Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Kerlingarfjöll og víðar, sundlaugar- og
bátsferðum, skoðunarferðum umhyerfis
landið með bændagistingu o.s.frv. Á ve-
turna í skíða- og snjósleðaferðum, jeppa-
ferðum upp á jökla, og hvíldargistingu á
heilsustöðum víðs vegar um landið. Sumur
jafnt sem vetur væri hægt að skipuleggja
hér hin fjölbreytilegustu mót í brids og
skák enda hérlendis að finna fjölmarga
af bestu brids- og skákmönnum í heimi.
Hér væri líka hægt að byggja fyrsta flokks
sundlaugar fyrir keppnisfólk sem kæmi
hingað til að stunda æfingar og láta fylgj-
ast með heilsunni eða keppa á sundmótum.
Ennfremur væri hægt að markaðssetja
ísland sem ráðstefnuland allan ársins hring
með því að byggja ráðstefnumiðstöð með
öllum tilheyrandi útbúnaði í Reykjavík.
Heilsulindin
ísland hefur komið sér upp heilbrigðis-
kerfi sem stenst fullkomlega gæðakröfur
annarra vestrænna ríkja og vel menntaðir
læknar eru hér færri en mögulegt væri
ef farið væri að selja útlendingum íslenska
læknisþjónustu. Með því að byggja hér-
lendis hátæknisjúkrahús og sjúkdóma-
rannsóknastofnun á heimsmælikvarða
væri sannarlega stigið stórt skref í átt til
aukinna gjaldeyristekna og aukinna at-
vinnutækifæra innan byggingamarkaðar-
ins og síðan innan sjúkraþjálfunar, hjúkr-
unar- og læknastéttanna. Hvort tveggja
væri hægt að reka sem sjálfseignarstofn-
anir en samt innan fjárlaga ríkisins. Með
öflugu markaðsstarfi væri hægt að aug-
lýsa ísland sem heilsufriðland; land sem
byði upp á náttúrukyrrð, ómengað drykkj-
arvatn og andrúmsloft, ósnortinn hrein-
leika öræfa og aukaefnalaust heilsufæði,
einstaklings-uppbyggjandi heilsueftirlit og
líkamsrækt; land hinnar eftirsóknarverðu
líkamshreysti og stælandi útivistar. Einnig
væri mögulegt í framtíðinni að markaðs-
setja erlendis íslenskar rannsóknir á ýms-
um sjúkdómum og læknismeðferð þeirra
hérlendis. Áfengismeðferð SÁÁ gæti t.d.
orðið ágætis söluvara vegna hins góða
árangurs sem náðst hefur innan samtak-
anna.
ÚTFLUTNINGUR
Sá hópur fólks um allan heim fer stækk-
andi sem hallast að mikilvægi hollustu
neysluvara eða lífrænt ræktaðra matvæla
á borð við landbúnaðarafurðir. Hægt er
að búast við að framundan sé mikill vöxt-
ur í lífrænum matvælaiðnaði og ísland
getur þar átt sinn væna skerf ef rétt er
haldið á spilunum og miklir tekjumöguleik-
ar eru í framleiðslu eftirsóttra, hollra há-
gæðamatvæla. En lífræn ræktun kemur
einnig landinu sjálfu til góða því meiri
kröfur eru gerðar til umhverfisverndar í
lífrænum búskaparháttum; gæðaeftirlit ér
á öllum framleiðslustigum enda fæst
20-45% hærra verð fyrir lífrænt ræktaðar
búvörur. Fyrir utan útflutning á lífrænt
ræktuðu kjöti, grænmeti og kryddi væri
e.t.v. hægt að flytja út drykkjarvatn, lyf
framleidd úr fjallagrösum og snyrtivörur
unnar úr heilnæmum jurtum; ennfremur
bleikjur ef vel tekst til með bleikjueldið
og jafnvel auka enn meira útflutning á
reiðhrossum. Þá er hægt að ímynda sér
að .ylrækt eigi hér mikla framtíð fyrir sér
vegna jarðhitans, ódýrara rafmagns en
annars staðar og birtu allan sólarhringinn
á sumrin: Hver veit nema hægt verði í
framtíðinni að flytja út íslenska ávexti og
blóm.
Betra Ísland
En það er ekki nóg að koma meiri skrið
á atvinnu- og afkomumál landsmanna,
beina verður sjónum að almennu, bættu
mannlífi eða andlegri og líkamlegri um-
hverfisvernd..Efst á blaði þar er launajafn-
rétti, lífskjarajöfnun og barnsburðarleyfi
fyrir báða foreldra, en það er ein af for-
sendum þess að hægt sé að láta foreldra
njóta sömu mannréttinda í þjóðfélaginu
og um leið fjölskylduverndar. Launajafn-
rétti veitir í raun mæðrum þá réttmætu
starfsviðurkenningu og virðingu sem þær
hafa farið á mis við allt of lengi - barns-
burðarleyfi beggja foreldra er börnum
nauðsynlegt tækifæri til þess að njóta
heilbrigðis og öryggis fyrsta æviárið í
faðmi fjölskyldunnar. Þá má nefna nauð-
syn sveigjanlegs vinnutíma foreldra með
börn á skólaskyldualdri. Einnig möguleik-
ann á að báðir foreldrar geti sótt um 3/4
og 1/2 starf á meðan börn þeirra eru yngri
en 6 ára og lengur ef þeir óskuðu þess.
„EKKERT jafnast á við landið sjálft, sem er einstakt þegar hafðir eru í huga
útivistarmöguleikar og fjölbreytileiki í landslagi."
Ennfremur sumartíma á vinnustöðum frá
maí til september líkt og tíðkast í ná-
grannalöndunum, þannig að fólk ynni einni
klukkustund skemur þann tíma og gæti
betur notið hins skammvinna íslenska sum-
ars. Síðast en ekki síst breytt barnsburðar-
leyfi mæðra í eitt ár að viðbættu eins
mánaðar sumarfríi og föðurleyfi í einn
mánuð við fæðingu og aftur í tvo mánuði
þegar móðirin færi út í atvinnulífið á ný.
Með því móti gætu mæður haft börn sín
á brjósti í heilt ár og um leið komið í veg
fyrir alls kyns ofnæmissjúkdóma og veik-
indi sem oft hrjá börn þegar mæður þeirra
geta ekki af atvinnu- og fjárhagslegum
ástæðum haft þau á brjósti og verið hjá
þeim fyrsta árið. Fjölskylduvernd af þessu
tagi er að sumu leyti hægt að líta á sem
heilsuvernd eða sjúkdómsfyrirbyggjandi
aðgerðir. Langvarandi áhyggjur, streita
og þreyta virka heilsuspillandi á foreldra
- ótímabær aðskilnaður, sífelldur flæking-
ur og of lítil samvera breytir hraustum
börnum í veik og kvíðin börn. Það er þann-
ig beinn efnahagslegur ávinningur fyrir
þjóðarbúið að taka á þessum mikilvægu
fjölskyldumálum því þau skila sér aftur
sem bætt heilsa, vellíðan og minni kostnað-
ur til heilbrigðismála í velferðarsamfélag-
inu. Betra ísland felst bæði í því að gæta
að hagsmunum landsins sjálfs og þjóðarbú-
skapsins sem og hagsmunum fjölskyldulífs
fólksins vegna þess að fjölskyldan er horn-
steinn samfélagsins í landinu. Óhætt er
að fullyrða að blómlegt mannlíf verði fyrst
og fremst að veruleika þegar lögð er
rækt við ungviðið og nýbakaða foreldra
þess og áherslur dags daglega í fjöl-
skyldulífinu fremur miðaðar við innri en
ytri fullnægju fullorðna fólksins. Reykja-
víkurskáldið vissi þetta:
"...Og raeðan ljósið lyftir ungu blómi
og líf og æska syngur einum rómi
og vors míns birta úr ungum augum skín,
við eigum samleið, ég og þjóðin mín."
HEIMA á hlaði
Niðurstaðan er sú að íslendingar hafa
þó nokkrar auðlindir staðsettar við bæjar-
dyrnar og þurfa ekki að fara yfír lækinn
til að sækja vatn. Með samstilltu átaki er
enginn vafi á því að þjóðin getur látið
drauma sína um betra og réttlátara ísland
rætast og fundið fleiri smugur en þær sem
gefa fisk. Það getur hins vegar þýtt að
Islendingar verði í auknum mæli seljendur
ferðamanna-paradísar og útflytjendur
sjávar- og heilsuafurða, en í rninna mæli
kaupendur og innflytjendur. ísland getur
jafnframt orðið fyrirmynd annarra ríkja
hvað viðkemur skynsamlegri nýtingu
auðlinda og náttúrulegum hreinleika,
fjölskyldu-      og      umhverfisvernd,
heilsusamlegu fæði og heilbrigðu líferni
og ekki minnst friði og mannkærleika.
Pakkað inn í neytendaumbúðir er hér á
ferðinni        atvinnuuppbyggingar-og
átaksverkefni á sviði markaðs- og vöruþró-
unar sem aflað getur íslensku þjóðinni
geysilega mikilla gjaldeyristekna og
skapað       hið       eftirsóknarverða
fyrirmyndarsamfélag náist almenn
samstaða landsmanna um málið. En eins
og gefur að skilja er virk landssöfnun
nauðsynleg forsenda þess að byggingar-
draumamir sem fram komu hér að ofan
geti orðið að veruleika. Það yrði verðugt
samstarfsverkefni hinna ýmsu fjölmennu
félagasamtaka og líknarfélaga á landinu
og sjálfsagt að koma jafnhliða á fót „Land-
slottói" sem óskipt rynni í byggingasjóði
hátæknispítala, rannsóknastofnunar, ráð-
stefnumiðstöðvar og sundhallar.
Framtíðarsýn
Hvaða íslendingur gæti ekki hugsað
sér að svífa yfir landið sitt í "Frúnni"
með Ómari Ragnarssyni, taka smá dýfur
og hlusta um leið á Diddú og Bjðrgvin
syngja „...þetta fagra land hefur fóstrað
þig og mig...", Egil og Guðrúnu syngja
saman .....fagra ísland, ísland er landið
þitt" eða Höllu Margréti og Kristján taka
saman eins og eina kraftmikla aríu? En
hvers vegna upplifunin er svona sterk
skilur bara sá sem hefur þetta land í blóð-
inu. Þú skynjar allt í einu að landið sem
áður fóstraði þig sem barn er orðið barn-
ið þitt ísland. Umhverfisverndun íslands
fjallar blátt áfram um það að sýna þessu
barni tilhlýðilega umhyggju og virðingu.
Forréttindi þín í flugvélinni með Ómari
snúast þannig um að geta virt fyrir þér
ánægt, fallegt, og heilbrigt barnið þitt;
að upplifa stoltið og gleðina sem fylgir
því að hafa náð góðum árangri sem upp-
alandi og uppgötva órjúfanleg tengslin í
hjartanu. Framtíð íslands snýst að miklu
leyti um það að landsmenn gangist við
barninu sem þeir allir eiga saman og
gerist ábyrgir foreldrar þess. Ennfremur
að þjóðin kjósi fremur að blása sér frum-
kvæðis- og sjálfstæðisanda í brjóst heldur
en láta kúgast af breyttum og erfiðum
aðstæðum í atvinnulífinu; horfa opnum
og jákvæðum huga í kringum sig; og að
ríkisvaldið komi til móts við þjóðina með
því að skapa nauðsynlegan grundvöll fyr-
ir aukinn einkarekinn atvinnurekstur og
margs konar nýsköpun: í stuttu máli sagt,
að Islendingar „stæli kjarkinn, treysti
bræðralag".
Höfundur er arkitekt og formaður Lífs og lands.
JONAS GISLASON
Aldrei
hef ég
slíkt séð!
Drottinn Guð!
Sköpunarverk þitt
vekur mér undrun.
Ég furða mig á
fjölbreytileika
skópunar þinnar.
Ég horfi á lögun
handa minna,
virði fyrir mér
andlit mitt í spegli.
ÖIl er sköpun þín góð,
Drottinn,
allt skapað á tilgang,
sem þú hefur gefið því,
- gróðurinn og dýrin,
- einnig vér,
sem sköpuð erum
eftir þinni mynd:
Allt fær lífskraft frá þér.
Oss sundlar,
er vér reynum
að meta verk þitt
með orðum.
Þú sparar ekki,
er þú skapar.
jafnvel á eyðimörkinni
dafna þyrnar og þistlar.
Hver skilur
uppruna lífsins?
Drottinn Guðl
Hver lífvera
er leyndardómur
og vizka þín birtist,
jafnt í hinu smæsta,
sem hinu stærsta.
ÖII sköpunin ber vott
um vizku þína
og kærleika.
Jafnvel fiskunum
gafst þú fegurð,
þótt þeir lifi
í sjávardjúpunum.
Þú stráir skrúði á stöðum,
er auga vort aldrei lítur.
Mig gleður allt,
er grær og vex,
- hvert blað, er grænkar
eftir þurrkatíð.
Sköpun þín er einstæð.
Upp! Sköpun Guðs,
þér fíflar og sóleyjar,
aspir og birkitré.
Upp! Þér menn
á valdastólum veraldar.
Rísið upp, þjóðir jarðar.
Maður! Rís upp
fyrir Guði þínum
- syng skapara þínum
lof og dýrð.
Tindrandi stjörnur lofa þig.
Grængresið syrígur
og mosinn S hrauninu,
- fiskifiugan og mýbitið,
- laufblöðin bærast
í lofgjörð,
- blómin kunngjöra
dýrð Guðs.
Smáfuglar loftsins
og dýr merkurinnar
syngja af gleði
og bera þér vitni
sem skapara sínum.
Engar tvær lífverur
eru eins.
Vér erum einstæð
- sköpuð til ákveðins lífs,
sem enginn annar
getur að fullu
gengið inn í.
Því aðeins
erum vér lifandi,
að vér getum glaðzt
yfír sköpun Guðs.  '
Höfundur er vigslubiskup.
LESBÓKMORGUNBLAÐSINS  23. SEPTEMBER1995  7
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12