Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 4
I Mynd: Arni Elfar. ÞEGAR Jón missti kjól og kall eftir að hafa eignast barn með Jórunni Brynjólfsdóttur, fékk hann uppreisn æru og nýtt braut að Stað í Grunnavík. En þegar Jórunn ól honum þriðja barnið var lokið prestskap hans vestra. JÓN ÞORLÁKSSON fæddist í Sel- árdal í Arnarfjarðardölum, 13. desember 1744. Faðir hans hét Þorlákur Guðmundsson og stund- aði preststörf en var dæmdur af prestskap 1749 vegna þess að hann var drukkmn við guðsþjón- ustu og fór allt í svo miklum handaskolum við embættisstörfin að hneyksli mátti heita. Móðir Jóns hét Guðrún Tómas- dóttir úr Tálknafirði, og var faðir hennar einn af hinum svonefndu Sellátrabræðrum sem voru annálaðir um Vestfirði og víðar fyrir frábæra burði, harðfengi og karl- mennsku. Um æsku Jóns er lítið vitað og lítið kunn- ugt um nám hans í uppvexti, nema það sem sjá má af vitnisburði úr Skálholtsskóla. Eftir því sem þar segir hefur hann komið í skól- ann um haustið 1760. Eftir þriggja ára nám var hann útskrifaður með þeim orðstír að hann sé „engum skólabræðra sinna síðri í vísindum og tungumálum, heldur flestum fremri“. Fyrir siðferði fær hann góðan vitnis- burð. Hann var þá nítján ára. Jón gerðist síðan skrifari hjá Magnúsi amtmanni Gísla- syni og fluttist með honum að Bessastöðum 1766. Þá vildi til að Magnús amtmaður and- aðist um haustið og fór Jón þá til Ólafs amtmanns Stephánssonar og var hjá honum þar til hann varð vígður kapellán hjá Gísla presti í Saurbæjarþingum í Dalasýslu 1768. Skömmu síðar andaðist Gísli prestur og fékk Jón þá brauðið og var þar prestur í tvö ár. SKÁLDIÐ Á BÆGISÁ EFTIR EYÞÓR RAFN GISSURARSON Séra Jón Þorlóksson, löngum kenndur við Bægisó, var af vestfirskum uppruna og orðinn 44 ára þegar hann fluttist norður. Hann er minnst sem brautryój- anda í1 Ijóólist og fyrir að hafa þýtt Paradísarmissi Miltons á íslensku. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997 Á þeim tíma bjó í Fagradal gildur bóndi sem hét Brynjólfur Bjarnason og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir. Ein af dætrum þeirra hét Jórunn, álitleg stúlka og efnileg. Jón felldi mikla ást til hennar og vildi eiga hana, en faðir hennar var því ósamþykkur, mun honum hafa þótt prestur óefnilegur til bú- skapar. En ekki hefur Jórunni litist illa á Jón því hún átti með honum tvö börn. Hið fyrra fæddist 1770 og varð Jón þá að sleppa kjóli og kalli. Var hann þá ýmist að Hjarðarholti í Borgarfirði, hjá Þorgrími sýslumanni Sig- urðarsyni eða með Ólafi prófasti Einarssyni á Ballará, í nánd við Fagradal. Veturinn 1771-72 var hann í Nesi hjá Bjarna land- lækni Pálssyni og skrifaði fyrir hann. Um vorið 1772 fékk Jón uppreisn æru og var veittur Staður í Grunnavík. Þangað fór hann og tók við embættinu, en var þar skamma stund, því þá ól Jórunn annað barn og kenndi það Jóni og var á sömu stundu lokið prestskap hans. Fór hann J)á aftur til Beiðafjarðar og vistaðist þar. Á þessu ári missti hann föður sinn, en móðir hans var önduð áður. Árið sem Jón missti prestskap í Grunnavík (þ.e. 1772) fékk Ólafur Ólafsson leyfi kon- ungs til að setja á stofn prentsmiðju í Hrapps- ey og var hún flutt til íslands 1773. Um haustið 1773 ræðst Jón til starfa í Hrappseyj- arprentsmiðju sem prófarkalesari. Meðan Jón var í Hrappsey varð hann ástfanginn af konu er hét Margrét Bogadóttir, en þær voru systk- inadætur, hún og Jórunn i Fagradal. Fékk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.