Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 3
LESBðK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 50. tölublað - 71. árgangur EFNI Að ætla sér hið ómögulega. Gunnar Stefánsson skrifar um Gunnar Gunnarsson skáld. Reykjavíkurmyndir Haralds Erikson. Eftir Gísla Sigurðsson. Frá Sórey til Síðu. Saga gömlu altaristöflunnar í Prestbakka- kirkju. Eftir Sigurjón Einarsson. Ég þagði en hjartað brann. Um Jóhannes L. L. Jóhann- esson. Eftir Gils Guðmundsson. Ave María. Siglaugur Brynleifsson skrifar í tilefni bókar um Maríu guðsmóður. Alexanderplatz. Smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson. Skrafað og þingað með skáldum. Grein eftir Thor Vilhjálmsson. Þingeyrakirkja. Grein og myndir. Eftir Björn Hróarsson. Villiöndin í uppfærslu Þjóðleikhússins. Verðlaunamyndagáta, verðlaunakrossgáta og margt fleira. ÞORSTEINN ERLINGSSON JÓLAVÍSA Til Helga PjeturssonOr 1902 / æsku var mart á annan hátt, og allir á nýju kjólunum; í musterum álfa og manna kátt og messað á öllum stólunum. Þó nú sje af einglum orðið fátt og álfamir burt úr hólunum, þá gleður það enn að gefa smátt að gamni sínu á Jólunum. JÓL - brot - Nei, jeg vil lifa litlu Jólin mín við Ijósið það, sem skín úr bamsins augum. Mjer finst þar inn svo frítt og bjart að sjá, að friðarboðið gæti þángað ratað, og enn þar minni heit og þögul þrá á þúsund ára bróðurríki glatað. Þar vefst úr geislum vonarbjarmi skær sem veslings kalda jörðin eigi’ að hlýna; jeg sje þar eins og sumar færast nær, jeg sje þar friðarkonúngs stjörnu skína. Þorsteinn Erlingsson, 1858-1914, var frá Hliðarendakoti í Fljótshlíá og varð á sinni tíð eitt af vinsælustu skáldum þjóðarinnar. Hann var mótaður af róman- tísku stefnunnií bókmenntum, en að lífsskoðun var hann jafnaðarmaður og deildi óvægilega á auðvald, félagslegan ójöfnuð og trúarofsteeki. Forsíðumyndin er úr Þingeyrakirkju. Ljósm.:Björn Hróarsson. ÞVERSTÆÐUR Á JÓLUM RABB ÍMARNIR breytast og menn- irnir með og hvaðeina sem við tökum okkur fyrir hendur frá ári til árs tekur einnig breytingum. Jólin þar á með- al eins og allt annað. Uppá síðkastið hafa þau þróast á þann veg að ekki fellur það öllum í geð. Áherzlan á hverskonar sölu- mennsku er orðin svo yfirþyrmandi löngu fyrir jól, að mörgum finnst áreiðanlega léttir þegar þessu linnir. Úr því kominn er nóvember taka að flæða innúr dyrunum hjá okkur litprentaðir bæklingar og hvers- kyns auglýsingar fyrir utan allt það sem birtist í dagblöðunum. Á kvöldin er hringt og boðnar bækur eða tónlist á hljómdisk- um. Ég hef samúð með fólkinu sem tekur að sér slíka sölumennsku til þess að afla sér tekna; þetta er áreiðanlega ekki skemmtilegt verk og oft fær þetta fólk skammir eða skellt er á það símanum. Eins og við mátti búast hefur það ekki stoðað þótt biskupinn beindi þeim orðum til landsmanna í fyrrra að gæta hófs í því að teygja jólaauglýsingar ogjólalögjafn- vel fram í nóvember. Tilhneigingin er sú að með hveiju árinu færist þetta framar; bráðum verður allur nóvember undirlagð- ur. Kosturinn við þetta er sá, að það kann að lífga uppá skammdegið sem mörgum þykir ákaflega þrúgandi. Gallinn er hins- vegar sá, að jólin missa með einhverjum hætti marks. Þegar loksins kemur að þeim, er lítið hægt að gera sérstaklega til hátíða- brigða annað en að opna jólapakkana. Hér í þéttbýlinu eru að minnsta kosti sífellt fleiri og fleiri búnir að borða íburðarmikinn jólamat í veitingahúsunum; svo fjölbreytt- an og gómsætan að kannski fellur jólamat- urinn heima í skuggann. Einhverntíma um miðjan nóvember glumdu jólalög og jafnvel jólasálmar í hátölurum Kringlunnar og ég spurði af- greiðslustúlkur í Búnaðarbankanum, hvort þetta væri ekki dásamlegt. En þær hristu bara mæðulega sín fögru höfuð ogvar greinilega ekkert um þetta gefið. Á að- ventukvöldi í Vídalínskirkju í Garðabæ átti að fara að syngja Heims um ból, en sóknarpresturinn, séra Bragi Friðriksson, stöðvaði þann söng áður en hann hófst og bað um að annað yrði sungið; það væri venja í hans kirkju að Heims um ból væri ekki sungið fyrr en á jólum. Mér fannst þetta mynduglega og vel gert hjá séra Braga. Jólin eru orðin að þverstæðu hjá okkur og ugglaust flestum vestrænum, kristnum þjóðum, vegna þess að kjarni þeirra er einfaldleiki. Sjálfur innsti kjarni þeirra er fæðing barns við svo fátæklegar aðstæður að barnið varð að leggja í jötu. Mikil ró- semi fylgir þessari helgimynd; nánast al- ger þögn. Við sjáum fyrir okkur sindrandi stjörnur yfir fjárhúsinu ájólanótt, en umfram allt ríkir kyrrð. Hvernig í veröld- inni stendur á því, að við minnumst þessa atburðar með sem allra mestum gaura- gangi og látum? Jafnvel umferðin í höfuð- staðnum verður stórhættuleg því allir eru að flýta sér og það vill verða lítið um kristilega þolinmæði um umburðarlyndi þegar svo stendur á. Samt finnst okkur ágætt að rifja upp sögur af jólahaldi í tíð langafa og langömmu, sem gátu næsta lítið gert á nútíma mælikvarða til hátíðabrigða. Að vísu stendur gott hangikjöt alltaf fyrir sínu, en að öðru leyti er hætt við því að okkur þætti jólamaturinn þeirra hvorki mjög fjölbreyttur né girnilegur. Mörg ís- lenzk skáld hafa vikið að fábreyttu en góðu jólahaldi í sínum föðurhúsum. Um jólin á bernskuheimili sínu vestur á Pat- reksfirði hefur Jón úr Vör ort svo: Jól, kertaljós í bláum fjarska, bak við ár, æskuminning um fegurð. Stígéghreinn upp úrbala á eldhúsgólfinu, signdur afþreyttri móður, færður í nýja skyitu. Jól, fagnaðaitár fátæks barns- í alkunnu kvæði sínu um jólin 1891, slær Matthías Jochumsson á svipaðan streng: Keitin brunnu bjartílágum snúð/ bræður íjórir áttu ljósin prúð. Jafnvel nokkur kerti voru nóg til þess að endurminningin um jólin varð dýrleg. Kerti og spil voru fyrr á árum hefðbundin jólagjöf á efnalitlum heimilum. Er það ekki eftirtektarvert núna, að öll þessi birta frá þúsundum ljósapera í öllum regnbog- ans litum, verður að öllum líkindum ekki til þess að skáldin setjist niður og yrki um jólin 1996. Allt skrautið og gauragangur- inn virðist ekki verða yrkisefni á sama hátt og kyrrð og fábreytni jólanna voru áður. Nú eru skáldin ef til vill að hugsa um hvernig bækurnar standa sig í jóla- bókaflóðinu og eitt ungt skáld hefur brugð- izt við sviptingunum á markaðnum með því að yrkja Bónusljóð, sem fást við kass- ann fyrir lítið. Ekki er við okkur ein að sakast um að jólin hafa orðið að þverstæðu við atburðinn sem er tilefni þeirra. Sú þverstæða ríkir víða. Jafnvel seint á miðöldum má sjá, að myndlistarmenn sem voru þá oft í vinnu hjá kirkjunni við að mála fæðingaratburð- inn meðal annars, eru farnir að mála fög- ur húsakynni og jafnvel hallir á Betlehem- svöllum. Stundum eru María og Jesúbarn- ið sett inn í ríkmannlegt, evrópískt um- hverfi, og kirkjan virðist hafa samþykkt það þannig. Þótt Betlehem sé ekki stór bær, hefur umhverfi fæðingar Jesúbarnsins verið eyðilagt og að koma þangað og sjá staðinn með eigin augum urðu mér einungis von- brigði. Þar sem menn telja að fjárhúsið á Betlehemsvöllum hafi staðið fyrir tæpum 2000 árum, hefur verið byggð risastór steinkirkja. Ekki getur hún talizt fögur og verður að ganga inn um lágar dyr. Ástæðan er sú, að óvinir kristninnar áttu það til að koma ríðandi inn með alvæpni; þetta er blóði drifinn staður að fomu og nýju. í Fæðingarkirkjunni eru steingólfin slitin undan fótum pílagríma sem sífellt streyma þangað. Skrautið í kirkjunni og umhverfis staðinn þar sem menn telja að jatan hafi verið, er reyndar verk fyrri alda. Eins og margt annað sem tengist fæðingu Jesúbarnsins, er það í engu samræmi við þann atburð, eftir því sem guðspjöllin lýsa honum. Gleðileg jól GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.