Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Blaðsíða 5
FRÁ Krýsuvík, vatnslitir. ÞRJÚ skrautker úr jarðleir, 1930. Hann mótaði dýrin í leir og málaði bæði olíumyndir og vatnslitamyndir af grænlenskri náttúru. Hann hafði á yngri árum ferðast um Alpana sem fjallgöngumaður og um óbyggðir í Grænlandi, Nor- egi, Finnlandi og einnig um Litlu- Asíu. Hann beindi athygli sinni einkum að villtum dýrum, frum- byggjum, gömlum búskaparhátt- um, eldvirkni ogjöklum svo nokkuð sé nefnt. Þetta örvaði þá myndskap- andi sýn og listhugsun sem ein- kenndi hann. Verk eftir Guðmund eru víða til á erlendum söfnum (s.s. á Bretlandi, Indlandi, Bahamaeyj- um, í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Austurríki, Sviss og á öllum Norð- urlöndunum) en hann tók þátt í íjölda samsýninga og hélt a.m.k. 24 einkasýningar erlendis. Breytt Álit NÝRRAR KYNSLÓÐAR Hér á landi var haldin sýning á list Guðmundar árið 1975 en næstu 10-15 árin þar á eftir umlukti þögn- in að mestú leyti þennan fjölhæfa listamann og verk hans. Það var svo fyrir nokkrum árum að staðan breyttist og jákvæð viðhorf og álit ungs fólks og miðaldra á listsköpun Guðmundar komu fram í dagsljósið. Það er eflaust m.a. vegna þess að á sínum tíma var þessi atorkusami og umdeildi íslendingur aðeins séð- ur í nálægð tímans. Dregin var upp einlit mynd af honum og m.a. talað um hann sem gamaldags og lélegan málara auk þess sem listpólitík um miðbik aldarinnar og í stríðsbyrjun, þegar róttækar fylkingar manna létu gífuryrði falla um menn og menningu, brennimerktu hann og komu beinlínis í veg fyrir að hann nyti fyllilega sannmælis. Einnig hefur tryggð hans við hlutbundna list, dreifing starfskrafta og virk þátttaka í deilum um myndlist átt sinn þátt í skoðanamyndun manna á þeim einarða sjálfstæðis- og fjöllistamanni sem hann var. Það er ef til vill merki um víð- sýni ungs fólks að viðhorf til listsköpunar hans hafa breyst. Ungt fólk og miðaldra, sem lætur umrót liðins tíma ekki hafa áhrif á skoðanir sínar á sjálfri sköpun- inni, lítur hann augum samtímans í nýju ljósi; ýmsum litbrigðum. SAMAKONÚR, vatnslitir, 1952 áhersla á myndefni verða ekki með venjubundnu sniði og hvorki verður um að ræða hefðbundna listaverka- bók né ævisögurit. Innan fjölskyldunnar er einnig áformað að halda yfirlitssýningu á verkum Guðmundar á öllum sviðum — á skreytingum, smíðajárnsverk- um, listhönnun, myndlist, svartlist, ljósmyndun, kvikmyndun og hnýta með því móti endahnútinn á sýning- arhald að sinni. Frumherji, Heimsborgari Og Náttúrubarn HÖGGMYND - án heitis. FERÐAGARPUR Guðmundur notaði vatnsliti til að mála skyndimyndir (skissur) á ferðalögum sín- um en hann fór um gangandi, á hestum, skíðum, kajökum og síðari æviárin í bif- reiðum og oftast með ferðafélaginu Pjalla- mönnum. Fjallamenn voru t.d. mjög virkir á meðan á Heklugosinu stóð og fékkst Guðmundur m.a. við að túlka ógnarkraft eldgosa og önnur stórbrotin náttúruundur öræfanna. Þessi mikli ferða- og fjallagarpur, fang- aður af fjöllunum, var einnig íþróttamaður í öðrum greinum sem m.a. stundaði sport- veiðar. Hann var sagður veiðimaður af guðsnáð og til eru margar sögur af honum úr veiðiferðum. í Deiglunni Verið er að vinna að óvenjulegri bók um ævi hans og list á vegum bókaforlags- ins Ormstungu, þar sem efnistök og Nafn Guðmundar frá Miðdal, sem lést 67 ára gamall árið 1963 tengist landslagsmálverkinu sterkt ásamt leirverkum af rjúpum, hröfn- um og fálkum. Það er víst að hann var frumheiji í fleiri en einum skiln- ingi þess orðs. Honum tókst, fram- yfír marga aðra listamenn, að helga líf sitt list og listhönnun. Höggmyndagerð og málun voru meginyrkisefni þessa heimsborgara og náttúrubarns í listinni og lagði hann sig t.d. fram um að vinna að uppbyggjandi hugmyndum í jarð- efnaiðnaði á notkun íslensks leirs. Hann hafði sjálfstæðar skoðanir á skipulagi Reykjavíkur og fór ekki dult með álit sitt á ýmsum þjóð- og menningarmálum. Óhætt er að fullyrða að verk Guðmund- ar inni á íslenskum heimilum og í íslensku umhverfí mótuðu list-og formskyn margra áður fýrr og gera það ugglaust enn. Það er því vel við hæfí að Kjarvalsstaðir skuli bjóða upp á þessa sýningu þar sem vatns- litamálun var einn þáttur listsköpunar hans en Kristín G. Guðnadóttir segir um hana: „Meðal vatnslitamynda hans er fjöldi nærmynda af náttúrunni, en einmitt í þeim verkum sem sýna fjölbreytileik og fínleg blæbrigði hins smágerða fjallagróðurs gætir sterkrar tilhneigingar til að losa um formgerð verkanna og láta litbrigði jarðar- innar mála sig sjálf, eins og sjá má í verk- inu Mosi og gróður. Þessi upplausn for- manna gerir listamanninum þannig kleift að miðla fjölbreytilegri náttúrusýn en áð- ur.“ Höfundurinn er Ijóðskáld og kennari. I r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13.MAll995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.