Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBðK MORGUNBLAÐSEVS ? MENNEMG USTIR

8. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR

EFNI

Leitin

að fegurstu húsum landsins hefur staðið

yfir á vegum Lesbókar að undanförnu og

15 áhugamenn um byggingarlist, 7 þeirra

arkitektar, hafa velt málinu fyrir sér og

hver og einn hefur komizt að niðurstöðu

fyrir sig. Á þetta er síðan litið í einu lagi

og þar kemur í Ijós að skoðanir manna á

fegurstu húsum landsins eru ótrúlega

skiptar.

íslandsmyndir

og ráðgátur eru á tveimur málverkasýn-

ingum, sem verða opnaðar á Kjarvalsstöð-

um í dag. Ráðgáturnar eru verk franska

málarans Jaques Monory, sem er einn af

frumkvöðlunum í evrópskri popplist, en

Islandsmyndirnar málaði bandarísk lista-

kona, Barbara Westman, sem kom hingað

til lands síðasta haust og hreifst af þessum

stóra himni og víða sjóndeildarhring.

Gunnar

Gunnarsson listmálari var sonur Gunnars

skálds og lézt fyrir aldur fram. Hann

menntaðist í Danmörku og var búinn að

vera starfandi listamaður þar þegar fjöl-

skyldan fluttist til íslands. Hér varð hann

afar litið áberandi listamaður og hefur

legið óbættur hjá garði, segir greinarhöf-

undurinn, Ragnar Lár.

Ljómi

heitir nýjasta skáldsaga sænska rithöf-

undarins, Görans Tunströms, sem kemur

í dag út í íslenskri þýðingu Þórarins Eld-

járns. Sagan fjallar um íslenska feðga og

gerist að stærstum hluta hér á landi. I

samtali við ÞröstHelgason segir

Tunström m.a. „Ástæðan fyrir því að ég

skrifa um íslendinga - ja, það er auðvitað

stórfurðulegt að þið skuluð búa hér úti á

hjara veraldar. íslendingar eru líka

skemmtilega skrýtnir. Og svo segið þið

sögur."

Leiðir

þeirra Brynju Benediktsdóttur leikstjóra

og Sigurjóns Jóhannssonar leikmynda-

hönnuðar hafa sextán sinnum Iegið saman

á þrjátíu árum við uppsetningu leikrita.

Þau fögnuðu farsælu samstarfi með sýn-

ingu Borgarleikhússins áFögru veröld

eftir Karl Ágúst Úlfsson. I samtali við

Jóhannes Tómasson segja þau gaman að

hafa átt þátt í að íslensk verk eru nú

meira metin en áður og lýsa áhuga á að

fá tækifæri til að takast aftur á við eitt-

hvert af klassísku verkunum.

SYLVIA PLATH

KEPPINAUTURINN

Hallberg Hallmundsson þýddi

Ef tunglið glotti, mundi það líkjast þér.

Þið valdið sömu hughritum

fegurðar en auðnar.

Bæði eruð þið miklir Ijósþiggjendur.

Hringlaga munnur þess harmar yfir veröldinni,

þinn er ósnortinn.

Og sú er helst gáfa þín að gera allt að steini.

Ég vakna í grafhýsi; þú ert þar,

drepur fingrum á marmaraborðið, leitar að vindlingum,

meinfýsin eins og kona en ekki eins veik á taugum

og hreint óðfös að segja eitthvað sem ekki verður svarað.

Tunglið auðmýkir líka undirsáta sína,

en á daginn er það fáránlegt.

Angursemdir þínar koma á hinn bóginn

gegnum bréfalúguna á elskulega háttbundnum fresti,

hvítar og auðar og breiða úr sér eins og kolsýríngur,

Enginn dagur er ónæmur fyrir fregnum afþér,

kannski á flakki um Afríku en hugsandi samt um mig.

Sylvia Plath var bandarískt skóld og dó 1963, aðeins 31 órs. tjóðið er úr

Ijóóabók hennar, Ariel og önnur Ijóo, sem nýkomin er út ó. íslensku. Þýðand-

inn býr í New York.

Forsíðan er unnin í tengslum við leitina að fegurstu húsum ó íslandi

RABB

BÆRINN er skrýtinn, hann

er fullur af húsum, segir

Tómas Guðmundsson í

einu ljóða sinna. Flestir

búa við að hafa hús í kring-

um sig alla daga; þau eru

sjálfsagður hlutur og við

hættum jafnvel að taka

eftir þeim. Hættum að gaumgæfa hvort

þau séu fögur eða ljót og hvernig þau fari

í umhverfi sínu. Það er einna helzt þegar

nýtt hús er byggt, og þá einkum í eða við

hinn gamla miðbæ Reykjavíkur, að friðun-

arsinnar og einhverjir aðrir, sem telja sig

framfarasinnaða, rífast dálítið og síðan

dettur allt í dúnalogn.

Fáar þjóðir eiga eins fáar byggingar frá

fyrri öldum og við. Þessvegna er brýnt að

sýna því sóma sem til er; það er menning-

aratriði. Um Dani má segja, að þeir tóku

sig ekki fram um að byggja annað en það

bráðnauðsynlegasta á þessum útnára í ríki

sínu og bænarskrárnar héðan snerust um

annað en hús. En það má segja Dönum

til hróss, að þeir fengu þessi fáu verkefni

á íslandi í hendur afbragðs arkitektum og

við búum sannarlega að því, hvað þar

hafa verið gagnmenntaðir menn og með

gott formskyn. Heiður þeim sem heiður

ber og við stöndum í þakkarskuld við L. A.

Winstrup fyrir Dómkirkjuna, við Ferdinand

Meldahl fyrir Alþingishúsið og við Mag-

dahl-Nielsen fyrir Safnahúsið.

Menn spyrja stundum hvort þessi hús

eftir Dani geti kallast íslenzkur arkitekt-

úr; hvort Norræna Húsið eftir Alvar Aalto

sé það og svo framvegis. Almennt er talið

að svo sé. í Þýzkalandi, þar sem nú um

stundir er byggt meira en annarsstaðar í

Evrópu, eru að verki arkitektar víðsvegar

að úr heiminum. Verk þeirra, sem rísa í

Berlín eða annarsstaðar, munu tvímæla-

laust verða flokkuð sem þýzkur arkitekt-

úr. Hinsvegar vandast málið þegar kemur

að því að benda á eitthvað sem kalla

SKIPTAR

SKOÐANIR UM

FEGURSTU HÚSIN

mætti sér-íslenzk einkenni í byggingarlist.

Þó eru þau til ef vel er að gáð.

Það er til þess að ýta undir almenna

þekkingu á íslenzkri byggingarlist og

stuðla að umræðu og skoðanaskiptum, að

Lesbókin hefur fengið nokkra áhugamenn

- helmingurinn af þeim er reyndar arki-

tektar - til þess að leggjast undir feld og

semja lista yfir fegurstu hús landsins.

Þegar svo er tekið til orða, er að sjálf-

sögðu verið að spyrja um góðan arkitekt-

úr. Allir þeir sem hér eiga hlut að máli,

hafa bæði fylgst náið með því sem byggt

hefur verið uppá síðkastið og þeir haf a

þekkingu á bygginum frá fyrri tíð. Flestir

gátu umhugsunarlítið nefnt þrjú eða fimm

hús, sem þeim fannst að kalla mætti í

fremstu röð. En það var mun erfiðara að

velja tíu. Flestir nefndu, að þegar þeir

voru komnir með tíu hús á listann, var

augljóst að þeir voru að ganga framhjá

húsum, sem hefðu endilega þurft að vera

með. En þarna voru mörkin dregin.

Niðurstaðan sýnir að skoðanir manna á

því, hver séu fegurstu hús landsins, eru

ótrúlega skiptar. Frá 15 þátttakendum

fengu samtals 85 hús tilnefningar. Það

var miklu meiri dreifingen við var búizt.

Niðurstöðurnar bera þess líka vott að þess-

um hópi þykir vænt um þann litla arf sem

við eigum frá 18. og 19. öldinni. Þær sýna

líka að menn dást ekki síður að fegurðinni

í þvi lágreista og smáa. Torfkirkjan á Víði-

mýri í Skagafirði fékk þrjártilnefningar,

en hin háreista Hallgrímskirkja enga.

Það kemur í ljós að athyglisverðustu

byggingar landsins eru sem betur fer ekki

bara í höfuðstaðnum. Á Vesturlandi voru

tilnefnd Norska Húsið og kirkjan í Stykkis-

hólmi, svo og Neðsti-kaupstaður á ísafirði.

Á Norðurlandi utan Akureyrar er Húsavík-

urkirkja í fremsta flokki í þessari könnun,

en auk hennar Víðimýrarkirkja, kirkjan á

Blönduósi, Glaumbær í Skagafirði, Laufás

í Eyjafirði og viti á Skaga. Af húsum á

Akureyri fékk Menntaskólinn flestar til-

nefningar, en Akureyrarkirkja, Aðalstræti

15 og eitt íbúðarhús fengu hvert um sig

eina tilnefningu. í Austfirðingafjórðungi

fékk aðeins Skeggjastaðakirkja i Vopna-

firði tilnefningu og ekki varð útkoman

betri á Suðurlandi; þaðan komst aðeins á

blað Minningarkapellan um Jón Stein-

grímsson eldklerk á Kirkjubæjarklaustri,

en hún fékk líka þrjár tilnefningar. Suður-

nesin fengu ekkert hús tilnefnt, Hafnfirð-

ingar aðeins hús Bjarna Sívertsen, en

Garðabær tvö hús og sama er um Kópa-

vog. Eins og við mátti búast er megnið

af tilnefndum húsum í þessari könnun úr

Reykjavík.

Ekki kemur heldur á óvart hver ein-

stakra arkitekta þjóðarinnar hefur teiknað

flest húsin af þeim 85 sem nefnd voru.

Það er Guðjón Samúelsson. Hann sigrar

með yfirburðum, hús eftir Guðjón hlutu

19 tilnefningar. Það kemur heldur ekki

verulega á óvart, að í 2. sæti er brautryðj-

andinn Rögnvaldur Ólafsson, sem með

réttu getur kallast fyrsti arkitekt íslend-

inga, þótt bág heilsa meinaði honum að

ljúka prófi. Hús eftir Rögnvald voru til-

nefnd 11 sinnum. í 3. sæti oghæstur

núlifandi arkitekta er Manfreð Vilhjálms-

son; hús eftir hann (tvö þeirra í samvinnu

við Þorvald S. Þorvaldsson) hlutu 10 til-

nefningar. Hús eftir Margréti Vilhjálms-

dóttur og Steve Christer voru tilnef nd 8

sinnum, eina húsið á íslandi eftir Alvar

Aalto fékk 7 tilnefningar, hús Högnu Sig-

urðardóttur 5, en hús eftir Einar Erlends-

son fékk 4 og jafn oft voru hús eftir Sig-

urð Guðmundsson og Sigvalda Thordarson

nefnd.

Eftirtektarvert er, að mörg elztu húsa

okkar njóta aðdáunar og jafn bezta út-

komu fá þau hús sem byggð voru snemma

á öldinni. Jafnframt fá mjög nýleg hús

tilnefningar. Þátttakendur virðast hinsveg-

ar síður kunna að meta byggingar frá

tímabilinu 1955-1980. Markverðar undan-

tekningar eru þó Norræna Húsið og nokk-

ur framúrskarandi einbýlishús.

Þrátt fyrir að atkvæðin féllu á fleiri hús

en við mátti búast, eru vissulega mörg

prýðileg hús sem liggja óbætt hjá garði.

Af þeim vil ég sérstaklega nefna nýbygg-

ingu safnaðarheimilis og tónlistarskóla við

hlið Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði, Digra-

neskirkju og ný sambýlishús í Kópavogi,

Laugarneskirkju í Reykjavík, hús héraðs-

skólanna í Reykholti og á Laugarvatni,

Hjarðarholtskirkju í Dölum og eldra verzl-

unarhús Kaupfélags Árnesinga á Selfossi.

Síðast en ekki sízt: Barnaskólahúsið á

Seyðisfirði, sem byggt var 1907.

Um fátt er fólk eins hjartanlega ósam-

mála og fegurð húsa. Þessvegna má gera

því skðna, að margir telji þennan flokk

15 áhugamanna um byggingarlist hafa

valið illa. Eftir stendur að þetta eru aðeins

þeirra skoðanir, en vísbending samt. Ann-

ar hópur, öðruvísi skipaður, kynni að hafa

komizt að ólíkri niðurstöðu.

GÍSLI SIGURÐSSON

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR     22. FEBRÚAR 1997    3

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20