Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						R  IG
A   Ð
S    I
Stofnuð 1925
2. tbl. B.janúar 1996- 71. árg.
Náttvíg Islands
HÁTIDARSTUNDUM^ má heyra ráðamenn
þjóðarinnar tala um íslendinga sem friðsama
menn, sem hafí aldrei farið með vopnum gegn
öðrum þjóðum. Þetta eru auðvitað innantóm
orð og hafa enga merkingu. Það er engin
þjóð góð eða vond og með Islendingum bæ-
rast nákvæmlega sömu kenndir og með öðrum
þjóðum. Lega landsins hefur aftur á móti
valdið því að þeir hafa haft færri tækifæri til
þess að láta reyna á hina neikvæðu þætti í
mannlegu eðli.
Spánverjavígin árið 1615 voru grimmdar-
Eru og offylgis mál altíð fegruð,
kostprís lagður
hjá lýð sveita
svo stórbrot öll
straffist síður
eða þó voldugir
víki af rétti.
(Úr Fjölmóði Jóns lærða.)
Spánverjavígin 1615
voru grimmdarverk og
blettur á íslensku
þjóðfélagi og réttarfari
17. aldar. Baskarnir voru
allslausir eftir skipbrot
og þeim láðist að biðja
um ölmusu sem hefði
hugsanlega orðið þeim til
lífs.
verk af því tagi sem tækniveröld"20. aldar-
innar færir okkur nær daglega fréttir af
heim í stofu. Margar samtímaheimildir eru
til um þessa atburði og bera þær með sér,
að ekki hefur öllum líkað hvernig staðið var
að verki. Höfundur Ballarárannáls lætur
t.d. í ljósi fyrirlitningu sína: „En með hverju
móti þeir voru drepnir, (sem aumlega var
að farið), vil eg ekki vita eptir mig annálað
liggi". Merkilegust er frásögn Jóns lærða
Guðmundssonar „Sönn frásögn af spanskra
manna skipbrotum og slagi", sem skráð var
stuttu eftir að þessir atburðir urðu og voru
heimildarmenn Jóns sveitungar hans, sem
voru í liði Ara í Ögri. Jón var sakaður um
að hafa verið Spánverjunum hliðhollur og
er frásögnin að vissu leyti samin sem varnar-
skjal. Með þessu riti kallaði Jón yfir sig
óvild Ara sýslumanns og má það teljast
ótrúlegt hugrekki af óbreyttum alþýðu-
manni að ráðast þannig gegn höfðingjavald-
inu, enda taldi hann sig hafa þurft að gjalda
þessarar afstöðu sinnar allt sitt líf. Af því
er önnur saga sem ekki verður sögð hér.
Mörgum áratugum seinna orti Jón ævi-
kvæði sitt Fjölmóð, sem ber í flestum efnis-
atriðum saman við Sanna frásögn. Séra
Ólafur Jónsson á Söndum í Dýrafirði orti
Spönsku vísur til réttlætingar vígunum og
í Víkingarímum, en um höfund þeirra er
Eftir ARNA
ARNARSON
Mynd: Gunnar Karlsson.
BASKARNIR tóku sér náttstað í sjóbúðum í landi Fjallaskaga. Þar fóru Dýrfirðingar að þeim og drápu þá alla nema
þeim sást yfir drenginn Garcia, sem legið hafði í afkró.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8