Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 8
Roberto Matta er eini eft- irlifandi meistari súrreal- istahópsins en hann er fæddur í Chile órió 1911. Þrótt fyrir hóan aldur er hann hins vegar síungur í list sinni og heldur ófram aó reyng ó þanþol henn- gr. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við Alain Sayag sem hefur valió verk ó sýningu sem Matta opnar ó Kjarvalsstöóum í dag. Sayag, sem er safnvöróur vió Pompidou-safnió í París, segir fró markmió- um listar Matta, súrrealis- manum, samvinnu Matta og Errós og verkunum ó sýningunni. LISTAMENN eru alltaf að glíma við sama vandamálið," segir Alain Say- ag sýningarstjóri, „að endurskapa heiminn. Maðurinn er mótaður af tímanum og rúminu sem hann lifir í en hann mótar þau einnig. Við skynjum heiminn á mismunandi hátt; ég sé hann ekki sömu augum og þú — eða flugan hérna í gluggakistunni. Skynjunin skapar. Þess vegna eru iistaverkin eins og litlir gluggar á landslaginu í kringum okkur, gluggar þar sem við fáum að líta nýja heima. Ut á þetta gengur listin, að færa okkur GLUGGAR UTINYJA H „SEGJA má að meginmarkmið Matta hafi verið að draga upp mynd af þessum nýja og tæknivædda heimi sem hann hefur alltaf haft óbeit á,“ segir Alain Sayag sem stýrir sýningu á verkum súrrealistans, Roberto Matta, sem er opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. nýja heima, heiminn í nýju ljósi; út á þetta geng- ur súrrealisminn og út á þetta gengur list Ro- bertos Matta.“ Myndir af nýjum heimi Roberto Matta er eini eftirlifandi meistari súrrealistahópsins. Verk hans eru til sýnis í öllum helstu listasöfnum heims, auk þess sem verk hans, myndir og textar hafa verið gefin út í Qölda bóka í gegnum tíðina. Matta fæddist í Chile árið 1911 en fluttist til Evrópu árið 1930 eftir að hafa stundað nám í arkitektúr. Hann komst fljótlega í kynni við myndlistarmanninn Magritte og fékk vinnu á teiknistofu Le Corbusier. Það er hins vegar ekki fyrr en árið 1937 að Matta byijar að mála. Myndir hans vekja strax at- hygli listamanna á borð við Dalí, Picassó og André Breton, forsprakka súrrealistahópsins sem Matta fær inngöngu í þetta sama ár. Matta dvaldi í Bandaríkjunum alla seinni heimsstyijöld- ina. Árið 1948 var hann rekinn úr súrrealista- hópnum og fluttist þá aftur til Evrópu þar sem hann tók virkan þátt í andófí gegn „mannskemm- andi iðnaðarsamfélagi samtímans“. „Segja má að meginmarkmið Matta hafi ver- ið að draga upp mynd af þessum nýja og tækniv- ædda heimi sem hann hefur alltaf haft óbeit á,“ segir Sayag. „Hann vill opna augu fólks fyrir þessum heimi, sýna hliðar á honum sem það vissi ekki að væru til. Og honum tókst það. I verkum hans birtist ný tilfinning fyrir heiminum, í þeim skynjar maður tímann og rúmið sem við lifum í á nýjan og nýjan hátt.“ Hrein sjálfvirkni Súrrealistar snerust gegn vitsmunalegu við- horfí til listsköpunar og leituðust við að tjá það sem dulvitundin hafði að geyma. í stefnuyfirlýs- ingu súrrealismans árið 1924 skilgreinir André Breton súrrealismann sem „hreina sjálfvirkni þar sem gerandinn tjáir, í orðum eða á annan hátt, virkni hugsunarinnar. Súrrealisminn er hugsanafiæði utan við skynsemi og dómgreind, utan við fagurfræðilega og móralska afskipta- semi“. Kannski var Matta rekinn úr hreyfing- unni vegna þess að hann fór að taka afstöðu til samfélagsmála í æ ríkari mæli eftir seinna stríð. Sífelld óeining virðist raunar hafa ríkt inn- an hópsins. Sayag segir það ekki mikilvægt hvers vegna Matta var rekinn úr hópnum. „Menn voru mis- lengi í honum og Matta aðeins í tíu ár. Það sem skiptir máli eru þau áhrif sem súrrealisminn hafði á myndlistina, sá nýi heimur sem hann leiddi okkur fyrir sjónir. Og eins og áður sagði er þetta enn þá markmið Matta. Hann er enn þá ungur þrátt fyrir háan aldur, hann er ungur eins og Iistamenn eru yfirleitt. Hann er sífellt að reyna á þanþol listarinnar. Þetta ætti ekki að fara fram hjá neinum sem sækir sýninguna hér á Kjarvalsstöðum." Samstarf vió Erró * Matta hefur löngum haft yndi af því að vera í sainbandi við yngri listamenn og þaðan sækir hann ef til vill kraft sinn. Á sjötta áratugnum kynntist hann Erró sem þá var nýkominn til Parísar. Þeir unnu saman nokkrar myndaraðir þar sem þeir skiptast á að teikna upp myndbygg- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.