Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Blaðsíða 6
Um tíma var Rósa í slagtogi með Lækja- móts-Jóni, sem svo var nefndur. Hann átti til efnafólks að telja og þótti lifa hátt á meðan föðurarfur hans var að étast upp; var talinn drykkfelldur og fjöllyndur orðhák- ur. Við húsvitjanir er Rósa sögð Jóni áhang- andi. Þau hokra á ýmsum jörðum, Lækja- móti, Jörva og eru meira að segja í vist hjá Ólafi bónda á Vatnsenda, sem þá var ennþá löglegur eiginmaður Rósu. í kirkjubók fær Rósa lakari einkunn en áður, er talin laus- lynd. Jón er talinn sæmilega bóklæs, en „flosalegur", hvað sem það merkir. Líklega unni Rósa Jóni aldrei og samband þeirra rann út í sandinn. Jón varð úti á þorranum 1846 og fundust bein hans ekki fyrr en löngu síðar. NýrEiginmaður- ÓLAFSVÍK OG Hafnarfjörður Ólafur bóndi á Vatnsenda kvæntist aftur ungri stúlku þegar búið var að ganga form- lega frá skilnaði haris við Rósu. Síðast hef- ur hún að líkindum komið á þetta gamla heimili sitt þegar hún líknaði konu Ólafs við barnsburð. En það segir sína sögu um töfrandi persónuleika Rósu, að næst fellur fyrir henni maður sem var nærri 20 árum yngri, Gísli Gíslason, prestsonur frá Vestur- hópshólum, stórættaður, gáfaður efnismað- ur, dóttursonur Vigfúsar Þórarinssonar sýslumanns á Hlíðarenda. Gísli hefði eftir venju átt að ganga menntaveginn og verða sýslumaður eða prestur, en kaus þess í stað að gerast fyrirvinna Rósu. Þau hefja búhok- ur í Gottorp; eru þar 1836 en tveimur árum síðar eru þau flutt með sitt fátæklega haf- urtask allar götur vestur undir Jökul; nánar tiltekið til Ólafsvíkur. Með í för er Rósant Berthold. Rósa er liðlega fertug og enn er hún sem fyrr „glæsileg ásýndum, glaðbeitt og fjör- mikil og fljót til ásta“, segir Guðrún P. Helgadóttir. Gísli unni henni mjög; um hug hennar er minna vitað; engar vísur vitna þar um. Til eru aðeins klúrar vísur sem sagt er að þau Rósa og Gísli hafi kveðið hvort til annars, en fremur er ólíklegt að Rósa eigi nokkuð í þeim; hún var ekki gef- in fyrir kiám. Í nóvember 1840 eru þau pússuð saman og heimili þeirra er í Markús- arbúð; Rósa er þá 44 ára. í margmenninu á mölinni í Ólafsvík fer minni sögum af Rósu en áður. Gísli stund- aði sjóinn á vetrum en kaupavinnu á sumr- in; Rósa gat sér eins og áður gott orð sem yfirsetukona. Vaxandi drykkjuskapur Gísla varð til þess að hallaði undan fæti hjá þeim og er sagt að Gísla hafi ekki verið hollur félagsskapurinn við Sigurð Breiðfjörð skáld, sem var nágranni þeirra. Á Ólafsvíkurárunum tókst Rósa á hendur langt ferðalag austur í Biskupstungur. Sig- ríður dóttir hennar hafði gifst Þórði Jörunds- syni bónda á Laug. Til er vel þekkt teikning af Sigríði með skotthúfu og í sparifötunum eftir enskan teiknara úr íslandsleiðangri Mayers. Hún þótti glæsileg stúlka, lík móð- ur sinni og hneigðari til bóklestrar en Þórði bónda hennar þótti við hæfi. Rósa þóttist sjá af vísu sem Sigríður sendi henni að hún væri óhamingjusöm. Þá hafði Rósa engar vöflur á; hefur fengið lánaða hesta hjá einhverjum góðum manni og farið með tvo til reiðar og verið marga daga á leiðinni. En Sigríði hafði hún heim með sér. Þegar vinur þeirra hjóna, Magnús Ás- geirsson verzlunarstjóri í Ólafsvík, flutti til Hafnarfjarðar, fluttu þau Gísli og Rósa með honum og hugðust geta búið og starfað í skjóli hans syðra. En Magnús féll frá innan skamms. Þau settu sig niður í Hraununum, sunnan við Straumsvík, og síðan fluttu þau í þurrabúðina Óseyri við Hafnarfjörð. Þar var síðasta lögheimili Rósu. Á Óseyri hefur án efa verið þröngt í búi; dæturnar Pálína og Sigríður skildar við eiginmenn sína og bjuggu þar í skjóli Rósu. Eftir Guðlaugu, konu Þórðar bónda á Óseyri, var haft, „að eigi hafi hún kynnst konu, er henni þótti meira til koma en Rósu fyrir flestra hluta sakir. “ Lífsbjörgin var ekki auðsótt og lítið um vinnu fýrir þurrabúðarfólk í Firðinum. Rósa og Gísli réðu sig í kaupavinnu norður í Húnavatnssýslu sumarið 1855, þó ekki á sama bæinn. Síðast á því ári hefði Rósa orðið sextug; nú var tekið að halla undan fæti. Það var lúin kona sem lagði af stað heimleiðis um haustið, fótgangandi. Af- raksturinn eftir sumarið hefur ugglaust ekki orðið til að auka henni bjartsýni. En þama var klippt á þráðinn; út úr Húnavatns- sýslunni þar sem hún hafði elskað og þjáðst hvað mest, átti hún ekki að komast lifandi. Hún baðst gistingar á Stóra-Núpi í Mið- firði, en veiktist um nóttina. Þar lézt þessi eftirminnilega skáldkona og í kirkjugarðin- um þar er hún jarðsett. „EFTIRSÓTTASTA" málverk bandarísku þjóðarinnar lítur þannig út samkvæmt skoðanakönnun. Blái liturinn þykir fallegastur og George Wasbington (fyrsti forseti Bandaríkjanna) má gjarnan vera einhversstaðar á rölti eins og hann er þarna. Fólk má hinsvegar ekki vera of fyrirferðarmikið í myndinni. Málað eftir tölum: Leitm að list fólksins Ofugt við flesta koílega sína standa Komar og Melamid gallharðir á því að listin eigi að ná til fjöldans og virkja hann til þátttöku. Al- menningur veit lítil sem engin deili á helstu fulltrúum nútímalistar (með vissum frávikum Skoðanakönnun Hagvangs er birt á bls. 8 og leiðir margt merkilegt í ljós, m.a. að hinn almenni smekkur hefur ekki breyzt síðan á fyrstu áratugum. Myndirnar „Eftirsóttasta“ og „síst eftirsótta“ málverk þjóðarinnar, verða birtar í Lesbók 17. febrúar. Eftir HANNES SIGURÐSSON þó): 85 prósent íslensku þjóðarinnar þekkir ekki Jackson Pollock, samkvæmt skoðana- könnun Hagvangs, og 72 prósent aðspurðra höfðu aldrei heyrt á Þórarinn B. Þorláksson minnst, einn helsta brautryðjanda okkar. Aft- ur á móti vissu 98 prósent hver Erró er — 2 prósent fleiri en þekkja Kjarval! Niðurstaðan, sem í sjálfu sér kemur ekki á óvart, er sú að almenningur kærir sig yfir- leitt kollóttan um myndlist. Og það áhuga- leysi virðist fara vaxandi eftir því sem hún verður „nútímalegri". Samtímalistin kemur með öðrum orðum nánast ekki öðrum við en þeim sem tengjast henni beint eða óbeint með einhverjum hætti. Og skipti hún almenn- ing hérumbil engu máli getur hún tæplega verið mikilvæg fyrir þjóðarbúskapinn á líð- andi stund. Sem yfirlýstir marxistar (að vísu vel efnum búnir) líta Komar og Melamid á það sem heilaga skyldu að koma til móts við listrænar kröfur fólksins. Til að þjóna sínum raunveru- lega yfirboðara, smekk fjöldans, fengu þeir því nafnkennt bandarískt vettvangskönnunar- fyrirtæki, Marttila & Kiley, til að gera ítar- lega úttekt á viðhorfi almennings til myndlist- ar, og í framhaldi af því máluðu þeir tvö málverk: Eftirsóttasta og Síst eftirsótta mál- verk bandarísku þjóðarinnar. Afraksturinn sýndu þeir svo í Álternative-safninu í New York 1994 ásamt átta h'nuritum (eins konar stafrænu afbrigði af ameríska Color Field- málverkinu), einu kökuriti og einu stöplariti í líki naumhyggjuskúlptúra sem drógu fram ýmsar tölfræðilegar breytur eins og menntun á móti uppáhaldslit, tekjur á móti viðfangs- efni o.s.frv. Eftirsóttasta málverk bandarísku þjóðar- innar, meðalstór stofumynd í anda Hudson River-skólans af Georg Washington, þremur sumarklæddum orlofsþegum og tveimur dá- dýrum við lognstillt stöðuvatn, á að innihalda alla þá sjónrænu þætti er falla innlendum að jafnaði mest í geð. Síst eftirsótta málverk bandarísku þjóðarinnar sýnir hins vegar hrjúfa, skræpótta þríhyrninga í ruglingslegri skipan. Stuttu síðar létu Komar og Melamid fram- kvæma svipaða könnun í Rússlandi. Útkoman er sláandi keimlík, nema í stað hins galvaska Georg Washingtons í sínum 18. aldar skrúða, hittum við fyrir Krist þar sem hann situr í þungum þönkum undir voldugu grenitré. Raunsæisleg túlkun og heiðrík náttúru- stemmning einkennir bæði eftirlætismálverk þjóðanna, og í báðum tilvikum ræður blái lita- skalinn ríkjum. Eini munurinn á síst eftir- sóttu málverkunum virðist á hinn bóginn vera stærðin, það bandaríska er minna. En Komar og Melamid létu ekki þar við sitja. Svipaðar skoðanakannanir hafa þegar verið gerðar i einum 12 þjóðlöndum (Þýska- landi, Finnlandi, Danmörku, Frakklandi, Tyrklandi, Svíþjóð, Keníu, Skotlandi og Úkra- ínu) en ísland var með þeim fyrstu í röðinni þótt árangurinn sé fyrst að birtast núna. Og innan tíðar verður leikurinn endurtekinn á Indlandi og í Kína sem hingað til hefur slopp- ið við skoðanakannanir. Þannig ætla þeir að halda áfram koll af kolli næstu tvö árin uns þeir telja sig hafa nægilegar upplýsingar til að mála — þú átt kollgátuna — Eftirsóttasta málverk í heimi. „VILTU SJÁ LITINA BLANDAST?“ Hagvangskönnunin, sem löguð var að hér- lendum kringustæðum, náði til eitt þúsund íslendinga um allt land á aldrinum 18 til 67 ára og stóð hún yfir í samtals 238 klukku- stundir. Viðmælendur voru beðnir um að svara 49 valspurningum sem snerust meðal annars um vörukaup, tekjur, menntun, póli- tískar skoðanir, listaverkaeign, þekkingu á listamönnum og hversu oft fólk heimsæki listasöfn. Flestar spurninganna beindust þó að fagurfræðilegum atriðum á borð við stíl, lit, pensiláferð, formgerð, viðfangsefni og stærð. Dæmi: „Hvort finnst þér meira gaman af þungum og kröftugum formum eða léttum og leikandi?" „Viltu sjá litina blandast eða viltu að ólíkum litum sé haldið sem mest aðgreindum?" Útkoman er álíka kostuleg og sjálf könnun- in. Blár (með 31% fylgi) er vinsælasti liturinn í málverki, því næst grænn (20%) og svo rauður (14%). Myndir af útivettvangi (80%) eiga mun meira fylgi að fagna en lýsingar á innivettvangi (4%). Meira en helmingur svar- enda (53%) kýs raunsæisleg málverk sem líkj- ast ljósmynd fremur en algjörlega óhlutbund- inn tjáningarstíl (20%), og 59 af hundraði finnst ákjósanlegt að raunveruleikinn sé ýkt- ur. Langflestir álíta að myndlist þurfi ekki endilega að miðla einhveijum boðskap (69%),

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.