Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						-4-
TVISTIGANDI
MILLISTEINALRAR
OG BORGARLIFS
EFTIRSOLVEIGU EINARSDOTTUR
Frumbyggjar Ástralíu getg reikaó um í náttúrunni
svo mánuóum skiptir en líf eftir stimpilklukku er
slíkum náttúrubörnum mjög óeólilegt. Aó eiga aó
gera eitthvaö á ákveðnum tíma er þeim óyfirstíg-
anlegg erfitt. Þó hafg nokkrir þeirra menntastog
_____________eru í góóum stöóum._____________
GETURÐU hugsað þér
að lifa án sjónvarps,
útvarps, geisladisks,
hamborgara, tísku-
fatnaðar og annars
þess sem þú telur til
þæginda nútímaþjóð-
félags? Að skipta al-
gjörlega um mataræði og lifnaðaháttu? Að
sofa úti í heitum sandi? Að mála líkama þinn
með skrítnum táknum? Dansa í rökkrinu við
eldinn? Borða lirfur, rætur, snáka og kengúr-
ur?
Ef svarið er já geturðu flutt smástund í
huganum til nyrsta fylkis Ástralíu sem heitir
Norðursvæðið eða „Northern Territory". Þar
lifa frumbyggjar Ástralíu enn í dag eins og
þeir hafa gert sl. 40.000 ár og jafnvel lengur.
Ástralía er gríðarlega stór. Landflæmið
er risavaxið. Það sést best þegar flogið er
yfir álfuna í þotu eða þegar setið er klukku-
stundum — jafnvel dögum saman — í bíl til
þess að komast milli staða. Algengt er að
áætlunarbílar aki um nætur til þess að sóa
ekki tímanum.
Á Norðursvæðinu og í fleiri fylkjum Ástr-
alíu eru fjallgarðar, regnskógar og eyðimerk-
ur. Þar má sjá hin furðulegustu dýr; bláa,
rauða eða marglita fugla; köngulær, eðlur
og slöngur — sem fæstir hafa áður heyrt
getið um. Röndóttir og köflóttir fiskar synda
á Kóralrifínu mikla. Þar má meira að segja
kynnst siðum og venjum frumbyggjanna sem
eru frábrugðið öllu því sem ferðamaðurinn
hefur nokkru sinni reynt.
Við skulum reyna að komast að einhverjum
fróðleik um þetta þeldökka fólk. Því hver
veit nema nema leiðin liggi þangað einhvern
tímann í framtíðinni.
Um Irumbyggja Ástraliu
Þeir voru löngum kallaðir Ástralíunegrar,
en þótt þeir séu dökkir á hörund eru þeir
ekki negrar. Talið er að þeir hafi komið á
litlum bátum frá Suðaustur-Asíu fyrir um
40.000 árum eða fyrr. Þá ríkti hér annað
loftslag og álfan leit allt öðruvísi út.
Gífurlegt íslag lá yfir norður- og suðurp-
ólnum. Hafið var 120-180 metrum lægra
en nú. Strandlína Ástralíu náði langt út þar
sem nú er haf og í norðri voru Borneo, Sum-
atra og Java hluti meginlands Asíu.
Þegar hvítir menn komu til álfunnar (árið
1788) voru hér fyrir u.þ.b. 300.000-500.000
frumbyggjar. Þeir voru safnarar og veiði-
menn á steinaldarstigi. Höfðu þróað með sér
einstaka þekkingu á náttúrunni. Hæfíleika
til þess að lifa af — meira að segja á þurr-
um, sólheitum landsvæðum.
Arið 1986 voru frumbyggjar Ástralíu að-
eins 227.645 talsins eða 1,5% Ástrala. Þar
af er helmingur kynblendingar.
Þriðji hluti frumbyggjanna býr í sveitum
eða litlum þorpum með færri en eitt þúsund
íbúum. Aðeins einn af hverjum fjórum býr í
stærri borgum á móti sex af hverjum tíu
annarra Ástrala. Alls eru íbúar Ástralíu um
17 milljónir 414 þúsund (1992) og á hverju
ári flytjat u.þ.b. 150.000 innflytjendur til
álfunnar, hvaðanæva úr heiminum.
Frumbygginn var frábær veiðimaður. Frá
barnsaldri lærði hann að þekkja slóð hvers
dýrs. Kengúran var eftirlætisveiðibráð hans.
Hún gaf af sér 13-45 kg af kjöti. Einnig
veiddu frumbyggjarnir eðlur, snáka, ráneðlur
(goanna), possum (sem ér næturdýr, svolítið
líkt apa) og emú-fugla (emúinn er stór fugl,
dálítið strútslegur og ófleygur).
Þegar þeir veiddu fisk í ánum eða sjónum
stóðu þeir uppi á steinum eða klettum og
köstuðu spjótum. Þessi spjót höfðu marga
odda, oft fimm og líkust hönd eða gaffli.
Þeir lifðu sem veiðimenn í litlum fjölskyldu-
hópum, sem yfirleitt voru ekki stærri en 50
manns. Aðeins af sérstökum tilefnum, t.d.
hátíðum, komu fleiri saman.
Frumbyggjarnir birgðu sig aldrei upp af
mætvælum; drápu_ aldrei fleiri dýr en þeir
gátu borðað á fáeinum dögum. Brygðist veiði-
gæfan létu þeir sér nægja rætur, smádýr og
lirfur sem konurnar fundu í jörðinni eða í
berki trjánna. Hunang var talið sérstakt lost-
æti. Líkamar þeirra aðlöguðust því að stundum
var nóg að borða en á öðrum tímum sáralítið.
Fóðursöfnun kvennanna var gífurlega mik-
ilvæg. Þær söfnuðu berjum, ávöxtum, vatna-
litljum og laufblöðum. Þær muldu hnetur í
duft, blönduðu örlitlu af vatni saman við og
bökuðu. Konurnar elduðu matinn undir heitri
ösku við eldinn. Ofninn var gerður úr leir og
litlum steinum.
Ein grundvallarregla þessa þjóðlífs var að
skipta fæðunni; deila með öðrum og ekki að
borða einn. Græðgi og eigingirni voru álitin
óþolandi og ógnuðu tilveru hópsins. Þeim, sem
gerðu sig seka um slíkt, var refsað harðlega.
Enginn sérstakur höfðingi var yfír hópnum
en almennt höfðu fullorðnu karlmennirnir
meira vald en konumar. Því eldri sem persón-
an var þeim mun meira vald hafði hún. T.d.
hafði eldri kona meira ákvörðunarvald en
ungur karlmaður — einkum þó í sambandi
við hátíðahöld og siðvenjur.
Þannig lifðu þeir í sátt við náttúruna og
náttúruöflin. Uns allt snerist á verri veg við
komu hvíta mannsins.
Hvíti maðurinn kom ekki aðeins með byss-
ur og bólusótt heldur líka með ofbeldi og
grimmd. Hann leit á frumbyggjana sem pest
sem þyrfti að útrýma. Þeir voru ekki fólk.
Grimmdarverk eins og að eitra mat (setja
arsenik í hveiti eða kjöt) og gefa þeim þótti
heillaráð. Fjöldamorð voru algeng. Ekki bara
á eynni Tasmaníu, nálægt suðurströnd Ástr-
alíu, þar sem útrýmingin var algjör heldur
líka á meginlandinu.
Fara af þessum aðförum ógnvekjandi sög-
ur. Að 100 frumbyggjum hafi verið smalað
saman í rétt og þeir skotnir einn og einn í
senn með köldu blóði er ekkert einsdæmi.
Þeir frumbyggjar, sem lifðu ofsóknirnar af
á meginlandinu, hröktust til þurrustu, heitustu
og óbyggilegustu svæðanna; Mið-, Vestur- og
Norður-Astralíu þar sem þeir búa flestir í dag.
Ekki með öllu ósvipuð örlög og indíánar
Bandaríkjanna hlutu.
Þjóósögur 1 rumbyggjanna
Eins og forfeður okkar sátu í baðstofunni-
og sögðu eða lásu sögur, þannig sitja frum-
byggjarnir umhverfís eldinn enn í dag og
segja sögur. Þannig hefur það verð öldum
	^C	jHHB
^HIk -'"		!5| 'm  I
1  1		¦K*'*'--             bH
i		
	HMHwm  Iík.	X Á ( m
NEVILLE Bonner varð fyrstur úr röðum
frumbyggja til þess að komast á þing
Ástrala, The Federal Parliament, þar sem
hann átti sæti 1984-89.
saman. Oft þegar einhver þeirra byrjar sögu
sína segir hann: „Þessa sögu sagði afi minn."
Öll þeirra viska og þekking er fólgin í
þessum sögum. T.d. hvar hægt sé að finna
vatn og mat.
Börnin læra hvernig þau eiga að hegða
sér af sögunum. Læra reglur og siði ættar
sinnar. T.d. að ekki megi stela. Þegar þau
hafa heyrt sögurnar nógu oft kunna þau þær
utanað. Seinna kemur röðin að þeim að segja
sögu við eldinn.
Ýmsa Iærdóma má draga af sögunum.
Talandi land
Þjóðsögur og helgisagnir frumbyggjanna,
sem varðveist hafa mann fram af manni með
frásagnarlistinni einni saman, eru í nánum
tengslum við landið sjálft, einstaka staði og
fyrirbæri í náttúrunni.
Sögurnar eru líka um landið þar sem fram-
liðnir forfeður reikuðu, hvíldu sig og skópu
nýja lífshætti eða urðu fyrir myndbreytingum
eða hamskiptum. Heimur ferðalaga, töfra og
dularfullra fyrirbæra. Sagnaþulur og hlust-
endur trúðu allir sem einn þessum sögum.
Gátu lesið þær úr landslaginu sem þeir ferð-
uðust um. Sögurnar hafa líka dýpri og leynd-
ari merkingar sem aðeins er ætlað innvígðum
að skilja. Hvítir menn fá aldrei að vita ýmsa
leyndardóma þeirra.
Augljóst er að þessar sögur segja frá heimi
sem ekki gæti verið frábrugðnari heimi hvíta
mannsins. Lögmálin og rökvísin eru önnur.
Þarna er ekkert því til fyrirstöðu að vera á
fleiri en einum stað í einu eða hverfa og birt-
ast aftur á mismunandi tímum.
Þessar sögur búa margar hverjar yfir mik-
illi ljóðrænni fegurð. Við heyrum um trén
(pandanus), sem standa meðfram ákveðinni
á. Að þau hafí í raun verið menn sem breyst
hafí í tré á yfírnáttúrulegan hátt. Eða um steina
í vatni sem ekki má snerta. Snerti einhver þá
á sundi af slysni kemur flóð.
I Bláfjöllum, skammt frá Sydney, eru mörg
gljúfur. Við eitt gljúfrið standa „Þrjár systur"
— þrír tilkomumiklir klettar. Systurnar vildi
giftast mönnum úr ættbálki einum en máttu
ekki. Það var ekki samkvæmt reglunum. Þeir
hugðust ræna systrunum en þá sló í bardaga
milli ættbálkanna. Systrunum var breytt í
steina meðan á bardaganum stóð svo þær
gætu ekki flúið. Til allrar óhamingju lét galdra-
maðurinn lífið í bardaganum og enginn hefur
enn getað leyst þær úr álögunum.
Samkvæmt helgisögnum frumbyggjanna
búa andar í vatnsbólum og stórum klettum.
Frægastur í þessu samhengi er rauði risaklett-
urinn sem frumbyggjarnir kalla Uluru (Ayers
Rock). Hann er stærsti staki klettur heims.
Uluru-kletturinn er í suðaustur frá Alice
rp^m^
KENGÚRAN gegndi lykilhlutverki í fæðu-
öflun frumbyggjanna, en þess var vel
gætt að veiða ekki meira en þurfti.
Springs, sem er borg í „miðri" Ástralíu. Rís
hann í um 1000 feta hæð á sléttunni. Litbrigðin
eru einkar fögur við sólarupprás og sólarlag.
Þá ljómar kletturinn eins og glóandi viðarköstur
í arni — appelsínugult yfir í fjólublátt; yndi ferða-
manna og ljósmyndara. Meðal einstæðustu nátt-
úrufyrirbæra heims.
Hellar Uluru eru helgidómar frumbyggjanna.
Langt inni í einum hellanna býr höggormurinn
Wanambi. Reiðist hann rís hann upp til himins
A
b
o,
ri
ii
k
Þ
h
k
p
h
10  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR  4. JANÚAR 1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20