Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						-}
I völdundarhúsi
Michels Foucaults
Michel Foucault
Eftir ÞRÖST
HELGASON
egar Michel Foucault lést úr alnæmi á 58-unda
aldursári fyrir u.þ.b. ellefu árum (25. júní
1984) var hann orðinn einn allra áhrifaríkasti
hugsuður á þessari öld en um leið einn sá
umdeildasti. I þessari grein verður reynt að
skyggnast um í því völundarhúsi sem líf og
hugsun Michels Foucaults mynda. Það getur
reynst erfitt að rata um slíkar byggingar -
ef maður á annað borð þorir inn - en eins
og frægt hefur orðið getur reynst jafnvel
enn erfiðara að rata út úr þeim aftur.
FRÁ poitiers Til PARÍSAR
Michel Foucault fæddist í smábænum
Poitiers sem stendur 300 km suðvestur af
París. Foreldrar hans voru velmetnir borgar-
ar, faðir hans læknir með eigin stofu og
kenndi auk þess við háskólann í bænum en
móðir hans sá um heimilið og daglegan rekst-
ur læknastofunnar. Foucault var ætíð tregur
til að ræða um æsku sína en þá sjaldan það
gerðist minntist hann hennar með óbeit. Agi
mun hafa verið mikill á heimilinu, einkum
þegar menntun var annars vegar. Það varð
t.d. tilefni til ofsafenginna rifrilda og jafnvel
barsmíða þegar sonurinn neitaði að læra til
læknis og taka við stofu föður síns í Poitiers.
Námsgáfur Foucaults komu fljótt í ljós.
Það varð einnig snemma ljóst að orðmennt
átti betur við drenginn en talnamennt. A
unglingsárum orti hann ljóð og lét ákaft um
bókmenntir og heimspeki, bæði forna og
nýja, en tvítugur hóf hann nám í heimspeki
í Parísarborg við eina virtustu menntastofn-
un í Frakklandi, Ecole Normale Supérieure
(ENS). Foucault var fremur ódæll nemandi
í ENS og var ekki mjög vinsæll meðal ann-
arra stúdenta enda gat hann verið meinyrtur
í umræðum og árásargjarn ef því var að
skipta; kvöld eitt sást til hans hlaupandi á
eftir skólabróður sínum með rýting á lofti.
Margir nemendanna töldu hann brjálaðan.
Allir þeirra viðurkenndu hins vegar snilli
hans. Hann var sílesandi og þefaði uppi
tækifæri til að ræða hugðarefni sín við sam-
stúdenta og kennara. í ENS beindist áhug-
inn mjög að Hegel og Marx en einnig Huss-
erl, Kant og Heidegger sem hann sagði
seinna að hefði valdið straumhvörfum í hugs-
un sinni. Hann var vitanlega kunnugur til-
vistarheimspeki Jean-Paul Sartres en það
var einmitt samstarfsmaður Sartres,
Maurice Merleau-Ponty, sem kveikti áhuga
hans á margbrotnum og dularfullum tengsl-
um líkama og sálar sem áttu eftir að verða
eitt af meginviðfangsefnum hans upp frá
því. Áhuginn á þessum tengslum var raunar
ekki aðeins fræðilegur heldur verklægur
einnig, ef svo mætti kalla, en á þessum árum
hóf Foucault ævilanga leit sína að andlegri
og líkamlegri fullnægingu. Eitt sinn, seint
að kvöldi, kom t.d. einn kennaranna að hon-
um á sal heimavistarinnar í annarlegri at-
höfn, hann lá flatur á gólfinu og hafði skorið
í brjóst sitt með rakvélarblaði. En að vera
staðinn þannig að verki fullkomnaði þessa
masókísíui athöfn, þetta var ekki aðeins
upplifun á líkamlegum sársauka heldur eihn-
ig á hlutgervingu sjálfsins.
Foucault þjáðist af þunglyndi í ENS og
átti það til að hverfa úr skólanum svo dögum
skipti. Orsakir þunglyndisins hafa menn
einkum rakið til þess að Foucault var á þess-
um árum að reyna að takast á við og viður-
kenna samkynhneigð sína í þjóðfélagi sem
var íhaldssamtog uppfullt af fordómum í
þeim efnum. I greipum þessa hugarvíls
reyndi Foucault að fyrirfara sér sama ár og
hann tók lokapróf í heimspeki í ENS, 1948,
og áttu tilraunirnar til sjálfsvígs eftir að
verða fleiri. Raunar var Foucault gagntekinn
af sjálfsmorðshugmyndinni allt sitt líf. Hann
talaði ævinlega fyrir rétti manna til að fyrir-
fara sér og taldi reyndar sjálfsmorðið til
unaðssemda lífsins; maður á að undirbúa sig
undir sjálfsmorðið smátt og smátt, sagði
hann eitt sinn, vefja það skrauti og skipu-
leggja út f ystu æsar, komast fyrir um inn-
tak þess, ímynda sér það, kjósa sér aðstæð-
ur og aðferð, fá leiðbeiningar um það, gera
það að atburði án áhorfenda, atburði sem
maður upplifir einn þessa stystu stund lífs-
ins. Stundum gátu þó verið áhöld um það
hvort Foucault var að tala í alvöru eða gamni
Þegar Foucault lést úr
alnæmi árið 1984 var
hann orðinn einn af
kunnustu hugsuðum
samtímans. Verk hans
höfðu verið þýdd á
sextán tungumál og
kenningar hans voru
notaðar af fræðimönnum
á flestum sviðum
mannvísinda.
þegar hann tjáði sig um sjálfsmorð, t.d. eru
hugmyndir hans um sjálfsmorðshátíðir og
sjálfsmorðsorgíur þess eðlis.
DREGGJAR SÖGUNNAR
Fljótlega eftir að Foucault útskrifaðist úr
ENS árið 1951 vaknaði áhugi hans á tengsl-
um brjálæðis og óskynsemi en um það efni
skrifaði hann doktorsritgerð, Folie et dérai-
son: Historie de la. folie á I'áge classique,
sem kom út árið 1961 en var gefin út aftur
mjög stytt árið 1964 undir sama nafni.
Spurningarnar sem brunnu heitast á honum
er hann hóf að skoða sögu brjálæðisins, og
raunar allt til dauðadags, voru um tengsl
valds og þekkingar, sjálfsverunnar og sann-
leikans. Brjálæðið var eitt af þeim þekking-
arsviðum sem Foucault kallaði grafín og eru
vanalega útilokuð úr opinberri menningar-
umræðu, önnur slík eru til dæmis kynlíf og
hegningaraðferðir sem Foucault átti eftir
að gera skil síðar meir. Þetta eru allt hlutir
sem ekki má tala um. Foucault hafði sér-
stakan áhuga á því hvernig orðræðan um
þessi gröfnu þekkingarsvið væri mynduð,
hvernig sannleikurinn um þau yrði til og
hver staða einstaklingsins væri gagnvart þvf
valdi sem stæði að baki þessari orðræðu-
myndun og sannleiksstjórn.
í leit sinni að svörum við þessum ráðgát-
um Taeitti Foucault fyrst í stað aðferð forn-
minjafræðinnar svokölluðu. Fornminjafræð-
in einbeitir sér að dreggjum sðgunnar, að
gleymdum skjölum sem hafa að geyma
menningu og hugsun fyrri tíma. Samkvæmt
hefðbundinni hugmyndasögu eru það hugs-
andi einstaklingar sem skapa hugmyndir en
samkvæmt fornminjafræðinni eru það aftur
á móti hugmyndir sem skapa hugmyndir.
Nútímihn er því ávallt afurð fortíðarinnar.
En hvað er það sem ræður því hvaða hug-
myndir verða ofan á í þessu vali sögunnar?
í raun er hér um ákveðið útilokunarkerfí
að ræða; það er ákveðið reglukerfi — sem
Foucault kallar ýmist hugsunarkerfi eða
orðræðumyndun — sem segir til um hvaða
yrðingar eru sannar og hverjar ósannar.
Maður sem vill láta taka mark á orðum sfn-
um tekur sér stöðu innan þessa reglukerfis,
þ.e. innan sannleikans. Þeir sem ekki gera
það eru hins vegar iðulega taldir hættulegir
uppreisnarmenn, geðsjúkir, siðblindir eða
eitthvað þaðan af verra; þeir eru útilokaðir
úr samfélagi sannleikans, hins rétta og góða.
Yrðing verður því að vera í réttum tengslum
við aðrar yrðingar til að geta talist sönn.
Einstaka sinnum gerist það hins vegar að
sannleikanum er umbylt; einhver eða ein-
hverjir ná valdi á fyrrnefndu reglukerfi og
breyta forsendunum fyrir sannleikanum,
móta m.ö.o. nýjan sannleika. Slík umbylting
getur átt sér stað_ í stóru sem smáu í mann-
legu samfélagi. Á 16. öld hóf t.d. vísinda-
hyggjan innreið sína í hugsunar- og hug-
myndasögu mannsins með nýjum uppgötv-
unum, einkum á sviði stjarnfræði, stærð-
fræði og eðlisfræði; síðan þá hefur allt það
sem ekki er skynsamlegt eða rökvíst á
mælikvarða hennar verið talið til ósanninda,
hjátrúar og hindurvitna eða til hreinnar brjál-
semi.
Þegar í upphafi sjöunda áratugarins var
Foucault þekkt nafn á meðal helstu mennta-
og menningarfrömuða í Frakklandi. Hann
var í nánum tengslum við táknfræðinginn
og strúktúralistann Roland Barthes, sem
hann hafði reyndar átt í ástarsambandi við
fáum árum fyrr. Hann þekkti skáldsagnahöf-
undinn og kvikmyndagerðarmanninn Alain
Robbe-Grillet, og kynntist frægum leikurum
á borð við Simone Signoret og Yves Mont-
and. Sjöundi áratugurinn átti raunar eftir
að verða viðburðaríkur í lífi Foucaults enda
var hann geysilega afkastamikill þessi á'r.
Fyrri hluta áratugarins fékkst Foucault eink-
um við tvennt. Annars vegar hélt hann áfram
að rannsaka sögu brjálæðisins og læknavís-
indanna en bók hans, Naissance de la
clinique. Une archéologie du regard médic-
al, kom út árið 1968. Hins vegar skrifaði
hann nokkuð um bókmenntir á þessu tíma-
bili en í þeim skrifum var tungumálið eitt
af meginviðfangsefnunum. Foucault taldi að
um aldamótin 1800 hefði túngumálið vaknað
til nýs hlutverks, það hefði lifnað við af
doðanum sem fylgdi hlutleysi og sjálfvirkni
í sjálfstýrðu tákn- og flokkunarkerfi 17. og
18. aldarinnar þar sem samsvörun orðs og
hlutar var algjör. Um þetta leyti hætti tungu-
málið að vísa út á við, á heiminn, og fór
að vísa inn á við, á sig sjálft. í kjölfar þess-
ara hræringa verða bókmenntirnar til, sagði
Foucault, bókmenntirnar sem sérstök eða
sértæk orðræða sem leggur meira upp úr
hinu bókmenntalega gildi en því samfélags-
lega og hugmyndafræðilega.
Á seinni hluta sjöunda áratugarins kom
út stærsta og kunnasta verk Foucaults, Les
Mots et les choses: une archéologie des sci-
ences humaines (1966), sem rakti hugsunar-
sögu Vesturlanda frá endurreisnartíma til
okkar daga. Þessu tímabili skipti Foucault
niður í fj'ögur skeið eða hugsunarkerfi með
hliðsjón af sögulegri gerjun á þremur sviðum
þekkingar, því málfræðijega, náttúrufræði-
lega og hagfræðilega. í riti þessu leggur
Foucault grunninn að hinni fornminjafræði-
legu sögusýn sem neitar því að díalektísk
þróun sé frumafl sögunnar; sagan gerist í
rofum, skiptin úr einu hugsunarkerfi í annað
eru fyrirvaralaus og jafnvel óútskýranleg.
Þáð leið hins vegar ekki á löngu þar til af-
staða Foucaults til þróunarhugtaksins
breyttist, eða mildaðist öllu heldur, því strax
í næstu bók sinni, L'archéologie du savoir
(1969), gerði hann ráð fyrir þróun og þá
einkum innan hvers tímabils en einnig á
milli þeirra. Engu að síður vildi Foucault
ætíð gera því ástandi í hugsunarsögunni sem
hann kallaði rof hærra undir höfði en hin
hefðbundna sagnfræði hafði viljað gera en
þetta ástand einkennist iðulega af miklum
átökum á milli andstæðra póla og hugmynda-
legri ringulreið.
Árið 1966 fór Foucault til Túnis þar sem
hann kenndi heimspeki í tvö ár; dvöl hans
þar átti eftir að hafa gagnger áhrif á líf
hans og hugsun.
STRAUMHVÖRF - SlFJAFRÆÐI
Líklega fór Foucault til Túnis sökum þess
að honum þótti að sér þrengt í Frakklandi
en Túnis var auk þess vinsæll orlofsstaður
homma á þessum árum. Skömmu eftir að
Foucault kom til Túnis gerðu stúdentar upp-
steyt í háskólanum sem hann starfaði við.
Ekki leið á löngu þar til háskólinn var orð-
inn miðstöð stjórnarandstöðuafla í landinu
og Foucault, sem lítið hafði skipt sér af
stjórnmálum fram til þessa, var allt í einu
lentur inn í hringiðu pólitískra umbrota sem
raunar áttu sér stað vítt og breitt um hinn
vestræna heim og náðu e.t.v. hámarki sínu
á götum Parísarborgar í maí 1968.
Foucault var í Túnis þennan örlagaríka
maímánuð en fylgdist samt grannt með at-
burðum í París. Baráttumál franskra stúd-
enta voru fyrst og fremst tengd mennta-
stefnu ríkisstjórnarinnar sem í raun byggð-
ist á margra alda grunni. Mótmælin og átök-
in á götum borgarinnar urðu hins vegar
hvað hörðust þegar spjótunum var beint að
hvers konar valdboðum og ofstæki og-of-
beldi sem beitt var til að ná þeim fram og
líkamnaðist í brynvarðri lögreglunni sem
barði á stúdentum og hneppti í varðhald.
Foucault dáðist að hugrekki stúdentanna og
þá sérstaklega þeirra túnisísku sem gátu átt
von á allt að 15 ára fangelsisvist fyrir þátt-
töku sína í mótmælum. Hann hreifst með
og reyndi að aðstoða stúdentana eftir megni
en eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri lík-
amsárás — sennilega af höndum lögregluyf-
irvalda í Túnis — flýði hann heim til Frakk-
lands í októbermánuði 1968.
Foucault' hafði breyst. Hann hafði nú
ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og það sem
meira var, hann vildi láta til sín taka á opin-
berum vettvangi. Og allt endurspeglaðist
þetta sennilega hvað best í breyttu útliti
hans; hann hafði rakað af sér allt hár í
Túnis. Vitanlega voru ákveðin skilaboð fólg-
in í þessum gjörningi; hann var nokkurs
konar yfirlýsing um frelsi einstaklingsins,
frelsi hans til að vera öðruvísi og um leið
var hann yfirlýsing um byltingu, um upp-
reisn gegn hvers konar valdi.
Allt frá því að Foucault sá frelsið tekið
kverkataki af yfírvaldinu um vorið 1968 og
hann fékk sjálfur að finna fyrir krumlum
þess í Túnis var honum efst í huga að skoða
nánar hvernig valdið setur mark sitt á ein-
staklinginn. Svokölluð sifjafræði er yfirskrift
bóka Foucaults um þetta efni, Surveiller et
punir: Naissance de la prisonr (1975) og Hi-
storie de la sexualité I: La volonté de savoir
(1976). Með sifjafræðinni leitaði Foucault
ekki að þróun og framförum í sögunni held-
ur skoðaði hann leik viljans. Undirokun,
drottnun og barátta voru alls staðar þar sem
hann horfði. Þegar hann heyrði minnst á
merkingu og gildi, dygðir og góðmennsku
leitaði hann að drottnunaraðferðunum sem
bjuggu þar undir. Með sifjafræðinni reyndi
Foucault að sýna fram á að tengs! væru á
milli þekkingar og valds, að vald byggi á
bak við allan „sannleika".
Árið 1970 var Foucault settur í stöðu
prófessors    við    virtustu    menntastofnun
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12