Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 7
Fortællinger (1957) (á íslensku, Síðustu sögur, 1958) sé táknsaga um samband þeirra, en sagan lýsir því hvernig óperu- söngkonan Pellegrina Leoni, sem missti röddina í eldsvoða, finnur hana aftur í barka ungs drengs og tekur hann að sér sem lærisvein. Hún á sér þann draum að í gegn- um drenginn liggi leið hennar til lífsins á ný; að rödd hennar muni hljóma endurfædd úr hálsi hans. Drengurinn, hins vegar, þolir ekki álagið og kröfurnar sem Pellegrina gerir til hans og afneitar henni. Thorkild Björnvig mun á námstefnunni fjalla um fyrri sögu Karenar Blixen um Pellegrinu Leoni, „Drömmerne“, sem birtist í Syv fantastiske Fortællinger (1935). Æóstiprestur eAa I órnarlamb? Charlotte Engberg er bókmenntafræð- ingur sem starfar við rannsóknir við Kaup- mannahafnarháskóla. Þann 10. apríl síðast- liðinn birti hún í Politiken grein sem bar yfirskriftina „Karen Blixen som kirke“ (sem kannski væri best að útleggja á íslensku sem „Karen Blixen-söfnuðurinn“) þar sem hún deilir hart á það sem hún kallar „kult- dýrkun" sem skapast hefur kringum skáld- konuna og verk hennar og á rót sína með- al annars að rekja til þessa hóps tiltekinna „ungu“ herramanna (sem reyndar eru ekki lengur mjög ungir). Tilefni greinarinnar er annars vegar útkoma heimildarmyndar Christian Braad Thomsen: „Karen Blixen Storyteller" í fyrrahaust og hins vegar bók sem kom út síðastliðið vor og inniheldur bréfaskipti Karenar Blixen og „lærisvein- anna“ (667 bréf til og frá Karen Blixen, skrifuð frá 1931, árinu sem hún flutti til baka til Danmerkur eftir áralanga búsetu í Afríku og fram til dánarársins 1962, ásamt skýringum og viðbótum ritstjórans, Frans Lasson). í kringum útkomu þessa tveggja verka blússaði Blixen-dýrkunin upp á nýjan leik, að sögn Engbergs, dýrkun þar sem Karen Blixen er bæði æðstiprestur og fórn- arlamb. Inn að beini og undir húð Útgáfuna á bréfunum segir Engberg vera misheppnaða vegna þess að í stað þess að birta vandað úrval bréfa og leyfa lesendum sjálfum að njóta þeirra og lesa milli lína, valdi Frans Lasson að birta öll bréf sem tiltæk voru og leiða síðan lesend- ur í gegnum þau öll með eigin athugasemd- um og útskýringum á því hvernig beri að skilja þau. Þetta er vandamálið við Blixen- dýrkunina í hnotskurn, að mati Charlotte Engberg: í fyrsta lagi er allt gefið út í stað þess að velja úr það sem skiptir máli því dýrkunin er mikil og mikið vill meira - og margir vilja skilja höfundinn í botn og inn að beini og sumir virðast helst vilja undir húðina á persónunni sjálfri: Allt er áhuga- vert og ekkert er persónulegt og prívat. í öðru lagi er skilningurinn er fyrir fram ákveðinn, óhagganlegur, einn og sannur; ekki bara í bréfunum umræddu, heldur einn- ig og ekki síður í sögum Blixen - og þar liggur mesta hættan, segir Charlotte Eng- berg. Karen Blixen lifði óvenjulegu og örlaga- ríku lífi og hafði sjálf gaman af að sveipa það dulúð og gefa ákveðnum atburðum úr lífi sínu táknlega merkingu. Þetta, ásamt kvikmyndinni um ævi hennar, sem gerð var eftir bókinni Jörð í Afríku, átti sinn þátt í að búa til mýtuna um Karen Blixen, sem virðist vera lífseigara við- fangsefni en sjálfur skáldskapur hennar. Af hveiju er slík persónudýrkun ekki sak- laust tómstundagaman aðdáenda? spyr Charlotte Engberg og gefur sjálf svarið: Af því að mýtan um Karen Blixen hefur brenglað skilning manna á skáldskap henn- ar, neglt hann niður á fyrirfram ákveðið túlkunarplan og gefið þeim sem „þekktu hana persónulega" frumburðarrétt á skiln- ingi og túlkun. í nokkurs konar bræðra- lagi er „hinum rétta skilningi" útdeilt meðal meðlima söfnuðarins og sá skilning- ur er réttlættur með tilvísun til persónu Karenar Blixen, æðstaprestsins sem kynd- ir textann. Texinn - höfundarverk Karen- ar Blixen - er túlkaður sem ákveðin lífsfí- lósófia; hann er skorinn niður við trog og sniðinn til eftir þörfum til að hægt sé að heimfæra hann upp á hennar eigið lífs- hlaup. Lestrinum er í raun og veru lokið áður en hann hefst, segir Charlotte Eng- berg: Hann byijar nefnilega - og endar - utan við textann sjálfan. Charotte Engberg flytur í Norræna hús- inu erindi um eina af smásögum Blixen úr Síðustu sögum, „Hið óskrifaða blað“, og ætlar hún að fjalla um ljóðrænu og upp- byggingu sögunnar. TengiliAur? Poul Berendt er prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla og hann vakti mikla athygli fyrir óvenjulega og ítarlega grein- ingu og túlkun á sögunni „Sorg-Agre“, (Sorgarakur) úr Vinter-Eventyr (1942) (Vetrarævintýri, á íslensku 1959), sem birt- ist í tímaritinu Kritik árið 1977. Hann mun einmitt flytja fyrirlestur í boði Háskóla ís- lands, mánudaginn 7. október, um þessa tilteknu sögu, greina hana í sögulegu ljósi og sýna fram á hvernig hægt er að lesa út úr henni umskipti frá lénsskipulagi til nú- tímans. „Sorgarakur" er ein af frægustu smásögum Karenar Blixen og hefur verið gerð eftir henni kvikmynd, sem verður sýnd í Norræna húsinu, í dag laugardag 5. okt. kl. 17. Á námstefnunni ætlar Poul Berendt hins vegar að fjalla um aðra sögu úr Vetrarævin- týrum, „Peter og Rosa“, og mun hann tala um örlagatrú Karenar Blixen út frá sög- unni. Kannski má því segja að Poul Berendt sé tengiliður milli hinna tveggja fræðimann- anna, Björnvig og Engberg, því hann gerir hér hvoru tveggja: að greina sögu út frá þeim texta sem hún samanstendur af, svo og að túlka aðra sögu með tilvísan til höfund- arins sjálfs. textann, en kunnuglegar setningar Eddu- kvæðanna leyna sér ekki. Það má lengi deila um hvemig best sé að skila Eddukvæðum á svið. Sú leið sem Sequentia fer er látlaus, áhrifamikil og firna falleg, engin minjagripasmíð, en hún reynir á þolrif áhorfandans, því sýningin er um tveir tímar. Af allri sýningunni geislar kunn- átta og fagmennska. Sá andi, sem tónlistin skapar er heilsteyptur og leiðir hugann aft- ur í tímann, án þess að reynt sé að fyrna efnið á óeðlilegan hátt. Það væri gaman að íslenskir listamenn gætu sótt sér inn- blástur í fornbókmenntirnar á sama glæsi- lega háttinn og erlendu listamennirnir í Sequentia hafa gert. IVATNADISARHOLL TONIJST Sígildir diskar TELEMANN G. Ph. Telemann: Ouverture í C-dúr (Vatna- tónlist); Konsertar í B-dúr, F-dúr og a-moll. Musica Antiqua Köln u. stj. Reinhards Goe- bels. Archiv 413 788-2. Upptaka: DDD, Ham- borg 1984. Lengd: 49:10. Verð: 1.590 kr. AFKASTAMESTA tónskáld allra tíma var Georg Philipp Telemann (1681-1767). Var hann í sinni tíð mun dáðari en Bach, og jafnvel Hándel, þótt hann ætti síðar eftir að standa í skuggja beggja. í kjölfar endurvakningar Vivaldis fyrr á þessari öld tóku aðrir hálfgleymdir barokkmeistarar þó einnig að lifna við á tónleikapöllum, og óhætt er að segja, að Telemann hafí notið góðs af fommúsíkbylgju síðustu áratuga á hljómplötuvettvangi. Mörg, ef ekki flest, tónverka Telemanns er erfitt að tímasetja, og getur tilurðartími þeirra leikið á áratugum, ekki síður en þegar beitt er C14-aðferðinni í fornleifa- fræði. Þannig er t.a.m. um konsertana þijá, er gætu hafa verið samdir hvenær sem er milli ca 1710 og 1740. En „Vatnasvítan" er undantekning. Svo óvenjulega vill til, að varðveizt hefur úr samtímafréttablaðinu Hamburgev Relations Courier lýsing af frumflutningi verksins 6. apríl 1723. Þá var mikið um dýrðir, því hafnarborgin mikla í mynni Saxelfar hélt þá upp á aldarafmæli siglingarmálastofnun- ar sinnar, er þá réð einnig yfir sjóher (Ham- borg var á þeim tíma nánast sjálfstætt lýð- veldi (Reichsstadt) innan þýzka keisaraveld- isins). Af því tilefni var Telemann, er skip- aður hafði verið kirkjutónlistarstjóri borgar- innar tveim árum áður, fenginn til að semja hljómsveitarverk. Að hætti tímans voru sóttar myndlíking- ar úr grísk-rómverskri goðafræði er leitt gætu hugann að hafinu, siglingum og glæstum kaup- og herskipaflota Hamborg- ar. Komu þar við sögu vatnadísir, sæguðir og drottnarar vinda, eins og „Hin vaknandi Þetis“, „Hinn ástfangni Neptúnus", „Spaugsami Trítónus", „Hinn stormandi Eólus“, „Gikkur: Flóð og fjara“ og „Kátu hásetarnir11, svo vitnað sé í skrautleg þátta- heiti verksins. Ekki var sökum að spyija. Vatnamúsíkin sló í gegn, og það svo rækilega, að Tele- mann endurflutti hana oftar en nokkurt annað verk sitt á langri starfsævi. í flutn- ingi snillinganna í Musica Antiqua er auð- velt að skilja hvers vegna. Tónlistin er, ekki síður en hinar þijár samskonar svítur Hándels tæpum áratug fyrr, sérlega heill- andi dæmi um barokkskemmtitónlist með hátíðarbrag; fersk, hugmyndarík og lipur- lega skrifuð. Hér fer ekki aðeins sjarmerandi tíma- hylki aftan úr öldum, heldur einnig hlust- væn tónlist með varanlegu slitlagi í góðri upptöku hinna þaulreyndu tæknimanna Archivs, fomtónlistardeildar Deutsche Grammophon. Eins er auðheyrt um Kon- sertana þrjá, að Telemann hafði þar einnig árangur sem erfiði, enda var kjörorð hans sem kompónista að skilja engan útundan: „Áhöfn hverri freisti jafnt að flíka; / fer það vel í hana, og ykkur líka.“ ÝMSIR HÖFUNDAR The Virtuoso Bassoon. Verk eftir Beethoven, Tansman, Boutry, Arnold, Blomdahl, von Koch og Morthenson. Knut Sonstevold, fagott; Lucia Negro og Eva Knardahl, pianó; Eva Nordwall, semball; Gunilla von Bahr, flauta. BIS-CD-122. Upptaka: ADD, Nacka, víþjóð 1976/78. Lengd: 71:00, Verð: 1.490 kr. SYRPUPLÖTUR tónverka fyrir tiltekið einleikshljóðfæri geta sem kunnugt er brugðið til beggja vona. Ekki er verkafram- boð hvers hljóðfæris alltaf jafn beysið, og smekkur einstakra hljóðfæraleikara misjafn eins og gengur. Þegar verst lætur, virðist einleikarinn stjórnast af hamslausri tækni- sýningarduld, sem höfðar í mesta lagi til harðsvíruðustu fylgismanna hljóðfærisins. Þessi nærri 20 ára gamli diskur kom skemmtilega á óvart. Vissulega lætur norski fagottleikarinn Knut Senstevold ljós sitt skína, enda frábær spilari, en jafnvel fyrir almennan hlustanda án sérstakrar ofurástar á fagottinu er verkefnavalið fjöl- breytt og kemmtilegt áheyrnar. Tímasviðið spannar tvær aldir, allt frá tríói hins 16 ára gamla Beethovens til Unisono fyrir fagott, „live“ rafhljóð og sembal frá 1975, eina verkið sem nútíma styrkjaúthlutunarnefnd gæti hugsaniega sætt sig við. Flest hitt er sannkallaður konfektkassi úr fjörugum og andríkum kammerstykkjum, sem að frátöldum Beethoven koma hressi- lega á óvart fyrir aðgengileika miðað við tilurðartíma (1952,1966,1972,1975). Jafn- vel framtíðarspámaður eftirstríðsára eins og Karl Birger Blomdahl, höfundur geimóper- unnar Aniöru, afhjúpar melódíska hlið í Lít- iili svítu fyrir fagott og píanó frá 1945. Spilamennska Sonstevolds er meirihátt- ar. Hvergi brotinn tónn; fer með jafnvel hröðustu tempí eins og að drekka vatn, og legatóið hvarvetna á rúmu þriggja áttunda tónsviðinu eins og bráðið smér. Meðleikar- arnir eru og meira en við hæfi, þó að flos- mjúkur píanóleikur Evu Knardahl beri óhjá- kvæmilega af. Ekki er heldur upptakan til vanza. Sjálf- ur karlinn á brúnni, Robert von Bahr BIS- stjóri, heldur um græjurnar, og þó að tækni- menn hafí tjáð manni, að hið þriggja alda gamla hljóðfæri með sérvitringslegu skap- gerðina sé ekki meðal mestu eftirlæta hljóð- nemans, skilar von Bahr samt einhveiju bezta hljóðriti af fagotti sem undirritaður man eftir að hafa barið eyrum. Ríkarður Ö. Pálsson I annad skipti á menningarárinu áttu Kaup- mannahafnarbúar pess njlega kost aö sjá íslensk- ar fombókmenntir færöar á sviö. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.