Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LEIKSTYRÐI FRUMFLUTNINGIA FYRSTU OPERU NORÐMANNA

N

ORSK ópera, sú fyrsta

sem samin var þar í

landi um miðja síðustu

öld og legið hafði í þagn-

argildi í 140 ár, var

frumsýnd í Þrándheimi

í tilefni af þúsund ára

afmæli borgarinnar nú í

byrjun febrúar. Tveir nemar í tónlistarsögu

sem höfðu verið að kynna sér sögu tónskálds-

ins fundu hana og spurðu af hverju í ósköpun-

um hún hefði ekki verið flutt fyrr. Frumsýning

hafði staðið til um 20 árum eftir tilurð hennar

og hún hafði reyndar líka verið flutt í konsert-

formi en aldrei komist fullsköpuð á fjalirnar

í leikhúsi. Þetta er óperan Friðkolla eftir Mart-

in Andreas Udbye en Sveinn Einarsson var

leikstjóri verksins ásamt norska leikstjóranum

Stein Winge.

-Það var mjög gaman að fá að vinna að

svona frumflutningi og reyndar fannst okkur

leikstjórunum báðum það vera mikill heiður

að fá að vinna að því að koma þessu verkefni

á framfæri í fyrsta skipti. Tónlistin er sannar-

lega ljómandi falleg. Óperunni var svo vel tek-

ið á frumsýningunni að við sem leiddum verk-

efnið urðum næstum því feimin, segir Sveinn

Einarsson í samtali við Morgunblaðið. Sagði

Sveinn að fagnaðarlátunum hefði aldrei ætlað

að linna, áheyrendur hefðu klappað, stappað

og hrópað og þetta hefði áreiðanlega staðið í

einar 20 mínútur og stórum norskum fána var

veifað út í áhorfendasal , rétt eins og á knatt-

spyrnukappleik. -Þarna voru menn einnig að

fagna því að fá fyrstu norsku óperuna frum-

flutta en þessi viðburður er eiginlegt upphaf

afmælisárs borgarinnar. Þess vegna voru allir

svona óskaplega glaðir og ánægðir, sagði

Sveinn. En áður en farið er lengra út í þessa

sálma er rétt að fræðast örlítið um tónskáldið:

Söguefnió

úr Heímskringlu

Martin Andreas Udbye var sjálfmenntaður

tónlistarmaður og starfaði í Þrándheimi, spil-

aði á fiðlu og selló og var einnig organisti og

kennari við skóla dómkirkjunnar í Niðarósi.

Hann dreymdi um að læra meira, hafði gifst

ungur og átti orðið allmörg börn, þegar kona

nokkur styrkti hann til námsdvalar í Leipzig.

Þar uppgötvaði hann óperuna, kynntist tónlist

Schuberts, Mendelssohns og fleiri og segir

Sveinn tónlistina í Friðkollu greinilega undir

áhrifum þeirra. Þarna vaknaði löngun hans

til að semja norska óperu og sótti hann efni

í Heimskringlu Snorra, í sögu Magnúsar kon-

ungs berfætts. Ásamt honum áttu þeir Ingi

Svíakonungur og Eiríkur Sveinsson konungur

Dana viðræður um ríki sín og n,áðu þeir sam-

an um að halda frið enda átti Magnús að fá

dóttur Svíakonugs héldu þeir skilmála um frið.

Var dóttirin nefnd Friðkolla.

-Um þetta efni fjallar óperan, segir Sveinn,

-og ég hef nefnt það svona í gamni og alvöru

að Snorri hafí þarna sýnt fram á norræna

samvinnu í fyrsta sinn og má telja þetta sam-

komulag þeirra eins konar undanfara norður-

landaráðsþinganna í dag. Textahöfundur óper-

unnar var Carl Möller rektor við Niðarósskól-

ann en einhvern tíma höfðu leiðir Udbye og

Henrik Ibsens legið saman og Ibsen látið í

ljós þá hugmynd að þeir ynnu saman að miklu

tónverki en ekki varð af því.

Martin Adreas Udbye samdi óperuna í inn-

blástursgusu á tveimur mánuðum veturinn

1857. Hann var mjög afkastamikið tónskáld,

samdi nærri 800 tónverk alls og hefur um

helmingur þeirra verið gefinn út, m.a. allmörg

af þýskum útgáfufyrirtækjum. Hann samdi

meðal annars kantötu sem heitir íslendingar

í Noregi. Tónskáldið lifði það ekki að sjá eig-

in óperu sýnda í leikhúsi, aðeins staka kafla

á tónleikum. Til stóð að frumsýna hana árið

1877 í Kristjaníu og kvaddi Udbye átta börn

sín grátandi og hélt af stað til að vera viðstadd-

ur sýninguna. Á miðri leið fær hann skilaboð

um að ekkert geti orðið af sýningunni - leik-

hús borgarinnar hafði brunnið - og hélt því

ásamt konu sinni til síns heima á ný.

Jafnframt því sem tónlistarsögunemarnir

fyrrnefndu ýttu á að óperan yrði tekin til flutn-

ings - og sögðu það hneyksli að svo skyldi

ekki hafa verið gert fyrir löngu - þá hafði

bílasalinn og hóteleigandinn Björn W. Lunde

heyrt tónlist Udbyes og allt frá árinu 1991

hafði hann á ferðum sínum upp og niður Nor-

eg talað fyrir því að óperan yrði sett upp. Var

hann með upptökur af konsertuppfærslunni

og lét menn hlusta á þær í tíma og ótíma.

Hafði hann meðal annars hugmyndir um að

nota þessa fyrstu norsku óperu við setningu

vetrarólympíuleikanna í Osló 1994. Það náðist

þó ekki en áfram hélt Lunde dyggilega studd-

ur af hljómsveitarstjóranum Roar Leinan.

Lunde aflaði fjár til uppfærslunnar en auk

borgaryfirvalda Þrándheims og Sinfóníuhljóm-

sveitar borgarinnar hafa fjölmargir aðilar stutt

NORSKUM FANA

VEIFAÐÚTIÍSAL

Sveinn Einarsson var annar tveggja leikstjóra, sem

settu upp óperuna Friókolla eftir Martin Andreas

Udbye í Þrándheimi. JÓHANNES TÓMASSON

ræddi við Svein um uppfærsluna.

Sveinn Einarsson

Afturganga

í Þrándheimi

í SAMBANDI við dvöl Sveins Einarsson-

ar í Þrándheimi komust í fréttir kynni

hans af afturgöngu þar. Sagan birtist

m.a.í Svenska Da.gbla.det og er tengd

uppfærslunni á óperunni Fredkulla i

Olavshallen, en að sögn Sveins átti at-

vikið sér stað fyrir tuttugu árum, þegar

hann leikstýrði Kristnihaldi undir jökli

í Tröndelag Teater.

Sveini segist svo frá: „Það var einn

morgun, þegar ég kom í leikhúsið á

æfingu og ætla inn með annarri sæta-

röðinni, að þar er þá mættur maður og

situr sem fastast. Það var siður, að

enginn mætti koma á æfingar nema

með mínu leyfi, en ég hugsaði með

mér; ég er ekkert að gera mig merkileg-

an. Þessi maður er örugglega sérstakur

áhugamaður um leiklistina og vill bara

fylgjast með. Svo ég bakkaði bara, baðst

afsökunar og fór aðra Ieið til sætis

míns. Þetta var tækniæfing, við vorum

að setja inn texta með myndvörpu. Einu

sinni meðan á æfingunni stóð leit ég

við og þá sat maðurinn enn á sínum

stað. En þegar ljósin voru kveikt, var

hann horfinn. Mér lék forvitni á að vita,

hver þetta hefði verið, sem hafði svona

mikinn tæknilegan áhuga og spurði við-

stadda, en fékk þá þau svör, að enginn

hef ði komið í salinn, nema ég, og það

hef ði verið slökkt um leið og ég var

mættur. Ég lýsti svo manninum og þá

spurði gamall maður, sem var í Ijósa-

deildinni: „Hvar sat hann." Og þegar

ég sagði það, sagði hann: „Það hefur

verið okkar gamli leikhússljóri."

Mér voru svo sýndar myndir af Henry

Gleditsch, sem var leikhússtjóri hússins

á stríðsárunum og þjóðhetja síðan. Og

þá fór ekkert á milli mála, hver maður-

inn var.       ,

Gleditsch sat jafnan á sama stað í

húsinu, þegar hann kom inn á æfingar.

Einn morguninn birtust þýskir liðsfor-

ingjar og báðu hann að koma með sér.

Gleditsch spurði hvort hann mætti ekki

hafa treyju sína með sér en á því var

ekki talin þörf. Hann hélt á brott með

mönnunum og var tekinn af lífi sama

dag.

Sannleikurinn var sá, að senditæki

var í leikmunageymslu leikhússins og

leikarar og aðrir starf menn skutust

þarna upp milli starfa á sviðinu og

sendu skeyti til Lundúna. Þjóðverjar

höf ðu miðað sendingarnar og markað

hring um leikhúsið.

Friðkollu-verkefnið sem alls kostar um 35

milljónir króna í uppsetningu.

Vorum króaóir af

Sveinn Einarsson hefur oftlega sett upp

leikverk og óperur erlendis, fimm sinnum áður

í Noregi og hann er spurður hvernig þessi

uppfærsla hafi komið til.

-Þetta kom til tals fyrir nokkrum árum

þegar ég var staddur á listahátíðinni í Björg-

vin. Þeir Leinan og Lunde króuðu mig af uppi

á hótelherbergi einn daginn, létu mig hlusta

á tónlistina og slepptu mér ekki fyrr en ég

hafði nokkurn veginn dregist á að taka verk-

ið að mér. Á sama hátt tóku þeir Stein Winge

sem er þekktur leikstjóri í Noregi og hefur

starfað mikið í Þýskalandi og víðar og það

varð úr að við slógum til. Þeir sem þekktu

okkur báða töldu útilokað að við gætum starf-

að almennilega saman - við hefðum báðir of

sterk einstaklingseinkenni sem listamenn til

að þetta gæti gengið. Og ég þykist vita að

stundum hafi söngvurunum þótt erfitt að vinna

undir stjórn okkar beggja. En við erum ánægð-

ir með árangurinn, áhorfendur tóku verkinu

vel og við Stein erum mun meiri vinir eftir

þessa samvinnu okkar.

Hvernig höguðuð þið samstarfinu?

-Við skoðuðum óperutextann saman en

hann var lagaður að nútímamáli. Við breyttum

honum svolítið og bættum eins og iðulega

þarf að gera og létum meðal annars semja

svolítinn kafla um Udbye sjálfan inn í verkið.

Síðan ræddum við mikið saman um hvernig

nálgast skyldi verkið og í nóvember unnum

við í eina viku í Osló með einsöngvurunum

en meðal þeirra var Elín Ósk Óskarsdóttir sem

stóð sig með miklum sóma og fékk mjög góða

dóma eins og reyndar allir einsöngvararnir.

Síðan vann ég einnig með kórnum í Þránd-

heimi. Síðasta lotan hófst svo í janúar og stóðu

æfingar nánast óslitið fram að frumsýningu

1. febrúar og þar vorum við oftast nær báðir

eða til skiptis.

Þrjár sýningar voru ákveðnar en eftir frum-

sýningu var ljóst að viðtökur voru slíkar að

hægt yrði að bæta þeirri fjórðu við og var

einnig uppselt á hana á skömmum tíma. Ráð-

gert er að gefa tónlistina út á hljómdiski á

næstunni og síðan hefur norska utanríkisráðu-

neytið til athugunar að nota verkið til kynning-

ar á norskri menningu erlendis. Sveinn segir

að mikil umræða hafi orðið í Noregi um ágæti

verksins og þar hafi sitt sýnst hverjum:

Þjioarópera eóa ekki?

-Menn eru sammála um að verkið sé fyrsta

ópera, sem Norðmaður hefur samið. En um

leið hófst líka mikil umræða um það, hvort

verkið væri hin rétta þjóðarópera, sem Norð-

menn hafa talið sig vanta, eða ekki. Og í rétt-

lætisins nafni verður að segja, þótt gagnrýn-

endur hafi hrósað uppfærslunni, þá velkjast

þeir áfram í vafa um þjóðaróperuna. En til

gamans má geta þess af því að þarna stóðu

Islendingar að verki með Norðmönnum, að

annað helzta stórvirki Udbyes er kantata, kór-

verk, sem heitir einmitt íslendingar í Noregi.

En fyrir utan Friðkollu, eru víst til kringum

100 aðrar norskar óperur og söngleikir sem

aldrei hafa verið uppfærð og það er greinilegt

að þessi uppfærsla hefur leitt til mikilla um-

ræðna um ýmis gleymd eða hálfgleymd tón-

skáld sem sumum þykir vert að taka til flutn-

ings. Við gætum alveg heimfært þetta uppá

okkur og ímyndað okkur hvort ekki yrði upp-

lit á landanum ef hér fyndst í grúski á Þjóðar-

bókhlöðunni handrit að óperu eftir Sveinbjörn

Sveinbjörnsson!

Óperan Friðkolla var sýnd í Olavshallen,

tónlistarhúsinu í Þrándheimi en þar er aðsetur

Sinfóníuhljómsveitar borgarinnar. -Þarna fær

líka inni alls kyns önnur tónlistarstarfsemi,

óperuflutningur og ballet en aðalsalur hússins

tekur um 1.400 manns. Svona hús þarf að

vera til í Reykjavík og reksturinn gengur hjá

þeim af því að þeir nýta húsið fyrir svo marga

aðila. Sinfónían á þarna heimili sitt og nýtur

ákveðins forgangs en með góðri samvinnu

hefur tekist að nýta húsið svo að það stendur

undir sér.

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR  22. FEBRÚAR 1997  7

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20