Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						4^
SÓL og sumar yfír Eyjafirði, Svalbarðsströndinni handan fíarðarins og Galmarsströndinni
að vestanverðu. Útsýnið er úr Reistarárskarði.
Á Galmarsströnd
ján og síðan Jóhann og loks Elín og maður
hennar Guðmundur Guðlaugsson, en þau
fluttust að Haga á Árskógsströnd 1867.
Síðust þessarar ættar voru í Fagraskógi
Áslaug, dóttir þeirra Guðmundar og Elín-
ar, og maður hennar, Þorsteinn Vigfússon.
Þau settust að á Rauðuvík þar sem Þor-
steinn var lengi útvegsbóndi. Dóttir þeirra
var Elín, amma mín.
Eftir þau bjuggú um skeið í Fagraskógi
hjónin Sigfús Jónsson Bergmann og Þór-
unn Jónsdóttir, en þau fluttust að Auð-
brekku í Hörgárdal 1878 og þaðan til
Ameríku. Þá kom til bús í Fagraskógi fyrsti
ættingi Davíðs skálds, en það var Stefanía
Stefánsdóttir, dóttir sr. Stefáns á Hálsi í
Fnjóskadal, og maður hennar, Magnús
Baldvinsson, ættaður af Siglunesi. Skipti
þá mjög um í Fagraskógi. Magnús var
mikill bóndi og að auki smiður og útgerðar-
maður. Hann varð hreppstjóri sveitarinnar
og hefur sá titill fylgt þessari ætt í Fagra-
skógi lengst af síðan og fram á þennan
dag. Magnús eignaðist nærbýlið Ytra-
Kambhól þar sem hann bjó síðar uns hann
lést árið 1899. Þá náði hann ítökum í landn-
ámsjörðinni Galmarsstöðum, sem liggur
neðar en Fagriskógur og byggði þar upp.
Guðrún, dóttir hans, bjó þar um skeið
ásamt manni sínum, Bjarna Einarssyni
smið, en þau fluttust til Akureyrar og urðu
þar merkir borgarar.
Árið 1890 komu í Fagraskóg hjónin
Stefán Baldvin, bróðir Stefaníu, og kona
hans, Ragnheiður Davíðsdóttir frá Hofi í
Hörgárdal, en neðsti hluti dalsins tilheyrir
sama sveitarfélagi og Galmarsströndin. Sú
saga sem þarna hófst er mörgum kunn.
Stefán var afburðamaður til flestra verka,
hreppstjóri lengi og alþingismaður í tvo
áratugi. Hann eignaðist Galmarsstaði og
lagði til Fagraskógar er síðustu ábúendur
fluttust þaðan árið 1922. Ragnheiður kom
GALMARSSTRÖND sem liggur nær miðjum
Eyja fírði að vestanverðu hefur lengi verið
þéttbýlt, enda ströndin grasgefm og gjöfull
sjór á aðra hlið en há fjöll á hina með góða
af rétt. Þegar ég var að alast upp á þessari
strönd nokkru fyrir miðja öldina, voru flest
býlin fremur smá. Umhverfis" bændabýlin
voru allvíða kot og hjáleigur en höfðu þó
fyrr verið fleiri. Þeim fækkaði ört um mið-
bik aldarinnar og lögðust síðan af. Heims-
kreppan teygði arma sína þangað og hafði
lamað þrek manna og fækkað möguleikum
og sjósókn aflögð að mestu, en kotbændur
lifðu mest af sjó og margir bændur einnig.
Nokkur býli voru þó reisulegri en önnur
og bar hæst stórbýlið Fagraskóg, sem
stendur nokkuð hátt nyrst á ströndinni,
en þar bjuggu á þessum tíma Stefán Stef-
ánsson, hreppstjóri og alþingismaður, og
kona hans, Þóra Magnúsdóttir úr Reykja-
vík, en Stefán var bróðir Davíðs skálds.
Fagriskógur hafði þó ekki verið stórbýli
fyrrum, enda bújörðin ekki stór og þétt-
býlt nágrenni. Forlögin höguðu því svo að
forfeður mínir og formæður bjuggu um
skeið í Fagraskógi. Eru þar fyrst til sögu
hjónin Sigfús Eyjólfsson og Valgerður
Jónsdóttir sem bjuggu þar árin 1816-
1847. Valgerður var úr nágrenninu, en
Kotum og hjáleigum
fækkaði ört um miðbik
aldarinnar og lögðust
síðan af. Nokkur býli
voru reisulegri en önnur
og bar hæst stórbýlið
Fagraskóg.
EftirJÓNFRÁ
PÁLMHOLTI
VIÐ Freyjulund á Galmarsströnd.
Sigfús var sonur Eyjólfs á Skútum á Þela-
mörk, en hann var bróðir Þorvalds í Skóg-
um föður Þorvalds Skógalín. Þeir voru því
bræðrasynir Skógalín og Sigfús í Fagra-
skógi. Börn Sigfúsar og Valgerðar bjuggu
í Fagraskógi eftir foreldra sína, fyrst Krist-
frá einu merkasta menningarheimili lands-
ins að Hofi, dóttir sr. Davíðs og frú Sigríð-
ar Briem og systir þess kunna menningar-
manns Ólafs Davíðssonar náttúrufræðings.
Á Hofi bjuggu lengi tvö yngstu börn prests-
hjónanna, þau Valgerður f. 1874 og Hann-
íslenskir embættismenn á ferð árið 1908
EftirBERGSTEINN
JÓNSSON.
EIR prúðbúnu og sællegu góðborgarar sem hér
hafa stillt sér upp fyrir ljósmyndara, eru sex
af sjö íslenzku full trúunum í „milli landa nefnd-
inni" frá 1908. Að störfum loknum í Kaup-
mannahöfn þá um vorið héldu þeir heim á leið
með póstskipi Sameinaða gufuskipa-
félagsins (DFDA) Lauru og komu til
Reykjavíkur 27. maí.
Sjöundi nefndarmaðurinn, Skúli Thor-
oddsen (1859-1916, alþingismaður 1890.
til dauðadags), lenti eins og alkunna er
einn í minnihluta í nefndinni og féllst ekki
á niðurstöður hennar. Hann var veikur
þegar nefndin lauk störfum, og komu þau
frú Theódóra til íslands hinn 23. júní með
póstskipinu Ceres.
Ekki er þarna heldur ritari íslenzka
nefndarhlutans, Magnús Jónsson (1878-
1934) lögfræðingur og hagfræðingur, síð-
ar prófessor við lagadeild Háskóla íslands
og ráðherra 1922-23. Hann var búsettur
í Kaupmannahöfn til 1920.
Vel mætti gera sér í hugarlund að mynd-
in sé tekin um borð í Lauru, þar sem hún
liggur við hafnarbakka, rétt áður en hún
lét úr höfn.
Það er eftirtektarvert að allir karlarnir,
átta talsins, sem á myndinni sjást, hafa
skegg á efri vör. Ennfremur að sjö þeirra
eru með harða hatta. Ráðherrann einn,
Hannes Hafstein, hefur á höfði einhvers
konar skyggnishúfu.
Undirritaður minnist þess, að einn þess-
ara manna, Jóhannes Jóhannesson bæjar-
fógeti, gekk ævinlega með harðan, svartan
hatt. Mátti oft á árunum kringum 1940
sjá þá á gangi saman á götum miðbæjar-
ins og í námunda við Tjörnina, jafnaldrana
og skólabræðurna Jóhannes og Jón Helga-
son biskup. Þetta voru sérlega virðulegir
öldungar, snjóhvítir fyrir hærum, dökk-
klæddir á svörtum klæðisfrökkum, biskup-
inn með dökkan hatt, linan, Jóhannes
svartan harðkúluhatt. Mér er næst að
halda að sonur Jóhannesar, Lárus hæsta-
réttarlögmaður, alþingismaður og dómari,
hafi manna síðastur hér í Reykjavík dag-
lega borið slíkt höfuðfat. Hann dó 1977.
Sexmenningarnir í forgrunni myndar-
innar eru, taldir frá vinstri:
Jón Magnússon (1859-1926) alþingis-
maður 1902-19 og 1922-26. Forsætisráð-
herra í þremur ráðuneytum, 1917-22 og
1924-26. Hann var heimastjórnarmaður
og frá 1924 íhaldsmaður.
Lárus H. Bjarnason (1866-1934) al-
þingismaður 1900-1913. Sýslumaður
1894-1908. Forstöðumaður Lagaskólans
meðan hann starfaði, 1908-1911. Prófess-
or í lögfræði við Háskóla íslands 1911-19.
Hæstaréttardómari 1919-31. Heima-
stjórnarmaður.
Hannes Hafstein (1861-1922) al-
þingismaður 1900-1901 og 1903-17 (eða
1922). Sýslumaður og bæjarfógeti 1896-
1904. Ráðherra 1904-1909 og 1912-14.
Bankastjóri við íslandsbanka 1909-12 og
1914-17. Heimastjórnarmaður.
• ~~~n
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12