Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 1
O R G U N L A Ð S Stofnuð 1925 13. tbl. 1. APRÍL 1995 - 70. árg. Dagur í lífi vitrings að er 21. janúar 1994. Ég er íklæddur ljósbrúnni kápu með stungnum boðungum. Á höfðinu ber ég austurlenskt höf- uðfat sem er gullofinn hvítur hringur utanum næpulagaða gullstrýtu sem er alsett götum. Ég er vitringur frá Austurlöndum. Umhverfis mig eru englar á aldrinum sex til tólf ára og fyrir framan mig stendur María mey í bláum léreftsbúningi en höfuð- búnaðurinn er hvítur að innan þannig að Englarnir komu inn. Aðstoðarleikstjórinn var á þönum við að láta hvern og einn fá sitt. Englarnir fengu gullna lúðra, blokkflautur og höipur. Hér segir af kvikmyndatöku, einu atriði í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka, og var það tekið í fjárhúsi fyrir sunnan HafnarQörð. Eftir ÁSGEIR BEINTEINSSON hvít rönd er umhverfís andlitið þegar hún brýtur upp á efnið. Jesúbarnið liggur hreyf- ingarlaust og opinmynnt í þurru og köldu heyinu í sígildri jötunni. Vitringarnir, félagar mínir, standa mér á hægri hönd. Ég er stadd- ur í fjárhúsi sunnan Straumsvíkur og það er kalt. í kringum okkur er sífellt verið að kalla eitthvað á aðskiljanlegum tungumálum. Það hanga ljóskastarar úr rjáfrinu og hit- inn frá þeim bræðir snjóinn svo að hann lekur niður á kalda englana. Það er frost úti og hávaða rok. Nýfæddur þorrinn hleyp- ur um íjárhúsið og svekkir alla, en þó minnst þá bláu og rauðu. Englamir kólna og kólna. Sumir þeirra eru klæddir kuflum með vængj- um á bakinu á meðan aðrir eru bara í næfur- þunnum hlírabolum sem skýla engu, að öðru leyti eru þeir í dansskjörtum og sokkabux- um. Blessaðir englamir og ég, sem er að drepast á tánum. Énglarnir, sérstaklega þeir yngstu, sitja á jötubrúnunum til beggja handa svo að bríkin skerst inn í sitjandann, þeim er illt í rassinum. Einn dökkhærður engill með gull og laufum skreytt band um höfuðið er farinn að tárast úr kuída og þjáningu. Við syngjum í „Betlehem er bam oss fætt“, aftur og aft- ur. Ég segi Maríu mey að einn engillinn sé alveg að fara að gráta. Hvernig stendur á þessum undarlegheitum? Ég, vitringurinn, lagði af stað ásamt ein- um englinum kl. 14.40 þennan föstudag. Það hafði verið snjóbylur og skafrenningur. Það stefndi enn í mikla ófærð og óveður. Við áttum talsverða göngu fyrir höndum og þar sem veðurútlitið var svona slæmt, klædd- um við okkur vel. Engillinn fór í skíðabuxur og dúnúlpu. Hann átti að vera húfu á höfð- inu en vildi einungis vera með hárband til að skýla eyrunum. Við settum ýmsa vara- hluti í svarta tösku til öryggis. Hríðinni hafði slotað og það var sæmilegt gönguveður þeg- ar við gengum úr Hlíðunum og í gegnum undirgöngin hjá Hlíðarenda, en þá tók að hvessa á móti okkur. Fyrst gengum við hlið við hlið og ösluðum subbulegan snjóinn á gangstéttinni en þegar ég sá hvað engillinn var orðinn rauður í fram- an ákvað ég að við mundum ganga í röð þannig að engillinn hefði skjól af mér þegar Mynd: Árni Elfar. „ VIÐ gengum inn í stíuna og bak við rollurnar beint fyrir framan myndavélaraugað. Við stilltum okkur upp. Englam- ir voru settir upp ájötuna til bliðar og á bak við okkur. Svo kom leigubílstjórinn sem nú var orðinn vitringur.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.