Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Blaðsíða 4
Kvikmyndaklúbbar voru fyrst starfræktir á íslandi um miðja öldina beqar Filmía hóf starfsemi sína. Þeir höföu stóru hlutverki aó gegna sem mióstöóvar listrænna kvikmynda, eins konar skólar utan um kvik- myndasögu og áhrifavaldar upprennandi kvikmyndagerðarmanna. Hér og í næstu Lesbók er fjallað um starfsemi fjögurra kvikmyndaklúbba sem settu svip á bíólífið forðum og áttu þátt í því að þroska kvikmyndasmekk íslendinga og gera þá meðvitaóa um sögulega þróun kvikmyndanna. UR FILMIU í FJALAKÖTTINN EFTIR ARNALD INDRIÐASON Rétt fyrir klukkan tvö eftir há- degi laugardaginn 1. nóvem- ber árið 1953 streymdi fólk inn í Tjarnarbíó og beið þess að kvikmyndasýning hæfist. Það var engin venjuleg sýning. Þegar fólk kom í miðasöluna keypti það ekki miða á hana eingöngu heldur árskort að kvikmyndasýning- um fyrsta kvikmyndaklúbbs sem starfræktur var á Islandi. Ahuginn á þessari nýbreytni í kvikmyndalífi borgarbúa var slíkur að biðröð myndaðist langt út eftir Tjamargötunni. Myndin, sem sýnd var þennan dag, er eitt af meistaraverkum kvikmyndanna, Heilög Jóhanna, eftir danska leikstjórann Carl Drey- er, þögul mynd frá árinu 1928. Leikin var rússnesk píanótónlist undir sýningunni af hljómplötum og valdi Kristjana Þorsteinsdótt- ir tónlistina en hún hafði forðum leikið undir sýningum þöglu myndanna. Aö kynna kvikmyndasöguna Kvikmyndaklúbburinn hét Filmía og starf- aði í 11 ár. Með honum hófst starfsemi kvik- myndaklúbba hér á landi og hafa þeir verið við lýði allar götur síðan. Stefnuskrá Filmíu varð fyrirmynd annarra klúbba sem á eftir komu: Að vekja almenning, unga og aldna, til meðvitundar um að það hefðu verið gerðar betri myndir en almennt eru sýndar í kvik- myndahúsunum og að þroska kvikmynda- smekk á íslandi, segir Jón Júlíusson fyrrver- andi menntaskólakennari í samtali en stofn- fundur Filmíu var haldinn á heimili hans, Lönguhlíð 9 í Reykjavík. Kvikmyndaklúbbarnir áttu löngum athvarf í Tjarnarbíói og sýndu ýmis stórvirki kvik- myndasögunnar í bland við nýjar, listrænar myndir sem af einhveijum ástæðu bárust ekki til landsins. Hér er ætlunin að tæpa á því helsta í starfsemi og sýningarhaldi fyrstu íslensku kvikmyndaklúbbanna. I blaðagrein sem þessari er engin leið að gera skil nema í mýflugumynd því mikla starfi sem klúbbarn- ir unnu, en reynt verður að nefna það mark- verðasta í starfi Filmíu, Kvikmyndaklúbbs Listafélags Menntaskólans í Reykjavík, Litla Bíós og loks Fjalakattarins en rekja má óslit- inn þráð á milli þessara klúbba er teygir sig fram til dagsins í dag og sjá má t.d. á starf- semi Hreyfimyndaféiagsins. Þeir voru eins konar skólar utan um kvikmyndasöguna, miðstöðvar listrænna mynda í landinu og áhrifavaldar upprennandi kvikmyndagerðar- manna. „Kvikmyndaklúbbahreyfingin verður lík- lega til af sömu ástæðum og kvikmyndasöfn- in i Frakklandi og Bretlandi og Ameríku upp- úr 1930 þegar hljóðmyndin tekur allt með trompi," segir Þorgeir Þorgeirson rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður og stofnandi kvik- myndaklúbbsins Litla Bíós. „Þegar hún kemur til sögu er gamla draslinu hent. Þögla mynd- in hafði náð sínum svimandi hæðum sem list- grein og fólk, sem vildi ekki láta þær glat- ast, reis upp til varnar þeim. Ég held alltaf að útúr þessari hugsun hafi klúbbarnir sprott- ið. Með þeim kom tækifæri til þess að gægj- ast aftur í söguna og skoða klassísk verk og gæta þess líka að sýna ný verk sem eiga erfitt uppdráttar hjá almenningi." Eitt af hlutverkum Filmíu var einmitt að STJÓRN Filmíu, fyrsta kvikmyndakiúbbsins á íslandi, og makar á góöri stundu. Talið frá vinstri: Pétur Ólafsson, Þorvarður Þor- steinsson, Magdalena Thoroddsen, Jón Júlíusson, Signý Sen, Björg Ágústsdóttir, Baldur Tryggvason, Hanna Johannessen og Matthías Johannessen. HEILÖG Jóhanna, eftir danska leikstjórann Carl Dreyer; fyrsta myndin sem Filmía sýndi. kynna kvikmyndasöguna frá grunni. Sýndar voru klassískar myndir þögla skeiðsins eins og Heilög Jóhanna, einnig Pótemkin og Alex- ander Nevsky eftir Sergei Eisenstein, Móðirin og Fall Pétursborgar eftir Ysevolod Pudovkin og Fæðing þjóðar eftir Griffith. Einnig mynd- ir þýska expressjónismans, sænsk stórvirki þögla skeiðsins, myndir ítölsku nýraunsæis- höfundanna og loks frönsku nýbylgjumynd- irnar í bland við myndir frá Japan, Búlgaríu, Póllandi og Ungveijalandi svo nokkuð sé nefnt. Margt það sama var sýnt í klúbbunum sem á eftir fylgdu í viðleitni til að rekja kvik- myndasöguna. Filmía gaf út ítarlegar sýning- arskrár sem fjölluðu um myndirnar og höf- unda þeirra. Allt sýnir þetta áhuga Filmíu- manna á að kynna og fræða íslendinga um kvikmyndasöguna ásamt því að sýna nýjar, listrænar myndir og gefa fólki kost á að fylgj- ast með hræringum í evrópskri kvikmynda- menningu samtímans. Filmia veróur til „Kveikjan að stofnun Filmíu var sú að ég dvaldist í fímm ár í Svíþjóð og þar af fjögur við háskólann í Uppsölum og þar var starf- ræktur öflugur kvikmyndaklúbbur," segir Jón Júlíusson í samtali. „Ég smitaðist af áhuga og gekk í þennan klúbb og komst á bragðið en þama voru sýndar góðar myndir og betri en í kvikmyndahúsunum almennt. Ég kom svo alkominn heim í ágúst árið 1952 og rann til rifja hvað sýndar voru klénar myndir í húsunum í samanburði við það sem gerðist í Skand- ínavíu og á megin- landinu, og taldi að hér mætti að nokkm bæta úr með starf- rækslu kvikmynda- klúbbs. Ég kynntist Matthíasi Johann- essen sem tók að sér ritarastarf í stjórn- inni. Við hittumst heima hjá mér og héldum stofnfund Filmíu ásamt Magdalenu Thor- oddsen, Baldri Tryggvasyni, Sverri Lárussyni, Bergi Pálssyni og Stein- grími Sigurðssyni. Þetta var ósamstæður hóp- ur sem betur fer, ekki hópur upprennandi kvikmyndaleikstjóra heldur kvikmyndaáhuga- manna.“ Jón heldur áfram: „Filmía var rekin sem nokkurs konar sjálfseignarstofnun og var klúbburinn ekki stofnaður til þess að hafa af honum fjárhagslegan ávinning. Við urðum að greiða leigu fyrir myndirnar, tolla, sölu- skatt, húsaleigu og fyrir hin ýmsu störf í sambandi við sýningarnar, meðal annars aug- lýsingar og prentun. Aðgangseyrir nam í 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.