Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 4
SIGURÐUR Guðmundsson var annar í röð þeirra íslendinga sem fyrstir nutu háskóla- menntunar í byggingarlist í upphafi aldarinnar, næstur á eftir frumhetjanum, Guðjóni Samúelssyni. Árið 1925 hóf hann rekstur fyrstu einka- reknu arkitektastofunnar hér á landi og starf- rækti hana allt tii dauðadags árið 1958, sein- ustu tuttugu árin í samvinnu við Eirík Einars- son arkitekt. í rúma þijá áratugi var Sigurður einn helsti leiðtogi í stétt íslenskra arkitekta og með verkum sínum hafði hann mikil áhrif á þróun íslenskrar húsagerðarlistar. Nú um helgina verður opnuð í miðrými Kjarvalsstaða sýning með teikningum, ljósmyndum og líkön- um af helstu verkum hans. Sigurður Guðmundsson fæddist 4. maí 1885 á Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sigurðardóttir frá Efstabæ í Borgarfirði og Guðmundur Pétursson, bóndi og hreppstjóri á Hofdöium. Sigurður var af hagleiksmönnum kominn og aðstæður hans í bernsku voru hagstæðar til menntunar og þroska. Ömmubróðir hans í föðurætt og al- nafni var Sigurður Guðmundsson málari. Árið 1904 hóf Sigurður nám við Hinn al- menna menntaskóla í Reykjavík og lauk gagn- fræðaprófi árið 1907. Hann stundaði áfram nám til stúdentsprófs, allt til þess að hann ákvað að læra arkitektúr, en á þeim tíma var stúdentspróf ekki skilyrði við inngöngu í arki- tektadeildir erlendra listaskóla. Árið 1915 sigldi Sigurður til Kaupmannahafnar og innrit- aðist í arkitektadeild Listaakademíunnar. Þar stundaði hann nám meira og minna til ársins 1925, án þess þó að ljúka fullnaðarprófi. Fjár- hagur var þröngur og jafnhliða skólanum vann Sigurður fyrir sér á teiknistofum í Kaup: mannahöfn og einnig sem blaðamaður. I Reykjavík og Kaupmannahöfn komst Sigurður í kynni við ýmsa merkustu listamenn sinnar kynslóðar á sviði bókmennta og myndlistar og skrifaðist hann á við marga þeirra. Norreen klassík Á námsárunum við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn frá 1915 til 1925 komst Sig- urður Guðmundsson í kynni við norræna klas- sík, sem þá var ríkjandi stefna í byggingarlist á Norðurlöndum og einkenndi m.a. fyrstu verk arkitektanna E.G. Asplund og Alvars Aalto. Áhrif stefnunnar eru auðsæ í fyrstu verkum Sigurðar er hann teiknaði á árunum 1925-30, svo sem Barnaskóla austurbæjar og innréttingu Reykjavíkur Apóteks í Austur- stræti 16. Sigurð má með réttu kalla eina íslenska fulltrúa norrænnar klassíkur, þar sem Guðjón Samúelsson var undir áhrifum af sög- ustíl og þjóðernisrómantík aldamótaáranna. Þeir arkitektar sem næstir komu á eftir Sig- urði hófu ekki nám fyrr en um 1927, þegar norræna klassíkin var að víkja fyrir funksjóna- lismanum. Þessi staðreynd gefur verkum Sig- urðar frá árunum 1925-30 sérstakt gildi í íslenskri húsagerðarsögu. Þegar Sigurður Guðmundsson kom heim til starfa að loknu námi var þróun byggingar- og skipulagsmála skammt á veg komin hér á landi og mörg erfið verkefni biðu úrlausnar. Fáir þekktu til starfa arkitekta og oft var við skilningsleysi og fordóma að glíma. Einungis einn háskólamenntaður arkitekt var starfandi á íslandi um það leyti, Guðjón Samúelsson, sem skipaður var húsameistari ríkisins árið 1920. Hafði hann tekið við því starfi af Rögn- valdi Á. Ólafssyni, sem lést úr berklum langt fyrir aldur fram árið 1917. Auk Guðjóns störf- uðu í Reykjavík nokkrir iðnaðarmenn með framhaldsmenntun í byggingafræðum og unnu við að teikna íbúðarhús og atvinnuhús- næði. Strax eftir að Sigurður kom heim árið 1925 hóf hann rekstur sjálfstæðrar arkitekta- stofu að erlendri fyrirmynd og var hann braut- ryðjandi í þeim efnum hér á landi. Var hann einn jafnan nefndur Sigurður arkitekt áður en það orð varð almennt viðtekið starfsheiti. A þriðja áratug aldarinnar var steinsteypa orðin algengasta byggingarefni hér á iandi. Á þeim tíma var notkun hennar útbreiddari hér en í nálægum löndum. Tii marks um þetta segist Sigurður Guðmundsson í viðtali lítt hafa kynnst notkun steinsteypu í námi sínu í Danmörku. Hann tók þó brátt að beita sér fyrir nýjungum á sviði múrverks og steypu- tækni í fyrstu húsum sínum. Meðal þeirra var grófhúðun steyptra útveggja með svonefndu perluákasti. Þá aðferð notaði hann fyrst í húsinu á Laufásvegi 70 (1927). Dökkur, ólitað- ur perlumúr einkenndi mörg af fyrstu verkum Sigurðar, en mörg þeirra húsa hafa síðar ver- ið máluð. Önnur nýjung sem fyrst var reynd í sama húsi var járnbending steypu í veggjum, sem fyrir vikið urðu þynnri en áður hafði tíðk- ast. A árunum 1926-30 teiknaði Sigurður nokkur fleiri íbúðarhús í Reykjavík í anda norrænnar klassíkur. Sakir einfaidleika og fágaðs útlits skáru þau sig úr þeim skrautlega stíl sem þá einkenndi reykvísk steinsteypu- Ljósmynd/Pótur Sörensson. INNRÉTTING Reykjavíkur Apóteks (1928-30). Lyfjabúðin hefur einstakt listsögulegt gildi þar sem hún er eina heilsteypta innrétting- in hér á landi með skýrum einkennum norrænnar klassíkur. SIGURÐUR ARKITEKT EFTIR PÉTUR J. ÁRMANNSSON Síóla árs 1929 teiknaói Siguróur fyrsta íbúóarhús hér á landi eftir hugmyndum módernismans, hús Ólafs Thors í Garóastræti 41, en bygging þess markaói tímamót í íslenskri húsageróarsögu. BARNASKÓLI Austurbæjar (1924-30). Fyrsta stóra verkefni Sigurðar Guðmundssonar eftir að hann fluttist heim frá námi. Mjög var til hússins vandað og var það lengi talið eitt fullkomnasta skólahús á Norðurlöndum. Fínlegar útfærslur við dyr og glugga mynda mótvægi við reglufasta heildarmynd hússins. Sigurður Guðmundsson hús. Útlitsmyndir þessara húsa voru flestar samhverfar um miðju, vegg- fletir sléttir og giuggagerðir byggðar upp með margfeldi sömu grunneiningar. Formið var í flest- um tilvikum ein- faldur teningur og lítið um útskot og útbyggingar. Hús- in höfðu hreinan heildarsvip og yfir- veguð hlutföll þar sem engu var ofaukið. Dæmi um þetta eru húsin Asvallagata 14, Bergstaðastræti 74- 74A og 75, Fjólugata 1, Hringbraut 26 og Laufásvegur 63, 70, 73 og 75. Funksjónalismi Síðla árs 1929 teiknaði Sigurður fyrsta íbúð- arhús hér á landi eftir hugmyndum módernis- mans, hús Ólafs Thors í Garðastræti 41, en bygging þess markaði tímamót í íslenskri húsa- gerðarsögu. í greinum um list þessa tímabils hafa þau Hörður Ágústsson og Júlíana Gott- skálksdóttir bent á þá áhugaverðu staðreynd að hér á landi ruddi funksjónalismi í arkitektúr sér til rúms mun fyrr en módernismi í öðrum greinum sjónlista.12) Þessi athyglisverði vaxt- arbroddur íslenskrar nútímalistar í upphafi heimskreppu birtist með einna skýrustum hætti í nokkrum íbúðarhúsum sem hönnuð voru á teiknistofu Sigurðar Guðmundssonar á árunum 1929-33. Hin nýju viðhorf sem einkenndu þessi hús áttu sér alþjóðlegar rætur en þau 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.