Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 5
stefnur í bókmenntum og listum vaknandi Evrópu fóru hjá garði. Menntun hnignaði því fáir Islendingar fóru utan og skapandi minnihluti þjóðarinnar var einskis megnug- ur. Verslun og siglingar voru í höndum út- lendinga og landinu var stjórnað frá Noregi og síðar frá Danmörku - að svo miklu leyti sem segja má að landinu hafi verið stjórn- að. En einangrunin stuðlaði að varðveislu málsins. AUKIN SAMSKIPTI Á þessari öld, sem nú er senn liðin, og ekki síst á lýðveldistímanum, hafa sam- skipti íslendinga við aðrar þjóðir aukist að miklum mun og eiga enn eftir að aukast - þótt enn sé Island langt frá öðrum löndum, einangrað og úr alfaraleið á mörkum hins byggilega heims. Menntun þjóðarinnar hef- ur tekið stakkaskiptum. Alþjóðlegur blær setur svip sitt á allt líf fólks sem sækir sí- fellt fleira til annarra landa. Einangrun er því ekki lengur sú vörn fyrir mál og menn- ingu sem hún var. Breyttar hugmyndir um fullveldi þjóða og sjálfstæði einstaklinga geta því leitt til breytinga meðal íslendinga sem enn eru fáir, fátækir og smáir.11 Það sem ræður hins vegar framtíð þjóðarinnar og þjóðtungunnar er vilji og afstaða almenn- ings og stjórnvlda. Málrækt Málrækt íslendinga hefur frá upphafí verið í því fólgin að varðveita tunguna með því að halda gerð hennar óbreyttri, raska ekki merkingu orða né orðasambanda og efla málið sem félagslegt tjáningartæki með því að auka orðaforða þess og fjölbreytni í orðalagi.12 Tilgangurinn hefur verið að styrkja málsamfélagið og stuðla að því að málnotendur næðu sem bestu valdi á máli sínu. Málrækt íslendinga hefur einnig verið í því fólgin að efla trú manna á gildi tung- unnar sem var sterkur liður í sjálfstæðis- og fullveldisbaráttu þjóðarinnar og kemur skýrt í ljós í kvæðum skálda frá 19du og 20ustu öld. Kunn orð Einars skálds Bene- diktssonar (1864-1940) í kvæðinu Móðir mín, sem verið hafa eins konar kjörorð málræktarstarfs á íslandi: Þú last þetta mál med unað og yl, yngdan af stcfnunum hörðu. Eg skildi, að orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað i jörðu.13 Markmið varðveislustefnunnar er að varðveita samhengið í íslensku máli og ís- lenskum bókmenntum þannig að íslendingar verði áfram læsir á íslenskt mál allra alda.11 Segja má að markmið málræktarstarfs ís- lendinga hafí því verið bæði félagslegt, menningarlegt og pólitískt. S VEIT AMANN AMÁL Gagnrýnisraddir hafa þó heyrst á hrein- tungu- og málverndarstefnu íslendinga. Erlendir málfræðingar hafa undrast þá stefnu íslendinga að gera nýyrði um hvað- eina og talið eðlilegra að tekin væru upp alþjóðleg orð. Hér heima hefur málverndar- stefna verið nefnd málveirufræði íslenskra málfræðinga og vondri málfræði þeirra og öfgum kennt um flest sem aflaga hefur farið í máli og málnotkun. Voru málveiru- fræðingarnir taldir leggja „siðferðilegt og yfírskilvitlegt mat á ýmis þau afbrigði í máli og málfari sem ekki eru viðurkennd formlega “rétt“ í hinum stóra heimi.15 MÁLVERND Málfarsstefna íslenskra stjómvalda er þó enn sem áður mótuð af sjónarmiðum mál- verndar og málræktar og í því fólgin að varðveita tunguna og efla málið sem félags- legt tjáningartæki með því að auka orða- forða þess og íjölbreytni í orðavali. Mark- miðið er að styrkja málsamfélagið og efla málvitund og mállega samkennd þjóðarinnar og stuðla að því að málnotendur nái sem bestum tökum á máli sínu. Eitt fýrsta verk alþingis eftir lýðveldis- stofnunina var að setja ný fræðslulög.16 Mörkuðu þau tímamót í sögu skólahalds í landinu. Með lögunum var móðurmáls- kennsla aukin og málverndarstarf eflt og tilraunir gerðar með framburðarkennslu í barnaskólum að undirlagi dr Björns Guð- fínnssonar prófessors." Má segja að síðan lúti öll móðurmálskennsla í íslenskum skól- um markmiðum málræktar. Móðurmál er einnig einstakt meðal náms- greina. Nem- endur „kunna“ málið þegar þeir koma í skólann og á móðurmálinu eru nær allar aðrar námsgreinar kenndar. Allir kennarar eru því móðurmálskennarar, eins og það hefur verið orðað. Málið er líka helsta þroskaefni barna og forsenda rökrænnar hugsunar. Málhæfni eða málkennd er einnig að þroskast lengst af ævinnar samhliða öðrum þroska. Málþroski og vitþroski eru samofnir þættir og hafa gagnverkandi áhrif. Margt bendir til þess að við máltöku verði börn að hafa eitt leiðsögumál og geti ekki lært önnur mál nema þetta leiðsögumál, sem oftast er móðurmálið, nái að þroskast og eflast.18 NÁMSGAGNAGERÐ Alúð hefur verið lögð við námsgagna- gerð, einkum í grunnskólum, og hefur Námsgagnastofnun unnið þarft verk, þótt fjárveitingar hafi verið af skornum skammti. Stafsetning hefur lengi verið til umræðu og hafa breytingar til einföldunar verið gerðar á henni með það fýrir augum að létta undir með hinum almenna málnot- anda. Þá hefur lestrarkennsla breyst í öllum gundvallaratriðum og lesgreining aukin og ný viðhorf komið fram varðandi sértækra lestrarörðugleika barna og unglinga. Hefur þetta breytt lífi margra einstaklinga á síð- ustu árum en lestur skiptir enn miklu máli fyrir málþroska og starf í þjóðfélaginu. Þá hafa ný kennsluembætti með rannsóknar- skyldu verið stofnuð við Háskóla íslands, Kennaraháskóla íslands og við Háskólann á Akureyri, bæði í málfræði, bókmenntum og sögu. Hlutverk skólanna, bæði grunnskóla, framhaldsskóla - og háskóla, hefur breyst í grundvallaratriðum frá því sem var í upp- hafi lýðveldistímans vegna breyttra atvinnu- hátta og búseturöskunar og hefur skólinn víða tekið við hlutverki heimilanna. Komin er á eins konar skólaskylda í framhaldsskól- unum vegna minni atvinnu fyrir ungt fólks og vegna_ kröfu um meiri menntun á öllum sviðum. í stað einhæfra áhrifa frá Dan- mörku eru komin einhæf áhrif frá engilsax- neskum menningarheimi. í stað óttans við dönsk máláhrif er kominn óttinn við ensk máláhrif. Skólarnir hafa ekki megnað að hamla gegn málfátækt og hafa rannsóknir leitt í ljós breytingar á málfari ungs fólks.19 Fjölmiðlar Áhrif fjölmiðla á viðhorf fólks - og á mál og málnotkun - eru nú meiri en nokkru sinni, enda talað um að við lifum á fjölmiðlaöld og að við siglum hraðbyri inn í upplýsinga- þjóðfélag framtíðarinnar. Tölvur og ger- breytt samskiptatækni hafa valdið byltingu í lífi fólks. Myndmiðlar, allt frá myndabókum fyrir börn og fullorðna til myndbands og sjónvarps, setja svip á allt líf manna. Um langt skeið hafa Frakkar kallað sjónvarpið hinn skólann, l’autre école, og hafa reynt að hamla gegn áhrifum alþjóðlegra sjón- varpsstöðva til þess að vernda franska tungu, einkum fyrir engilsaxneskum áhrif- um. Talið er að börn á Vesturlöndum eyði jafnmiklum tíma fram til 15 ára aldurs fyr- ir framan sjónvarp og í skóla. Kannanir benda til að ólæsi hafí aukist í Evrópu frá því um 1950 og er sjónvarpi og myndmiðlum kennt. Sjónvarp ryður bókum til hliðar enda benda allar rannsóknir til þess.50 Málfar Fjölmiðla Með nýjum útvarpslögunum 1985 og vegna breyttra viðhorfa í fjölmiðlun hefur útvarpsrásum og sjónvarpsstöðvum fjölgað. Með endurskoðun útvarpslaga er nú að því stefnt að styrkja innlenda dagsrárgerð, bæði í Rikisútvarpinu og í einkareknu út- varps- og sjónvarpsstöðvunum. Hluti af fjölmiðlabyltingunni er gagnger breyting á dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Skiptir innlend dagskrárgerð því miklu máli fyrir málrækt. Varðar því miklu fyrir íslenska málþróun hvernig að þeim málum verðqr staðið. Eitt af því sem vekur til umhugsun'ar um vöxt og viðgang tungunnar er málfar fjöl- miðla, einkum einkarekinna útvarps- og sjónvarpsstöðva og lítill áhugi þeirra á ís- lensku máli og málrækt. Ný viðræðutækni í útvarpi og sjónvarpi er ekki líkleg til að aga mál manna þar sem óundirbúið og óformlegt spjall og óhefðbundið orðalag með erlendum slettum er notað við kynningar á síbyljutónlist, sem ungt fólk hlustar mikið á. Getur slíkt orðið til að ýta undir mál- hroða. Víða í fjölmiðlum er því lítið vandað til málfars og ranglega farið með beyging- ar, orðatiltæki og orðtök og þess jafnvel dæmi að merkingu algengra orða sé brengl- að. Breytingar á Framburði Greina má skyndilegar breytingar í fram- burði, m.a. fyrir áhrif frá framburði og málhreim nýrrar kynslóðar útvarps- og sjón- varpsmanna. Áhersla er að færast af fyrsta samsetningarlið orða á annan eða þriðja samsetningaríið.61 Meðal sérkenna í fram- burði má einnig nefna hljóðrof í máli ein- stakra útvarps- og sjónvarpsmanna og sund- urslitið lestrarlag sem virðist færast í vöxt. Hratt tal fréttamanna og „listrænt“ tafs og andsog virðast vera eftirsóttur málstíll. Hröðu tali fylgir iðulega brottfall, sem áður var óþekkt í málinu. Kemur það einkum fram í fyrra hluta samsettra orða. Orðið íslendingar verður „ísldígar", forsætisráð- herra verður „fostráðherra“, viðskiptaráðu- neytið verður „ vistaráneytið", hljómsveitar- stjóri verður „hljósstjóri“ og Keflvíkingar verður „keblígar“. Þá verður þess vart að orðaröð í aukasetn- ingum sé að breytast auk þess sem ensk máláhrif eru mjög áberandi í orðalagsnotk- un. Sem dæmi má nefna sögnina að leiða sem á fáum árum hefur rutt burtu sagnar- samböndum eins og að veita forystu, vera í fararbroddi, stýra eða stjórna fyrir áhrif frá ensku sögninni to lead. í fréttum undan- farin misseri um rekstrarörðugleika fyrir- tækja er nær eingöngu talað um að yfirtaka í stað þess að áður var sagt að taka við stjórn eða taka við rekstri, að taka að sér, takast á hendur eða annast og eru hér aug- ljós áhrif frá ensku sögninni to take over. Þá er orðið mjög algengt að fólk segir að fara erlendis í stað þess að atviksorðið er- lendis var einungis notað sem staðaratviks- orð, þ.e. um dvöl á stað. Er um að ræða áhrif frá enska atviksorðinu abroad sem í ensku er notað um að fara til útlanda, go abroad, en einnig um að dveljast erlendis, to stay abroad. Breytingar verða ávallt á máli. Hins vegar verður að gjalda varhug við breytingum sem eiga rætur að rekja til þekkingarleysis - og tii áhugaleysis eða virð- ingarleysis við mál og málnotkun. Stjórnarfarslegt Full- VELDIOG ÞJÓÐTUNGA Víða hafa menn velt því fyrir sér hver eru tengsl tungumáls og þjóðfélagslegs valds og hvaða áhrif tungumál sem vald- stjórnartæki hefur og hvort stjórnarfars- legt fullveldi geti verið háð máli og mál- notkun og hvaða áhrif mál og málnoktun hefur á skoðanamyndun og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Væri freistandi á þessum tímamótum að velta fyrir sér hvaða breytingar það hefði í för með sér ef íslend- ingar tækju upp enska tungu sem annað opinbert mál í landinu, eins og Danir, frændur okkar, hafa rætt um að gera. Menningarsaga og stjórnarfarslegár að- stæður þjóða eru að vísu mjög mismun- andi. Nýfrjáls ríki Afríku og Ásíu, þar sem mörg ólík mál eru töluð, hafa víða haldið máli gömlu nýlenduþjóðarinnar sem opin- / STÖÐNUÐU samfélagi, eins og það íslenska var öld eftir öld, tók málið litlum breytingum. Utanaðkomandi áhrif voru helzt frá Danmörku. í stað einhæfra áhrifa þaðan eru nú komin einhæf áhrif frá engilsaxneskum menn- ingarheimi. beru máli sínu. Þá eru í Alþýðulýðveldinu Kína töluð níu tungumál auk margra mál- lýsknam sem í daglegu tali eru nefnd kín- verska vegna ritmálshefðar sem ríkt hefur um þúsundir ára - og vegna þess að landið hefur lengi lotið einni stjórn. í sjálfstæðis- baráttu íslendinga var það hins vegar þjóð- tungan og þjóðmenning sem voru helstu röksemdir fyrir kröfunni um sjálfstæði landsins. Hefðu íslendingar tekið upp dönsku á 18du öld, eins og talað var um, hefði krafan um heimastjórn og fullveldi aldrei komið fram. Þá væri svipað ástatt á íslandi og á Borgundarhólmi sem upphaf- lega var sænskt land þar sem áður var töluð sænsk tunga en Borgundarhólmur hefur hins vegar verið hluti af Danmörku síðan í lok miðalda. Menningarlegt Sjálfstæði Alls staðar þar sem sérstök þjóðtunga er töluð er ávallt um að ræða visst menning- arlegt sjálfstæði enda þótt ekki sé um stjórnarfarslegt fullveldi að ræða. Dönsku- mælandi menn í norðurhéruðum Þýska- lands halda enn vissu menningarlegu sjálf- stæði sínu. Kúrdar í Kúrdistan í Taurus- fjöllum, á landamærum Sýrlands, Tyrk- lands, Armeníu, írans og Iraks, telja sig eina þjóð með sérstaka menningu cg krefj- ast stjórnarfarslegs fullveldis. Hið forna Indland er að skiptast upp í mörg þjóðríki, sem reist eru á þjóðtungu, trú og menning- arhefðum, og einn grundvallarþátturinn í átökum ríkja á Balkanskaga er mismun- andi þjóðtunga og þjóðmenning. Engin dæmi eru hins vegar um að þjóð, sem talar eitt og sama mál, hafi óskað eftir að skipt- ast í tvö þjóðríki eða gert kröfu um að sameinast þjóð, sem talaði annað tungu- mál. Hins vegar eru þess sífellt fleiri dæmi að fámennar þjóðir og málsamfélög krefj- ast stjórnarfarslegs fullveldis vegna menn- ingarlegs sjálfstæðis. MÁLSTEFNA Framtíðarinnar Eins og áður mun íslensk tunga vega þyngst í sjálfstæðri menningu og stjórnar- farslegu fullveldi þjóðarinnar. Landfræðileg og menningarleg einangrun landsins, sem áður varð til þess að tungan hélt velli og þjóðin varðveitti sjálfstæði sitt, dugar henni ekki lengur. Án menningarlegs sjálfstæðis hefði þjóðin ekki orðið frjáls og fullvalda þjóð 1918 og án stjómarfarslegs fullveldis hefði lýðveldi ekki verið stofnað á Þingvelli við Öxará 17da júní 1944. Málið er því for- senda tilraunarinnar ísland. Framundan er umbylting í samskiptum og samstarfí þjóða. íslendingar verða að taka þátt í þessu samstarfí sem nær til allra þátta þjóðlífsins. Samstarfið hefur leitt til samruna ríkja og margir telja að þjóðríkið sé liðið undir lok. Sjálfstæði einstaklinga er talið koma í stað stjórnarfarslegs fullveld- is. Ef unnt er að tryggja sjálfstæði og frelsi hvers einstaklings skipti fullveldi þjóðríkja minna máli. Engu að síður verða íslending- ar sem fámenn og fátæk þjóð að huga að tungu sinni og menningu í þessu umróti og þótt mikið hafi áunnist í málræktarstarfí á Islandi í tvö hundruð ár og íslensk tunga standi traustar en nokkru sinni er þörf að setja lög um íslenska málstefnu. Boðorðin Fimm Islensk málstefna framtiðarinnar verður að fela í sér fimm frumatriði. í fyrsta lagi þarf að leggja meiri áherslu á fjölþætta og markvissa móðurmálskennslu í skólum landsins í samráði við heimilin og efla ís- lenska námsgagnagerð. í öðru lagi þarf að setja fjölmiðlum strangar reglur um mál og málnotkun á sama hátt og Ríkisút- varpið hefur gert. í þriðja lagi þarf að auka þýðingar úr erlendum málum og koma á fót íslenskri þýðingarstofnun í tengslum við Orðabók Háskóla íslands. Í fjórða lagi þarf að endurskoða frá grunni kennslu í erlendum tungumálum og í fímmta lagi ber að stofna íslenska akademíu þar sem sitja rithöfundar, skáld og málvísindamenn sem marka stefnuna í málvernd og málvöndun. Undir stjórn akademíunnar og í samvinnu við Orðabók Háskóla íslands ber að gera tölvutæka orðabók sem hefur að geyma allt ritað mál íslenskt frá upphafi til okkar daga. Þetta yrði gjöf íslensku þjóðarinnar til sjálfrar sín á 50 ára afmæli tilraunarinn- ar um Lýðveldið ísland. Höfundur er rektor Menntaskólans á Akureyri. Greinin er samstofna erindi sem samið var að beiðni Listahátíðar í Reykjavík 1994 og birtist í ritinu Tilraunin (sland í 50 ár - erindasafn. Listahátíð í Reykjavík 1994. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. SEPTEMBER 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.