Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						IRINA Björklund leikur Lulu í Svenska Teatern í Helsingfors.
ASKJA Pandóru eftir Frank
Wedekind var sýnd í
Svenska Teatern í Helsing-
fors í byrjun árs 1905 og
nefndist þá Jarðarandinn
eftir þýska titiinum sem var
þá Der Erdgeist. Leikritið
var kynnt sem verk fulltrúa
hins nýjasta í þýskum leikbókmenntum og á
það var minnt að frumsýning verksins í Þýska-
landi 1898 hefði kallað á hörð viðbrögð og
heiftarlegar ritdeilur. Eftir umsögn gagnrýn-
anda Hufvudstadsbladet að dæma 18. janúar
1905 var leikritinu vel tekið og frá því er sagt
að áhorfendur hafí fagnað því, jafnvel ákaft
undir lokin.
Þeirri Lulu sem Svenska Teatern í Helsing-
fors sýnir nú leikstýrir sænski leikstjórinn Hilda
Hellwig, skærasta von Svía meðal íeikstjóra ef
marka skal ummæli Ingmars Bergman. Um
leikmynd og búninga sér frægur landi hennar,
Ralf Forsström. Hilda Hellwig hefur unnið þessa
gerð Öskju Pandóru upp úr frumgerðinni frá
1894. Sýning Lulu nú tekur þrjá tíma og tutt-
ugu mínútur og hefur frumgerðin verið stytt
um helming. Á tímum Wedekinds voru leikrit
lengri en nú ti'ðkast.
Gestir Svenska Teatern í febrúar 1997 virt-
ust sumir hverjir á báðum áttum að lokinni
sýningu, nokkrir greinilega hneykslaðir á viss-
um atriðum. Fólk sem sækir leikhús að stað-
aldri er þó ýmsu vant og þarf mikið til að það
verði fyrir verulegri geðshræringu. Ég heyrði
aftur á móti raddir sem töldu að í sumu hefði
verið gengið of langt, til dæmis í atriðum sem
sýndu kynferðislega mis-
notkun stúlkubarns og
Kobba kviðristu við
myrkraverk sín.
Til hvers er
listln?
í samtali mínu við
Hildu  Hellwig  leik-
1 stjóra sagði hún að til-
gangur sinn væri ekki
að ganga fram af fólki
heldur vekja það til um-
hugsunar. Hún væri ánægð
ef sýningin kallaði á við-
HÖFUNDURINN
Frank Wedekind.
brögð. Fyrir sér vekti að bæta heiminn og hún
væri vongóð. „Lulu er óhugnanleg saga og ég
geri mér grein fyrir að þetta er ekki leikrit
sem fólk elskar. Aðalatriðið er að elska þau
áhrif sem maður verður fyrir frá verkinu og
byrja að ræða það og tala saman um það." I
greinargerð í leikskrá skrifar hún: „Grunnhug-
mynd í samstarfi okkar Ralfs Forsströms er
að skapa fegurð til að geta sagt þessa hræði-
legu sögu svo að áhorfandinn njóti þess. Feg-
urð leikmyndarinnar er í mótsögn við frásögn-
ina, hún hjáipar áhorfendum til að þola það sem
gerist á sviðinu um leið og leikmyndin þjónar
efni sýningarinnar sem er mótsögnin milli glitr-
andi yfirborðs og þess sem er að baki."
Hilda Hellwig telur það gott að sýningin
setji áhorfendur úr jafnvægi. Það merki að hún
hafi náð til þeirra.
Timarnir eru vendir
I Forspjalli Wedekinds að Jarðarandanum
1898 sem hefst á orðunum Tímarnir eru vond-
ir segir um Lulu: „Hún var sköpuð til að valda
óhamingju/ lokka, tæla, eitra -/ að myrða án
þess nokkur vissi."
Lulu er dóttir götunnar og hefur frá bernsku
verið nýtt í því skyni að stytta öðrum stundir,
fyrst með því að dansa fyrir þá og smám sam-
an til að láta undan fýsnum þeirra. Sjö ára
selur hún blóm á börum, berfætt og buxna-
laus. Maður að nafni Schigoich sem hugsanlega
er faðir hennar hefur kennt henni lestina, mis-
notar hana kynferðislega og fylgir henni eftir.
Þegar sýningin hefst er hann orðinn algjört
úrhrak en þó ekki hættur að þjóna hinu illa.
Ritstjórinn Schöning hefur tekið Lulu að sér
unga, en það verður ekki til að líf hennar öðl-
ist tilgang. Hún er umkringd karlmönnum sem
líta á hana sem lejkfang, girnast hana og dýrka
líkama hennar. I þessum undirheimum yfir-
stéttarinnar er ekkert rými fyrir ást eða ein-
lægar tilfinningar. Allt er gervi, svik og undir-
ferli. Lulu endar sem skækja, gegnir því hlut-
verki að halda öðrum uppi, þar á meðal „föð-
ur" sínum uns hún mætir blóðidrifnum örlögum
í faðmi Kobba kviðristu.
Nakió og sœrt barn
Leikkonan Irina Björklund sem leikur Lulu
er nakin mest allan tímann og fer vel á því.
Hún er augnayndi, heillandi í hlutverki sínu
með mikið aðdráttarafl, en hefur ekki glatað
sakleysinu þrátt fyrir aílt. Eins og bent hefur
verið á í leikdómi túlkar hún fremur hið særða
barn sem níðst hefur verið á en hina kynósa
spilltu heimskonu sem kann á karlmennina og
valdhafa samfélagsins. Hún er kannski einum
of lítið snortin af öllum þeim ósköpum sem
dynja yfir og á henni sérstaklega. Þar á hlut
að máii leikmynd Ralfs Forsströms sem er svo
glæst að unun er að njóta hennar og leikstjór-
inn teflir sem fyrr segir gegn hinum ógnvæn-
legu öflum í manninum og samfélaginu í kring.
Leikur er mjög góður og yfírleitt erfitt að
fínna missmíð á sýningunni. Ef til vill hefði
mátt stytta hana enn meira, enda heyrðist
mér á leikstjóranum, Hildu Hellwig, að hún
væri með áform um það. „Ég elska að stytta,
elska að stytta," sagði Ralf Forsström og
gæddi sér á bjór og ísköldum vodka í hádegis-
verði á listamannakránni Cosmos.
Við sama tækifæri, frumsýningardaginn,
sagði Hilda Hellwig: ^Leikararnir vita ekki á
hverju þeir eiga von. Eg ætla að láta þá fara
í gegnum alla sýninguna, einu sinni enn."
ögrandi sýning
Menn voru sammála um að Lulu væri
ögrandi sýning og það væri ágætt og við
hæfí þegar Svenska Teatern væri annars veg-
ar. Leikhússtjórinn Lars Svedberg tók undir
það. Hann baðaði út höndunum og augun skutu
gneistum þegar hann var að lýsa hrifningu
eins roskins kynbróður meðal áhorfenda á
nekt aðalleikkonunnar.
Hilda Heilwig var afar sátt við orð eins
gestanna við hádegisborðið sem sagði að hann
hefði hugsað ýmislegt meðan á sýningunni
stóð og fleira hefði hvarflað að honum en það
sem fram fór á sviðinu. „Þannig vil ég að það
sé, það er tilgangur minn," sagði Hellwig.
Ég spurði Hildu Hellwig hvort hún gæti
hugsað sér að stytta og setja upp hið tveggja
daga langa leikrit Austurríkismannsins Karls
Kraus um endalok mannsins. Hún tók vel í
það og spurði hvort ég vissi að það var ein-
mitt gagnrýnandinn Kraus sem hvatti Wede-
kind. Þetta var tilefni til þess að rifja upp gildi
Wedekinds sem brauytryðjanda í nútímaleikrit-
un, en hann var einn fyrsti expressjónistinn.
Meðal þeirra sem hann hafði augljóslega áhrif
á var Bertolt Brecht. Sá síðarnefndi, sem var
viðstaddur útför Wedekinds í Miinchen 12.
mars 1918 (Wedekind fæddist í Hannover 24.
júlí 1864), segir í eftirmælum að við útförina
hafi hann fyrst áttað sig á að Wedekind var
SKJUNA
látinn: „Asamt Tolstoj og Strindberg telst hann
meðal helstu uppalenda nýrrar Evrópu. Mesta
verk hans var persónuleiki hans."
Ættingjar, vinir, rithöfundar, leikhúsmenn
og fyrirfólk fylgdi skáldinu til grafar. Það sem
aftur á móti setti mestan svip á útförina var
að flækingar og misheppnaðir menn voru ekki
síður áberandi, einkum hórur. Þetta fólk tróð
sér framarlega í röð syrgjenda og var fyrst
að gröfinni til þess að missa ekki af neinu.
Frank Wedekind var leikritaskáld, leikstjóri
og leikari, lék m.a. í Lulu, og einnig ljððskáld.
Hann var líka kunnur fyrir greinar sínar í hinu
áhrifamikla ádeilutímariti Simplicissimus. Eins
og margir rithöfundar úr borgarstétt var það
honum íþrótt að hæðast að borgarastéttinni.
Wedekind hitti tilvonandi konu sína, Tilly
Newes (sem var 21 ári yngri), 1905. Hann lék
á móti henni í Öskju Pandóru, hún Lulu, hann
Kobba kviðristu. Á tíunda áratug liðinnar ald-
ar átti hann í ástarsambandi við Fridu Strind-
berg (f. Uhl) og þau eignuðust saman soninn
Friedrich. Wedekind hélt ekki sambandi við
soninn sem hallaðist að nasisma og átti sinn
þátt í að verk föðurins voru úrskurðuð úrkynj-
unaríist og bönnuð í Þýskalandi.
Sjálfselskan i fyrirrúmi
Ungur lét Frank Wedekind eftirfarandi orð
falla sem þykja lýsa tíðaranda hans og hafa
nokkurt gildi enn í dag:
„Fólk gerir aldrei neitt fyrir náungann án
þess að hugsa um launin. Eina ástin sem
bærist í brjósti fólks er sjálfselskan."
Einhverjir munu þekkja óperu Albans Bergs
um Lulu frá 1934 sem hann byggði á Jarðar-
andanum og Öskju Pandóru og þótti um margt
hneykslanleg. Árið 1988 var Lulu tekin til
endurfrumsýningar hjá Deutsches Schauspiel-
haus í Hamborg. Nokkrum árum áður hafði
hinn upprunalegi Lulutexti fundist í banka-
hólfí í Miinchen.
Lulu í Helsingfors er unnin upp úr þessum
fundna texta og þriðji og fjórði þáttur leikrits-
ins gerðir að einum. Sýningin, sem í senn er
mikilsverð heimild um framsækna leikritun
fyrir tæpri öld og lifandi sýning unnin af metn-
aði og vel að merkja ástríðu, mun að öllum
líkindum stuðla að uppreisn Lulu á Norðurlönd-
um. Hilda Hellwig lætur Lulu opna öskju Pand-
óru fulla af böli og þjáningu. Vonin ein verður
eftir á botninum og úr henni smíðar leikstjór-
inn sýningu sína hvað sem öðru líður.
20  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR   22. FEBRÚAR 1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20