Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						.Se-fcW
..".'/	X^W		^^í^tei.i^r		¦s «*ia»
:»'  ;    -  '" •	:v'' '',   /   "	:   -   ¦;  '	¦">, '?•¦;< •";¦•-¦¦':¦*.-•'''V		
¦>¦*/"¦¦¦<	•' • Í^BS|  'i		• ¦' '"'*¦'. !'  "   •		
	;- ,.~í>''' ".'..¦ í£ ->''.-¦" ..- ",.«'•' 'í: ''•'	^••-á&í-^v.VA'-;:.' ¦¦ • ¦:    ' ¦ t .      .-   :          ; .-?«&•.¦'." JSsí **;:«»te-??2SÍ.;'		.';-»,§	í'fH'''-
PÁLL Guðmundsson á Húsafelli: Halldór Laxness, 1993. Myndin er unnin í rautt grjót.
Eign listamannsins.
ERRÓ: Portret af Halldóri Laxness, 1984-85. Olía á stri
VINSTRIVANGI
KAFLI ÚR SJÁLFSTÆÐU FÓLKI EFTIR HALLDÓR LAXNESS
vernig tókst svo þessari
kattarsneypu að koma í veg
fyrir frekari óhamíngju á
hinum afskekta bæ í daln-
um?
í vökulokin lagði Bjartur
af stað með hann undir
hendinni útí hús; en þrátt-
fyrir það bar hann ekki fult traust til kattar-
ins; hann fór ekki að sofa og sat leingur framm-
eftir en hann var vanur, og var að dútla eitt-
hvað í höndunum laungu eftirað krakkarnir og
kerlíngin höfðu komið sér upp. Seinust í hátt-
inn var Ásta Sóllilja. Hún var eitthvað að dóta
sig utarvið maskínu frammeftir öllu; þegar hún
var búin að þvo úr plöggum og gera við þau,
þá þó hún sjálfa sig og gerði við sig; hún var
komin á hárgreiðualdurinn. Stundum hitaði hún
sér vatn og þó sér fæturna og uppfyrir hné,
og hálsinn, og svolítið niðrá bakið; brjóstið; og
hann gat ekki verið að banna henni það, það
kemur upp þessi vatnsnáttúra í kvenkyninu á
sérstökum aldri og stendur í nokkur ár, það
er æskan, það er blómið, - hvernig sýgur gras-
ið ekki til sín döggina meðan það er að vaxa;
svo hætta þær að þvo sér eftir nokkur ár, þeg-
ar þær fara að eiga börnin. Hann slökti á ljós-
inu frammí hjá sér, lagðist ofaná í rúminu og
geispaði með lófana undir hnakkanum, án þess
honum væri þó svefn í hug. Hún hélt áfram
að þvo sér og greiða við koluglætu í klukkunni
sinni fyrir framan spegilbrot, hún ýtti hlýrunum
útaf öxlunum og þó sér um herðarnar og í
holhöndinni, greyið, þetta var orðið svo fullorð-
ið, það getur ekki að því gert. Afturámóti vissi
hún vel að hann horfði á hana, og hún hefði
þvegið sér miklu betur ef hann hefði ekki horft
á hana, - ef hún þvægi sér betur svo hann
, sæi, það væri ljótt. Það var einkennilegt hvað
hana lángaði til að sannfæra hann um að henni
dytti ekki í hug neitt ljótt, ekkert sem ekki
væri rétt; og hversvegna? Það var vegna þess
að hún hafði þrýst sér uppað honum útí heimin-
um þegar hún var lítil, og hún gat aldrei gleymt
því, oft þegar hún hugsaði um það varð hún
rjóð, einkum áðuren stjúpmóðir hennar dó, en
síðan, næstum í hvert skifti sem hún hugsaði
um það, varð hún hrædd, - undarlegt hvað
laungu liðnar villur frá skilníngssljóum dögum
bernskunnar halda áfram að sækja á hugann,
þó var það í raun og veru ekki neitt sem hafði
gerst, hún hafði bara verið hrædd útí heiminum
svona lítil - og hann hafði hrundið henni frá
sér og farið burt. Og hér fór ekki hjá því að
óttinn kæmi upp í líkama hennar, kríngum
hjartað, óttinn við þetta sem hún vissi ekki
hvað var, þessi beygur af hinu óskiljanlega
leyndist ávalt í líkama hennar, og þegar hún
fór að hugsa um þetta blossaði hann upp, og
þó aldrei einsog þegar hún hafði ásett sér að
hugsa ekki um það, stundum fylgdi hann henni
inní draumana og tók á sig myndir af ljótum
kvikindum og draugum eða vondum mönnum
eða klettaeinstigum þar sem hún gat aungva
leið fundið leingur, hvorki fram né aftur, en
þó einkum í öldúngis óskiljanlegum óhreinind-
um sem hún átti að bera burt, en jukust og
jukust því meira sem hún bar. Hversvegna
hafði það verið ljótt, hversvegna hafði það ekki
verið rétt, hún meinti ekki neitt ilt, hún hafði
bara ekki getað að sér gert, henni hafði liðið
svo illa, - þannig upp aftur og aftur, og síðan:
nei aldrei skyldi hún fara úr þessari klukku svo
nokkur lifandi maður sæi, síst hann.
Og hann horfir á vánga hennar í skímu kol-
unnar og hefur að vísu ekki grun um það sem
stríðir á sál hennar, en samt, hann sér það er
vinstri vánginn, hennar vinstri sál, þessi gam-
alóánægða hrelda sál sem er þúsund sinnum
eldri en stúlkan sjálf, annarrar aldar sál með
skökku grályndu augnaráði, brotasömum þrám,
og dráttum sem minna á svardaga og heift,
og hin undna neðrivör, sem er svo þokkarík í
línunni hægramegin frá, hérmegin er hún ein-
sog gretta, það er fráleitt að þetta geti verið
fímtán vetra barn, það er einsog liggi í þessu
eitthvert fullkomið tap, jafnvel sjónleysi, og
samt í einhverri hatursfullri sátt við sinn eigin
heim, án kröfu til annars betra, gætt þeim
bölmóði sem skynjar allar óheillir og þolir það -
Heyrðu greyið mitt, segir hann, og hugsar
með sér: ég er þó ekki orðinn vitlaus? En stúlk-
an hrekkur við og dregur sem skyndilegast
hlýraböndin á klukkunni uppá öxlina aftur,
horfir á hann óttaslegin, með hjartsláttinn í
augunum, og grípur andann á lofti, hvað hafði
hún gert? En hann lángaði þá bara að biðja
hana að snúa sér við í sætinu, hann kunni
betur við að sjá hægri hliðina á fólki, hann
hafði sagt svipað við hana móður hennar þeg-
ar hann var að draga sig eftir henni, það var
áðuren þessi saga hefst, hægri hliðin rýan
mín, þú ert eitthvað svo umskiftíngsleg á
vinstri vángann, það er altaf að ágerast, si-
sonajá. Og láttu þér ekki verða kalt af þessu
vatnssulli, það er óholt að sulla mikið í vatni
nema nauðsyn beri til, rýan mín, ég hef aldrei
sullað í vatni. Og fela eldinn fyrir hana ömmu
þína til morguns, það geingur orðið í soddan
stríði fyrir henni að kveikja upp, þetta er orð-
ið svo farið.
Nokkru síðar rís hann upp og geingur út.
Hann leit nákvæmlega eftir í húsunum hvort
alt væri með kyrrum kjörum. Alt með kyrrum
kjörum. Það glytti í grænar glyrnurnar á kett-
inum annaðhvort inst í garðanum eða uppá
vegglægjunni, annars fyrirlitu þeir hvor ann-
an, því Bjartur var hundamaður. Þegar hann
kom inn aftur var hún háttuð, jæa aumínginn,
bara hún hlúi nú vel að sér. Þrátt fyrir köttinn
var hann ekki öruggari en svo, að hann fór á
fætur tvisvar á nóttu, stundum þrisvar, gekk
í húsin og spýtti í allar áttir; stjörnubjartur
himinn, tíkin gelti uppí loftið. Að öðru leyti
virtist sofið einsog venjulega, dreymt einsog
venjulega, stundum uppá tvær krónur í silfri,
stundum aðeins uppá fimmtíu aura; stundum
hafið sjálft, stundum aðeins litla vatnið sem
grillir í á einum stað.
NÍNA Tryggadóttir: Halldór Kiljan Laxness, 194
bókasafn Islands - Háskólabókasafn. Öll portr
sem nú stendur yfir í I
10  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR  26. APRÍL1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20