Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LIA Frey-Rabine óperusöngkona.
Morgunblaðíð/Kristinn
NORRÆNIR GUÐIR
VORU MÍNAR HETJUR
Operusöngkonan Lia Frey-Rabine söng í Niflungg-
hringnum eftir Wggner á Listahátíó í Reykjavík sum-
arió 1994 og var gf mörgum talin stjarna þeirrar
sýningar. ÞÓRODDUR BJARNASON átti samtal vió
hana en í dag kl. 15.30 syngur hún á tónleikum
________styrktarfélags Islensku Operunnar_______
„ÉG ELSKA norðrið og veðrið hér er yndis-
legt," sagði óperusöngkonan Lia Frey-Rabine
við blaðamann Morgunblaðsins, þrátt fyrir að
úti væri súldarlegt og sólin víðs fjarri.
Fyrir nokkrum árum ætluðu hún og eigin-
maður hennar hingað í brúðkaupsferð en hættu
yið vegna veðurs. „Þegar hringt var í mig frá
íslandi fyrir tveimur árum og ég beðin að syngja
í Niflungahringnum hringdi ég í manninn minn
og sagði: Manstu eftir brúðkaupsferðinni sem
við ætluðum að fara í? Annað okkar er núna
á leiðinni í hana," sagði hún og brosti.
Hún ólst upp í norðuhluta Bandaríkjanna,
nánar tiltekið í Minnesota. „Ég hef verið heilluð
af öllu sem tengist norðrinu frá því að ég var
lítil stúlka. Faðir minn las fyrir mig goðafræði
þegar ég var mjög ung og norrænu guðirnir
voru mínar stærstu hetjur. Þaðan kemur í raun
áhugi minn á því að syngja verk Richards
Wagners," sagði Lia en hún hefur einkum sér-
hæft sig í óperum hans og Richards Strauss
og er eftirsóttur túlkandi í því fagi.
Hún fluttist til Þýskalands strax eftir að
hafa lokið háskólanámi í heimalandinu árið
1971 þá.rétt rúmlega tvítug. „Allir sögðu við
mig: Þú verður að fara til Þýskalands og þýsk-
ættaður prófessor minn við skólann, Hans
Busch, hvatti mig sérstaklega til þess. Atvinnu-
tækifærin eru langtum fleiri í Evrópu en í
Bandaríkjunum. Það kom líka á daginn því ég
fékk strax vinnu og kunni vel við mig."
Hún hefur á ferli sínum haldið tónleika og
komið fram í tugum óperuhúsa í mörgum Evr-
ópulöndum auk þess að hafa komið fram á
Wagnerhátíðinni í Bayreuth.
Götterdammerung awdveld
„Fyrstu kynni mín af tónlist Wagners voru
árið 1972, en fram til ársins 1983 söng ég
mikið af ítölskum óperum eftir Verdi, Puccini
og fleiri. 1983 var ég beðin að syngja hlutverk
Brynhildar í Niflungahringnum. Á þeim tíma
var ég viss um að ég vildi feta braut þungra
dramatískra hlutverka en vissi samt ekki hvort
ég væri nógu þroskuð til þess. Kunnáttumenn
hvöttu mig til þess og það sama gerði eiginmað-
ur minn, sem einnig er raddþjálfarinn minn.
Ég sló til og eftir á leið mér mjög vel, fannst
það auðvelt og fann að það var eitthvað sem
ég vildi gera meira af. í kjölfarið fylgdu svo
sönghlutverk í Valkyrjunum, öðrum hluta Nifl-
ungahringsins, Siegfried, þeim þriðja og Gött-
erdammerung, þeim fjórða, meðal annars.
Allir sögðu að Götterdammerung væri rosa-
lega erfið fyrir mína rödd en mér fannst hut-
verk mitt auðvelt og frábært að syngja það en
Siegfried aftur á móti, sem talin er auðveldari,
fannst mér frekar erfið. Þrátt fyrir að mér fari
best að syngja þessi hlutverk vildi ég fegin
syngja meira af ítölskum óperum en enginn
biður mig um það lengur."
Á tónleikunum í dag syngur hún tónlist eftir
Richard Wagner, Giuseppe Verdi, Béla Bartok
og útsetningar fiðluleikarans og íslandsvinarins
Adolfs Busch á negrasálmum. „Þetta eru undur-
fallegar útsetningar á sálmunum og mjög erfið-
ar fyrir píanóið."
Lia er ekki mikil á veili og síst dytti ókunn-
ugum í hug að hún syngi dramatísk valkyrju-
hlutverk í óperum. „Eg veld búningadömum,
oft miklum höfuðverk þegar ég kem kannski
inn í hlutverk á síðustu mínútu, enda búningarn-
ir fjestir staðlaðir fyrir annað vaxtarlag.
Ég er þeirri náttúru gædd að geta borðað
allt sem ég vil án þess að fitna, ég þarf frekar
að hugsa um að horast ekki niður, en síðan ég.
byrjaði að stunda vaxtarrækt og eróbikk þarf
ég ekki að hafa áhyggjur af því meira. Ég fer
a.m.k. ekki lengur undir 50 kg á vigtinni," seg-
ir Lia og hlær.
Hún segist vera hrifin af því að syngja verk
sem fáir þekkja á tónleikum og þegar blaðamað-
ur spyr hvort hún hafí sungið íslensk lög tekur
hún andköf af hrifningu og segist gjarnan vilja
læra íslensk lög enda þyki henni þau mjög fal-
leg. „Ég er vön að fara ótroðnar slóðir. Ég
syng lög eftir Bartok, sem fáir gera, auk þjóðla-
gaútsetninga Kodály meðal annars. Fólk er of
hrætt við að heyra eitthvað nýtt. Ef maður vill
kynnast menningu annarra þjóða eru fáar að-
ferðir betri en í gegnum tónlist hennar."
Hún er heiðursfélagi í Wagnerfélaginu í Frei-
burg og segist í raun vera guðmóðir Wagnerfé-
lagsins á Islandi því þegar hún kom hingað
síðast var hún undrandi að ekki væri til félag
hér og hvatti til stofnunar þess. Nú eru á ann-
að hundrað manns í félaginu sem er orðið aðili
að alþjóðlegum samtökum Wagnerfélaga.
ISLENSK MANNANOFN 1 1
ÞÓR: AF RÓT SEM
MERKIR ÞRUMA
EFTIRGISLAJONSSON
Þór var ekki notaó eitt sér sem skírnamqfn fyrr en
á 19. öld, en Þórsnafnió hefur sem forlióur vió
önnur nöfn getið af sér fjölda mannanafna.
XXII. Þór
ÞÓR ER þeirra framast, sá er
kallaður er Ásaþór eða Öku-
þór. Hann er sterkastur allra
goðanna og manna," segir
Snorri, og síðar í Eddu segir
hann að allir séu skyldir að
trúa því, að Þór sé sterkast-
ur, þótt hann biði hnekk í
höll Útgarða-Loka.
Nafnið Þór er talið af rót sem merkir
þruma, sbr. ensku thunder og þýsku Donn-
er; Þór var þrumuguð og þar með í upphafi
frjósemdarguð, því að hvelfiskúr fylgir
reiðarþrumunni. Ég áttaði mig fyrst á því
erlendis að fólk hefði lagt átrúnað við þrum-
una.
Lost eldingarinnar var svo táknað í hamr-
inum Mjölni, það er sá sem mölvar, malar
eða mylur hvaðeina, en demburnar, sem
fylgja ósköpunum, eru svo gróðurmagnað-
ar, að jafnvel pálmatré vaxa á grjóti.
Enda þótt Oðinn sé tíðast nefndur ása-
höfðingi, sjást merki þess að Þór var mátt-
ugastur í vitund fólks. Dagur hans, Þórsdag-
ur, nú fimmtudagur, samsvarar degi Júpít-
ers með Rómverjum, og á Þórsdegi hófst
ætíð alþing hið forna, og sumarið, gróðrart-
íðin, hófst og hefst á degi Þórs. Þjóðlegasti
tyllidagur okkar, sumardagurinn fyrsti, er
alltaf á fimmtudegi. Fyrrmeir gengu þá
húsfreyjur í peningshús og gaumgæfðu
búfé.
Helgi magri á að að hafa skipt átrúnaði
sínum milli Krists og Þórs, ekki Krists og
Óðins. í trúboðsfrásögnum er spurt hvor
væri máttugri Kristur eða Þór. Þess eru fá
dæmi að samsett mannanöfn hefjist á Óðin,
en harla mörg dæmin um að þau byrji á
Þór, hvort sem allt það er nú goðið Þór.
Mun ekki annar forliður algengari, hvorki
fyrr né síðar. E.H. Lind hefur fundið
miili 60 og 70 samsetningar af Þór
í vesturnorrænum mannanöfnum
fyrir 1500, og eru þá ótalin þau
sem breytt hafa upphafshljóðinu
í t, eins og Tumi og Tófa.
Sama verður uppi á ten
ingnum á síðari tímum. Árin
1921-1950 voru íslenskum
meyjum gefin 34 nöfn sem
hófust á Þór eða Þor, og
sveinum 37 slíkra nafna.
Sú meginregla hefur gilt
öldum  saman,  að  Þór
breytist  ekki  í  Þor,  ef
seinni hluti nafnsins hefst
á sérhljóði eða h, sbr. Þór-
ir og Þórhalla, en oftast
endranær, sbr. Þorvaldur
og Þorgerður.
Þór var ekki haft eitt
sér að skírnarnafni fyrr
en seint á 19. öld. Elsta
dæmi, sem ég veit um,
er Þór Vilhjálmsson lengi
bóndi á Bakka í Svarfað-
ardal, fæddur 1893.
Hann hét reyndar í höf-
uðið á konu sem nefndist
Þóra.
Árið 1910 voru alls
níu, allir fæddir annað-
hvort í Eyjafjarðarsýslu
eða Þingeyjarsýslu. En
svo tók nú heldur að
glæðast. Árin 1921-1950
fengu þetta nafn 725 sveinar, þar
af einnefni aðeins 79. í þjóðskrá 1982 eru
4111, í fjórða sæti, með 3,3%. Síðan hefur
nafnið verið enn í mikilli sókn og er langal-
gengasta annað nafn karla.
Nú skulum við í yfirlitsskyni líta á vinsæl-
ustu nöfn áranna 1982 og 1985, samanlagð-
ar tölur úr þessum skírnarárgöngumjnöfnin
talin í vinsældaröð. Meyjar: María, Ósk,
Kristín, Anna, Guðrún, Björk, Helga, Dögg,
Margrét og Sigríður. Sveinar: Þór, Örn,
Már, Jón, Ingi, Sigurður, Freyr, Guðmund-
ur, Gunnar og Einar. Sé þetta borið saman
við manntalið 1703, sést að festan er býsna
mikil. Af toppi tíu eru fimm sömu kvenna-
nöfn og þá og fjögur sömu karlanöfn.
Nú skal nefna fáein dæmi algengra sam-
setninga af Þór og geta fáeinna manna sem
þau nöfn báru fyrr og síðar: Þórður, Þuríð-
ur og Þórunn, þessi nöfn merkja öll þann
eða þá „sem er í vinfengi við Þór", Þórunn
til dæmis skylt unna=þykja vænt um. Þórð-
ur gellir Ólafsson var goðorðsmaður á 10.
öld, Þórður Sturluson höfðingi á Sturlunga-
öld og bróðursonur hans, Þórður kakali Sig-
hvatsson, kallaður einn glæsilegasti höfðingi
síns tíma; Þórður Eyjólfsson var hæstarétt-
ardómari á okkar tímum. Þuríður sundafyll-o:
ir seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi, að
hvert sund varð fullt af fiskum, og setti
síðar Kvíarmið á ísafjarðardjúpi, en Þuríður
Pálsdóttir söng sér og landi sínu frægð um
síðari daga. Þórunn hyrna Ketilsdóttir nam
Eyjafjörð með Helga Eyvindarsyni magra,
en Þórunn Elfa Magnúsdóttir er skáldsagna-
höfundur og Megasarmóðir á 20. öld. Á
söguöld töfraði Þorbjörg Kolbrún Glúms-
dóttir skáld og garpa, en Þorbjörg Sveins-
dóttir, föðursystir Einars skálds Benedikts-
sonar, var rómaður skðrungur á 19. öld. Á
20. öld sungu Islendingar um heiðbláa og
fríða fjólu við lag hins hófláta tónsmiðs,
Þórarins Jónssonar, og Menntaskólanum á
Akureyri stýrði um og eftir öldina miðja
Þórarinn Björnsson við alþjóðarorðstír.
Þóra  Herruðardóttir var  allra  kvenna *
glæsilegust í fornum bókum, og fyrir því
var hún kölluð Þóra borgarhjörtur, og
vá Ragnar loðbrók orminn sem lukti
um skemmu hennar. Þóra Melsteð
var merkilegur skólafrömuður á
19. öld, en Þóra Borg varð kunn
af leiklist sinni öldinni síðar.
Þorsteinn  var  afar  algengt
nafn til forna, og verður Þor-
steinn  Ingólfsson  Arnarsonar,
er stofnaði til þinghalds, forn
fulltrúi þess nafns; á okkar dög-
um kynntu sig vel og rækilega
Þorsteinn Briem ráðherra, Þor-
steinn Erlingsson skáld, Þor-
steinn Hannesson óperusöngv-
ari,  Þorsteinn  M.  Jónsson
skólastjóri og alþingismaður
og Þorsteinn Gíslason skáld,
og líklega fyrsti íslendingur
sem hefur haft atvinnu af
því sem nú er kallað fjölmiðl-
un.
Höfundur    er    fyrrverandi
menntaskólakennari.
ÁSA-ÞÓR ver sterkastur
alira goða. til hans má
rekja Þórsnaf niö, senri nú
er algengast sem annað
nafn karla.
1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR  21. SEPTEMBER 1996  13
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16