Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						BRAD Leithauser, þekktur bandarískur bókmenntagagnrýnandi og höfundur greinarinnar um Sjálfstætt fólk.
Myndin er tekin 1989 í bókabúð í Reykjavik, þegar Leithauser var gistiprófessor við Háskóla íslands.
Mikil bók
lítillar þjóðar
Það vekur ævinlega athygli meðal íslenzkra
bókmenntaunnenda þegar einhver máls-
metandi maður úti í hinum stóra heimi
vekur athygli á og lýsir aðdáun sinni á
íslenzkum bókmenntum, hvort heldur það
eru íslendingasögur eða verk nútímahöf-
unda. Á síðastliðnu ári vakti það gleði
og kom reyndar nokkuð á óvart, þegar
vel þekktur bandarískur bókmenntagagnrýnandi skrifaði
afar lofsamlega um Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.
í einskonar inngangi segir hann m.a. svo:
„Til eru góðar bækur, og til eru miklar bækur, og einnig
kann að vera til bók sem enn er meira: nokkurs konar kjör-
bók manns eigin tilveru. Sé heppnin með, kann maður ein-
hvern tíma að rekast á skáldsögu, sem maður fínnur svo
náinn skyldleika við, að allar spurningar um mat (Er þessi
Brad Leithauser er þekktur
bandarískur bókmenntagagn-
rýnandi. Hann skrifaði fyrr á síðasta
ári ritgerð um SJÁLFSTÆTT
FÓLK eftir Halldór Laxness, sem
birtist í New York Review of Books,
þar sem hann lýsir hrifningu sinni
á þessu stórbrotnaskáldverki.
Kaflar úr grein
Eftir BRAD
LEITHAUSER
bók betri en bara góð? Er hún kannski sígild?) verða ekki
annað en smámunaleg aukaatriði. En allt er þetta undir
heppni komið, því að sú tilfinning sem ég er að lýsa er
sprottin af þeim áleitna, ögrandi grun að þessi undursam-
legi nýi lífsauki manns, þessi óafturræki förunautury hafi
hlotnast manni fyrir hreint glópalán. Hver sá sem hefur
ósvikinn áhuga á skáldverkum mun fyrr eða síðar rekast á
Karamazov bræðurna, Frú Bovary, Hofmóð og hleypidóma,
Moby Dick, eða Don Kíkóta, og þeim sem tekið hefur órjúf-
anlega tryggð við bók af slíku undirstöðutagi mun sú ánægja
sem hann finnur til af því ekki gædd þeirri sérlegu, óræðu
gæfukennd, sem ég á við; hann mun þess í stað óhultur í
þeirri vissu, að helstu bókmenntalegu nautnir hans hafi
verið fyrirfram ákveðnar."
Kjörbók Eigin Tilveru
„Og hver er þá kjörbók minnar eigin tilveru?", spyr Leit-
hauser og segir: „Ég man ljóslega fyrstu kynni mín af henni.
Ég lauk við síðustu kaflana eitt síðdegi í Róm, þar sem ég
sat á hér um bil mannlausu kaffihúsi...
Þessi skáldsaga var Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax-
ness. Mér finnst það alltaf nöpur kaldhæðni, að þegar ég
hvet fólk til að lesa bókina, verð ég oft fyrst að gera grein
fyrir því hver þessi Nóbelsverðlaunahöfundur sé. En það
er nú svo, að Laxness vann sín Nobelsverðlaun fyrir mörg-
um árum, 1955, og hann er fulltrúi minnsta landsins sem
nokkurn tíma hefur fætt af sér viðtakanda þeirra: íslands,
með sína kvartmilljón íbúa. Allar bækur Laxness utan ein
(Atómstöðin, sem er mjög þokkaleg, en minni háttar) eru
af skrá hjá (bandarískum) forlögum.
Ef til vill hefði ég aldrei lesið Sjálfstætt fólk hefði ég
ekki, sumarið 1984, farið í tveggja vikna gönguferð um
ísland. Hversu lítt þekktur sem Laxness kann að vera okk-
ar á meðal (þ.e. Bandaríkjamanna), er hann í eigin landi
jöfur sem á engan sinn líka, og hver sá sem laðast að ís-
landi mun von bráðar verða þess var. íslensk bókmennta-
hefð er auðvitað margfræg, en næstum allir helstu dýrgrip-
ir hennar, miðaldarsögurnár og -kvæðin, eru eftir nafnlausa
höfunda."
Síðan rekur Leithauser byrjunina á ferli Laxness 1919
og að þá hafi ísland ekki áður fætt af sér nútímahöfund
sem kæmist í hálfkvisti við hann og nefnir að verk hans
hafi verið þýdd á meira en fjörutíu tungumál. Síðan segir
hann m.a.:
„Eins og Hundrað ára einsemd, sem ber alls konar svip-
uð ættareinkenni, vekur Sjálfstætt fólk á fyrstu síðum sínum
upp morgunsár tímans. (Og eins og Hundrað ára einsemd
hefur Sjálfstætt fólk verið snilldarlega þýdd á ensku. Þýðing-
una gerði Englendingur, J.A. Thompson, á málblöndu sem
í skrúði sínu og hrjúfleik minnir á (Thomas) Hardy.)
Sagan gerist meðal bænda sem hafa vanist slíkri fátækt
að þeir deyja án þess að hafa nokkurn tíma átt í viðskiptum
sem snerust um meira en nokkrar krónur í senn. Þetta eru
menn sem kannski hætta sér úr heimahögum einu sinni eða
tvisvar á ári, þegar þeir fara fótgangandi út í lítið fiskiþorp
til kaupa á matvöru; jafnvel Reykjavík er þeim aðeins óljós
draumur. Þrátt fyrir það eru þeir hreyknir af móðurmáli
sínu. Þótt enginn þeirra hafi nokkurn tíma séð myndastyttu
- eins og fram kemur þegar ræðan berst að menningu
meginlandsins - una þeir sér í þeirri vitneskju, að þegar
þetta sama meginland fór villt vegar á myrkustu tímum
miðalda, var ísland, með sinni sagnaritun, eitt skærasta
leiðarljós heimsbókmenntanna."
Leithauser nefnir að sögutíminn sé fyrstu áratugir 20.
aldarinnar, en ártöl einstakra atburða séu móðukennd. Og
síðan: „Sjálfstætt fólk er einmitt saga sem óháð er tíman-
um. Hún minnir okkur á, að lífið á íslenskum kotbæ hafði
varla breyst í þúsund ár; árstíðirnar komu og fóru, en heidla-
reinkennin - skortur, harðræði, og æðruleysi - voru hin
sömu. Um miðbik sögunnar, einhvers staðar í órafjarlægð,
brýst þó út eitthvað sem kallað er heimsstyrjöldin mikla.
Að öðru jöfnu mundi þetta hvorki þykja nýtt né umtalsvert
(á meginlandinu voru mennalltaf „að brytja hver annan
niður einsog mör í trogi"), en í þetta sinn keyra átökin verð
á íslensku kindakjöti og ull upp úr öllu valdi..."
En hvort sem sé stríð eða ekki stríð, hafi frelsið alltaf
verið æðsta takmark söguhetjunnar, Bjarts. Þegar frásögn-
in hefst, segir greinarhöfundurinn, hefur Bjartur nýlokið
átján ára þrældómi á bæ manns sem hann fyrirlítur, hrepp-
stjórans, til þess að safna nægu fé að kaupa sér aumkunar-
Iega smáa jarðeign, Sumarhús, ásamt nokkrum kindum.
„Bjartur í Sumarhúsum lítur Heimsstyrjöldina miklu köldum
augum og þakklátum: „Bara þeir haldi áfram sem lengst,"
vonar hann. Á endanum getur hann þó ekki fengist um
þessa „brjálæðinga" fyrir sunnan - hann getur varla feng-
ist um málefni fólks sem í kringum hann er. Rollurnar í
kringum hann eru langtum mikilsverðari. Á þeirra velfarn-
aði veltur þessi heimur. Hann á í sinni eigin heimsstyrjöld,
sem er hvorttveggja í senn, veigamestu og hlægilegustu
átök á hnettinum - minnsta stríð sem nokkurn tíma var
háð. Hann er „generalissimo," og allur herinn hans er hund-
ur sem hjálpar honum að smala. Hann kann yfirleitt miklu
betur við sig með skepnum en fólki..."
TVENNSKONAR BARÁTTA
Á útjöðrum lífsins, skrifar Leithauser, er fjölkynngi alltaf
á ferðinni: -„ og í Bjarts augum er hvers konar töfralist
svartagaldur, kraftaverk engu betri en kukl. Þar af leiðandi
er barátta hans á tvennu sviði. Hann stríðir við fjandskap
náttúrunnar - land svo kalt og óblítt að hungur hefur allt-
af ógnað sjálfsþurftarbændum íslenskum. Og hann stríðir
við yfirskilvitleg öfl - álög. Fyrir langalöngu var dalurinn
þar sem Sumarhús standa byggður mannskæðu, blóðþyrstu
galdrakvendi, óvættinni Gunnuvöru, sem gekk í bandalag
við fjandann Kólumkilla. Hún var að lokum látin svara til
saka (og var sundurlimuð), en lævís andi hennar eitrar
dalinn enn. Henni til friðunar er venjan að vegfarendur
„gefi Gunnvöru stein" - leggi stein í yörðu sem henni var
hlaðin. En Bjartur, alltaf sjálfum sér líkur, þverneitar öllu
slíku. Hann hefur skömm á hindurvitnum. „Þessu hefur
einhver gárunginn logið að kellingunum," segir hann.
Hjúskapur, bæði í bókstaflegri og myndhverfri merkingu,
er eitt af hinum myrku höfuðminnum bókarinnar... allar
ástir sölna í Sumarhúsum. Bjartur kvænist tvisvar. Fyrsta
kona hans, pukurslega vansæll kvenmaður, gengst sýnilega
inn í að flytjast í hreysið til hans einungis vegna þess að
hún er, að honum óvituðum, vanfær eftir son hreppstjór-
ans. Hún deyr af barnsförum, alein. Síðari kona hans, heilsu-
laus, vílsöm kona, sem um dimma veturna norður við Dumbs-
haf rís varla úr rúmi, fellur loks saman og deyr eftir grimmi-
legt harðindavor."
Leithauser segir að öðru hverju óri Bjart fyrir því að
konur hans þjáist af óhamingju: „ Hann finnur til þess með
ugg (enda eru samskifti hans við konur aldrei blátt áfram)
að þær hafa varðveitt með sjálfum sér - ef til vill sem við-
bragð við þeirri yfirþyrmandi, vægðarlausu hvöt hans að
vera sjálfum sér nógur, þeirri sannfæringu að „sá sem dreg-
ur fram sínar kindur búi í höll" - einhvern kima sálar sinnar,
sem hann hefur engan aðgang að. En sá tími kemur, að
annars konar ást vitjar Bjarts, nýtt form „hjúskapar": and-
legur skyldleiki tveggja manngerða. Barn fyrri konu hans
lifir móður sína, og Bjartur elur það upp sem sitt eigið.
Þetta barn, sonardóttir hreppstjórans sem hann fyrirlítur,
er þannig úr herbúðum „óvinarins". En það kemur á dag-
inn, að þrátt fyrir allt fálætið býr í Bjarti einhvers konar
klunnalegur hlýhugur til ungbama; hann lítur á þau af
svipaðri mildi og unglömb. Þegar hann kemur fyrst auga
á þessa nýfæddu telpu,
undraðist hann hvað þetta var veikt og smátt. Það er
ekki að búast við að þetta sé mikið fyrír sér, bætti hann
við hálfafsakandi, mikil skelfíng sem mannkynið getur
verið aumt þegar maður lítur á það eins og það er í
raun og veru."
Ásta Sóllilja er það háleita nafn sem mærin fær, segir
gagnrýnandinn; hún verður sálarblómið hans Bjarts: „ Þeg-
ar tímar líða, nær sóllilja Bjarts gelgjuskeiði og mörkum
fullþroska konu. Þegar hún er um þrettán ára gömul, tekur
hann hana fyrst með sér yfir heiðina. Eftir margra tíma
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8