Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 9. nóvember 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						NY FORN-
MÁLS-
ORÐABÓK
EFTIR JON G. FRIÐJONSSON
A síóasta ári kom út í Danmörku ný fornmálsorða-
bók, Ordbog over det norrone prososprog. Þaó
er 1. bindi af 1 1 fyrirhuguóum og þetta verk, sem
unnió hefur verió aó í hálfa öld, kosta Danir einir.
Fyrir Norðurlandaþjóðirnar hefur það sameiginleg
söguleg, menningarleg, og málvísindaleg gildi.
Útgefandi er Arnanefnd í Kaupmannahöfn.
STARFSFÓLK orðabókarinnar. Fremri röð frá vinstri: Helle Degabol, Christopher Sand-
ers, Eva Rode, Sigríður J. Pétursdóttir, Anders Daggárd Kristiansen. Aftari röð frá vinstri:
Charlotte Hogme, Bent Chr. Jacobsen, Þorbjörg Helgadóttir, Simonette Battista og
Aðalsteinn Eyþórsson.
AVEGUM Árnanefnd-
ar í Kaupmannahöfn
hefur um langt skeið
verið unnið að nýrri
fornmálsorðabók
(ONP). Markmiðið er
að gera grein fyrir
orðaforða allra texta
í óbundnu máli frá því um 1150 og fram
til 1540 (íslenska) og 1370 (norska).
Síðari afmörkunin er tvenns konar. Mið-
að er við árið 1540 fyrir íslensku, því
að þá birtist á prenti fyrsta íslenska
bókin Nýja testamentið í þýðingu Odds
Gottskálkssonar. Viðmiðun við árið
1370 er valin fyrir norska texta því að
þá hafði norskan breyst svo mjög að
líta verður á íslensku og norsku sem tvö
aðskilin tungumál. Verkið tekur ekki til
bundins máls enda hafði Finnur Jónsson
nýlokið endurskoðun sinni á Lexicon
Poeticum sem nær yfir skáldamálið eins
og kunnugt er.
Sá efniviður sem liggur að baki verk-
inu er geysiumfangsmikill.  Hann  nær
m.a. til Islendingasagna, konungasagna,
fornaldarsagna, þýddra bókmennta, guð-
fræðirita, bréfa og óútgefínna handrita.
Allt þetta efni er nákvæmlega tíundað í
Lykilbókinni sem vikið verður að hér á eftir.
Verkið hófst árið 1939 og hefur því staðið
í 57 ár. Þessi langi tími stafar fyrst og fremst
af því hve umfangsmikið verkið er en einnig
ber þess að geta að það fór hægt af stað.
Þannig höfðu í upphafi aðeins tveir menn orð-
töku á hendi, tvær stundir á dag. Nú starfa
hins vegar fimm ritstjórar^ í fullu starfi við
verkið auk aðstoðarfólks. Árið 1989 kom út
Lykilbók sem hefur að geyma skrá yfir rit
og handrit sem orðtekin hafa verið og nú í
sumar kom út fyrsta bindi orðabókarinnar,
a-bam, en fyrirhugað er að bindin verði ellefu.
Eldri oriobækur
íslendingar hafa átt því láni að fagna að
eiga aðgang að tiltölulega góðum orðabókum
um forníslensku. Að öðrum ólöstuðum bera tvö
slík verk af öðrum: Orðabók Frítzners (1886-
1896) ogorðabók sú sem kölluð er Cleasby-Vig-
fússon (1874). Orðabók Fritzners kom út í
þremur bindum. Um er að ræða hefðbundna
orðabók þar sem uppsetning miðast fyrst og
fremst við merkingu. Meginkostur þessa verks
er hve umfangsmikið það er og hve notkunar-
dæmin eru mörg og fjölbreytt. Orðabók Cle-
asby-Vigfússon er smærri í sniðum, aðeins eitt
bindi, en hún hefur það fram yfir orðabók
Fritzners að skýringarnar eru oft betri og ýtar-
legri auk þess sem hún hefur að geyma dæmi
úr síðari alda máli sem oft varpa ljósi á eldri
dæmin. Bæði þessi verk eru ágæt svo langt
sem þau ná en síðan þau komu á prent hafa
fjölmörg fornrit verið gefín út, ýmist í fyrsta
sinni eða í nýjum og betri útgáfum.
Ordbög
oyer
det norrane prosásprög
ADictioöary of Oíd Norsc Prose
l:a-bám
FORSIÐA orðabókarinnar.
Þó ekki væri nema af þessari ástæðu er
Iöngu orðið tímabært að gefa út nýja fornmáls-
orðabók þar sem tekið yrði tillit til nýs efnis
og rannsókna sem unnar hafa verið síðan eldri
orðabækurnar voru gefnar út.
Lykilbókin
Árið 1989 kom út Lykilbók að fyrirhuguðu
orðabókarverki: Ordbog over det norrene
prosasprog. Registre. A Dictionary of Old
Norse Prose. Indices. Udgivet af Den arna-
magnæanske kommission. Kobenhavn 1989.
— Er lykilbókin kom út var Björn Hagström
aðalritstjóri en auðvitað lögðu margir hönd á
plóginn eins og gerð er grein fyrir í formála.
Lykilbókin er hvort tveggja í senn lykill að
þeim heimildum sem notaðar eru í sjálfu orða-
bókarverkinu og sjálfstætt rit sem gefur ein-
staka yfirsýn yfír það fræðasvið sem það nær
yfir. Meginkaflar Iykilbókarinnar eru fjórir. I
fyrsta lagi er þar að finna skrá í stafrófsröð
yfír skammstafanir heimilda (bls. 20-429). í
öðru lagi er þar að finna samsvarandi skrá
yfir handrit sem notuð hafa verið (bls.
432-497). í þriðja lagi er þar að fínna ræki-
lega ritaskrá og í fj'órða lagi er þar að finna
skammstafanaskrá. Allar þessar skrár eru
auðvitað mjög gagnlegar en mest er þó um
vert að heimildirnar eru nákvæmlega aldurs-
greindar, þ.e. aldur handrita. Þannig getur
notandi auðveldlega áttað sig á aldri notkunar-
dæmanna í sjálfum orðabókartextanum.
Við fyrstu sýn kann sumum að fínnast hinn
mikli fjöldi heimilda yfirþyrmandi en hér er
þó ekki allt sem sýnist. Skammstafanirnar eru
valdar með þeim hætti að þær eru býsna
gagnsæjar og venjast vel. Þannig stendur
„Nj" fyrir Njáls sögu og „Gr" fyrir Grettis
sögu. Síðan er aukið við skammstafanirnar
til að gera nákvæma grein fyrir heimildinni.
Td. vísar NjK til sérstaks Njáluhandrits
(Kálfalækjarbðkar) frá því um 1350 sem not-
að er á blaðsíðum 31-35 í útgáfu Einars Ól-
afs Sveinssonar (íslenzk fornrit 12). Fróð-
leiksfús lesandi getur "þannig aflað sér ná-
kvæmra upplýsinga um aldur sérhvers dæmis
í orðabókinni en auðvitað nægir sumum að
vita hvaðan dæmin eru.
Lykilbókin er ómissandi hjálpargagn við
notkun orðabókarinnar og jafnframt öflugt
hjálpartæki öllum þeim sem leggja stund á
íslensk fræði. Óhætt mun að fullyrða að lykil-
bókin eigi fáan sinn líka. Hér hefur því tekist
mjög vel til.
Ordabók Árnanef ndar
— fyrsta bindi
Með vísun til þess sem að framan sagði
hlýtur það að sæta miklum tíðindum og vera
mikið fagnaðarefni að nú í sumar kom út
fyrsta bindi fornmálsorðabókar Árnanefndar
en fyrirhugað er að bindin verði alls ellefu.
Fyrsta bindinu fylgir hefti sem hefur m.á.
að geyma leiðbeiningar um notkun. Þar er
að finna útskýringar á uppsetningu greinanna
og notkun ýmissa tákna, t.d. sviga (), horn-
klofa [], leturbreytinga og málfræðiendinga,
en öll þessi atriði eru notuð með kerfisbundn-
um hætti.
Uppsetning verksins er með hefðbundnum
hætti. Fremst í hverri grein (flettu) er svo
kallaður haus. Þar er uppflettimyndin oftast
feitletruð og henni fylgja ýmiss konar mál-
fræðilegar upplýsingar. Sem dæmi má nefna
að kyn nafnorða er tilgreint og svokölluð
kenniföll (nf.et.; ef.et.; nf.flt.). Með svipuðum
hætti er beyging sagna tiígreind. Nokkur
uppflettiorðanna eru tilgreind með venjulegu
letri, t.d. erlend orð sem ætla má að hafí aldr-
ei verið hluti af virkum orðaforða eða orð-
myndir sem finna má í handritum en ætla
má að rekja megi til rangrar ritunar eða mis-
skilnings. Á eftir hausnum fylgir dæmabálkur
og þar er dæmunum skipt eftir merkingu eft-
ir því sem við á. Öll eru dæmin sýnd stafrétt
úr þeim heimildum sem tilgreindar eru aftan
við dæmin. Mikilvægt er að hafa í huga að
sú beygingarlýsing sem fram kemur í hausn-
um byggist á tiltækum dæmum. Sem dæmi
má nefna að við uppflettiorðið afmá er til-
greind tvenns konar nútíð, þ.e. afmárog afmá-
ir, enda koma þessar myndir fram í þeim
dæmum sem tilgreind eru.
í mörgum tilvikum eru dæmi um einstök
orð auðvitað fjölmörg. Til að auðvelda notanda
leit að tilteknu atriði er fyrst og fremst farin
sú Ieið að flokka þau dæmi saman sem eiga
samleið merkingarlega. Fyrst er dæmunum
skipt á grundvelli málfræði og setningafræði
og er skiptingin auðkennd með rómverskum
stöfum (I, II, III ...) og hásteflingum (A, B,
C). Ólíkár merkingar eru síðan auðkenndar
með tölustöfum (1, 2, 3 ...) þannig að grunn-
merking er tilgreind fyrst og bein merking á
undan yfirfærðri eða óbeinni. Sem dæmi má
nefna að uppflettiorðinu ala er skipt í liðina
A-F sem hverjum um sig er síðan skipt í
merkingarliði eftir þörfum, t.d. skiptast dæm-
in undir A aftur í sjö merkingarliði. Segja
má að með þessum hætti sé efniviðurinn nán-
ar unninn í hinu nýja verki en eldri orðabókum.
Það má telja nýmæli að föst orðasambönd
og orðatiltæki eru feitletruð í einstökum flett-
um og er það mjög til bóta. Það rýfur textann
og dregur jafnframt fram ýmis þau atriði sem
eru mjög áberandi í íslensku. Sem dæmi má
nefna orðið afarkostr. Undir fyrra merkingarl-
iðnum eru tilgreind 12 dæmi en tvö sambönd
eru feitletruð, þ.e. heita [e-m] afarkostum og
sæta afarkostum. Þessi framsetning er sér-
staklega hagkvæm þegar í hlut eiga algeng
orð. Sem dæmi má nefna að undir fyrstu
merkingu orðsins ár eru tilgreind tæplega 30
notkunardæmi og þar af eru 6 feitletruð: ár
af ári; aí ári; ár aí ári; ár eptir ár; ár frá ári
og koma til ára sinna.
Það er einnig nýjung að í ONP er oft vísað
til uppflettirita eða greina þar sem fjallað er
um einstók orð. Slíkar vísanir er að finna aft-
ast í flettunum, merktar GIoss. og Litt. og
er mikið hagræði að þeim fyrir þá sem vilja
afla sér frekari upplýsinga.
Þau dæmi sem tilgreind eru mynda kjarna
bókarinnar. Á þeim byggist beygingarlýsingin
(í hausnum) og skipting dæmanna eftir notk-
un og merkingu. Notkunardæmin eiga því að
staðfesta þá lýsingu og greiningu sem fram
er sett í verkinu. Merkingarlýsing er í flestum
tilvikum tilgreind á dönsku og ensku en auðvit-
að er það þó svo að dæmin sjálf tala sínu
máli, sbr. t.d. argafas (dálkur 554).
Ef nýja fornmálsorðabókin (ONP) er borin
saman við eldri orðabækur kemur fram um-
talsverður munur. í fyrsta lagi eru öll dæmi
í ONP stafrétt eins og þau birtast í handritum
og vönduðustu textaútgáfum. í öðru lagi er
efniviður ONP miklu umfangsmeiri en í eldri
orðabókum, m.a. er gerð grein fyrir fjólmörg-
um orðum, orðmyndum og merkingum sem
ekki er annars staðar að finna. Giska má á
að um 40% í ONP sé nýtt efní, þ.e. ekki hef-
ur verið fjallað um það áður. í þriðja lagi virð-
ast mér greinarnar í ONP yfírleitt betur eða
nánar unnar en í eldri orðabókum. Þá á ég
við að greining í ólíkar merkingar er nákvæm-
ari, notkun leturbreytinga kerfisbundin og
lesbrigði tíunduð. — Allt þetta veldur því að
ONP er notendavæn ef svo má að orði kom-
ast, þ.e. auðvelt er fyrir lesanda að átta sig
á efnisskipan og finna þau atriði sem hann
leitar að. Skýrt skal tekið fram að þetta er
ekki sagt eldri orðabókum til hnjóðs. Þær eru
að mörgu Ieyti ágætar enda nýtur ONP góðs
4    tESBÓK  MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR    9.  NÓVEMBER   1996
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20