Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						M   O

R   G

UlN    BIL    A   Ð

Stofnuð 1925

33. tbl. 23. september 1995 - 70. árg.

Til einnar gistingar

með hetjum eða á himnum

ÖGUR Þormóðar Kolbrúnarskálds og Ólafs kon-

ungs helga eru samtvinnaðri en aðrar sögur af

íslenskum skáldum og norrænum konungum.

Hér er þó um að ræða tvær sögur, Fóstbræðra

sögu um þá Þorgeir Hávarsson og Þormóð og

i

i

Skáldin stóðu konungi

nær en aðrir húskarlar og

fengu betri laun. Þau

urðu að fylgja konungi til

bardaga og auka liðinu

kjark með heppilegum

sögum og ljóðum, þau

voru síðan sjónarvottar

og sögumenn þess sem

gerðist, ókomnum

kynslóðum til

eftirbreytni.

EftirAÐALSTEIN

DAVÍÐSSON

svo Ólafs sögu helga. En þar sem þeir

Þormóður og Ólafur fylgjast að í dauðann,

eins og frægt er, renna sögur þeirra mjög

svo saman. Til eru þrjár meginútgáfur frá-

sagnarinnar af dauða þeirra eða gerðirnar

í Fóstbræðra sögu, Olafs sögu helga í

Heimskringlu og svo í Flateyjarbók þar sem

steypt er saman ýmsum sögum af Ólafi

helga og Fóstbræðra sögu.1

I sígildum fornbókmenntum okkar ís-

lendinga er dauðastund hetjunnar einatt

mikið söguefni. Dauði hetjunnar verður

dramatískur hápunktur sðgunnar, þar sýn-

ir hetjan best hugrekki sitt og göfuglyndi

og harmsagan rís hæst. Þetta er alþekkt

jafnt í íslendingasögum fyrri alda sem í

óperum síðari alda.

Frásagnir af siðustu ævistundum Þor-

móðar eru á nokkuð aðra lund en ýmsar

aðrar slíkar frásagnir í íslendingasögum.

Þormóður stendur uppi ósærður eftir bar-

dagann en óskar þess þá heitast að deyja

og fær að lokum ósk sína uppfyllta. Sumir

vilja nú skopast að þessu í stað þess að

hugleiða hvað gæti.búið að baki hjá skáldi

konungsins.

Fóstbræðra saga er stuttorðust um það

er Þormóður flutti kvæði fyrir bardagann á

Stiklarstöðum:

Þann dag, er bardagi var á Stiklastöð-

um, mælti Ólafur konungur, bað

Þormóð skemmta nokkuru. En hann

kvað Bjarkamál in fornu. Konungur

mælti: „Vel er til kvæðis tekið fyrir

sakar þeira hluta, er hér munu að

berast í dag, og kalla eg kvæðið

Húskarlahvöt." Það er sagt, að Þor-

móður var heldur ókátur um daginn

fyrir bardagann. Konungur fann það

og mælti: „Hví ertu svo hljóður,

Þormóður?" Hann svarar: „Því,

herra, að mér þykkir eigi víst vera,

að við munim til einnar gistingar í

kveld. Nú ef þú heitur mér því, að

við munim til einnargistingar báðir,

þá mun eg glaður." Ólafur konungur

mælti: „Eigi veit eg, hvort mín ráð

megu um það til leiðar koma, en ef

eg má nokkuru um ráða, þá muntu

þangað fara í kveld, sem eg fer."

Þá gladdist Þormóður . . .

Þormóður yrkir síðan tvær vísur, síðari

vísuna skilur konungur sem dulda sneið til

Sighvats og andmælir henni. Allar gerðir

Mynd: Bjarni Ragnar.

í SÍGILDUM fornbókmenntum okkar íslendinga er dauðastund hetjunnar einatt

mikið söguefm. Dauði hetíunnar verður dramatískur hápunktur sögunnar, þar

sýnir hetían best hugrekki sitt og göfuglyndi og þar ris harmsagan hœst.

h-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12