Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Ibyrjun þessa árs kom út í Svíþjóð bók-
in „Nordiska - vára sprák förr och
nu" en heiti hennar má íslenska sem
„Norrænar tungur fyrr og nú", þann-
ig að gefi einhverja hugmynd um efn-
ið. Þetta er allmyndarleg bók, 536
blaðsíður að stærð og skipt í níu kafla
auk skráa. Hér hefur verið safnað
saman í eitt rit fróðleik um norrænar tung-
ur, sögu þeirra og þróun, og ítarlega fjallað
um það hvað skilur þær að og sameinar.
Útgáfa þessarar bókar hlýtur að vera fagnað-
arefni hverjum þeim, sem enn trúir á gildi
og viðgang norrænnar menningar og því full
ástæða til að rýna nánar í þetta ágæta rit
og sjá hvern fróðleik það hefur að geyma.
Höfundar bókarinnar eru fjórir að tölu,
allir kennarar í norrænum málvísindum við
Háskólann í Lundi: Nils Jörgensen frá Sví-
þjóð, Gorm Larsen frá Danmörku, Bente
Martinussen frá Noregi og svo Jóhanna
Barðdal frá Islandi. Tíðindamaður Lesbókar
Morgunblaðsins hitti Jóhönnu að máli í tilefni
af útgáfu bókarinnar - hún er kennari í ís-
lensku við deild Lundarháskóla í norrænum
málvísindum og hefur gegnt þeirri stöðu á
fjórða ár; þá er hún í doktorsnámi við sömu
deild og hún er einnig nýráðin sem sérfræð-
ingur í íslenskum málefnum við ritnefnd
Sænsku alfræðibókarinnar, sem verið er að
gefa út um þessar mundir.
Hvað kemur til að þið gefið út bók um
norrænar tungur? Segðu mér lítillega frá
aðdraganda bókarinnar, Jóhanna.
Það er nú rétt og skylt að taka fram, að
frumkvæðið að bók um norrænar tungur er
ekki frá okkur fjórmenningunum komið. Það
er maður að nafni Rolf Horneij, sem er fram-
kvæmdastjóri Utbildningsradion - mennta-
varpsins - í Stokkhólmi, sem datt í hug að
búa til útvarpsþætti um norrænu tungumálin
og innbyrðis skyldleika þeirra, en hann vildi
leita svara við spurningum á borð við hvað
sé líkt með þessum tungumálum og hvað ólíkt.
Hann taldi víst að til væri fólk - hinn fróð-
leiksþyrsti almúgamaður - sem hefði áhuga
á þessu efni. Menntavarpið heyrir undir Menn-
ingarrás sænska hljóðvarpsins og hefur ákaf-
lega trúan hlustendahóp, svo það má telja
að Rolf Horneij hafi þó nokkuð til síns máls.
Nú, hann er mikill áhugamaður um tungu-
mál. Það má skjóta því hér að, að hann hefur
til dæmis gert þætti um Tornedalsfinnskuna,
sem er sérstakt tungumál fólks í Tornedal í
Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi. Torne-
dalsfínnskan var um langt skeið bönnuð af
sænskum yfírvöldum og mátti til dæmis ekki
kenna hana í skólum. En skömmu áður en
Rolf gerði sína þætti var Tornedalsfmnska
viðurkennd sem sérstakt talmál og ritmál, en
ekki afdalamállýska sem skyldi útrýmt. Þátt-
um menntavarpsins fylgir oft að gefnar eru
út kennslubækur og fræðslukver sem fjalla
um sama efni, og það varð úr þegar um
þættina um norrænu tungumálin var að ræða,
að Rolf hafði samband við bókaforlagið Stud-
entlitteratur til að grennslast fyrir um áhuga
þess á útgáfu bókar um sama efni og þættirn-
ir. Forlaginu leist vel á hugmyndina og kvaðst
tilbúið til samvinnu um þetta. Þá var haft
samband við okkur fjórmenningana og við
beðin um hvort tveggja, að skrifa bók um
norrænar tungur og búa til handrit að átta
hljóðvarpsþáttum.
Ef við fjöllum fyrst um bók ykkar - er
hún fyrst og fremst ætluð þeim sem þegar
fást við málvísindi, eða hefur hinn fróðleiks-
þyrsti almúgamaður eitthvað í hana að sækja?
Ég ætla nú rétt að vona það! Þessi bók er
skrifuð sem kennslubók og handbók við
kennslu í norrænum málvísindum fyrir byrj-
endur. Við höfum sem sagt gert strangar
fræðilegar kröfur til okkar sjálfra og bókin
er þar með nothæf við háskólanám. Hins
vegar höfum við vandlega gætt þess að forð-
ast mjög fræðilegar útlistanir og flókinn fag-
orðaforða. Þar með gerum við okkur vonir
um að einmitt hinn fróðleiksþyrsti almúga-
maður hafí bæði gagn og gaman af bókinni
- hún segir auðvitað frá því sem varðar allan
almenning á Norðurlöndum, þróun tungunn-
ar, helsta boðskiptatækis okkar.
Ég tel líka að bókin eigi fullt erindi til allra
þeirra sem kenna norðurlandamál á öllum
stigum skólakerfisins og við höfum reynt að
hafa þarfir þess hóps í huga við samningu
bókarinnar. Hún er reyndar ekki hugsuð sem
kennslubók í einstökum norrænum tungumál-
um, en sem handbók og ítarefni hefur hún
að geyma ýmsan fróðleik sem ekki er að fínna
í aðgengilegu formi annars staðar.
Þið hafið auk bókarínnar gert átta hljóð-
varpsþætti um sama efni. Hljóðvarpið er auð-
vitað ákjósanlegur miðill til að fjalla um
tungumál, en verður þá ekki hvort tveggja
að vera til staðar, bók og hljóðvarpsþættir,
svo efnið njóti sín til fulls?
Ekki er það nú. Bókin er þannig skrifuð
NORRÆNAR
TUNGUR
FYRR OG NÚ
Nýlega er komin út bók um norræn tungumál á
vegum háskólans í Lundi í Svíþjóð. Jakob S. Jóns-
son hitti aó máli Jóhönnu Baródal íslenskukennara,
en hún er einn af höfundum bókarinnar.
JÓHANNA Barðdal, lengst til vinstri, og samstarfsfólk hennar við gerð bókarinnar.
að hún stendur fyllilega fyrir sínu ein og sér.
Á hitt má svo líta tvennum augum, hvort bók
eða hljóðvarp sé heppilegri miðill til að fj'alla
um tungumál. Hljóðvarp hefur auðvitað visst
gildi, þegar um ræðir hið talaða mál, en
tungumálið samahstendur af fleiri þáttum en
hinu talaða máli. Ritmálið kemur líka til og
hefur auðvitað mikil áhrif á það hvernig
tungumálið bæði birtist notendum sínum og
eins hvernig það þróast. Reyndar er málið
ekki alveg svona einfalt, að hægt sé að skipta
tungumálinu í tvo nánast jafngilda hluta, tal-
mál og ritmál. Eftir að formgerðarstefna
(strúktúralismi) ruddi sér til rúms í hugvísind-
um þá hafa fræðimenn í æ ríkari mæli farið
að líta á talmál og ritmál sem mismunandi
myndir af sjálfu tungumálinu. Það var franski
málvísindamaðurinn Ferdinand Saussure sem
lagði fram þessa kenningu í upphafi aldarinn-
ar og byggði þá á frönsku hugtökunum
"langue" og "parole" - tungumál og tal -
og fræðimenn eru ekki á eitt sáttir enn um
það hvaða augum beri að líta á tengslin þar
á milli. Grundvallarspurningin sem formgerð-
arstefnan tekst á við er sú, hvort tungumálið
sé sjálfstætt kerfí í mannlegri hugsun eða
lúti utanaðkomandi öflum þegar það breytist
og þróast. Formgerðarstefnan tekur í raun-
inni þá afstöðu að tungumálið sé sjálfstætt
kerfi, en það er dálítið flókið mál og viðamik-
ið og á kannski ekki að öllu leyti erindi í
þetta viðtal. En ef á að takast á fullnægjandi
hátt að lýsa byggingu og þróun fimm tungu-
mála eins og hugmyndin var og auk þess að
taka mið bæði af tal- og ritmálsmyndum
þeirra allra, þá er það í sjálfu sér svo viðamik-
ið verk að hljóðvarpið eitt og sér dugir
skammt. Við fjórmenningarnir töldum þá
hreinlega hyggilegra að hafa bókarhluta verk-
efnisins viðameiri en upphaflega var gert ráð
fyrir og bókin varð á endanum rúmlega fimm-
hundruð blaðsíður, eða helmingi stærri en
ætlað var. Og með þessu vannst auðvitað,
að bókin nýtist lesendum á öllum Norðurlönd-
Við birtum engar eigin niðurstöður rann-
sókna. En við tökum niðurstöður þeirra fræði-
manna sem þegar hafa skrifað um norrænar
tungur og setjum þær saman á einn stað.
Þær bækur sem hingað til hafa verið skrifað-
ar um norrænar tungur hafa Iýst tungum
hinna norrænu þjóða hverri fyrir sig og greint
frá þeim sem lokuðum kerfum. Þær hafa
FORSIÐA bókarinnar um
norrænar tungur fyr og nú.
ekki borið tungumálin saman á eins skipuleg-
an hátt. Við lítum á norrænar tungur sem
hluta af einni heild, sem við getum kallað
norrænu. Hugtakið norræna getur reyndar
verið aðeins villandi, því það vísar kannski
um of til forníslensku - en við erum með
hvort tveggja undir smásjánni, samtímalega
og sögulega sýn. Stóri munurinn á vinnu fyrri
fræðimanna og okkar, er sú, að við leggjum
áherslu á efnislega skiptingu innan tungumál-
anna, en í því felst að hver kafli í okkar bók
fjallar um ákveðið efni eða þema, og síðan
greinum við frá þróun þess efnis innan allra
tungumálanna. Einn kafli fjallar um orðaforð-
ann, annar um beygingarfræði, þriðji um setn-
ingarfræði, fjórði um framburð og þar fram
eftir götum. Þannig verða upplýsingarnar
aðgengilegar og samanburðurinn á tungumál-
unum miklu Ijósari. Við hnykkjum svo á þess-
ari aðferð með sérstökum kafla sem saman-
stendur eingöngu af textadæmum og útskýr-
ingum á þeim. Með þessu móti verður skýr-
ara hvað skilur á með norrænum tungum og
hvað þeim er sameiginlegt.
Þetta samanburðarsjónarmið sem þú segir
að þið notist við í bók ykkar - er það ein-
hver nýjung í málvísindum?
Það getur verið villandi að tala um saman-
burðarsjónarmið. Samanburðarmálfræði er
nefnilega ákveðin undirgrein málvísinda og á
rætur að rekja allt aftur til 18. aldar. Hitt
er svo í rauninni mjög einfalt aðferðafræði-
legt sjónarmið, að sumir skoða eitt tungumál
og láta sér það nægja, meðan aðrir beina
fræðimannssjónum sínum að fleiri tungumál-
um. Okkar aðferð á sér ósköp hagnýtan til-
gang. Við vitum að norrænu tungumálin eru
kennd við um það bil eitt hundrað háskóla í
heiminum, og þar eru allar norrænar tungur
settar undir einn hatt. í framhaldi af því er
mjög líklegt að einhverjir vilji fást við saman-
burð á þessum tungumálum - enda höfum
við lengi vitað að þau eru náskyld. Og okkar
bók er tilraun til að mæta þessari þörf, og er
í raun hin fyrsta á sínu sviði. Það er kannski
nýjungin sem þú ert að sækjast eftir.
Ég sé að einn kafii bókarinnar fiáilar um við-
horf til tungunnar. Þar kemur fram að Svíar
líta á sitt móðurmál öðrum augum en íslend-
ingar líta á sitt. Geturðu sagt mér nánar frá
þessu?
Ég skal nefna tvö dæmi, sem sýna fram á
mismunandi viðhorf íslendings og Svía til
sinna eigin tungumála og einnig mismunandi
viðhorf hvors til tungumála hins. í fyrsta lagi
höfum við hreintungustefnu á íslandi. Hreint
mál er fagurt mál. Það þýðir að við íslending-
ar búum til íslensk orð yfir nýja hluti og fyrir-
bæri og lítum á tökuorð sem óæskileg. Þann-
ig viljum við hafa það. Svíar líta ekki þannig
á málið. Þeir telja tökuorð auðga tunguna
og það nægi að aðlaga tökuorðið sænskri
málhefð. Það telja Svíar að auðveldi málleg
samskipti þeirra við aðrar þjóðir - og líka
samskipti þeirra við sjálfa sig! Þeir telja að
tungumálið verði liprara boðskiptatæki eftir
því sem það verður auðugra af tökuorðum.
Þetta viðhorf er auðvitað gersamlega fram-
andi Islendingum.
Hitt dæmið varðar viðhorfíð till tungumála
nágrannaþjóðanna. íslendingar eru þekktir
fyrir það - að minnsta kosti með sjálfum sér
- að veigra sér ekki við að lesa bækur og
fræðirit á öðrum norrænum tungum. Þetta
er óþekkt með sænskum almenningi og meira
að segja hjá stórum hópum nemenda í grunn-
námi sænskra háskóla. Það er nánast undan-
tekning, ef danskar og norskar bækur eru
lesnar á frummálinu í Svíþjóð. Margir sænsk-
ir stúdentar hreinlega neita að lesa kennslu-
bækur á dönsku og norsku. Það má svo telj-
ast grátbroslegt, að þetta gildir einnig um
nemendur í norrænum málvísindum!
Þetta vekur nú hjá mér tvær spurningar:
Er hægt að vera nemandi í norrænum tungu-
málum og veigra sér við að lesa bækur sem
skrifaðar eru á dönsku og norsku? Og, í öðru
lagi, má merkja þessa sömu andúð á málum
bræðraþjóðanna hjá Dönum og Norðmönnum?
Svíar eru kannski langverstir, hvað þetta
varðar. Nú, það hafa verið gerðar rannsókn-
ir á því, hvort og í hve miklum mæli Skand-
inavar horfa hver á annars sjónvarp. Niður-
stöðurnar sýna tvímælalaust, að Svíar hafa
lítinn sem engan áhuga á sjónvarpi Dana og
Norðmanna, en til dæmis Norðmenn telja
mikilvægt að geta fylgst með sænsku sjón-
varpi. Það er marktækur munur á afstöðu,
sem þar kemur fram. Það hafa líka verið
gerðar rannsóknir á því hversu vel Norð-
menn, Danir og Svíar skilja hver annan, og
það ber allt að sama brunni, að Svíar láta sér
í léttu rúmi liggja mikilvægi tungumála
bræðraþjóðanna, meðan Norðmenn og Danir
telja það jafnvel sjálfsagt að geta lesið og
skilið sænsku.
Hvað varðar spurninguna hvort hægt sé
að vera við nám í norrænum málvísindum
án þess að lesa tungur frændþjóðanna, þá
er svarið ósköp einfalt: nei, það er ekki hægt.
Það segir sig sjálft, að nemendur í dönsku
og norsku verða auðvitað að lesa danskar
og norskar bækur. Hins vegar hefur sú staða
komið upp að notaðar hafa verið danskar
kennslubækur í íslenskri tungu. Þá hafa
sænskir nemendur kvartað og þótt það alveg
ómögulegt og borið því við að vegna þess
að bókin sé skrifuð á dönsku, nái þeir verri
tökum á íslenskunni. Það er í sjálfu sér skilj-
anlegt sjónarmið - allir sem hafa þurft að
lesa til dæmis fagtexta á öðru máli en móður-
málinu, vita að það getur verið erfiðleikum
bundið. Hins vegar finnst mér að þegar um
ræðir tungumál sem eru jafn skyld og raun
ber hér vitni og þegar um ræðir nemendur
í norrænum málvísindum, þá beri nemendum
að takast á við þessa hindrun og komast
yfir hana. Flóknara er það nú ekki.
Hvenær fórum við eiginlega að greina
tungurnar að og nefna þær sérstökum heitum
4    LESBÓK   MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR     12.   APRÍL1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20