Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 22. jśnķ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ÞÝSKA Sinfóníuhljómsveitin í Berlín er að mati Vladimirs Ashkenazys ein sú besta sinnar tegundar í Þýskalandi.
TÓNLEIKAR Þýsku sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Berlín í
Laugardalshöll næstkomandi
laugardag eru tvímælalaust
einn af hápunktum Listahátíð-
ar í Reykjavík 1996. Hefur
hljómsveit þessi um langt ára-
bil verið í fremstu röð í heima-
landi sínu, en hún á hálfrar aldar afmæli í
ár, auk þess sem hróður hennar hefur borist
víða um heim. Eru tónleikamir, sem hefjast
kl. 16.00, haldnir til heiðurs forseta íslands
og verndara Listahátíðar, frú Vigdísi Finn-
bogadóttur.
Stjórnandi hljómsveitarinnar, Vladimir
Ashkenazy, er íslendingum að góðu kunnur,
en hann átti meðal annars drjúgan þátt í að
koma Listahátíð í Reykjavík á fót fyrir rösk-
um aldarfjorðungi. Segir hann íslandsferðina
leggjast vel í hljómsveitina, enda hafi einung-
is örfáir meðlimir hennar stungið við stafni
hér á norðurhjara veraldar. „Það eru allir
staðráðnir í að gera sitt besta og vonandi
eiga tónlistaráhugamenn eftir að fjölmenna
á tónleikana — og njóta þeirra."
Og Ashkenazy á sér aðra ósk. „Hljómsveit-
arinnar vegna vona ég að veðrið verði skikk-
anlegt, því þegar ég kom hingað með Kon-
unglegu fílharmóníuhljómsveitinni í London
um árið rigndi stöðugt allan tímann, þannig
að hljómsveitin gat ekki notið dvalarinnar
sem skyldi. Ég geri mér hins vegar grein
fyrir því að maður getur ekki pantað veður
— allra síst á íslandi."
Þýska sinfóníuhljómsveitin í Berlín (ÞSB)
var sett á laggirnar árið 1946. Naut hún fljótt
alþjóðlegrar viðurkenningar undir stjórn Fer-
enc Fricsay (1949-54 og 1959-63) og Lorin
Maazel (1964-75) og skipar nú veglegan
sess í tónlistarlífi Þýskalands, bæði sem út-
varpshljómsveit og við tónleikahald. Meðal
stjórnenda sem unnið hafa með hljómsveit-
inni eru Abbado, Ansermet, Dorati, Haitink,
Harnoncourt, von Karajan, Klemperer, Me-
hta, Ormandy, Ozawa, Solti, Szell, Wand og
Rattle.
Unnio til margra verölauna
Hljómsveitin er þekkt víða um heim fyrir
fjölbreytta efnisskrá og hefur hlotið mikið lof
fyrir að takast á við verk fremstu tónskálda
samtímans. Hefur hún unnið til fjölmargra
verðlauna, þeirra á meðal „Grand Prix du
Disque", sem hún hlaut fyrir upptökur sínar
á verkum Béla Bartóks. Þá hefur ÞSB einatt
hljóðritað mikið fyrir útvarp.
í september 1989 tók Vladimir Ashkenazy
við stjórn hljómsveitarinnar af Riccardo Cha-
illy sem gegnt hafði starfinu frá 1982. Helg-
ar hann að jafnaði 10-12 vikur ár hvert tón-
leikahaldi og hljóðritunum í Berlín, auk þess
sem hann hefur leitt ÞSB á fjölmörgum tón-
leikaferðalögum um Evrópu, Bandaríkin og
Asíu. Er hljómsveitin nýkomin úr ferð um
Rússland, Kóreu og Japan og er því „vel
undirbúin fyrir tónleikana á íslandi," eins og
Ashkenazy kemst að orði;
Hafa þessar ferðir aukið orðstír hljómsveit-
arinnar og nú standa fyrir dyrum ferðir til
ítalíu síðar á þessu ári og til Norðurland-
anna, Hollands, Englands, Bandaríkjanna,
og Suður-Ameríku á því næsta.
Ashkenazy segir tónleikaferðir sem þessar
TIMANNA
TÁKN
Þýslca sinfóníuhljómsveitin í Berlín kemur fram á
tónleikum í Laugardalshöll laugardaginn 29. júní í
tengslum vió Listahátíó í Reykjavík. Af því tilefni
heyrói ORRI PÁLL ORMARSSON hljóóió í stjórnanda
hennar, Vladimir Ashkenazy, sem jgfnframt er
heiðursforseti hátíðarinnar.
afar mikilvægar fyrir sinfóníuhljómsveitir í
tónlistarlegu tilliti. Þá sé það aukinheldur í
eðli mannsins að ferðast — honum þyki gam-
an að hitta fólk og kynnast framandi menn-
ingarheimum og náttúru.
Allar götur fram til ársins 1993 var ÞSB
þekkt sem Útvarpshljómsveitin í Berlín (RSO
Berlin). Ashkenazy þótti nafnið á hinn bóginn
ekki varpa nógu skýru ljósi á hið viðtæka
og mikilvæga hlutverk sem hljómsveitin
gegnir í sameinuðu Þýskalandi, þannig að
hann kostaði kapps um að fá stjórnvöld til
að gera grundvallarbreytingu á því. Frá sept-
ember 1993 er hún
því nefnd Deutsches
Symphonie-Orchest-
er Berlin.
Ashkenazy ber
ÞSB afar vel söguna
— hún hafi færum
hljóðfæraleikurum á
að skipa. „Þeir eru
samviskusamir og
taka stjirf sitt alvar-
lega. Á undanförn-
um árum hafa
margir prýðilegir
ungir hljóðfæraleik-
arar bæst í hópinn,
þannig að kraftur-
inn í hljómsveitinni
er mikill og ég er
ekki í nokkrum vafa
um að hún er ein sú
besta í Þýskalandi."
Alþióóleg
hljómsvcil
Líta má á ÞSB
sem     alþjóðlega
hljómsveit,  en  um
VLADIMIR Ashkenazy hefur í seinni tíð lagt
álíka mikla áherslu á tónsprotann og píanóið.
þriðjungur hljóðfæraleikaranna er af erlendu
bergi brotinn. Segir Ashkenazy samsetning-
una skemmtilega. „Þetta er tímanna tákn
og undirstrikar þá staðreynd að Þýskaland
hefur opnað dyr sínar fyrir útlendingum. Hjá
Þýsku sinfóníuhljómsveitinni í Berlín er eng-
um mismunað, allir eiga jafna möguleika —
svo framarlega sem þeir spila vel."
Hljómsveitin kemur hingað til lands með
„hefðbundna þýska efnisskrá", svo vitnað sé
í orð Ashkenazys, sem á þar við Þriðju sinfón-
íu Mendelsohns, betur þekkta sem Skosku
sinfóníuna og Þriðju sinfóniu Beethovens,
Eroica. Þriðja verkið
á tónleikunum er á
hinn bóginn ís-
lenskt, Columbine
fyrir flautu og
strengjasveit eftir
Þorkel Sigurbjörns-
son.
„Við erum með
mjög góðar aðal-
raddir innanborðs,
þar á meðal frábær-
an flautuleikara,
unga stúlku, sem
vildi óð og uppvæg
leika Columbine og
við hugsuðum með
okkur „hvers vegna
ekki"," segir Ash-
kenazy og bætir við
að ef sig misminni
ekki hafi hluti
verksins verið leik-
inn fyrir frú Vigdísi
Finnbogadóttur í til-
efni af sextugsaf-
mæli hennar. „Mér
skilst að hún hafi í
hyggju að koma á tónleikana, þannig að það
verður sennileg gaman fyrir hana að heyra
það á ný."
Ashkenazy hefur ekki miklar mætur á
Laugardalshöllinni sem tónleikastað enda
hafi hún verið byggð sem íþróttahús. „Við
eigum hins vegar ekki annarra kosta völ,"
segir listamaðurinn sem er mikill áhugamað-
ur um byggingu tónlistarhúss á íslandi. Dreg-
ur hann enga dul á vonbrigði sín með fram-
vindu mála í þeim efnum. „Það vekur furðu
mína að íslensk stjórnvöld skuli enn draga
lappirnar í þessu máli. Ný og vönduð tónlist-
arhús eru á hverju strái á hinum Norðurlönd-
unum, jafnvel á mun minni stöðum en Reykja-
vík, og ég trúi því ekki að ísland hafi úr
minna fé að spila en margar litlar borgir í
nágrannalöndunum. Það er óhugsandi. Vilj-
inn virðist einfaldlega ekki vera fyrir hendi,
sem er Iítilsvirðing við tónlistarlífið í landinu.
Fyrir siðmenntaða þjóð á borð við íslendinga
er þessi skortur á tónlistarhúsi því til hábor-
innar skammar."
Vladimir Ashkenazy hóf feril sinn sem
píanóleikari og hefur um langt árabil verið
eftirsóttur einleikari um heim allan^ einkum
í klassískri og rómantískri tónlist. A undan-
förnum tuttugu árum hefur hann snúið sér í
æ ríkari mæli að hljómsveitarstjórn og var
um tíma aðalstjórnandi Konunglegu fíl-
harmóníuhljómsveitarinnar í London. Ash-
kenazy er kvæntur íslenskri konu, Þórunni
Jóhannsdóttur píanóleikara, og hefur verið
íslenskur ríkisborgari í aldarfjórðung. Hann
bjó hér á landi um tíu ára skeið en er nú
búsettur í Sviss.
Erf itl starf
Eðli málsins samkvæmt hefur Ashkenazy
einatt í mörg horn að líta, en hann kveðst
deila tíma sínum jafnt á píanóið og tónsprot-
ann. Hinn þrettánda þessa mánaðar lagði
hann upp í tónleikaferð um Evrópu sem lýk-
ur undir næstu^ helgi — skömmu áður en
hann heldur til íslands. En skyldi þetta ekki
vera strembið starf?
„Jú, svo sannarlega," segir listamaðurinn
og hlær. „Það e'r nógu erfitt að vera atvinnu-
maður á einu sviði tónlistar, hvað þá tveim-
ur. Ég ann hins vegar tónlistinni."
Ashkenazy var einn helsti frumkvöðull
Listahátíðar í Reykjavík. Hann setti sterkan
svip á fyrstu hátíðina árið 1970 og hafa fáir
listamenn, ef nokkur, komið oftar fram und-
ir merkjum Listahátíðar. Ashkenazy er jafn-
framt heiðursforseti Listahátíðar í Reykjavík,
eini maðurinn sem slíkan titil hefur borið.
„Listahátíð í Reykjavík er mér kær og ég
er afar ánægður með það hvernig hún hefur
þróast í gegnum tíðina. Hún er orðin að stofn-
un og stendur nú styrkum fótum. Sjálfur hef
ég alltaf reynt eftir föngum að leggja hönd
á plóginn."
Þýska sinfóníuhljómsveitin í Berlín heldur
til síns heima strax að tónleikunum í Laugar-
dalshöll loknum, en Vladimir Ashkenazy
hyggst á hinn bóginn dveljast lengur hér á
landi. „Þetta eru lokatónleikar mínir á þessu
starfsári, þannig að ég er á leið í sumarfrí
og ég reyni alltaf að eyða í það minnsta hluta
þess hér á landi. Ég kann alltaf jafn vel við
mig á íslandi."
6  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR  22. JÚNÍ1996
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20