakgluggann, og sveigðir harðviðarlistar eru látnir fylgja bylgjuforminu. Hér hefði Grophius gamli og aðrir boðendur hreintrúar fúnksjónalis- mans fyrr á öldinni sagt að væri verið að búa til leiktjöld. Ég sé samt ekkert að þessu; vissulega hefur það kostað eitthvað auka- lega, en þetta er gert fyrir augað. Þeir sem boðuðu fagnaðarerindi módernismans í byggingarlist, voru alveg búnir að missa sjónar á því að skreyt- ingar gætu haft sitt gildi; form- ið átti að vera hreint og fylgja þeirri „fúnksjón“ sem verið var að byggja yfir. Góðir nútíma arkitektar leyfa sér hinsvegar að gera sitt af hveiju, sem er „bara fyrir augað“ enda þótt þeir vinni að stærstum hluta í anda módemismans. Það á ekki sízt við í kirkjubyggingum. Að utanverðu er kirkjan mjög módemísk og stendur afar fallega í brekkunni; sjálf kirkjan líkt og á hvítum stalli, sem er undirbyggingin eða kjallarinn. Vegna hallans stendur hann alveg uppúr jörð að framanverðu og þar er gluggaskipan sem er afar vel gerð og falleg. Bogadregnar aðaldyr og súlur í andyri eru hinsvegar „tilvitnanir" í klass- ísk atriði sem búin eru að fylgja kirkjubyggingum um aldir. Það er nú orðið svolítið þreytulegt að vera sífellt að tala um „postmódernisma" þegar slík og önnur álíka atriði sjást. Bogaform, hvort heldur er á dyrum eða annarsstaðar, svo og súlur er bara sjálfsagt að nota þar sem það hentar. Sjálft kirkjuskipið með rauð- um sætaröðum og þakinu sem áður er á minnst er verulegt augnayndi, enda þótt kirkjan sé að vonum listsnauð eins og nánast allar nýjar kirkjur á ís- landi. Sérstaklega er kórinn hægra megin nokkuð „heiðinn" eins og stundum er sagt. Vinstra megin er hinsvegar eitt listaverk í öndvegi sem ástæða er til að geta um: Orgel sem Björgvin Tómasson hefur formað og smíðað. Fyrir utan að vera afbragðs gott hljóðfæri, virðist gripurinn vera mikil dvergasmíði og í raun- inni eins og hver annar mikilfenglegur skúlptúr til að sjá. Ástæða er til að óska arkitektinum, Di- granessöfnuði og Kópavogsbúum öllum til hamingju með þessa Irirkju, sem er í hæsta máta menningarlegt og listrænt framtak. Gísli Sigurðsson. AÐKOMAN að kirkjui í DYRAUMBÚNAÐI og andyri er ter fylgt hafa kir KIRKJUGRIPIR, skýmarfontur, alt- ari og krossmark, syo og grátur, eru í anda naumhyggjunnar og ríma ekki alveg við orgelið, sætin og þakið. SÉÐ af svölunum inneftir kirkjuskipinu. Það sem mestan svip setur á kirkjuna að innan, fyrir utan rauð sætin, er þakglugginn og útfærslan á þekjunni, svo og orgelið sem stendur vinstra megin í kórnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.