Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						SAMGONGUR OG AFANGASTAÐIRI
RANGÁRÞINGI Á FYRRIPARTIALDARINNAR
EYSTRI-GARÐSAUKI í Hvolhreppi 1930, eina myndin sem til er af þessari samgöngumið-
stöð. Til vinstri á myndinni má sjá grammofón í gangi, His Masters Voice frá Fálkan-
um. Konan á myndinni er Odbjörg Sæmundsdóttir, eiginkona Gunnars Vigfússonar,
skrifstofustjóra Kaupfélags Árnesinga á Selfossi.
EFTIR PÁLMA EYJÓLFSSON
Þjórsárbrúin 1895 markaói tímamót fyrir samgöngur
í Rangárþing og Markarfljótsbrúin 1934 fyrir bílaum-
fer áfram austur. Aður en bílarnir hófu aó þræóa sig
yfir vegleysur, var farió aó aka fólki og farangri á
vögnum, síóan er tímabil smjörflutninganna og Ægis-
síóa sem verió hafói áfangastaður, vék fyrir Eystri-
Garðsauka, sem var endastöð póstanna að austan.
AÐ VAR stór stund í sögu sunn-
lenskra byggða þegar eldri
brúin á Þjórsá var vígð og opn-
uð til umferðar þann 28. júlí
1895. Vígsludagurinn rann
upp sólbjartur og fagur, en
úrkoma var þó nokkur, er á
daginn leið. Vígsluathöfhin fór
fram vestan við brúna og ræðustóllinn var tóm
tunna undan sementi. Hannes Hafstein, síðar
ráðherra, sem þá var landritari hélt hálftíma
vígsluræðu og þótti mælast vel og skörulega.
Umræðan og undirbúingur brúargerðarinnar
hafði staðið í tvo áratugi. Þjórsárbrúin var
nokkru dýrari en gamla Olfusárbrúin; kostaði
75 þúsund krónur. Fyrstu árin eftir að brúin
var byggð kostaði Rangárvallasýsla brúar-
vörslu. Brúarvörðurinn átti meðal annars að
gæta þess, að hrossastóðum væri ekki hleypt
yfir brúna öðru vísi en í smá hópum en mikið
var um hrossasölu til útlanda á þessum árum
og raunar allt fram að stríðsárum hinum síð-
ari. Grímur stórbóndi Thorarensen í Kirkjubæ
á Rangárvöllum var ekki ánægður með að
sýslusjóður Rangárvallasýslu væri að greiða
brúarverðinum laun og þótti þeim fjármunum
betur varið til þess að kaupa fjórhjólaðan vagn
til vöruflutninga austur í Rangárvallasýslu.
Talið er að haustið 1896 hafi verið fyrst
farið með hestvagn um Suðurlandsundirlendið,
þegar börn voru flutt af jarðskjálftasvæðunum
suður yfir Hellisheiði til Reykjavíkur meðan
hresst var upp á hrunin bæjarhús, eða þau
endurbyggð. Tveimur árum eftir að lokið var
við smíði hinnar hvítmáluðu hengibrúar á
Þjórsá, sem var eins og veglegt musterishlið
inn í Rangárþing, risu á holtinu austan við ána
fallegar byggingar. Nýbýlið á eystri árbakkan-
um hlaut nafnið Þjórsártún og átti Einar skáld
Benediktsson  hugmyndina  að bæjarnafninu.
Þjórsártún átti eftir að verða mikill áfangastaft-
ur um alllangt árabil.
Húsbóndinn í þessum rausnargarði hét Ólaf-
ur ísleifsson, fæddur að Hlíð í Selvogi. Kona
hans var Guðríður Eiríksdóttir, mikikhæf
mannkostakona. Greiðasölu byrjuðu hjónin í
Þjórsártúni fljótlega eftir að þau settust þar að.
Á fyrstu búskarparárum Guðríðar og Ólafs
í Þjórsártúni var rekin þar smáverslun, sem
síðan óx með tímanum og fengust þar matvör-
ur, byggingarvörur og vefnaðarvörur. Sonur
þeirra hjóna, Huxley, sem síðar varð útgerðar-
og kaupsýslumaður á Suðurnesjum og í Reykja-
vík, keypti vörubíl af Chevrolet gerð 1. apríl
1925. Ekki þætti ökutækið aflmikið í dag því
vélin var skráð 22 hestöfl, en skráningarmerk-
ið var RÁ-5. Bíllinn var notaður til aðdrátta
fyrir verzlunarreksturinn. Hjónin í Þjórsártúni
tóku ekki aðeins vel á móti viðskiptavinum og
gestum, heldur einnig sjúklingum, því Ólafur
fékkst við lækningar jafnframt búskap, en það
er önnur saga sem ekki kemur samgöngumál-
um við.
Á þessum árum var ljómi yfir Þjórsártúni;
þar var samkomustaður Rangæinga og Árnes-
inga; árleg mót Héraðssambandsins Skarphéð-
ins voru haldin þar, og þar var stofnað Sláturfé-
lag Suðurlands 1907. Farið er að auglýsa bíl-
ferðir austur að Þjórsártúni árið 1913 og segir
í auglýsingu, að bíllinn kosti 80 aura á km,
báðar leiðir, og fjóra menn gat hann tekið í
senn. Fargjald úr Reykjavík að Þjórsárbrú var
kr. 16.00.
Leiðin austur yfir Rangárþing liggur þessu
næst yfir Kolavatnsmýrina. í hinni skemmti-
legu og fróðlegu bók Þorsteins Thorarensen.
Eldur í æðum , sem út kom árið 1967 má lesa
um Holtaveginn á þessa leið: „ Menn minnast
þess að áður en kemur að Steinslæk við Hár-
laugsstaði, tekur vegurinn á sig stóran sveig
suður á við og liggur síðan yfir lækinn á brú
rétt sunnan við Ashól. Þannig hafði Sigurður
Thoroddsen, landverkfræðingur, ekki ætlast til
að vegurinn lægi, heldur þráðbeint áfram fram
hjá Hárlaugsstöðum. En þegar vegaverkstjór-
inn, Einar Finnsson frá Meðalfelli í Kjós kom
BODDYBILL j boddýinu voru trébekkir og því var lyft á vörubílspall þegar fólk þurfti
að komast á skemmtanir.
BÆRINN á Ægissfðu 1925. Áætlunarferðir þangað hófust aldamótaárið 1900, en hlut-
verki samgöngumiðstöðvar á Ægissíðu lauk með brúarsmíðinni á Eystri-Rangá.
DÆMIGERÐUR hálfkassabill, sem bæði gat flutt fólk og flutning. Bjarni íTúni, þekktur
áætlunarbílstjóri um langt árabil, átti þennan bfl og stendur hjá honum.
DALSEL um 1930. Tefkning Helgu Skúla-
dóttur á Keldum.
BILARNIR KOMU
4    LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR     17.   MAÍ   1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20