Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1996, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1996, Blaðsíða 1
O R G U N L A Ð S Stofnuö 1925 19. tbl. 11. maí 1996 — 71. árg. Mynd: Búi Kristjánsson. HARALDUR Sigurðarson með gullsjóðinn. Haraldur harðráði í samtíð og sögu „í Noregi gerðust og mikil tíðindi í þenna mund, er Haraldur konungur varð ber að mikilli grimmd. Hann lét brjóta margar kirkjur og kvelja marga kristna menn tilbana ...“ Eftir SVERRI JAKOBSSON araldur Sigurðarson kom til Norðurlanda árið 1045, mikill ofurhugi sem unnið hafði frægð- arverk víða í Evrópu. Hafði hann með sér mikinn gullsjóð sem hann hafði aflað á ferð- um sínum. Um þetta segir hirðskáld kon- ungs, íslendingurinn Valgarður á Velli:1 Skauztu und farm enn frizta - frami veitisk þér - beiti, farðir goll ór Grðum grunlaust, Haraldr, austan. Fleiri skáld geta um þennan gullsjóð sem var meiri en áðUr hafði sést á Norðurlöndum. En Haraldur hafði líka farið víða, dvalist við hirð Rómarkeisara í Miklagarði (Konstant- ínópel) og fengið mikið gull hjá tengdaföður sínum, Jaroslav fursta í Kænugarði (Kiev). í norrænum ritum eru næsta ævintýra- kenndar frásagnir af afrekum Haralds meðal Rússa og Grikkja og mætti ætla að lítill fótur sé fyrir þeim. Vissulega er þjóðsagnablær af ýmsum sögum sem sagðar eru af Haraldi í Morkinskinnu en enginn vafi er þó á því að aðalatriðin í þessum frásögnum eru rétt. Har- aldur kom bæði til Kiev og Konstantínópel og vann sér þar margt til frægðar. Til er grískt rit, Kekaumeni Strategicon, samið á milli 1071 og 1078, sem segir frá Haraldi þannig að ekki verður um villst hveijum er verið að lýsa. Hér er þessi kafli, þýddur af Jakobi Benediktssyni:2 Araltes var sonur konungsins í Varangíu og átti fyrir bróður Júlavos, sem erfði ríki föður síns að honum látnum, en hann setti Araltes, bróður sinn, næstan sér í ríkinu. En á unga aldri réð hann af að takast ferð á hendur og votta hinum sæla keisara, herra Michael Paflagon, virðingu sína og kynnast hinni rómversku ríkisskip- un. Hann hafði einnig með sér sveit 500 hraustra manna. Og hann fór, og keisar- inn tók á móti honum svo sem sómdi og sendi hann ásamt sveit hans til Sikileyjar, því að þar var rómverski herinn og háði stríð í eynni. Og hann fór þangað og vann mikil afreksverk. En er Sikiley var unnin, sneri hann aftur með sveit sína til keisar- ans, en hann gerði hann mangiabites. En eftir þetta gerðist það, að Delianos hóf uppreisn í Búlgaríu, og Araltes og sveit hans fór í herferð þangað með keisaranum og vann þar afrek gegn óvinunum, sem sómdu ætterni hans og hreysti. Keisarinn sneri heim, þegar hann hafði lagt Búlgar- íu undir sig. Eg barðist þá einnig fyrir keisarann, eins og mér var unnt. En þeg- ar vér komum til Mesinuborgar gerði keisarinn hann að spaþarokandidates að launum fyrir framgöngu hans. En eftir lát Michaels keisara og systursonar hans, sem var eftirmaður hans, vildi [Araltes] á dögum Monomakosar fá leyfi til að fara heim til lands síns, en honum var ekki leyft það, heldur varð brottförin honum þröng. Samt sem áður leyndist hann á brott og varð konungur í ríki sínu í stað bróður síns, Júlavosar. Og hann móðgaðist ekki af því, að hann var gerð- ur manglabites eða spaþarokandites, heldur hélt hann miklu fremur tryggð og vináttu við Rómveija, einnig meðan hann var konungur. í Morkinskinnu eru vísur um Harald sem skrásetjarinn og ritarar þeirra konungasagna sem siðar voru ritaðar (Fagurskinnu og Heimskringlu) töldu segja frá því „að sjálfan Grikkjakonung blindaði hann. Jafnvel mætti nefna til þess greifa einhvern eða hertoga, ef það þætti sannara en í öllum kvæðum Haralds segir þetta eina lund.“8 í þessum sögum er því sagt frá því að Haraldur slapp úr dýflissu í Miklagarði og blindaði Konstant- ín Mónómakos keisara. Það getur hins vegar ekki staðist því að sá keisari var aldrei blind- aður og lést 1055, löngu eftir að Haraldur var kominn til Noregs. Hins vegar voru for- veri hans, Mikael Kalafates, og Konstantín frændi hans blindaðir í kjölfar uppreisnar í Konstantínópel vorið 1042 og mætti ætla að Haraldur hafi verið sá er verkið vann, að skipun hinna nýju yfírvalda. Þessi sögn hefur svo blandast þeirri, sem hin gríska heimild staðfestir, að Haraldur átti erfitt með að fá brottfararleyfi frá Mónómakusi. En hér eru vísumar og má fátt annað af þeim ráða en að Haraldur hafi blindað keisarann. Fyrst vísa Þórarins Skeggjasonar: Náði grr enn glóðum, Gríklands, jfurr handa, stólþengill gekk stmgu steinblindr aðalmeini.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.