Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Siðmenning þjóðar býr í máli hennar - Síðari hluti.

: ytmhnnjimim |g> wymtt *w«m*w

'T^

f^mtéá   | ttott j

Vmf'vslHrpnrf

tiMr,

Hex&J

Í'ídskíptamenn í póstnúmeraröð

ostnumer 105

E Elássðit & Ce.

ST0 vðiui

Vifiai W.

H)3 ttammtt .w

:

_>

jf05J»marii<4Sc

WftrtrtpMiwWMr

óstnúmer 310

' -'•           ZttyuVbtn M.

3

Jcs $«»«»**• «9 *yw«í

.«HlM*Wííl»

ÞRIÐJA málbreytingarskeiðið virðist vera í aðsigi vegna tæknibyltingarinnar, þegar hið gamla bændaþjóðfélag sjálfsþurftarbúskaparins er liðið undir lok og

við hefur tekið upplýsingasamfélag alþjóðahyggju.

TILRAUNIN ISLAND:

Tungumálið

er forsendan

M

eð stofnun Bessastaðaskóla 1805 var snúist

gegn ásókn danskrar tungu á íslandi. í

Bessastaðaskóla hlutu fleiri áhrifámiklir

málræktarmenn menntun en í öðrum skólum

á íslandi síðan og ber nafn Jónasar Hall-

grímssonar (1807-1845) þar hæst. Aukin

menntun íslendinga á 19du öld varð til þess

að augu margra opnuðust fyrir því að hverju

stefndi. Starf erlendra samanburðarmálfræð-

inga vakti virðingu fyrir hinu forna máli og

nýjar hugmyndir í bókmenntum og stjórn-

málum í Evrópu urðu vatn á myllu íslenskr-

ar þjóðernsivakningar og sjálfstæðishug-

mynda. Eitt nafn skal nefnt, nafn Danans

Rasmusar Krístjáns Rasks (1787-1832), sem

árið 1811 skrifaði málfræði íslenskrar tungu

- á dönsku - og lagði grunn að þeirri stafsetn-

ingu sem við búum enn við. Sem lítið dæmi

um mikinn skilning hans á því ástandi, sem

ríkti í upphafi 19du aldar, má nefna bréf sem

hann skrifaði 1810 þar sem hann telur það

mjög skaðlegt fyrir íslenska tungu ef skóla-

piltar á Bessastöðum lesi danskar

kennslubækur eingöngu.31

Hefðu íslendingar tekið

upp dönsku á 18. öld,

eins og talað var um,

hefði krafan um

heimastjórn og fullveldi

aldrei komið fram.

Eftir TRYGGVA

GÍSLASON

EITT AF ÞVÍ sem vekur tíl umhugsunar um vöxt og viðgang tungunnar

er málfar fjölmiðla, einkum einkarekinna útvarps- og sjónvarpsstöðva og

lítill áhugi þeirra á íslesku máli og málrækt.

Erfðarorð

Vegna samhengis málsins og vegna þess

að flest orð þess eru vaxin af rótum erfðar-

orða, þ.e. gamalla orða í málinu, er gagnsæi

málsins meira en annarra tungumála. Með

gagnsæi er við það átt að ráða má merk-

ingu orðs af merkingu skyldra orða eða

a.m.k að menn renni grun í merkingu orðs-

ins af merkingu orðstofnsins.32 Sem eitt

dæmi um gagnsæi málsins mætti taka orð-

ið bókasafn. Merking þess vefstekki fyrir

neinum íslenskum málnotanda. Á Evrópu-

málum heitir þetta fyrirbæri bibliotek.

Merking þess orðs verður ekki ráðin af út-

liti enda á það rætur að rekja til gríska

orðsins biblion, sem merkir bók (sbr biblía,

bók bókanna) og til orðsins théke, sem

merkir geymsla (sbr orðið apótek sem upp-

haflega merkir allsherjargeymsla, sbr einnig

orðið butik og bodega).

NÝYRÐI

Vegna gagnsæis málsins hefur einnig

verið erfiðara að notast við erlend tökuorð

í íslensku. Þau verða merkingarlaus stakorð

- eða „tóm tákn" meðal annarra orða máls-

ins sem bera merkingu sína með sér. Þegar

sjúkdómurinn AIDS tók að breiðast út og

tekist hafði að greina veiruna var enska

skammstöfunarorðið AIDS, Acquired Im-

mune Deficiency Sfndrome, tekið upp í öll-

um tungumálum heims - nema íslensku.

Meðan Svíar deildu um það hvort skrifa

ætti AIDS með stórum stöfum eða Iitlum

veltu íslendingar því fyrir sér hvaða orð af

sjö nýyrðum, sem gerð höfðu verið, ætti að

nota um þetta skelfilega fyrirbæri.

Einn af afkastamestu nýyrðasmiðum ís-

lendinga á þessari öld, dr Halldór Halldórs-

son prófessor, segir á einum stað: „Aukin

hlutdeild íslendinga í heimsmenningunni og

þróun hennar hefir í för með sér orðaskort

í íslensku. Okkur vantar orð til að tákna

merkingar, sem íslensk tunga hefir ekki

haft áður þörf fyrir. Þennan vanda má vitan-

lega leysa með ýmsum hætti. Það er t.d.

hægt að taka upp erlend orð hrá. Það hefði

t.d. verið kleift að tala um kompúter eða

kompútera í stað tölvu o. s. frv. En þessi

hrátungustefna hefir aldrei átt upp á pall-

borðið hjá Islendingum, þó svo að ýmsar

slettur og slanguryrði séu til, einkum þó í

talmáli."33 „Þjóðrækni er því mikilsvert at-

riði í rökum þeirra, sem aðhyllast nýyrða-

stefnuna. Fylgjendur hennar telja tunguna

veigamesta þátt íslenskrar menningar,

raunar undirstöðu hennar. Þeim þykir vænt

um tunguna og vilja varðveita sérkenni

hennar.""

BREYTINGAR á TUNGUMÁLI

Breytingar á þjóðfélagi valda breytingum

á máli og hafa áhrif á útbreiðslu þeirra.35

Er það einkum þrennt sem talið er valda

breytingum á tungumáli. í fyrsta lagi breyt-

ingar á atvinnuháttum og tækni sem valda

breytingum á menningu, hugmyndum og

viðhorfum í þjóðfélaginu. Ný tækni krefst

nýrra orða og með nýjum hugmyndum fylgja

nýjar þarfir eða ný viðhorf breyta merkingu

gamalla orða.36 í öðru lagi valda samskipti

við aðrar þjóðir málbreytingum og flytja

með sér ný orð og orðtök, málblæ og mál-

hegðan og geta jafnvel haft slík áhrif að

úr verður nýtt mál.371 þriðja lagi er í hverju

tungumáli falinn vísir að breytingum sem

spírar þegar tími er kominn, jafnvel samtím-

is á mörgum stöðum í málsamfélaginu án

þess nokkurt samband virðist vera á milli.38

Þegar samfélag breytist lítið breytist tungu-

mál þess lítið. Verði hins vegar breytingar

á atvinnuháttum, eignarhaldi, efnahag og

stéttaskiptingu, hugmyndum og viðhorfum

þjóðar breytist málið mikið. Á Islandi hefur

lengi verið hæg málþróun. Þessi hæga mál-

þróun er talin grundvallast á einhvers konar

stöðnun og íhaldssemi.39 Breytingar á máli

geta hins vegar komið í stökkum eftir að

miklar breytingar hafa orðið á þjóðfélaginu.

Má greina róttækari breytingar á íslensku

máli eftir að kristni tók að festast í sessi

og áhrif kirkju að aukast og skipan þjóðveld-

isins að riðlast. Einnig má greina miklar

breytingar á máli um og eftir siðaskipti, í

upphafi danska tímans á íslandi, þegar

áhrifa éinveldis og einokunar tók að gæta.

Þriðja málbreytingaskeiðið virðist vera í

aðsigi vegna tæknibyltingar þegar hið

gamla bændaþjóðfélag sjálfsþurftarbúskap-

arins er liðið undir lok og við hefur tekið

upplýsingasamfélag alþjóðahyggju.

ElNANGRUN ÍSLENDINGA

Snemma einangruðust íslendingar vegna

fátæktar, sundurlyndis og misréttis í skjóli

valdníðslu höfðingja. Fátækt þjóðarinnar

kom fram þegar bændur fyrir norðan land

og sunnan játuðu ævin-legan skatt herra

Hákoni konungi, land og þegna með Gamla

sáttmála árið 1262. íslendingar gátu ekki

lengur sjálfir annast siglingar og verslun

og fengu Noregskonung til að hlutast til

um að skip gengju af Noregi til íslands

með nauðþurftir. Landið einangraðist síðan

sem útkjálki í öðru ríki og gat ekki markað

sér stefnu sem sjálfstætt þjóðríki. Nýjar

kenningar um þjóðríki og valdstjórn höfðu

rutt sér til rúms. Þegar Vilhjálmur kardín-

áli af Sabína, sendimaður páfans í Róm,

kom til Björgvinjar árið 1247 að vígja Há-

kon konung undir kórónu, kallaði hann það

ósannlegt að land það ísland þjónaði eigi

undir einhvern konung sem öll önnur lönd

í veröldinni.m ísland varð því samkvæmt

kenningu miðalda að lúta konungsvaldi sem

það og gerði síðan meir en sex aldir.

En einangrun landsins átti einnig rætur

að rekja til þess að fólki í Evrópu var hætt

að fjölga vegna kólnandi veðurfars, frum-

stæðra framleiðsluhátta og drepsótta. Því

var ekki lengur þörf á auknu landrými eins

og verið hafði á víkingatímanum. Einangrun

landsins kom m.a. fram í einhæfum bók-

menntum þar sem ein bókmenntagrein, rím-

ur, varð öllum öðrum bókmenntagreinum

yfirsterkari nær 700 ár meðan straumár og

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12