Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ÞA VAR LISTAKONUM
SKIPAÐAÐÞEGJA
EFTIRGUÐRUNU EGILSON
Dggný Kristjánsdóttir er
trú þeirri íslensku hefó
aó rita um fræóileg efni,
sem almenningur lætur
sig varóa, á skýru og
leiftrandi máli.
STRÍÐ eftir stríð nefnist loka-
kaflinn í doktorsritgerð
Dagnýjar Kristjánsdóttur dós-
ents, Kona verður til,_sem hún
varði við Háskóla íslands í
febrúar sl. Ritgerðin fjallar
um um skáldsögur Ragnheið-
ar Jónsdóttur fyrir fullorðna
og voru ýmsum þáttum hennar gerð allgóð
skil í fjölmiðlum fyrr á þessu ári en furðu
hljótt hefur verið um niðurlag hennar sem
er ótvírætt nýr og stórmerkur kafli í ís-
lenskri bókmenntasögu eftirstríðsáranna. Og
hvers konar stríð var háð eftir stríð? Svið
bókmenntanna, sem hingað til höfðu samein-
að íslenska þjóð, a.m.k. í orði kveðnu, var
orðið að hálfgerðum vígvelli þar sem ungir
reiðir menn sögðu gamalli bókmenntahefð
stríð á hendur, þar sem enn yngri menn
gengu síðar fram fyrir skjöldu og kröfðust
annars konar nýjunga og hart var barist.
Dagný Kristjánsdóttir er ekki í vafa um hverj-
ir fóru halloka í þessum hildarleik. Það voru
kvenrithöfundar, konur á borð við Ragnheiði
Jónsdóttur, sem birta í bókum sínum óæski-
legan sannleika um þessa tíma og uppskáru
þögn og tóm.
- Mér dettur ekki í hug að halda að þessi
þögn hafi verið samsæri vondra karla gegn
konum segir Dagný. - Mér leiðast samsæris-
kenningar. Það er til nóg úrval af þeim.
Meðal annars hefur því verið haldið fram að
módernisminn í vestrænum bókmenntum
hafi verið samsæri karla gegn konum sem
voru að leggja undir sig raunsæisstefnuna
og þegar þær hafi farið inn í módernismann
hafi þeir fundið upp póst-módernismann, -
segir hún og hlær við. - Nei, ég held að
orsakanna sé fyrst og fremst að leita í samfé-
lagsgerð og menningarbaráttu eftirstríðsár-
anna sem var konum óhagstæð. í lokakafla
ritgerðarinnar reyni ég einmitt að skoða þessi
átök og hvernig þau voru til komin. Þar
þurfti ég að leita fanga víða, m.a. í þeim
heimspekikenningum sem settu svip sinn á
þetta tímabil og ég leitaði í þunglyndiskenn-
ingar Freuds sem falla vel að heimsmyndinni
eftir stríðið, þar sem Evrópa var í rústum
og menn þurftu að byrja upp á nýtt, byggja
nýjan heim, sem væri „hreinn" og laus við
þá hugmyndalegu drullu sem leiddi til stríðs-
ins. í offorsi byrjuðu menn að reisa á rústun-
um og byggðu náttúrulega yfir öll líkin sem
lágu í þeim. í allri þessari nýsköpun var
ekki pláss fyrir konuna nema við hlið karl-
mannsins, annars vegar sem eiginkonu eða
skækju. Það voru þær staðalmyndir sem
karlmenn gátu sætt sig við í sínu sára örygg-
isleysi eftir stríðið. Það var hlegið að gáfukon-
unni og listakonum var skipað að þegja og
druslast til að sinna eiginmönnum og börn-
um. Karlar voru ekkert að níðast á konum
en þeir voru ekkert að pæla í velferð þeirra
heldur sjálfra sín og þar með heimsins. En
ef einhver heldur að nákvæmlega þessi ein-
földun hafí gert lífið bærilegra fyrir karlana
get ég sagt þér að bæði bókmenntirnar og
menningarumræðan sýna að þessi hug-
myndabygging skapaði fleiri vandamál en
hún leysti.
Sartre og tilvistarslef nan
Kaflinn Stríð eftir stríð er metnaðarfull
skýringartilraun á því hvers vegna bækur
þær, sem Ragnheiður Jónsdóttir skrifaði á
árunum 1945-67, fengu svo þversagna-
kennda umfjöllun sem raun ber vitni. Þær
bækur, sem hún skrifaði fram á miðjan sjötta
áratug, hlutu lofsamlega dóma og útlánatölur
bókasafna sýndu ótvírætt að hún var meðal
þeirra höfunda sem mest voru lesnir. Hvers
vegna lendir hún úti í kuldanum, hvers vegna
verður hún þess vafasama heiðurs aðnjótandi
að lenda í hinum óskilgreinda flokki „kell-
ingabókahöfunda" sem seinni tíma fræðimað-
ur gæti varla lagt nafn sitt við? - svo vísað
sé til orða Dagnýjar. Og til að svara þessu
„verður ekki hjá því komist að spyrja um
listrænt mat samtimans, hver meti, hvað liggi
því mati til grundvallar og hvers vegna...,"
eins og segir orðrétt í upphafi lokakaflans.
Þar er rakið hvernig tilvistarstefna Sartres
skýtur rótum í tómhyggju og rótleysi eftir-
stríðsáranna og verður tískustefna tímabils-
ins, konum til lítilla hagsbóta, svo að aftur
sé vitnað beint í ritgerðina: „Ég held að óhætt
sé að segja að kvenhatrið hafi hringað sig
saman í hjarta tilvistarstefnunnar eins og
ormur og í tvíhyggjukerfi Jean-Paul Sartres
sé hlutur kvenna gerður jafnvel verri en hann
var í fyrri heimspeki."
Um tilvistarstefnuna er talsvert fjallað á
opinberum vettvangi á íslandi eftir stríðið
og hennar er m.a. getið í verkum Ragnheið-
ar Jónsdóttur. Þeir sem vildu tolla í tískunni
kynntu sér rit Sartres og Simone de Beauvo-
ir, ekki síst ungir lista- og menntamenn sem
voru að brjótast til áhrifa í menningarlífinu.
DAGNÝ Kristjánsdóttir.
Eins og Dagný bendir á í ritgerðinni sátu
bölsýn ungmenni á kaffihúsum Reykjavíkur
og ræddu þessar kenningar. En var allur
almenningur kominn á kaf í heimspeki og
evrópska menningu?
- Ég held ekki, - segir Dagný. Hér á landi
hafði líklega verið meiri menningarleg eining
en víðast hvar og forræðishyggja mennta-
manna var áberandi í þeim efnum. Menning-
arvitar eins og Sigurður Nordal og Kristinn
E. Andrésson höfðu túlkað fortíð og greint
nútíð og sagt hvert stefna skyldi og fólk lagði
við hlustir en með stríðinu og hernáminu
gerbreyttust aðstæður og segja má að í stríðs-
lok hafi orðið mikil skil. Þá hefur þjóðin tek-
ið fjárhagslegar, félagslegar og siðferðilegar
kollsteypur, gamla feðraveldið er að líða
undir lok, erlend áhrif flæða yfir og Reykja-
vík verður smám saman að borg. Þá skapast
hér í fyrsta sinn forsendur fyrir módernisma
í bókmenntum, menn sögðu skilið við forna
ljóðahefð en slíkar formbyltingar höfðu fyrir
löngu orðið erlendis. En þá sköpuðust líka
forsendur fyrir fjöldamenningu og valkostir,
fólk gat ráðið því hvort það læsi atómljóð
eða færi í bíó. Og það fór í bíó.
Aumingja atómskáldin
Byltingin, sem oftast er tengd við atóm-
skáldin, verður hér á tímabilinu 1946-1953,
- héldur Dagný áfram. - Og þó að margt
hafi verið skrifað um hvað allir voru vondir
við aumingja atómskáldin og þau hafi haldið
Morgunblaoió/Jim Smort
því fram í tímariti sínu, Birtingi, að illt væri
að vera af þeirri þjóð sem ekki skildi lista-
menn unnu þau fljótlega sigur í bókmenn-
taumræðunni. Þeir sem þar urðu undir voru
fulltrúar hefðarinnar sem voru taldir úreltir
og gamaldags. Ég held að það hafi alltof
mikið verið gert úr píslarvættishlutverki
atómskáldanna og ég fjalla um það í ritgerð-
inni að það voru alls ekki fulltrúar bókmennt-
anna sem fengu yfir sig mesta dembu af
skömmum og svívirðingum heldur myndlist-
armennirnir, sem komið höfðu fram með
óhlutstæða málverkið nokkrum árum áður,
menn eins og Þorvaldur Skúlason og Svavar
Guðnason, sem vildu hreinsa myndlistina af
allri frásögn, allri tengingu við hinn þekkjan-
lega veruleika, menn sem Jónas frá Hriflu
kallaði klessumálara og jesúsaði sig yfir því
að þeir máluðu konur með horn og menn án
andlits. Hann og fleiri töldu þetta sjokker-
andi dónaskap, það væri verið að hafa al-
menning að fífli. Og þótt íslendingar létu
smám saman eitt og annað yfir sig ganga
er ekki þar með sagt að þeir hafi tekið hinni
nýju málaralist fagnandi eins og Jóhannes
Helgi skrifaði fjálglega í viðtali við Jón Engil-
berts 1965.
Sögulaus, gallalaus - plastl
Allar þessar tilraunir tímabilsins með
sundruð form eða lágmarksform eru tjáning
hruninnar heimsmyndar þar sem þarf að
byggja allt frá grunni, hreinsa og hreinrækta
4    LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR    23.  ÁGÚST   1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16