Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						N
^L.t
xi:'%
m ® n m é ® b h g rn ® iu n s
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Tungan
Tilraunin ísland: tungumálið er forsendan, er fyr-
irsögn á síðari hluta greinar Tryggva Gíslasonar
rektors Menntaskólans á Akureyri, um stöðu ís-
lenkrartungu á 50 ára afmæli lýðveldisins. Hann
telur að þriðja málbreytingaskeiðið virðist vera í
aðsigi; að þáttur fjölmiðla í þessari þróun sé
stærstur, en einkareknar sjónvarps- og útvarps-
stöðvar virðist lítinn áhuga hafa á málrækt.
Skáldin
á víkingaöld stóðu konungi nær en aðrir húskarl-
ar og fengu betri laun, enda urðu þau að fylgja
konungi til orrustu og sjá afrek hans með eigin
augum. Um það og fleira skrifar Aðalsteinn Dav-
íðsson á forsíðu - greinin heitir: Til einnar gisting-
ar - með hetjum eða á himnum.
Auðlindir
við bæjardyrnar, er heiti á grein eftir Pál Björg-
vinsson, arkitekt. Hann telur að hér séu marghátt-
aðir möguleikar, en ekkert jafnist á við landið
sjálft. Hann nefnir ferðamannastraum allan ársins
hring, lífrænan landbúnað og að við getum orðið
utflytjendur heilsuafurða.
JÓHANNES ÚR KÖTLUM
Hjarðljóð
Ofan aí fjöllunum koma mínar hjarðir
með horn og klaufir og sperrta dindla
krúnur bekranna glóa
og lækir skoppa niður græna hlíð
og reyrinn ilmar í brekkunum ó me
6 me fögru tvævetlur.
Veturinn kemur með snjó og síðan jól
það er jórtrað og kumrað í myrkrinu
unz smjörgrasið verður að lambi
ó me hraustu bekrar.
Og upp himinbogann renna mínar hjarðir
ullmjúkar snjóhvítar elskandi verur
með horn og klaufir og sperrta dindla
og þel í heilagar peysur.
Eins og bjartur straumur jarðneskrar
hamingu
raða þær sér á jötu guðs.
Jóhannes (Jónasson) úr Kötlum, 1899-1972, var Dalamaður að uppruna
en átti lengst af heíma í Reykjavík og í Hveragerði. Hann orti bæði á
hefðbundinn hátt og órímað. Yrkisefni hans voru náttúran, tilfinningamál
og þjóðfélagsmál. Fyrsta Ijóðabók hans kom út 1926.
B
B
Regnið bylur á glugganum mínum
þegar ég vakna klukkan tæplega
sjö og freistandi væri að bölva í
hljóði íslenskri veðráttu, snúa sér
á hina hliðina og sofna aftur. Ég hef nú
samt önnur áform í huga, dríf mig á fætur,
pakka saman sundfötunum og hjóla á móti
suðaustan strekkingi í annan bæjarenda.
Þegar þangað kemur er ég orðin lafmóð og
blaut en læt mig samt hafa það að synda
hálfan kílómetra í notalegri sundlauginni.
Vellíðanin eykst við sundtökin og ég hugsa
um að trúlega sé hvergi í heiminum hægt
að byrja gráan dag á svo skemmtilegan
hátt. Og þegar betur er að gáð er dagurinn
alls ekki svo grár. Umhverfið er vinsamlegt
og allt í kring eru kunnuleg andlit sem brosa
í gegnum suddann. Að sundinu loknu hjóla
ég heim aftur. Núna hef ég vindinn í bakið
og þegar heim er komið fínnst mér ég hafa
sigrast á aðstæðum og tekst á við nýjan
vinnudag á landinu mínu sem mér þykir svo
vænt um þrátt fyrir ófrýnlega ásýnd á stund-
um.
Að loknum vinnudegi er farið að blása
að norðri. Skýjahrannir sem byrgðu fyrir
alla fjallasýn í morgun eru horfnar og him-
inninn er blárri en Eyjahafið, þar sem ég
synti í sumar. Við hjónin drögum fram
gönguskóna og ökum sem leið liggur út í
Heiðmörk og göngum rösklega inn í þessa
fallegu vin, þar sem birki, lerki og fjallafura
mynda iðjagrænar breiður og farfuglarnir
reyna að njóta til ítrasta þess sem eftir er
af íslenskri sumardýrð. Þarna er líka krökkt
af gangandi fólki, hraustlegu og brosandi
og það býður gott kvöld í skini kvöldsólarinn-
ar sem gyllir skallann á Snæfellsjökli í óra-
fjarlægð. Já, gott er kvöldið og fögur er
hlíðin. Hvernig getur nokkur hugsað sér að
flytjast héðan á brott?
Samt eru allir fjölmiðlar fullir af fréttum
og frásögnum af fólki sem hefur fengið nóg
af baslinu hérna heima, barlómnum og rign-
ingunni og er að flytjast til útlanda þar sem
aldrei rignir, enginn kvartar og allir lifa
góðu lífi.- Og þeir sem þegar eru fluttir eggja
aðra lögeggjan að flytjast á brott. Hér sé
ómögulegt að búa.
Hvernig má þetta vera? Samkvæmt nýj-
ustu tölum er velferð hér á landi með því
mesta sem gerist í heiminum, jafnvel meiri
Flóttifrá
hlíðinni fögru
en í Skandinavíu sem virðist vera fyrirheitna
landið nú um stundir. Hvar sem litið er blasa
við glæsilegar byggingar, vel klætt fólk og
bílaeign er meiri en víðast hvar. íslendingar
streyma í sólarlandaferðir og er eftirspurn
jafnvel meiri en framboð. Þótt atvinnuleysi
hafi aukist, illu heilli, er það hvergi nærri
eins mikið og á öðrum Norðurlöndum. Ein-
búi í Skorradal sagði í sjónvarpsviðtali fyrir
skömmu að hann botnaði ekkert í þessum
landflótta nú á tímum enda orðinn tæplega
hundrað ára og alinn upp við búskaparhætti
sem tíðkuðust á miðöldym. Sjálf er ég bara
hálfdrættingur á við hann að árum, en dvald-
ist þó nokkur sumur í torfbæjum þar sem
engin nútímaþægindi þekktust og man auk
þess glöggt eftir stórum braggahverfum þar
sem fólk hafði varla til hnífs og skeiðar og
gömlu fólki sem hafði stritað allt sitt líf en
átti hvergi höfði sínu að halla. Þá voru eng-
in námslán og félagslega kerfið, sem marg-
ir geta leitað til núna, varla til. Að vísu var
hægt að sækja um styrk frá bænum en það
jafngilti því að segja sig til sveitar og slíkt
var erfitt fyrir fólk með sjálfsvirðingu.
Nú veit ég að sögur „úr mínu ungdæmi"
eiga ekki upp á pallborðið hjá ungu fólki.
Heimur þess er allt öðruvísi en eitthvað óskil-
greint ungdæmi. Það lifir í nútíðinni og sú
nútíð er ekki einskorðuð við ísland eins og
var í ungdæmi mínu og einbúans fyrr-
nefnda. Ungt fólk hefur greiðan aðgang að
umheiminum fyrir tilstilli fjölmiðla og í krafti
samgangna. Það sér að víða er lífsbaráttan
auðveldari, veðurlag mildara og félagslega
kerfið þægilegra. í stuttu máli: Það er freist-
andi að taka sig upp og setjast þar sem
smjör drýpur af hverju strái. Þennan hugsun-
arhátt þekki ég sjálf.
Þegar ég var unglingur dvaldist ég sum-
arlangt í Danmörku. Ég var sem bergnumin
af glæstum byggingum, gróðursæld og feg-
urð í landi okkar „fornu fénda" eins og okk-
ur hafði verið kennt í íslandssögunni en eins
og kunnugt er hefur sú saga nú verið endur-
skoðuð og sýnir Dani í öðru og betra ljósi.
Mér þótti undarlegt að þeir Islendingar, sem
ég kynntist í þessu gósenlandi, sögðu mér
að þrátt fyrir áratuga búsetu þar væri hugur-
inn stöðugt heima á íslandi þar sem ræturn-
ar lægju, þrátt fyrir balsið og harðréttið sem
þeir hefðu þurft að búa við í sínu ung-
dæmi. Ungt fólk hirðir yfirleitt lítið um
rætur fremur en ungdæmi annarra, það legg-
ur allt sitt í vöxtinn og lifir í nútíðinni. Ekk-
ert er eðlilegra. Og árum saman fólust fram-
tíðardraumar mínir í dönskum herragarði
með blómaskrúði, eplatrjám og eilífri sól.
Nú dreymir mig öðruvísi.
Fram yfir 1960 voru utanlandsferðir héð-
an mjög fátíðar eins og sjá má af því að
einungis hálf öld er liðin frá því að fyrst var
flogið frá íslandi til Kaupmannahafnar en
síðan var eins og stífla brysti og nú þykir
sá varla maður með mönnum sem ekki kemst
til útlanda á fárra ára fresti. Sumum er það
sáluhjálparatriði að fara árlega til sólarlanda
og oft heyrir maður sagt með miklum hof-
móði að ekki sé hægt að búa hér í fásinninu
nema geta skroppið til útlanda, eitt sinn
tyllt tánum niður á grænu grundirnar hand-
an við pollinn. Og þeir sem hafa dvalist
nokkrar vikur erlendis eigi það til að tala
um íslendinga af einskærri fyrirlitningu eins
og þeir hafi aldrei haft neitt saman við þann
þjóðflokk að sælda. Já, miklir menn erum
við Hrólfur minn!
Sjálf hef ég átt þess kost að fara víða.
Kornung var ég leiðsögumaður í hópferðum
íslendinga um fjarlæg lönd, dvaldist lengi
erlendis og leið mín hefur legið til flestra
Evrópulanda og víða um Asíu og Afríku.
Það er gaman og lærdómsríkt að ferðast en
því víðar sem ég fer og fleiru sem ég kynnt-
ist þeim mun vænna þykir mér um land
mitt og þjóð. Sá sem hefur séð sárustu neyð
í Egyptalandi og Alsír getur illa talað um
eymdina á íslandi. Sá sem hefur séð yfir-
þyrmandi manngrúann í Japan og Taiwan
þakkar sínum sæla fyrir fámennið á ís-
landi. Sá sem hefur ekið um þéttbýl og eins-
leit héruð í Svíþjóð, Danmörku og Þýzka-
landi hrósar happi yfír víðáttunni á íslandi.
Sá sem héfur setið í hálfan mánuð í stöðugu
sólskini á Grikklandi hlakkar til að koma
heim í rokið og rigninguna og sá sem hefur
ferðast víða um heim veit að hér er misskipt-
ing auðs rríinni en annars staðar og afkomu-
horfur yfirleitt betri - þótt að sjálfsögðu
megi hér margt bæta.
Það er eðlilegt að fólk, sem býr við bágar
aðstæður, leiti eftir betra lífi og lífskjör
margra og aðbúnaður eru þannig að engan
veginn verður við unað. En oft er farið yfir
lækinn til að sækja vatnið og sumir eru
beinlínis að flýja sjálfa sig án þess að gera
sér það ljóst og flestir vita hvar sá flótti
endar. Og oft er affarasælla að takast á við
áðstæður og við sjálfan sig en að flýja, jafn-
vel með ung börn, rífa þau upp með rótum
og demba þeim inn í nýtt umhverfi þar sem
enginn skilur þau. Flest höfum við nefnilega
einhvers konar rætur þótt við finnum lítið
fyrir þeim á vissu aldursskeiði.
Ég veit að framhaldsskólakennarar á öðr-
um Norðurlöndum hafa miklu betra kaup
og minni kennsluskyldu en ég og geta yfir-
leitt treyst á sólríkt sumarleyfi. Hins vegar
hefur mér orðið það ljóst með árunum að
hamingjan felst ekki endilega í þægilegu lífi
heldur miklu fremur í því að takast á við
aðstæður og eigin veikleika í dagsins önn
og sigrast á þeim og þeir sigrar þurfa ekki
endilega að vera gjaldgengir í heimsmeta-
bókina.
Þess vegna ætla ég að vakna snemma í
fyrramálið og hjóla í sundlaugina þótt það
verði átta vindstig og grenjandi rigning.
GUÐRÚN EGILSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS     23. SEPTEMBER 1995     3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12