Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						4

Komin er út bókin ísland - framandi land, eftir

SUMARLIÐA ÍSLEIFSSON sagnfræóing. Hún fjgHar

í máli og myndum um þær hugmyndir sem erlendir

höfundor og ferðamenn gerðu sér um ísland og

Isiendingg. Þar eru ævintýralegar lýsingar á hinni

ógnvænlegu náttúru, en landsmönnum oftast lýst

sem frumstæóu fólki sem lifir á allskonar óæti.

________Mál og menning gefur bókina út.________

STJÖRNUFRÆÐINGURINN

þekkti, Jóhannes Kepler, getur

um ísland í ritgerð sem hann

kallaði „Somnium sive astr-

onomia lunaris" (Draumur

eða stjörnufræði tungslinSj

upprunalega samið 1609). I

frásögninni greinir Kepler frá

íslendingnum Duracot; móðir hans var gald-

rakona sem seldi sjómönnum smápoka með

soðnum jurtum og galdrastöfum til þess að

stjórna vindum. Geta má þess að- móðir

Keplers sjálfs var talin göldrótt og gat hann

með naumindum bjargað lífi hennar frá

brennumönnum á fyrri hluta 17. aldar. Ekki

mátti Duracot skyggnast í poka móður

sinnar og sendi hún hann úr landi eftir að

hann hafði eitt sinn fallið í þá freistni. Lá

leið hans meðal annars til stjörnufræðingsins

Tychos Brahe á eynni Hven í Eyrarsundi

og dvaldi hann þar um hríð. Eftir nokkurra

ára dvöl sneri söguhetjan heim til móður

sinnar. Kvað hún anda einn sér nákunnugan

og skyldu þau fara í ferðalag. Hófust þau

nú á loft og fóru meðal annars til tunglsins

og greindi höfundur frá margvíslegum fróð-

leik úr þeirri för, eins og stjörnufræðings

var von og vísa.

í athugasemdum við þessa frásögn segir

Kepler meðal annars að það orð fari af nor-

rænum þjóðum að þær hafi góð tök á göld-

rum og finnst honum trúlegt að á íslandi

væri mikið af öndum, enda gott skjól í nætur-

myrkvum norðursins. Kepler átti greiða leið

að margvíslegu lesefni um ísland. Til dæmis

tók norðurþýskur kunningi hans, David

Fabrieius að nafni, saman rit um landið. Þá

voru Kepler og Tycho Brahe samstarfsmenn

um hríðj en Brahe hefur verið margt kunn-

ugt frá íslandi, hann hafði íslenska nemend-

ur og stóð í bréfaskiptum við ýmsa Islend-

inga.

Somnium seu Opus Posthumum, ix-xi. —

Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga Is-

lands IV, 248-249.

Saeskrímsli i íslandshaf i

Þá er og í íslandshafi enn ein nafnlaus

ófreskja. Við fyrstu sýn virðist hún einna

áþekkust hvölum. En er hún rekur höfuðið

upp úr sjónum verða menn lostnir slíkri skelf-

ingu, að þeir hníga niður sem dauðir. í fer-

hyrndum hausnum eru glóandi augu, en stór

horn á báðar hliðar. Skrokkurinn er kolsvart-

ur og alsettur göddum. Sjáist ófreskja þessi

um nætur brennur svo ferlegur eldur úr

augum hennar, að hann lýsir upp allt höfuð-

ið og það, er upp úr stendur. Geta menn

hvorki málað eða gert sér í hugarlund neitt,

er sé jafn ógurlegt. Olaus Magnus minnist

á þessa ófreskju í tuttugustu bók sinni og

segir hana tólf álnir á lengd. Ekki er langt

síðan ófreskja þessi reif fiskibát sundur í

tætlur með tönnunum. Þrír menn voru á

bátnum og drukknuðu tveir þeirra, en einn

komst af. Hafði hann færishönk í hendi, sem

hann var vanur að nota við veiðarnar, og

náði tökum á borði, er flaut á sjónum. Bjarg-

aðist hann þannig frá drukknun, komst upp

á byrðingsbrakið og svamlaði áleiðis til lands.

Blefken, „Islandia". Haraldur Sigurðsson

þýddi 1946, 48.

Kaþólskur biskup frá Svíþjóð, Olaus

Magnus að nafni (1488-1558), gaf út ritið

Historia de Gentibus Septentrionalibus (Saga

norrænna þjóða) í Róm árið 1555. Hðfundur

ritsins bjó þá í útlegð á ítalíu, enda hafði

orðið siðbreyting í föðurlandi hans og hann

átti ekki afturkvæmt. Áður hafði hann gefið

út kort af Norður-Evrópu, marina, árið 1539;

á þeim hluta sem sýnir ísland er fjöldi mynd-

skreytinga sem eiga að sýna náttúrufyrir-

bæri, mannlíf og atvinnuhætti í landinu.

Samhliða kortinu var gefið út skýringarkver

á ítölsku, Opera breve (einnig á þýsku, Ain

kurze Auslegung, að mestu samhljóða).

Markmið Olausar með hinu mikla og ein-

stæða ritverki munu hafa verið margvísleg.

í samræmi við rannsóknar- og upplýsingar-

anda samtíðar sinnar hefur hann viljað leggja

fram sinn skerf til aukinnar þekkingar hjá

samtíð sinni. Sem Norðurlandabúi, Svíi, hef-

ur hann sérstaklega viljað upplýsa um hin

nyrstu svæði Evrópu, þar sem hann sjálfur

hafði embætti erkibiskups þó að hann fengi

aldrei að verma það sæti. Vafalaust hefur

hann orðið var við mikla vanþekkingu á

heimaslóðum sínum og heyrt frásagnir um

að þar byggju eingöngu menntunarsnauðir

villimenn og heiðingjar. Markmið hans hefur

Iíka veríð pólítískt. Olausi var í mun að

Norður-Evrópa yrði heimt úr höndum villu-

trúarmanna. Verk hans var meðal annars

ritað í því skyni að upplýsa samtíðina um

hversu mikill missir það hefði verið fyrir

hina kaþólsku kirkju að tapa þessu land-

svæði úr höndum sér.13 Historia Olausar átti

eftir að hafa mikil áhrif. Öldum saman var

litið á hana sem eitt helsta undirstöðurit um

sögu norrænna þjóða og mikið til þess vitn-

að. Birtist umfjöllun hans oft lítið breytt í

öðrum verkum, auk þess sem bókin kom út

í fjölmörgum útgáfum; árið 1669 voru komn-

ar út að minnsta kosti 22 útgáfur á sex

tungumálum.14

Olaus heldur því fram að ísland sé Thule

sem víða hafi verið fjallað um til forna. Land-

ið sé fjöllótt og þar geti blásið svo miklir

vindar og snarpir að þeir felli auðveldlega

til jarðar fulltygjaða riddara. í landinu er

mjög kalt að sögn Olausar og ísar við strend-

ur landsins í átta mánuði; þaðan heyrist væl

og óp þegar ísinn rekst á land og segir hann

að álitið sé að syndugar sálir séu líka píndar

í kulda, líkt og þær séu kvaldar í eldi. Olaus

telur fjöllin í landinu einstæð; hið efra séu

þau þakin eilífum snjóumen brennisteinninn

logi án afláts við fjallsræturnar og hið innra

séu brennisteinsæðar sem auðveldlega kvikni

í. Segir Olaus lífshættulegt að nálgast þessi

fjöll vegna öskuregns og þaðan geti flogið

stórir steinar, líkt og byssukúlur. Þrjú eld-

fjöll nefnir höfundur (í Opera breve), —

Heklu, Helgu og Krossfjall. Eitt þeirra segir

Olaus vera hamar eða skaga sem logi án

afláts eins og Etna og á hann þar trúlega

við Heklu; þar við sé botnlaus gjá og þar

telji menn vera hreinsunareld og hegningar-

stað fordæmdra. Segir Olaus að þarna birt-

ist oft nýlega drukknað fólk vinum sínum

og virðist það svo ljóslifandi að vinirnir heilsi

þeim með handabandi og — bjóði þeim heim.

Hinir drukknuðu segi þá með andvarpi þungu

að þeir verði að fara til Heklu og hverfi strax

að því loknu; heldur Olaus því fram að illir

andar geti jafnvel falið sig í skugganum af

vofum hinna sjódrukknuðu. Þá segir hann

ennfremur að hinir innfæddu geti séð fyrir

viðburði í fjarlægum heimshlutum og jafnvel

sagt fyrir um örlög þjóðhöfðingja. Ekki var

nóg með að fjöllin væru furðuleg. í Opera

breve kemur fram að í landinu séu uppsprett-

ur búnar sérkennilegum eiginleikum; er ein

afar heit, önnur óskaplega köld, í hinni þriðju

er sætt vatn sem á að vera gott til drykkj-

ar, andstætt fjórðu uppsprettunni sem sögð

er eitruð.

Um íbúa landsins segir Olaus að þeir séu

hófsemdarmenn og vel kristnir. Hafi þeir

sitt eigið letur, riti bækur um afrek sín og

HÚS íslendinga úr fiskibeinum. Úr riti Dithmar Blefkens frá 1607. Segir Blefken íslendinga sýn;

séu einnig notuð í húsgögn og fægð svo þau líkist fíla

REFIR síga i bjarg tif þess að ná sér í egg

á korti Orteliusar. Niður komast þeir að

sögn með því að bíta hver í annars skott.

				

	^gg			

s.				

	"'mí-		i  tiiP	^R

			.*5*%j	¦¦æKS

		¦K	Wvk	

k ,	mM ;j		SurfH"- jCvttk	

		jjþi.	I J	?

		\	\ jfr	

QKOENL

"ÁVH-ij'**


HÆTTUFÖR í Heklugíg árið 1868. Margir

reyndu að gera mikið úr þeim hættum sem

víða væru á íslandi. Jafnvel leiðin niður í   ÍSLANDSKORT úr bók A.M.Mallets frá 1664. Myn

Almannagjá var sögð stórhrikaleg.       og verður því spegilmynd. Efdgos er í Heklu, kat

HINIR SYNDUGU K\

10  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR  30. NÓVEMBER 1996

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20