Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Anno Domini 1104
ARIÐ 1104 varð mikið gos í
Heklu. Elstu annálar
greina reyndar aðeins frá
eldi hinum fyrsta í Heklu-
felli og annað er ekki vitað
úr rituðum heimildum með
vissu um þetta gos. Þegar
eldgosið hófst hafði byggð
haldist í landinu í rúm 200 ár. Þrátt fyrir
ýmsar náttúruhamfarir, sem fyrstu íbúarnir
áttu alls ekki að venjast úr þeim löndum sem
þeir komu frá, var Heklugosið árið 1104 að
öllum líkindum það ískyggilegasta sem þeim
hafði mætt í hinu nýja landi.
Jarðfræðingar geta nú frætt okkur um að
þetta Heklugos hafí verið stærra en nokkurt
annað gos í Heklu eftir landnám, hvað varð-
ar magn gosefna (vikurs). Um önnur gos
Heklu á miðöldum vitum við að þeim fylgdu
miklir jarðskjálftar, og um nokkur gos sem
nefnd eru í annálum er sagt að byggðir hafi
lagst af í kjölfarið. Heklu er hugsanlega einn-
ig getið í erlendum miðaldabókmenntum. Er
fjaili nokkru á íslandi er lýst sem gátt helvít-
is í frönskum miðaldakvæðum er að öllum
Iíkindum átt við Heklu. Júdas var þar fjall-
búi ásamt öðrum fordæmdum sálum, sem
veinuðu í kór yfír aumum örlögum sínum í
vítislogum. í lok 12. aldar ritaði munkurinn
Herbert í klaustrinu Clairvaux í Frakklandi
Bók undranna (Liber Miraculorum). Þar lýsir
hann mörgum eldgosum á íslandi og vel
gæti hann átt við Heklu er hann ritar: Á
vorum tímum hefur það sést einhverju sinni,
að vítiseldurinn gaus upp svo ákaflega, að
hann eyðilagði mestan hluta landsins allt í
kring. Hann brenndi ekki aðeins borgir og
állar byggingar, heldur einnig grös og tré
að rótum ogjafnvel sjálfa moldina með bein-
um sínum (Þýðing dr. Jakobs Benediktsson-
ar).
Rannsoknir i Þjórsárdal
I Þjórsárdal, um það bil 15 km norðvestur
af Heklu, var frá landnámi byggð, sem lengi
var álitið að Hekla hefði eytt snemma á mið-
öldum. Spurningin um það hvernig eyðingu
dalsins bar að var ofarlega í hugum lærðra
manna hér á landi allt frá síðari hluta 16.
aldar og margar tilgátur voru settar fram
um eyðinguna í aldanna rás. Árið 1937 voru
þjóðminjaverðir Norðurlandanna staddir á
fundi suður á Jótlandi og ákváðu að rann-
saka eyðibyggð í Þjórsárdal sameiginlega.
Þýskir fræðimenn við „fræðistofnun" SS,
Ahnenerbe, höfðu sýnt fornleifarannsóknum
á íslandi mikinn áhuga á fjórða áratugnum
og varð áhugi þeirra hugsanlega til þess að
auka áhuga frændþjóða Islendinga á rann-
sóknunum í Þjórsárdal. Matthías Þórðarson
þjóðminjavöður hafði barist fyrir þeim og
leitað jafnt til Þjóðverja sem norrænna kol-
lega. Ekkert varð úr rannsóknum þýskra
fornleifafræðinga á íslandi m.a. vegna fjár-
skorts sem jókst í takt við hernaðarbrölt
þriðja ríkisins.
Rannsóknirnar í Þjórsárdal, sem fóru fram
sumarið 1939, gáfu mjög áhugaverðar niður-
stöður. I rannsóknunum tóku þátt fornleifa-
fræðingar frá öllum Norðurlandanna nema
Noregi. Rústir stórbýlisins á Stöng voru ein-
ar sex bæjarrústa sem rannsakaðar voru
sumarið 1939. Engum fornleifafræðinganna
hafði fundist rústirnar álitlegar nema danska
arkitektinum og fornleifafræðingnum Aage
Roussell. Hann hafði mikla reynslu af forn-
leifagreftri á Grænlandi og þekkti því rústir
á norðlægum slóðum. Aðstoðarmaður hans
var ungur fornfræðistúdent, Kristján Eldjárn.
Rústirnar á Stöng höfðu sérstöðu, vegna
þess hve vel þær voru varðveittar. Veggir
og mikill hluti torfhleðslna stóðu óhreyfðir.
Engu var líkara en að húsaviðir hefðu verið
fjarlægðir og bærinn yfirgefinn. Forngripirn-
ir sem fundust bentu til búsetu á Stöng fram
á 13. öld og rannsóknir Sigurðar Þórarinsson-
ar á gjóskulögum bentu til hins sama. Upp-
haflega taldi Sigurður að eldgos í Heklu árið
1300 hefði grandað byggð á Stöng. Síðar
komst hann á þá skoðun að Heklugosið árið
1104 hefði valdið eyðingu byggðar í Þjórsár-
dal.
Ný|ar rannsóknir
Árin 1983-86 og 1992-94 fóru fram nýj-
ar, ítarlegar fornleifarannsóknir á Stöng í
Þjórsárdal og hafa þær varpað nýju ljósi á
endalok byggðarinnar. Heklugosið árið 1104,
sem þeytti upp hinum hvíta vikri sínum, eyddi
ekki byggð á Stöng, eins og hingað til hefur
verið haldið fram. Hinar nýju fornleifarann-
sóknir hafa skýrt endalok byggarinnar og
upphaf hennar. Með hjálp geislakolsaldurs-
greininga er komið í ljós að búseta hefur
haldist á Stöng nokkuð fram yfir aldamótin
1200, þ.e.a.s. löngu eftir hið mikla eldgos
YÖty
HUGMYND höfundar að útliti kirkjunnar á Stöng. Teikn. vöv.
BEINAFLUTNINGURA
• •
STONG I ÞJORSARDAL
EFTIR VILHJALM ORN VILHJALMSSON
Lengi var talió aó aóeins væri um aó ræóa eitt
byggingarskeið á Stöng í Þjórsárdal. Nú leikur
enginn vafi á því aó búsetg hefur verió þarlrá"
___   lokum 9. aldar og alltfram á þá 13.
LJósm.VÖV1993.
FRÁ RANNSÓKN kirkjunnar og tættum smiðjunnar, sem hún var reist á. Punktalínan
sýnir nokkurn veginn grunnflöt kirkjurúmsins.
árið 1104. Samtímis hefur verið sýnt fram á
að upphaf byggðar á Stöng hafi verið
skömmu eftir að landnásmsgjóskulagið féll.
Jarðfræðingar telja nú næsta öruggt að það
hafi gerst árið 871, eða þar um bil. Á Stöng
hafa nú fundist leifar tveggja skála, sem eru
eldri en sá er rannsakaður var sumarið 1939.
Elstu mannvistarleifar, sem fundist hafa á
Stöng, eru eldstæði, sem var notað skömmu
eftir landnám. í því fundust leifar brennds
kambs og brennd hvalbein úr stórhveli.
Smiðja frá 10. öld hefur verið rannsökuð að
hluta til. Hún er forveri smiðjunnar sem
fannst á Stöng árið 1939. Eldri skáli er und-
ir íbúðarskálanum sem nú er til sýnis á Stöng.
Eldgosið árið 1104 hefur ekki eytt byggð-
inni, nema hugsanlega að hluta til, og sama
er hægt að segja um eldgos í Heklu árin
1159 og 1206. Ef þessi gos hafa valdið ein-
hverri röskun á búsetu, hefur það aðeins
verið til skamms tíma. Endalok byggðar í
innsta hluta Þjórsárdals verður að líta á sem
afleiðingu fleiri, samtvinnaðra þátta. Eldgos-
in léku þar stórt hlutverk, en uppblástur
vegna gjósku, maðurinn og húsdýr hans og
kólnandi veðurfar hafa einnig átt stóran þátt
í að byggðin í Þjórsárdal leið undir lok á
fyrri hluta 13. aldar. Fornleifar og gripir
þeir sem fundust árið 1939 á Stöng og við
síðari rannsóknir sýna einnig, svo ekki er
um að villast, að búseta hefur verið á Stöng
allt frá landnámsöld fram yfir aldamótin
1200. Afstaða gjóskulaga á Stöng, t.d. vikur-
inn úr Helkugosinu árið 1104 þar sem hann
er undir mannvistarlógum, sýnir einnig að
bærinn getur ekki hafa farið í eyði vegna
eldgoss í Heklu árið 1104.
Kirkja á Stöng
Samkvæmt fyrri kenningum um eyðingu
byggðar í Þjórsárdal átti búseta á Stöng
ekki að hafa verið langvinn. Lengi var talið
að aðeins væri um eitt byggingaskeið að
ræða á bænum. Nú leikur enginn vafi á því
að búseta hefur verið þar frá lokum 9. aldar
allt fram á þá 13. Ein af þeim rústum sem
rannsakaðar hafa verið er rúst lítillar torf-
kirkju með rómönsku lagi frá 11. öld (mynd-
ir), elstu kirkju sem rannsökuð hefur verið
á Islandi. Eldri kenningar gerðu ráð fyrir því
að aðeins ein kirkja hefði verið í Þjórsárdal
á fyrri hluta miðalda, þ.e. kirkjan að Skelja-
stöðum. Rannsókn fór fram á kirkjugarðinum
á Skeljastöðum árið 1939.
Kirkjan á Stöng var rannsökuð að hluta
til árið 1939, en þá var rústin kölluð útihús.
Við rannsókn á ruslalagi árið 1992, er mynd-
ast hafði fyrir utan þetta hús, fannst fram-
tönn og kjálkabrot með jaxli úr manni á
milli beina af stórgripum og annars úr-
gangs. Frekari rannsóknir leiddu í ljós grafir
og kistuleifar í nokkrum grafanna. „Útihús-
ið" reyndist þegar betur var að gáð vera
rúst formf agurrar og haglega byggðar kirkju.
Eitt vandamál blasti við okkur. Aðeins örfá
mannabein fundust í gröfunum. Kjúkur og
hnéskeljar í einni gröf og ein tönn og tábein
í annarri. Ekki var hægt að skýra það hvað
lítið fannst af beinum í gröfunum með léleg-
um varðveisluskilyrðum. Það sannaði heilleg
beinagrind konu, sem ýtt hafði verið til hlið-
ar er yngri kistugröf hafði verið grafin. í
yngri gröfinni voru hins vegar afar fá bein
á ruglingi í fyllingu grafarinnar. Nokkra
stund stóðum við ráðþrota yfir þessu vanda-
máli. Eftir ábendingu frá lögfræðinema, sem
tók þátt í rannsókninni á Stöng skýrðist
málið. Hann benti höfundi á stað í Grágás,
elsta lagasafni íslensku.
Af beinaf lutningi
Kirkja hver skal standa í sama stað sem
vígð er, ef það má fyrir skriðum eða vatna-
gangi eða eldsgangi eða ofviðri, eða héruð
eyði af úr afdölum eða útströndum. Það er
rétt að færa kirkju ef þeir atburðir verða.
Þar er rétt að færa kirkju ef biskup lofar.
Efkirkja er upp tekin mánuði fyrir vetur eða
lestist hún svo að hún er ónýt, og skulu lík
og bein færð á braut þaðan fyrir veturnætur
4    LESBÓK   MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR     18.   JANÚAR   1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20