Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Blaðsíða 8
OLDUR ERU HVER ANNARRIÓLÍKAR Kristjón Davíósson myndlistarmaóur er oróinn átt- ræóur og þrátt fyrir þaó sínýr í verkum sínum. Hann sagói JQHANNi HJÁLMARSSYNI aó breytingum í list- um mætti líkja vió öldur. Fjölbreytnin væri svo mikil aó öldur væru aldrei nákvæmiega eins. MÁLVERK eftir Kristján Davíðsson. Nýjasta myndin sem verður á sýningunni á Kjarvalsstöðum í september. ÉR leiðast afmæli," segir Kristján Davíðs- son sem varð áttræður 28. júlí. „Ég flúði til Parísar, við hjónin fengum okkur að borða á miðlungs- restauranti í tilefni dagsins." Eftir viku verður opnuð sýning á Kjarvals- stöðum með verkum eftir Kristján frá tíu und- anfömum árum, en þó ekki stranglega farið eftir tímasetningu. „Skringilegt fyrirbæri tíminn," segir Kristján og verður eilítið hugsi. Þú hefur verið nýjungagjam, segi ég við Kristján og legg mig fram um að orðið hljómi á jákvæðan hátt, í því sé enginn broddur. Ég sé á Kristjáni að hann er ekki alveg sáttur vip orðið. „Ég verð afskaplega þreyttur þegar ég er búinn að tæma eitt yrkisefni. Þetta er algengt hjá tónskáldum og sérstaklega ljóðskáldum, en þó einkum meðal myndlistarmanna. Þeir verða að finna sér eitthvað annað, en þetta á ekki skylt við nýjungagimi.“ Ljóóraen afstraktlist Það hefur verið talað um Ijóðræna afstraktl- ist ísambandi við þig, andstæðu flatarmálslist- arinnar sem var svo ríkjandi. „ísland hefur verið útúrbora, vafasamt að við höfum verið með á nótunum nema kannski í skáldskap, best hefur verið mannað í ljóðlist- inni.“ Þið Steinn Steinarr þekktust vel. „Steinn vissi sínu viti. Við vorum miklir mátar og kona hans, Ásthildur Björnsdóttir. Ég leitaði ekki til ljóðlistar að fyrra bragði, en hreifst innlega af því sem ég kynntist í henni. Vinir mínir vom allir Ijóðskáld." Menn hafa verið duglegir að flokka lista- menn, setja þá í hólf? „Þessu sporðrenna menn, sérstaklega í Dan- mörku. Ef eitthvað var sagt í París gilti það.“ Hvað um hina Ijóðrænu afstraktsjón hjá þér? „Ég komst á snoðir um að menn væru ein- hvers staðar að gera annað. Franskur maður, sem ég kynntist og var mér mjög innan hand- ar, Michel Tapie, sýndi verk eftir afstrakt- expressjónista í flottasta galleríinu í París.“ Sýndirðu þar? „Hann bauð mér að sýna, en úr því varð ekki, ég fór að vinna fyrir mér, skipuleggja liti í hús með húsamálurum, tala við fólk um liti. Þetta varð mitt aðalstarf í nokkur ár.“ Aftur að hinni Ijóðrænu afstraktsjón. Þú þurftir að breyta til? „Það var ekkert fastskrúfað, ég tók það sem passaði mér hveiju sinni, vann sitt á hvað.“ Aó losna úr viöjum Um myndirnar á sýningunni á Kjarvals- stöðum vill Kristján ekki tala að sinni. En eru það einhver verk eða tímabil í listinni sem honum hefur þótt takast öðrum fremur? „Af minni hálfu er þetta allt mjög ærlegt. í byijun var það mér kappsmál að losna úr viðjum sem ég hafði verið í, það var ekki létt.“ Kristján segist hafa verið búinn að afgreiða hefðbundna list sem unglingur, en hafi enn gaman af að gera myndir í anda hefðarinn- ar. Dæmi um þetta er málverk af konunni hans, Svanhildi Björnsdóttur. Hefur það haft áhrif á þig sem aðrir segja um myndirnar? „Nei, að því leyti hef ég staðið til hliðar." Ertu þá sáttur við hlutskipti þitt? „Með hliðsjón af því sem aðrir hafa gert er ég ánægður. í þessum klíkum, sem voru kallaðar stefnur, töldu menn sér skylt að vinna að hinu sama svo að allir væru ánægðir. Menn klöppuðu hver öðrum á bakið. I því er hættan á að staðna, stöðnun." En þú varst til hliðar? „Ef menn eru ekki einir, til dæmis þeir sem geta ort, tónskáld og ljóðskáld, þá er eitthvað ekki í lagi með það. Þetta er eins og með öldurnar, þær ýta hver annarri. Tíminn, breytingar í listum, þetta er eins og öldur haga sér, náttúrfyrir- brigði. Sú alda sem er næst annarri er alltaf frábrugðin." Taldirðu þig einan, fannst þér þú standa einn? „Frakkinn fyrrnefndi sendi mér upplýs- ingar, tímarit og annað sem kom mér að miklu gagni.“ Langur og breióur vindill Að þessum orðum töluðum segir Kristján: „Nú ætla ég að fá mér vindil. Hann bregður sér út úr setustofunni og kemur aftur með vindil sem er 20 sentímetrar og eftir því breið- ur. „Þetta færði mér maður. Gæjarnir frá Kúbu búa þetta til í Miami, nota til þess bíl- þjöppur." Hann nýtur vindilsins og dreypir á pilsner. Síðan heldur hann áfram að tala um Frakkann, vin sinn: „Mínar bestu sendingar komu frá honum. Hann stofnaði fyrirtæki, Rome-New York Art Foundation, og tímarit sem miðlaði fróðleik um það sem var að ger- ast í listum.“ Var eitthvað sambærilegt hér heima? „Birtingur var gefinn út á þessum árum. Þeir menn sem stóðu að honum voru bestu vinir mínir og ég segi vitanlega ekkert annað en gott um þá. Ekkert sem hér var gefið út jafnaðist þó á við það besta erlendis vegna þess að sjóndeildarhringurinn var þar miklu stærri af eðlilegum ástæðum. Það kom mér til góða að ég ferðaðist töluvert erlendis og sá margar sýningar. Ég var í félagsstörfum fyrir myndlistarmenn og fylgdist því með á Norðurlöndum. Norræna sýningin, sem haldin var í Kaupmannhöfn 1969, var merkileg, slá- andi sýning. Við lögðum okkur fram, yngri menn sýndu með okkur, m.a. Jón Gunnar. Ég var með stórar myndir og góðar myndir voru eftir Sigurjón Ólafsson. Sýningin hlaut góðar undirtektir, var vel sótt og fékk vinsam- lega dóma í blöðum.“ I útlöndum tala menn um alþjóðlega list á íslandi. Af hverju erum við ekki eins mikill útkjálki og önnur Norðurlönd? „Það erum við nú kannski. En Það er bæg- slagangur í íslendingum. Þeir láta sér ekki nægja Norðurlönd, nú eru þeir farnir að fara til Irlands. Kannski veldur írski upruninn ein- hverju. Ég er úr Breiðafjarðareyjum og Dölum í móðurætt." Þú ert uppalinn á Patreksfirði, þaðan koma fleiri listamenn og skáld? „Við Jón úr Vör vorum samferða í unglinga- skóla, bjuggum saman í Reykjavík og vorum að reyna að mennta okkur. Jón E. Guðmunds- son kom líka að vestan, besti maður, þekktur fyrir sitt snjalla brúðuleikhús." Cézanne hraerói ■ mönnwm Varstu í fyrstu með það í huga hvernig myndir þú vildir mála? „Alls ekki. Slíkt kemur, maður getur ekki hugsað skrefin fyrirfram. Það getur enginn, hvorki belja né maður.“ Voru einhverjir málarar þá sem höfðu áhrif á þig? „Upphaflega var það Cézanne. Þegar ég kom til Bandaríkjanna 1945 var skólinn sem ég sótti jafnframt safn með málverkum eftir Cézanne og mikið af annarri franskri mynd- list frá því um og fyrir aldamót og fram eft- ir 20. öldinni." Líturðu á Cézanne sem brautryðjanda? „Hann hrærði í mönnum til að líta í kring- um sig, með honum kom ný sjón á umhverfi og litir urðu lausari við feimni. Til varð kúb- ismi sem lifði nú ekki lengi. Cézanne lagði undir sig Norðurlönd.“ Fannst þér sjálfum að þú værir í andófi, uppreisnarmaður? „Ég hafði hvorki vit né getu til að vera uppreisnarmaður fyrr en ég var orðinn rosk- inn. Þá breytti ég meðvitað hlutum í kringum mig.“ Þú hefur verið trúr sjálfu málverkinu? „Ég notaði aldrei málverkið til annars en því var mögulegt að gera.“ Kristján gengur nú með mér um húsið sem minnir á safn fullt af myndum og bókum. Flygill á gólfi, tvær fiðlur á hillu. Á borði liggja teikningar sem hann veit ekki enn hvort hann sýnir á Kjarvalsstöðum — Sanda- strandafólk. Ég hef áður séð líkar teikningar eftir Krist- ján og einu sinni var ég viðstaddur þegar hann teiknaði mynd sem var aðeins tvö strik. Þetta eru mjög fijálslegar teikningar og líf- rænar, gamansamar. Kristján bendir á eina teikninguna. Hún er gerð á aðfangadag,1974, „jólamynd, minnir svolítið á Einar Braga.“ Við erum sammála um það. Kannski er þetta fyrtsta teikningin í flokki mynda af Birtings- mönnum eða kannski sú eina, hugsa ég, virð- ingarvottur við þá. Dubuffet bylti heiminum Á vegg er grafíkmynd eftir Frakkann Dubuffet. Það eru aðeins til fjögur eintök af þessari mynd í heiminum og útlendir gestir sem heimsækja Kristján furða sig á því að til skuli vera eintak á íslandi. Það ber eins og annað að þakka Michel Tapie. Dubuffet hefur verið talinn meðal þeirra sem haft hafa áhrif á þig? „Það er ekki rangt að Dubuffet sé áhrifa- valdur. Menn hafa losnað misjafnlega vel við að vera undir áhrifum frá honum. Hann bylti heiminum. Ég er ekki einn um að hafa orðið fyrir áhrifum frá honum, jafnvel De Kooning er meðal þeirra.“ Má bera hann saman við Cézanne sem brautryðjanda? „Nei, þetta var miklu róttækara. Cézanne hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera. Hann seldi aldrei mynd meðan hann lifði, en hafði hins vegar mikil áhrif.“ Hvernig bytjaði þetta með afstrakt-expres- sjónismann? „Deildar meiningar eru um upprunann. Ég held að byijunina megi rekja til Danmerkur og Hollands, til Cobra og fleiri. Afstrakt- expressjónisminn verður sterkastur í Ameríku hjá málurum eins og Pollock. Kwndera finnwr kápumynd Ég minnist á myndskreytingar Kristjáns í ljóðabók Jóns Óskars, Nóttinni á herðum okk- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.