Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						55
Eftir KRISTIN R.
ÓLAFSSON
Kattarnef
Smásaga
telpufíflið! Það væri sko réttast að koma þessum
króga hennar fyrir kattarnef. Hann á ekki svo
glæsilega framtíð fyrir höndum hvort eð er með
móður sem hana ef maður getur þá kallað hana
Betu svo virðulegu nafni."
Margrét stendur hugsi við kaffivélina og
er að hella vatni í hana úr glærri glerkönnu,
brúnaþung og brjóstaþung, í bleikum slopp,
með ljóst hárið í axlarsíðum svefnflóka.
„Ég er búin að fá mig fullsadda af því
að þurfa alltaf að vera að hugsa um þennan
unga hennar fyrir hana, skipta á honum,
klæða hann úr og í, baða hann, reka uppí
hann snuðið þegar hann grenjar eða standa
í því á þriggja, fjögra tíma fresti að blanda
í pela handa honum og gefa honum í svang-
inn. Ég hef nú bara nóg með hana Mörtu
litlu mína. Og svo lætur Beta aldrei sjá sig
hérna heima nema rétt til þess að sofa úr
sér brennivínsvímuna eða dóprússið, eða hvað
það er nú sem hún gleypir ofaní sig með
þessum kærastaræfli sínum."
Vélin er farin að hitna, það heyrist orðið
lágt hviss í henni og kaffiilmur fyllir smám-
saman eldhúsið jafn mildilega og morgunskí-
man sem smýgur innum gluggann.
„Ég hefði nú bara hugsað mig um tvisvar
áður en ég fór að búa með honum Jóhann-
esi ef ég hefði vitað að ég yrði orðin heima-
þrælandi húsmóðir tuttuguogfimm ára með
tvö ungbörn uppá arminn og sautján ára
stelpufífl sem þykist vera að vinna í sjoppu
öll kvöld en kemur svo heim full eða dópuð
undir morgun við fyrsta hanagal að hrjóta
úr sér vímuna langt frammyfir hádegi. Og
meðan ungfrú Elísabet sefur á sínu græna
eyra einsog prinsessan á bauninni má vonda
fósturmóðirin hennar Mjallhvítar gjöra svo
vel að þrífa óþverrann af dvergnum hennar
og láta hann totta pela því að auðvitað er
6
Margrét tók að brugga
ráð til þess að koma þeim
mæðginum fyrir
kattarnef, eða réttara
sagt, hugur hennar fylltist
allskonar morðórum...
Mynd:BjarniRagnar.
jafnmikil horrengla og hún steingeld og þurr-
brjósta."
Margrét glottir yfir eigin fyndni um leið
og hún grípur báðum höndum undir stór
mjólkurþrungin brjóst sín og lyftir þeim örlít-
ið líktog hún vegi þau í lófum sér. Síðan
opnar hún skáp, tekur fram bolla og undir-
skál og leggur hvorttveggja við hliðina á
kaffivélinni.
„Nei, þetta gengur bara ekki lengur. Ég
verð að segja honum pabba hennar hvernig
hún hagar sér þegar hann er á sjónum; ná
úr honum í eitt skipti fyrir öil þessari fárán-
legu sektarkennd sem speglast í þessu dekri
og eftirlátssemi við dótturina svo að hann
þorir aldrei svo mikið sem að anda á stelpuna
en horfir bara bláum sauðaraugum á hana
og krakkagemlinginn; láta hann einusinni taka
almennilega í lurginn á henni, siða hana til,
koma vitinu fyrir hana. Þótt það sé ef til vill
vonlaust að eggja hann til neins í þeim efn-
um. Hann, þessi naglharði togarajaxl sem
stýrir stærðarinnar frystitogara, stjórnar
margra manna áhöfn styrkri hendi og rær
hvernig sem viðrar, missir allan móð og mynd-
ugleika þegar hann sér hana og gerir ekki
annað en sleikja sig uppvið hana; sér hrein-
lega ekki sólina fyrir henni, litla ljósinu hans
pabba síns, og króganum, afastráknum, svo
að Marta mín verður hálfgerð hornreka."
Margrét er að setja tvær fransbrauðsneiðar
í brauðristina þegar útidyrahurðinni heyrist
skellt. Eftir stutta stund birtist horuð ungl-
ingsstúlka í eldhúsgættinni:
-Hæ!
-Elísabet Jóhannesdóttir! Það er mikið að
þú lætur sjá þig! Ertu nú að koma frá þessum
kærastaræfli þínum? Þér væri nær að sofa
hjá krakkagemlingnum þínum og reyna að
hugsa einusinni um hann í staðinn fyrir að
vera að þvælast með þessum auðnuleysingja.
Elísabet lætur kaldar kveðjur Margrétar
sem vind um eyrun þjóta en opnar ísskápinn,
tekur   fram   mjólkurfernu,
sækir síðan skaftpott uppí
skáp framhjá fósturmóður-
inni,   hellir  mjóikuirsjatta  í
hann, setur hann á eldavél-
arhellu og kveikir undir.
-Eða ertu kannski að
reyna að verða tveggja barna
móðir? Nei, hvernig læt ég?
Þessi kærasti þinn hefur ekki
manndóm í sér til þess. Það
þurfti einhvern huldumann
úr Bænum, einhvern álf útúr
hól, til þess að barna þig um
verslunarmannahelgina í
fyrra.
Stúlkan sækir sér glas í
annan skáp, hellir volgri
mjólkinni úr pottinum í það,
slekkur með snöggri handar-
hreyfíngu á eldavélinni og
sest á koll við matarborðið.
Hún minnir á fugl á priki,
hokin, hvassnefjuð, niðurlút,
hugsi meðan hún fær sér
langan sopa af mjólkinni sem
skilur eftir örfínt garpa-
skegg á efrivörinni. Loks
rekur hún upp stór, brún
augu, ögn þámuð í syfjulegu
og langleitu andliti, tunglfölu
í ógreiddu svartnætti hársins
sem rammar það inn. Og
skyndilega blossar upp eldur
í þeim sem þurrkar burt
þámið einsog gufu af gleri.
Hún segir hvasst:
-Þér ferst nú að vera að
tala um barnanir. Lést þú
ekki pabba barna þig í ferða-
laginu sem þið fóruð þessa
sömu verslunarmannahelgi
og ég varð ófrísk? Og bara
til þess að ná í hann og þessi
rosalaun sem hann þénar á
sjónum því að ég er viss um
að hann hefði aldrei tekið í
mál að þú flyttist hingað inn
til okkar fyrir fullt og allt
nema af því að hann hefur
sómatilfmningu og kann
ekki við að vera að skilja
kasóléttar kerlingar eftir á
götunni. Og hvað ætli þig
muni um að hugsa aðeins
um hann Jóa litla minn meðan ég er í vinn-
unni? Þú þarft hvort sem er að sjá um hana
Mörtu þína. Hún er nú ekki nema þremur
dögum eldri en hann og jafnmikið fyrir henni
haft, ef ekki meira. Og þú hefur nú ekki svo
mikið annað að gera hérna heima, alein með-
an pabbi er í þessum löngu túrum sínum á
togaranum og ég úti að vinna.
Margréti svelgist á svörtu kaffinu við þessi
orð og skellir bollanum á undirskálina við
hlið kaffivélarinnar svo að svartur drykkurinn
slettist í allar áttir. Aftanvið hana gægjast
tvær ristaðar brauðsneiðar feimnislega uppúr
brauðristinni og bíða þess í heitri eftirvænt-
ingu að verða smurðar og etnar:
-Hef ekki svo mikið að gera? Það er nú
bara fullt starf, mín kæra, að sjá um fimm
manna fjölskyldu og þetta stóra hús.
-Stóra hús? Stóra hús? Þú sérð þá eftir því
núna að hafa bolað mömmu burt; að hafa
gabbað pabba uppá þig til þess að ná honum
frá henni. Ég skil sko ekkert í honum áð
hafa látið hana fara frá sér með yngri systur
mínar tvær. Og hvað fær hann í staðinn? Jú,
ókei, unga gellu, helmingi yngri en hann, ljós-
hærða með gráblá augu, kyssilegan munn,
stórar bobbingar, ekkert ólögulegt andlit og
tilbúna í tuskið, en ósköp eitthvað rassbreiða
og klossaða.
-Svona þegiðu, fíflið þitt! Ég skal svo sann-
arlega segja honum pabba þínum hvernig þú
hagar þér; næst þegar hann er í landi; láta
hann koma vitinu fyrir þig. Þótt það væri
kannski réttast að ég gripi til eigin ráða núna
strax og reyndi sjálf að troða einhverju viti í
þinn hænuhaus. Og kannski það lánaðist ef
ég tæki frá þér krógann, kæmi honum fyrir
kattarnef, bikkjan þín!
Síðustu orðin eru sögð skyndilegum haturs-
ofsa og undirstrikuð misheppnuðum kinn-
hesti. Höggið lendir á hönd og hnakka Elísa-
betar sem hefur snúið sér snöggt undan, bor-
ið hönd fyrir höfuð sér, hniprað sig saman
einsog lítill fugl sem bælir sig í roki og verst
því að vindhviða feyki honum burt.
Barnsgrátur kemur í veg fyrir frekari löðr-
unga og orðaskak. Margrét róast nokkuð, lík-
tog gráturinn snerti huldar móðurtaugar:
-Svona, Beta, greyið hugsaðu nú einusinni
um krakkann þinn. Það er kominn pelatími
fyrir hann. Skiptu nú á honum og komdu svo
með hann. Ég skal blanda í pela handa honum
á meðan.
Elísabet hverfur fram og minnir enn á fugl,
vængbrotinn fugl sem dregst burt. Margrét
hirðir óhreint glasið vélrænt af borðinu og
gengur að skáp við hlið eldhúsgluggans, opn-
ar hann og tekur fram pela. Síðan stendur
hún með glas og pela hvort í sinni hendi og
starir hugsi útum gluggann útí föla dagrenn-
inguna sem þreifar blíðum og vaxandi ágúst-
höndum á húsunum í þorpinu í eftirvæntingar-
fullri bið eftir morgunsól á gægjum.
Síðarmeir vissi Margrét ekki hvort það var
þá, þarna við gluggann með glasið og pelann
í höndunum, sem henni flaug fyrst í hug að
gera alvöru úr hótunum sínum: að losa sig
við krógann fyrir fullt og allt. „Og hví ekki
stelpufíflið líka?"
Fyrstu dagana var þetta aðeins óljós grun-
ur, myrkur falið í dimmum hugarfylgsnum,
skuggi í skúmaskotum sálarinnar; svartar
hugsanir sem smámsaman gægðust uppúr
djúpi dulvitundarinnar, skutu upp kollinum
og gáruðu yfirborð hugans. Hún reyndi í
fyrstu að færa þær strax í kaf aftur, kveða
þær niður, stugga þeim burt en þeim óx ás-
megin smátt og smátt eftir því sem sumrinu
þvarr móður, sóttu að henni aftur og aftur,
sí nærgöngfulli, læddust að henni óvarri þegar
hún átti sér einskis ills von, komu skyndilega
á sálargluggann, fylltu uppí hann, þessi kols-
vörtu óskepi, og störðu inn augnlausum tóft-
um. Og stundum urðu þessir draugar nánast
hlutkenndir, áþreifanlegir: stundum á kvöldin
þegar hún sat á náttkjólnum á kolli fyrir fram-
an spegilinn inní hjónaherbergi og greiddi sítt
hárið og virti fyrir sér aðlaðandi ásjónu sína,
fannst henni skyndilega gripið ísköldum hönd-
um um nakinn hálsinn og hert að svo að hún
tók andköf og sá kaldann svita og óttasvip
spretta fram á fölnuðu andliti sínu í speglin-
um. Og það brást ekki að sú litla ókyrrðist í
rúminu, kveinkaði sér örlítið fyrst einsog henni
væri illt, vældi einsog lítill hvolpur en brast
síðan í skerandi grát. Og móðirin stóð uppaf
kollinum, tók telpuna upp, settist á hjónarúm-
ið, brá hlíra af öxl sér, lyfti þungu brjósti
uppúr náttkjólnum og gaf henni að sjúga um
leið og hún sönglaði sefandi rómi:
-Svona prinsessan mín prúða, prinsessan
mín prúða! Vertu ekki hrædd, mamma er hjá
þér! Mamma er hjá þér!
Margrét var hætt að geta sofið á nóttinni.
Eftir því sem leið frammá haust og vetur,
eftir því sem daginn stytti, varð henni erfið-
ara um svefn. Það var einsog þessar aftur-
göngur hefðu sest að í húsinu um leið og
nóttin náði tökum á náttúruhni, smogið innum
gluggana með vetrarmykrinu, þröngvað sér
undir útidyrahurðina. Hún fékk það á tilfinn-
inguna að kjallarinn væri orðinn fullur af
svartmyrkri; svartmyrkri sem skriði upp stig-
L.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS     23. SEPTEMBER 1995     9
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12