Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						SIGRUN HARALDSDOTTIR
Hugað að
heimspeki
kattar
Án allra kvaða kemur þú til mín
og kúrir þig í sængurfötum mínum.
Eg gái inní gulu augun þín
og geðjast vel að lífsskoðunum þínum.
Á sæng minni þú sefur mér við hlið
og setur ekkert út á nálægð mína.
Þar get ég séð hinn fullkomnasta frið
og fölskvalausa tryggð og vinsemd
þína.
Af sjálfstæði og í syndsamlegri ró
þú sefur er þér frjálsum líkar best.
Svo meinleysisleg er þín kvassa kló
og kæruleysið langa vegu sést.
Hvað dreymir þig í þinni djúpu ró.
Þín dularfulla sál er torræð gáta.
Er hjarta mitt í harmi og vesöld sló
þú horfir á mig sviplaus stynja og
gráta.
Þú berð ei þína tilfinning á torg
en tekur bara mið a/ því sem er.
Kannske berðu líka sára sorg
en sefur hana rólega frá þér.
Svo dulúðug og djúp er speki þín
að deila beggja hlýju í fullri sátt.
Er ekki einmitt þetta þráin mín
að þiggja og gefa á eðlilegan hátt.
Höfundur er tölvari og býr í Reykjavík.
VALDIMAR
EINARSSON
Mótorhjól-
iðmikla
Þau sveigðu út á sandinn
í haustsins hvítu birtu.
Þegar vetraríns var von.
Á mótorhjóiinu mikla.
Merkt Harley Davidson.
Á mannsins meistara verki,
þau runnu hinn svarta sand,
uns vængjuð steig hver von.
Á mótorhjólinu mikla.
Merkt Haríey Davidson.
í glampa frá krómi og krafti
er kona og maður sem eitt,
t dauða, ást og vbn.
Á mótorhjólinu mikla.
Merkt Harley Davidson.
Um ævinnar
hverfuia tíma
Hve oft hefur þú fundið
um ævinnar hverfula tíma
undursamleikann
sem ýtir þér áfram
frá degi til dags.
Lífíð er langsótt og flókin glíma
milli skerja og báru
þú sífellt leitar lags.
Frá hjartanu falla
spurningar heitar og skýrar
þó aldrei þú fáir
óyggjandi svör.
Og loks ertu staddur
á ströndinni
búinn til ferðar
kominn úr langrí för.
Haust
Dregur nótt úr sjó
döprum höndum.
Tíminn eykt af eykt.
Máninn fölur fleytir
feigðar skini á báru.
Höfundur býr á Stokkseyri.
iiixn
TEIKNING af Kirkjustræti 8b eftir Magnús Blöndahl. Hús-
ið var kallað „Sykurtopparnir hans Magnúsar Blöndahls".
KIRKJUSTRÆTI1930: Bílalest leggur af stað á AI-
þingishátíðina á Þingvöllum 26. jání, 1930.
Þar slær hjarta
Reykjavíkur
ar sem Aðalstræti, Kirkjustræti, Tjarnargata,
Suðurgata og Túngata mætast slær hjarta
Reykjavíkur. Þar stóð gamli Reykjavíkurbær-
inn. Skammt þar frá var kirkjan, og kirkjugarð-
urinn umhverfís, eins og þá var siður. Þegar
Húsin sem nú standa við
Kirkjustræti, að
Alþingishúsinu og
Herkastalanum
frátöldum, eru frá vestri
Hótel Skjaldbreið nr8, 8b
og 10. Með byggingu
hússins að Kirkjustræti
10 mótar fyrir nýrri
stefnu í útliti húsa í
Reykjavík.
EftirJÓNÓLAF
ÍSBERG
Dómkirkjan var byggð á árunum 1790-
1796 var kirkjustæðið flutt þangað sem
kirkjan er núna en kirkjugarðurinn var
áfram í notkun. Stígurinn sem lá frá Dóm-
kirkjunni að gamla kirkjugarðinum var í
fyrstu nefndur Kirkjustígur, síðan Kirkju-
brú og loks Kirkjustræti og liggur austur
vestur eins og líkin í gamla kirkjugarðinum.
Fyrsta húsið við Kirkjustræti ef talið er
eftir númerum er Herkastalinn en við hinn
endann er Dómkirkjan sem með sanni má
segja að sé upphaf og endir götunnar og
frá henni er nafnið komið og tilgangur.
Þegar Dómkirkjan var byggð var þéttbýlis-
myndun hafín í Reykjavík og meðan kirkju-
garðurinn við Aðalstræti þjónaði hlutverki
sínu má gera ráð fyrir að flestir Reykvíking-
ar hafi einhvern tímann farið kirkjustíginn,
lífs eða liðnir. Árið 1880 var hafist handa
við byggingu Alþingishússins en því hafði
verið valinn staður í skyndingu við Kirkju-
stíginn en áður hafði verið gert ráð fyrir
að það yrði byggt við Bakarastíg, þar sem
nú er Bankastræti. Alþingishúsið við Kirk-
justræti hefur ekki einungis hýst löggjafar-
samkomu þjóðarinnar heldur var Háskóli
íslands þar til húsa árin 1911-1940, ýmis
KIRKJUSTRÆTI uppúr síðustu aldamótum.
söfn og þar voru skrifstofur forseta íslands
allt til ársins 1973. Kirkjustræti er þess
vegna engin venjuleg gata en þótt ferð
eftir strætinu hafi kannski ekki sömu merk-
ingu og fyrrum þá á gatan og húsin við
hana sér merkilega sögu.
ÍBÚUM HEFUR FÆKKAÐ
Húsin við Kirkjustræti eru öll sunnan-
megin og þess vegna eru þar engin hús
með oddatölu en vegna þess hve sumar
lóðirnar voru stórar eru stundum tvö hús
með sama númeri, a og b. Lóðirnar voru
ekki nema þrjár en þegar húsin voru semiJ
flest við götuna voru þau átta að ótöldum
bakhúsum. Þrátt fyrir að allmargir íbúar
byggju við götuna var annaðhvort verslun
eða veitingasala í flestum húsanna þegar
komið var fram á þessa öld. í dag eru ein-
ungis fimm hús við Kirkjustræti og skráðir
íbúar 28 (1. des. 1994), flestir til heimilis
í Herkastalanum, en á fyrri hluta þessarar
aldar var búið í öllum húsunum við götuna
nema Alþingishúsinu. Árið 1910 voru íbúar
Kirkjustrætis 84 og bjó tæpur helmingur
þeirra í húsunum númer 4 og 8b, 20 í hvoru
húsi. Húsin númer 4 og 6 brunnu árið 1947
og eftir 1950 voru hin húsin, að Herkastal-
anum undanskildum, að mestu notuð sem
verslunarhús. íbúar við götuna árið 1955
voru 63, þar af tæp 80% til heimilis hjá
hernum, en á næstu áratugum fækkaði
íbúum við götuna og þeim húsum sem búið
var í. Kirkjustræti varð aldrei fræg verslun-
argata en hvort nálægðin við Alþingishúsið
og Dómkirkjuna hafi ráðið þar einhverju
skal ósagt látið. Það er hins vegar óneitan-
lega skemmtileg tilviljun hvernig Kirkju-
strætið tengist sögu heilbrigðismála. í
Kirkjustræti 2 var starfrækt fyrsta sjúkra-
húsið í Reykjavík. Fyrstu rannsóknarstofur
læknadeildar voru í Kirkjustræti 12, en í
bakhúsi voru lík krufin, og síðar var hjúkr-
unarfélagið Líkn þar til húsa. Þegar hugað
er að húsunum við Kirkjustræti og þeirri
starfsemi sem þar hefur verið þá má tengja
það flestu því sem sett hefur svip sinn á
þjóðfélagið á undanförnum áratugum.
Fyrsta íbúðarhúsið við sunnanverðan
Austurvöll var reist úr múrsteinum sem
urðu afgangs þegar Dómkirkjan var stækk-
uð árið 1848. Húsið varð síðar Kirkju-
stræti 12 og eigandi þess var C.L. Möller
kaupmaður. Þremur árum síðar, þjóðfund-
arárið, kaupir Halldór Kr. Friðriksson yfir-
kennari húsið og bjó þar til dauðadags
1902. Hann byggði eina hæð ofan á úr
timbri árið 1884 og þannig er húsið í dag.
Það var í eigu fjölskyldu Halldórs þar til
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12