Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 4
A 100. afmælisári kvikmyndarinnar II Kvikmyndaöld gengur í garð SLENDINGAR stóðu agndofa frammi fyrir nýrri tækni þar sem voru kvikmyndirnar. Það var þó ekki fyrr en árið 1903 að þeir komust í nána snert- ingu við þær, en þá um sumarið voru tveir útlending- ar á ferð um landið, þeir Fernander og Hallseth, og sýndu lifandi myndir við miklar vinsæld- ir og undrun. Áður en útlendingamir lögðu leið sína til Reykjavíkur voru þeir fyrst á ferð á Akur- eyri og síðan ísafirði. í höfuðstaðnum sýndu þeir í Iðnaðarmannahúsinu, Iðnó, við hrifn- ingu bæjarbúa. Upphaflega ætluðu þeir aðeins að dvelja í nokkra daga, 27. júlí til 2. ágúst, og sýna á kvöldin, en aðsóknin var svo mikil að hafa þurfti aukasýningar á daginn og sérstakar barnasýningar. Á fyrstu sýningunni var troðfullt hús og miðar seldust upp á tveimur tímum. Næstu kvöld voru allir aðgöngumiðar seldir jafnharðan og salan byrjaði og meirihlutinn var pantað- ur fyrirfram. Raunar var sagt, að ekki hefði verið meiri aðsókn að neinni skemmtun í bænum en þessum myndasýningum. Þannig höfðuðu kvikmyndirnar sterklega til íslend- inga þegar í upphafi. LlFANDI MYNDIR í UpphafiAldar Með sýningum Femander og Hallseth var hafin kvikmyndaöld á íslandi og ekki varð aftur snúið. Lifandi myndir áttu framtíðina fyrir sér. Skömmu eftir að útlendingarnir voru famir til síns heima, raunar með við- komu á Seyðisfirði, gekkst Ólafur Johnson, ásamt nokkrum Öðrum mönnum, fyrir kaup- um á tækjum til kvikmyndasýninga og stofn- aði fyrsta íslenska kvikmyndafélagið, ð. John- son og Co. Haustið 1904 var fyrirtækið kom- ið í gang með sýningar fyrir alvöru og að- sókn var ætíð mikil. I upphafi var ýmist sýnt í Bárubúð eða Breiðfjörðsleikhúsi og síðar í Iðnaðarmannahúsinu. Stuttar myndir voru Þegar íslenskt Lifandi Myndafélag lagði á það áherslu, að hluthafar þess væru íslenskir var komið til sögu nýtt kvikmynda- hús í Reykjavík sem átti eftir að verða stórveldi á þessu sviði, Reykjavíkur Biograftheater. Þetta nafn fannst Reykvík- ingum nokkuð óþjált og tóku fljótlega uppá því að stytta það í „Bíó“ sem festist síðan í málinu. Eftir EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON ráðandi og m.a. sýndar myndir frá austræna ófriðnum, frá Berlín og frá Winnipeg en þeim sem voru kunnugir í síðartöldu borginni „þótti gaman að sjá þama ágæta mynd af kafla af Main Street (Aðalstræti) þar, svo glöggva, að þekkja mátti hvert hús,“ ritaði blaðið Reykjavík 14. okt. 1904. Þá voru sérstakar barnasýningar á vegum Ó. Johnson og Co. og inn á milli voru jafnvel íslenskar myndir, t.d. af þvottastúlkum í Laugunum og fisk- þvotti við Sjávarborg sem Magnús Ólafsson ljósmyndari tók, en þær eru glataðar. Fleiri létu til sín taka við kvikmyndasýning- ar á þessum fýrstu árum, t.d. voru félagar að nafni „Matthías og Bjöm“ með sýningu í leikhúsi Walgarðs O. Breiðfjörð, Fjalakettin- um við Aðalstræti, sumarið 1905 og sama ár var Nordisk Biograf Company undir for- ystu Norðmannsins C. Köpke á ferð með myndasýningu og aftur árið 1906. Árið 1905 hafði fyrirtækið Ó. Johnson og Co. keypt nýja sýningarvél og lofaði betra „prógrammi" en nokkru sinni áður. Það hélt síðan áfram á þessari braut árið 1906 en breytti þá um nafn og hét íslenskt Lifandi Myndafélag. Á árinu 1906 fór samkeppnin harðnandi í sýningum Iifandi mynda og þá gerðist það að slíkar myndir voru sýndar á tveimur stöð- um í Reykjavík sama kvöldið og þóttu tíð- indi. Og Islenskt Lifandi Myndafélag auglýsti í Þjóðólfi 19. okt. að allir hluthafar þess væru íslenskir og þar af leiðandi færu „engir peningar út úr landinu". Svo fór þó að lokum fyrri hluta árs 1907 að Islenskt Lifandi Myndafélag varð að hætta starfsemi, það seldi tæki sín til Akureyrar og þar með var markað upphaf að reglubundnum kvikmynda- sýningum_ þar. Þegar íslenskt Lifandi Myndafélag lagði á það áherslu, að hluthafar þess væru íslenskir var komið til sögu nýtt kvikmyndahús í Reykjavík sem átti eftir að verða stórveldi á þessu sviði, Reykjavíkur Biograftheater. Þetta nafn fannst Reykvíkingum nokkuð óþjált og tóku fljótlega upp á því að stytta það í „Bíó“ sem festist síðan í málinu. Með Reykjavíkur Biograftheater, sem var reyndar kallað Myndaleikhús Reykjavíkur í fyrstu sýningar- skránni, hófust reglubundnar kvikmyndasýn- ingar í Reykjavík. Það var danskur kaupmað- ur í Kaupmannahöfn sem átti bíóið, F. War- burg að nafni, en útsendari hans á íslandi í fyrstu var maður að nafni Alfred Lind sem hafði sér til aðstoðar, sem sýningarmann, ljós- myndarann Peter Petersen. Sá tók síðan við stjórn kvikmyndahússins snemma árs 1907 þegar Alfred Lind fór til síns heima. Þegar Warburg lést haustið 1913 keypti Peter Peter- sen bíóið og eignaðist það frá og með 1. apríl 1914. Hann rak það síðan til ársloka 1939 en árið 1940 fiuttist hann til fæðingar- borgar sinnar, Kaupmannahafnar, og hóf fljótlega bíórekstur þar. Þessi maður var jafn- an kallaður „Bíópetersen" og var þekktur í þjóðlífinu. Reykjavikur Biograftheater hóf sýningar í Fjalakettinum hinn 2. nóvember 1906 og eft- ir að bíósalnum hafði verið breytt rúmaði hann tæplega 260 manns í sæti. Dagskráin fyrsta sýningarkvöldið samanstóð af nokkrum stuttum myndum, þ.á m. frá jarðarför Krist- jáns konungs IX, myndum frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn, mynd af aldingarði í Barc- elona, mynd sem nefndist Gosbrunnurinn í Versölum og í lokin var mynd um tvo götu- drengi í París sem stálu hárkollu af aldraðri konu. Auk þessa voru nokkrar smámyndir til viðbótar en sú sem vakti mesta athygli og var fyrst á dagskrá var mynd frá móttöku íslenskra þingmanna í Fredensborg sumarið 1906 sem hinn konunglegi hirðljósmyndari P. Elfelt kvikmyndaði. í sýningarskrá fyrir þetta fyrsta kvöld sagði m.a. „að eflaust muni áhorfendur eiga hægt með að þekkja NÝJA bíó var til húsa í Austursal Hótel íslands 1912-1920. SALUR Gamla bíós ínýjum húsakynnum. eitthvað af þingmönnunum". Sem þeir' og gerðu og skemmtu sér konunglega við að bera kennsl á þá. Á árunum 1907 til 1912 var af og til reynt að stofna til samkeppni við Reykjavíkur Bio- graftheater, t.d. var The Scottish and Americ- an Cinomoted Picture Company með sýningar í Bárubúð sumarið 1907 en umboðsmaður þess var maður að nafni Chr. B. Eyjólfsson. Árið 1909 var stofnað í Reykjavík nýtt kvik- myndafélag sem nefndist hvorki meira né minna en Alþjóðaleikhús Reykjavíkur og var eins konar útibú frá bíóhúsi í Björgvin í Nor- egi. Það hafði sýningar í Bárubúð og í for- svari var Jón Guðmundsson kaupmaður. I Alþjóðaleikhúsi Reykjavíkur var miðaverð 15 aurum lægra en í Reykjavíkur Biograftheater og því var spáð að hið síðamefnda neyddist eflaust til að setja verðið niður jafnt hinu ef það ætti að geta staðið því á sporði. Leikar fóru þó svo að Reykjavíkur Biograftheater hélt velli en Alþjóðaleikhús Reykjavíkur dó drottni sínum. Árið 1912 gerðust stórtíðindi í bíóheimi íslendinga. Hinn 12. apríl var stofnað nýtt bíó í Reykjavík sem var einfaldlega nefnt Nýja bíó og fyrsta kvikmyndin sem það sýndi var Vesalingamir, gerð eftir samnefndri sögu Victor Hugo. Olafur Johnson stórkaup- maður var í hópi þeirra manna sem stóðu að kvikmyndahúsinu, sá hinn sami og hafði látið kvikmyndasýningar til sín taka á árunum 1904-1907. Eftir að Nýja bíó kom til sögunn- ar var farið að kalla Reykjavíkur Biografthe- ater „Gamla bíó“ til aðgreiningar frá því nýja. Og raunar fór Reykjavíkur Biografthe- ‘ ater að auglýsa sig sem Gamla bíó þegar sumarið 1912. Gamla Bíó Og Nýja BÍÓ Til ársins 1920 voru sýningar Nýja bíós í sal á Hótel íslandi en þá um sumarið fluttist það í ný og glæsileg húsakynni við Austur- stræti og þar var hægt að taka nærri 500 manns í sæti. Miklar vonir voru bundnar við starfsemi Nýja bíós á nýjum stað. En sjálfu húsinu var ekki síður fagnað og það var jafn- vel talið geta haft siðbætandi áhrif á um- hverfi Reykvíkinga og bera vott um nýtt menningarstig þeirra. Fyrsta myndin, sem sýnd var í fína salnum við Austurstræti árið 1920, var Sigrún á Sunnuhvoli eftir sögu Bjömstjerne Bjömsson en kvikmyndahúsið hafði útvegað sér fjölda „úrvalsmynda“ sem sýndar voru hver á eftir annarri, og raunar var norrænni kvikmyndal- ist löngum sýnd ræktarsemi í Nýja bíói. Sú nýbreytni var jafnframt tekin upp hjá Nýja bíói þegar það fluttist í Austurstræti, að fjölga sýningum og einbeita sér að sýningu lengri bíómynda og sagt var, að í rauninni hefðu menn eins mikið gagn af einni sýningu í nýja húsinu eins og þremur áður. Þannig urðu stuttu myndimar eins konar aukamynd- ir á undan aðalmyndinni. Ekki voru langar myndir þó alveg nýjar af nálinni. í apríl 1912 auglýsti þannig Gamla bíó Herfang mormónans sem „lengstu og stærstu mynd“, sem sýnd hefði verið á ís- landi, „enda heil saga“. Löngum myndum fór smám saman fjölgandi á næstu árum og eft- ir að þær komu til sögunnar urðu fyrstu „kvik- myndastjörnumar" til. í fyrstu voru eftirlætis- leikarar íslendinga danskir og sænskir en eftir fyrri heimsstyijöld fóru myndir að ber- ast frá Ameríku í æ ríkara mæli og bandarísk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.