Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						FYRSTA verkið sem þau Brynja og

Sigurjón settu upp saman var Ég

er afi minn" eftir Magnús Jónsson

og nú ganga í Borgarleikhúsinu

sýningarnar á Fögru veröld eftir

Karl Agúst Úlfsson sem þau settu

upp og fagna með því þriggja

áratuga samstarfi sínu. Og þar

sem engan skugga hefur borið á samstarfið

er eins líklegt að það geti gengið um ókomin ár.

„Við Sigurjón unnum fyrst saman að leik-

sýningu hjá leikfélaginu Grímu í Tjarnarbæ

veturinn 1966-67," segir Brynja. „Magnús

Jónsson, heitinn, kvikmyndaleikstjóri og seinna

leikhússtjóri L.A. hafði skrifað leikritið „Ég

er afi minn" um óvitann Lilla Lilla og fjöl-

skyldu hans, sálfræðinginn sem kemur í heim-

sókn og færir Lilla Lilla leikfang að gjöf, í ljós

kemur að leikfangið er sjálf bomban. I bak-

grunni er Víet Nam stríðið og íslenskur veru-

leiki um her í landi. Við unnum þarna að sjálf-

sögðu kauplaust, æfðum á kvöldin og næturn-

ar, frumsýning var fyrirhuguð í janúar en í

desember vænkaðist hagur okkar, Framsókn-

arflokkurinn keypti forsýningu að verkinu á

þing sitt í Leikhúskjallara og borgaði okkur

fyrir. Það var í fyrsta skipti sem leikarar fengu

kaup fyrir æfingavinnuna hjá Grímu. Sá sem

stóð fyrir þessu uppátæki og um leið kjarabót

fyrir listamennina hét og heitir Ólafur Ragnar

Grímsson.

Næsta leikrit sem við Sigurjón unnum sam-

an var einnig áróður gegn hernaði, það er að

segja Lýsistrada eftir Aristófanes. Eg var þá

farin að leikstýra af krafti en hafði týnt Sigur-

jóni til Kaupmannahafnar. Ég hafði uppá hon-

um, hann hafði ekki síma svo ég varð að láta

kalla hann í símann hjá Tryggva Ólafssyni

kollega hans, hann kom lafmóður í símann og

ég bað hann að taka næstu vél heim, hann

væri kominn á laun hjá Þjóðleikhúsinu og yrði

að vinna með mér að uppsetningu á Lýsiströdu

á Stóra sviði Þjóðleikhúss. Sigurjón varð svo

hissa að hann hlýddi umsvifalaust og eftir það

varð íslenskt leikhús miklu ríkara.

Við Sigurjón vorum saman í menntó, þó ekki

í sama árgangi, en sameiginlegt eigum við að

hafa bæði hafið undirbúning að arkitektúr-

námi, ég í verkfræðideild H.í. en hann á ítalíu."

örlagavaldur

„Brynja hefur verið mikill örlagavaldur í lífi

mínu því eftir að ég tók að mér þessa leik-

mynd veturinn 1966 til 1967 má segja að þar

með hafi ég snúið mér að starfi leikmynda-

hönnuðar og verið við það nánast síðan," seg-

ir Sigurjón Jóhannsson. Hann hafði lokið

myndlistarnámi en hélt eftir þetta til Danmerk-

ur. „Þar vann ég í fímm ár og aflaði mér reynslu

í þessu starfi. Þá var ekki um eiginlegt nám

að ræða í leikmyndahönnun en með því að

starfa við leikhúsin kom ég mér inn í öll þau

störf sem leikmyndahönnuður verður að kunna

skil á, tæknistörfin og annað sem skiptir máli

við útfærslu leikmyndar og búninga."

Með þessum tveimur verkefnum markaðist

sú samvinna sem leiddi til þess að næstu árin

setja þau Sigurjón og Brynja upp hvert verkið

af öðru, að meðaltali á tveggja ára fresti auk

þeirra verkefna sem þau hvort um sig tóku

að sér. En af hverju fór Brynja út í leikstjórn?

„Eftir burtfararpróf úr leiklistarskóla Þjóð-

leikhússins hóf ég nám í látbragðslist hjá

meistara Jacques Lecoq í París en nokkrum

árum seinna reif ég mig upp úr fullu starfi

sem leikari við Þjóðleikhúsið og fór í ársnáms-

ferð til útlanda ásamt eiginmanni mínum, Erl-

ingi Gíslasyni leikara. Við vorum einstaklega

heppin, það var margt að gerast merkilegt í

leikhúsunum á þessum tíma í Þýskalandi, Eng-

landi, ítalíu og Tékkóslóvakíu en þar var vorið

að halda innreið sína sem lauk með innrásinni

1968. Við komumst inn sem gestalistamenn,

vorum til dæmis þrjá mánuði við leikhús

Brechts í Berlín og vorum undir handarjaðri

ekkju hans, leikkonunnar Helenu Weigel. Á

ítalíu eltum við Daríó Fó á leikferð og svo

framvegis. Á þessu ferðalagi kviknaði ástríða

mín fyrir leikstjórn fyrir alvöru."

Meðal leikverka sem þau hafa unnið að sam-

an eru Ég vil auðga mitt land, Sólarferð, Flug-

leikur, Dags hríðar spor, Svalirnar, Uppreisn

á ísafirði, Hvar er hamarinn? og Endurbygg-

ing. „Flest þessara verka hafa verið frumupp-

færslur, stundum eftir nýja og óþekkta höf-

unda, marga íslenska. Einnig höfum við unnið

saman að leikgerð, meðal annars Helenu fögru

og Skugga-Svein og oft voru sýningar okkar

með þeim best sóttu í Þjóðleikhúsinu á þeim

árum," segja þau Brynja og Sigurjón.

„Það er bæði erfitt og spennandi að setja

upp ný verk. Kosturinn er sá að þá göngum

við að því með mjög opnum huga og erum á

byrjunarreit. Þannig verður einnig að vinna

eldri verk því það er alltaf nauðsynlegt fyrir

leikstjóra og leikmyndahönnuð að ganga

óbundin að hverri uppfærslu þótt menn nýti

alltaf einhverja reynslu. Við höfum bæði starf-

að við uppsetningu leikrita sem við höfum

sett upp áður og það gefur tækifæri á að sjá

einhverja hluti í nýju ljósi og er oft einmitt

gaman að fá að spreyta sig á því. Nýir tímar,

Morgunblaóið/Golti

HÉR rifja þau Brynja Benediktsdóttir leikstjóri og Sigurjón Jóhannsson leikmyndahönnuður upp gamlar minningar

yfir myndum og leikskrám sem Brynja hefur haldiö til haga.

LIFROÐUR AÐ

HVERRI FRUM-

SÝNINGU

Sextán sinnum á þrjátíu árum hafa leiðir þeirra

Brynju Benediktsdóttur leikstjóra og Sigurjóns

Jóhannssonar leikmyndahönnuðar legið saman

við uppsetningu leikrita á litlum og stórum

----------------------------------------------------------------------------------------7-------------------------------

leiksvióum borgarinnar og víðar. JOHANNES

TÓMASSON hitti þau að máli.

breyttar forsendur og aðrar kringumstæður

kalla alltaf á eitthvað nýtt í leikhúsinu - það

er engin regla til og ekkert algilt í þessum

efnum."

Forvinnan mikilvæg

Og þau leggja mikla áherslu á undirbúning-

inn og forvinnuna sem þarf að eiga sér stað

áður en æfingar og hönnun geta hafíst: „Æf-

ingatíminn er oftast nær ákveðinn kringum

þrír mánuðir og það er mikilvægt að skipu-

leggja þann tíma vel til að allt gangi upp.

Fyrstu vikurnar fara í forvinnu, við skoðum

verkið vandlega, gefum því lögun og lit eins

og við segjum og mótum hvaða tökum við

ætlum að taka því. Eftir það hefst leikstjóri

handa við val á leikurum og leikmyndahönnuð-

ur fer að teikna og síðar kemur að búningum

og leikmunum."

Brynja segir að margt þurfi að hafa í huga

við val á leikurum, hvers konar persónur þeim

sé ætlað að skapa, huga þurfi að því hvernig

leikarar nái saman og hvernig viðkomandi

verkefni höfði til þeirra - ný aðferð sé notuð

við hverja uppfærslu. Hönnun búninga hefst

síðan þegar leikaraval liggur fyrir. „Eg er þá

búinn að gera mér nokkra hugmynd um leik-

myndina og þegar teikningar liggja fyrir að

öllu saman geta verkstæðin farið að smíða og

saumastofur að sauma," segir Sigurjón, „en

hlutverk mitt felst þá einkum í því að fylgjast

með öllu verkinu, breyta og bæta og auðvitað

eru svona verk unnin í mikilli og náinni sam-

vinnu og samráði við þá lykilmenn sem þurfa

að leggja sitt að mörkum til að hver og ein

sýning gangi upp. Fyrir utan leikstjóra og

hönnuð eru þeir ljósameistari, hljóðmaður og

sá sem æfír hreyfingar nema í tilviki Brynju

því hún hefur alla tíð unnið sviðshreyfingar

sjálf, telur það órjúfanlegan og sjálfsagðan

þátt í leikstjórninni," og segir sjálf um það

atriði: „Leikstjórinn verður að geta séð fyrir

sér hreyfinguna og formið og þar með dýnam-

íkina í hverri sýningu."

Gerum ekki

annaó á medan

Er kúnst að halda áætlun þegar frumsýning-

ardagur er ákveðinn með löngum fyrirvara?

„Það þarf að halda vel á spöðunum," eru þau

sammála um. „Öll verkstjórn og skipulag skipta

miklu máli og þess vegna eru undirbúningurinn

og forvinnan svo nauðsynleg. Við erum iðulega

að stýra stóru og dýru bákni þar sem atvinnu-

leikhúsin eru annars vegar og þetta verður

sprettur upp á líf og dauða þegar frumsýningin

nálgast og við róum lífróður fram að frumsýn-

ingu. í starfinu felst meira en bara að hanna

hlutina og segja leikurum til. Dæmið verður

að ganga upp á þeim tíma sem er til stefnu og

þá verður kannski að loka á heimilislíf og þann-

ig má segja að þetta sé all sjálfhverft starf,"

segja þau og Brynja bætir við: „Menn gera

ekki annað á meðan og ég_ er eiginlega alveg

búin að vera eftir törnina. Ég hef oft dáðst að

Ólöfu, konu Sigurjóns, því hún starfar ekki við

leikhús eins og maðurinn minn en hún hefur

sýnt einstakan skilning og þolinmæði öll þessi

ár því meðan spretturinn stendur yfir held ég

að Sigurjón sjáist ekki mikið heima hjá sér!"

Eins og áður er nefnt er nýjasta verkið sem

þau Brynja og Sigurjón unnu saman uppsetn-

ing á Fögru veröld eftir Karl Ágúst Ulfsson:

„Þetta var tekið með nokkuð snöggu átaki,"

sagði Brynja, „enda hefur allt gengið frekar

hratt fyrir sig í Borgarleikhúsinu og hlutirnir

eru teknir í stökkum. Eg hef mikið álit á Karli

Ágústi sem leikritahöfundi og hann á örugg-

lega framtíð fyrir. sér þar. Það hefur verið

mjög gaman að eiga þátt í þessari uppsetn-

ingu, öll tónlistin er ný, eftir Gunnar Reyni

SVeinsson og þarna koma fram 20 syngjandi

leikarar ásamt 6 manna hljómsveit á stóra

sviði Borgarleikhússins."

Fékk tima til aó hugsa

Hvorugt þeirra Sigurjóns og Brynju eru leng-

ur í föstu starfi hjá leikhúsum, Sigurjón hætti

í Þjóðleikhúsinu eftir 15 ára veru þar, kvaðst

vilja hafa óbundnar hendur til að sinna fleiri

verkum en einungis leikmyndahönnun og hefur

snúið sér æ meir að myndlistinni. Viðskilnaður

Brynju varð öllu sögulegri eins og lesendur

eflaust muna þar sem nýr leikhússtjóri sagði

henni upp ásamt öðrum fastráðnum listamönn-

um hússins, reyndar áður en hann tók við starf-

inu. „Uppsagnirnar voru því dregnar til baka.

Ég varð þá verkefnalaus við húsið í heilt ár

þar til næsta uppsógn reið yfir. AHt í einu fékk

ég næði til þess að hugsa, og „búa manni mín-

um fagurt heimili". Ég hafði unnið óhemjumik-

ið þessi tæpu 30 ár sem ég var fastráðin við

stofnunina Þjóðleikhús. Nú fór ég að taka til

og koma reglu á öll þau gögn, myndir og

dagbækur okkar hjóna úr Jeikhúsinu sem lágu

í hrúgum uppi á háalofti. Árangur þessarar til-

tektar er bókin „Brynja og Erlingur fyrir opnum

tjöldum" sem ég skrifaði ásamt Erlingi og Ing-

unni Þóru Magnúsdóttur sagnfræðingi en Mál

og menning gaf hana út fyrir jólin 1994."

En hvernig fínnst Sigurjóni að hafa ekki leng-

ur með höndum fast starf hjá leikhúsi?

„Eg kann bara vel við það. Eins og ég nefndi

vildi ég komast í annað en bara leikmyndahönn-

un og hef síðustu árin starfað við myndlistina,

það sem ég lærði í upphafi. Meðfram hef ég

tekið að mér verkefni í leikhúsi og þá eru verk-

efnin auðvitað oft sveiflukennd, stundum hrúg-

ast þau að manni en síðan er rólegra á milli."

Gagnrýni kom líka til umræðu - eins og

kannski alltaf þegar rætt er um leiklist: „Ég

er komin með harða skel," segir Brynja, „en

ég þarf sannarlega ekki að kvarta yfir„vondri

gagnrýni" gegnum árin. Oftast segir gagnrýn-

in mér meira um gagnrýnandann sjálfan en

sjálfa mig og samstarfsfólkið. En verst þykir

mér að geta ekki glaðst yfir lofínu og þá á

ég við ef ég þekki gagnrýnandann á því að

vera fákunnandi, fordómafullan og þjáðan af

mannfyrirlitningu. Það er vont að vera hrósað

af slíkum mönnum. En starf gagnrýnandans

er ákaflega erfítt og vanþakklátt starf og mik-

il þversögn í því að hann þarf að kynna sér

innviði leikhússins og eðli listgreinarinnar en

fær kannski takmarkaðan aðgang að lista-

mönnunum og leikhúsinu. Þessi tveir aðilar

verða að skilja á milli vináttu eða óvináttu og

trúnaðar annars vegar og fagmennsku beggja

hins vegar."

Stendur nokkuð til að hætta samstarfinu?

„Það er engin ástæða til þess - meðan ein-

hverjir vilja njóta krafta okkar. Það hefur ver-

ið gaman að eiga þátt í að íslensk verk eru

nú meira metin en áður var og það væri gam-

an að takast brátt aftur á við eitthvert af klass-

ísku verkunum," segja þau að lokum.

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR    22. FEBRÚAR 1997    15

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20