Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						„ÞAÐ er næstum eins og hann hafi litið svo á sjálfur að hann væri búinn að lifa," segir Pétur
Gunnarsson um Marcel Proust og ástæðu þess að bókin varð til. Proust er ungur á þessari
mynd og sláandi líkur Bítlinum Paul McCartney.
er sagður hafa þjáðst af ýmiskonar ofnæmi
og asma. Halldór lýsir ástandi hans á kostu-
legan hátt:
„Hann þoldí ekki birtu og varð að lifa í
stöðugu rökkri. Hann var svo næmur fyrir
hávaða að það varð að einángra íbúð hans fyr-
ir hljóði svo þar ríkti óslitin þögn. Af hlið-
stæðum orsökum varð hann að búa við matar-
æði sem svaraði húngursneyðarkjörum. Og
hann hafði slíkt líkamlegt ofnæmi fyrir fólki
að hann varð að hætta að samneyta vinum
sínum. Hann gat ekki staðið uppréttur og
ekki heldur legið útaf, en varð að sitja uppvið
dogg. Hann þoldi ekki þann ilm sem berst
með fersku lofti á sumardegi, þoldi ekM loftið
sjálft, og honum símínkaði hæfileiki til að
draga andann; andarteppan hélt honum tím-
um saman milli heims og helju einsog í
snöru."
Halldór segir að Proust hafi ofan á allt
þurft að kljást við skort á orðminni svo leit að
hverju orði hafi kostað hann átak.
Pétur segir margt bera að sama brunni við
tilurð Leitarinnar; hann hefur lokið við að
brjóta til mergjar efnistök og aðferð frásagn-
arinnar þegar hann stendur uppi einn.
„Það er næstum eins og hann hafi litið svo
á sjálfur að hann væri búinn að lifa. Þessi ein-
angrun hans frá heiminum sem Halldór lýsir
er ekki eingöngu vegna veikinda hans heldur
er hún hreinlega afstaða hans; það er eins og
hann viti sjálfur að honum er naumt skammt-
aður tími og hann ætlar að nota það sem eftir
er til að endurskapa veröld sína, glataðan
tíma."
Proust gekk illa að fá fyrsta hluta Leitar-
innar gefinn út, fór á milli útgefenda sem
fannst verkið út í hött, eins ogPétur segir, og
allir vísuðu þeir honum frá. Á endanum var
það hann sjálfur sem gaf bókina út á eigin
kostnað. Proust ætlaði upphaflega að hafa
verkið í þremur hlutum en heimsstyrjöldin
fyrri setti strik í reikninginn. Meðan á henni
stóð voru ekki prentaðar neinar bækur í
París, Proust sat því við skriftir og verkið óx í
höndunum á honum, blés út í sjö bindi.
Pétur segir að hinn kunni franski rithöf-
undur, André Gide, hafi verið einn af þeim út-
gefendum sem höfnuðu fyrsta hluta verksins
árið 1913. „Þetta var hin stóra synd í lífi
Gides. Það var Gallimard sem gaf út annað
bindið eftir stríðið og svo það sem á eftir
kom."
Ofbýður íslenskunni
Pétur segir að ekkert sé hægt að ýkja það
hversu erfitt sé að þýða Proust.
„Það er í fyrsta lagi frekar erfitt að þýða úr
frönsku á íslensku, málin eru afar ólík. Setn-
ingabygging er ekki sú sama, íslenskan hefur
þessar stuttu hliðskipuðu setningar á meðan
franskan styðst meira við uhdirskipun.
Frakkar geta haldið tiltekinni hugsun eða
hugdettu mjög lengi áfram í alls konar fram-
haldssetningum sem er erfiðara fyrir okkur
út af fallbeygingarkerfinu með meiru. Ef
þetta verk hefði verið þýtt á sextándu, sautj-
ándu eða jafnvel átjándu öld hefði það verið
„auðveldara" því þá var íslenskan einmitt
undir áhrifum frá þýsku og dönsku og með
meiri undirskipun. Þá var hægt að segja,
„maður, hverrar konu er ...". Þá var líka hægt
að nota lýsingarhátt nútíðar óspart sem
málsmekkur okkar í dag hefur skorið við
nögl.
Við þetta bætist að Proust gengur óvenju-
langt í sinni aðferð, hann gekk raunar alveg
fram af Frökkum á sínum tíma. Hann var
gagnrýndur fyrir að kunna ekki frönsku eða
ofbjóða henni með allt of mikilli undirskipun.
í þýðingunni hef ég reynt að gera eins, og of-
bjóða íslenskunni. Mér fannst ekki koma til
greina að endurhanna textann í einhverja nú-
tímasetningaskipan. Ég reyni að teygja mig
eins langt í átt til Proust og ég get."
Pétur segist gefa sér góðan tíma þegar
hann þýðir enda sinni hann því starfi með-
fram öðrum ritstörfum. Þýðingarferlið er í
nokkrum stigum.
„í fyrstu umferð læt ég frumtextann alveg
yfir mig ganga og þykist góður ef ég næ að
þýða orðin. I annarri umferð einbeiti ég mér
að stíl, færi setningarnar í viðeigandi búning,
þá er líka eins víst að sitthvað hafi skolast til
og í þriðju umferð ber ég því saman frum-
texta og þýðingu, læt þetta vegast á. Á loka-
sprettinum þarf ég síðan iðulega að skrifa
upp erfiðustu setningarnar á frummálinu og
reyna að fá tilfinningu fyrir þeim. Hana reyni
ég síðan að færa yfir í íslensku gerðina."
Pétri þykir það fara ágætlega saman að
sinna þýðingum með sínum eígin skrifum.
Það sé fróðlegt að þreifa á vinnubrögðum
annars höfundar.
„Stfll er hins vegar flóknara fyrirbæri en
svo að maður geti orðið fyrir áhrifum af höf-
undi sem maður er að þýða. Maður getur hins
vegar ekki spillst af slíkri glímu heldur. Þetta
snýst mikið um að finna andblæ og tón verks-
ins og það ræður svo göngulaginu. Maður
tekur alltaf mið af höfundinum, heimspeki
hans og stílvilja.
Það er skemmtilegt að bæði franskar og ís-
lenskar bókmenntir leggja úr vör um svipað
leyti, á þrettándu öld. Franskan og íslenskan
eru því ákaflega þjálfuð bókmenntamál og rík
af hefð. Það er gaman að leiða þau saman í
því ljósi."
•       •
• •
HVAÐ I OSKOP-
UNUM VAR PÓST-
MÓDERNISMI?
EFTIR KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON
Nokkur orð í tilefni greinq-
flokks Kristjáns Kristjáns-
sonar í Lesbók.
SÁ HUGSUNARHÁTTUR sem
stundum er merktur með orð-
inu póstmódernismi einkennd-
ist af efa um möguleikann á að
óðlast fullvissu og endanleg
svör, en um leið viðleitni til
trúnaðar við reglur rökfræð-
innar án þess þó að þeim væri
tekið sem hinum endanlega dómara um rétt
og rangt. Þess vegna fór það oft svo í póst-
módernískri fræðamennsku að ekki var um
annan grundvöll að ræða en textann sem
verið var að skoða hverju sinni. Þessu má
ekki rugla saman við „trú" á textann.
Kannski hefur Joseph Schumpeter öðrum
betur orðað það lífsviðhorf sem einkenndi
póstmódernismann: „Að gera sér grein fyrir
afstæðu gildi sannfæringar sinnar en hvika
samt ekki frá henni er það sem greinir siðað-
an mann frá skrælingjanum."1
Kristjáni Kristjánssyni var allmjög niðri
fyrir í greinum sínum hér í Lesbók um hin
skelfilegu afkvæmi póstmódernismans,
kjaftastéttirnar, og virtist helst sem hann
vildi hverfa aftur til Upplýsingatrúar. Reynd-
ar er vandkvæðum bundið að tala um póst-
módernisma; í fyrsta lagi var þetta aldrei út-
hugsuð stefna í einu eða neinu, nema kannski
sem þyrnir í augum módernista, sem þótti
hugmyndaforráðum sínum ógnað, og í öðru
lagi er þessi hugsunarháttur orðinn næsta
viðtekinn (að minnsta kosti meðal yngri kyn-
slóða, þeirra sem stundum eru kenndar við
upplýsingaöld hina nýrri - með litlu u-i) og
því erfitt að tálga hann í óhlutbundið form
heimspekilegrar umræðu.
Dýpstu sporin sem hægt
er að greina eftir póst-
módernisman eru líklega
svonefnd fjölhyggja, eða
að minnsta kosti vonin um
að hægt sé að komast hjá
algildishyggju.
Einn meginmunur á
módernisma og póst-
módernisma er sá, að
módernisminn leitaðist
við að veita forskrift, það
er að segja, smíða kenn-
ingar frá grunni, leggja
forsendur að máttarvirkj-
um handa fólki að lifa eft-
ir. En póstmódernisminn
var í eðli sínu viðbrögð,
maður brást við því sem
er til og er gefið. Engin
máttarvirki voru smíðuð, engin hugmynda-
fræði var búin til. Því var túlkun eitt megin-
hugtakið í póstmódernisma og að því leyti
átti hann sér sterkar rætur í þýskri hug-
hyggju 18. og 19. aldar. Póstmódernistar
tóku alvarlega þá fullyrðingu þýska heim-
spekingsins G.W.F. Hegels að uglan hennar
Mínervu hæfi sig ekki til flugs fyrr en
rökkva tæki - og átti Hegel þá við að heim-
spekin (Mínerva var rómverska listar- og
viskugyðjan) væri ætíð barn síns tíma og
gæti ekki lagt línurnar heldur kæmi til sög-
unnar seinna og drægi ályktanir af og túlk-
aði það sem gerst hefði.2 Það væri ekki hlut-
verk heimspekinnar að móta veruleikann til
samræmis við mannlega rökvísi heldur
skyldi haft í huga að mennirnir eru hluti af
þessum veruleika. Einn helsti spámaður
póstmódernismans, kanadíski kúltúrrýnirinn
Marshall McLuhan, tók í sama streng er
hann lýsti hlutskipti nútímamannsins sem
„baksýnisspegilsáhrifum": Við æðum svo
hratt áfram að út um framrúðuna sést ekk-
ert nema rugl, og aðeins það sem er í bak-
sýnisspeglinum er skýrt.
Kristján nefndi að módernismi í arki-
tektúr hafi „dáið" þegar Pruitt-Igoe fjölbýl-
ishúsasamsteypan í St. Louis var brotin nið-
ur 1972. Hann lét hins vegar undir höfuð
leggjast að spyrja sig og lesanda sinn að því
hvers vegna þessi hús voru eyðilögð. Manni
dettur í hug að það kunni að hafa verið vegna
þess að þau voru hönnuð í módernískum stíl
en póstmódernistar hafi komist til valda í
bæjarapparatinu í St. Louis og ákveðið að
það væri ekki hægt að hafa þessi
módernísku monster þarna, byggja yrði nýtt
og póstmódernískt.
Málið var þó líklega öllu skiljanlegra og
einfaldara og hafði ekkert með rökvísi eða
heimspeki að gera. Þessi hús voru bara óí-
búðarhæf, glæpatíðni í samsteypunni var
hærri en annarstaðar og skemmdarverk tíð-
ari. Var það vegna þess að íbúarnir voru
meiri óþjóðalýður en íbúar annarra húsa?
Eða hafði það eitthvað með húsin sjálf að
gera? Við því er ekki til endanlegt svar, en
mönnum datt í hug að ef til vill sköpuðu
þessi hús íbúum sínum umhverfi sem væri
mannfjandsamlegt.3
Hús er „vél til að búa í" skrifaði Le Cor-
busier, einn helsti boðberi módernísks arki-
tektúrs. Fyrst kemur húsið, svo fólkið. Fólk-
ið lagast að húsinu, sem sjálft lýtur engu
nema forræði formsins. Gegn þessu tefldu
póstmódernískir arkitektar á borð við Aldo
Rossi litum og ýmsu skemmtilegu skrauti.
Það er að segja, húsið laut fegurðarskyni
mannanna sem nota það, vegna þess að hús
eru fyrir fólk, bæði að búa í og horfa á. Enn-
fremur tóku húsin oft mið af þeim húsum
sem fyrir voru í grenndinni í stað þess að
hreinar hugmyndir arkitektsins fengju að
ráða ferðinni „ómengaðar" af hugsun geng-
inna kynslóða.
Að þessu leyti sagði póstmódernisminn
skilið við þá hugsjón módernistanna að í list-
um og hugvísindum skuli reyna að eltast við
PÓSTMÓDERNÍSK bygging í Dublin.
strangnákvæmni og ópersónuleika raunvís-
indanna, til þess að komast megi að „vísinda-
legum" niðurstöðum sem séu óháðar mann-
legum þáttum og_ytri skilyrðum og hljóti því
að vera sannar. í staðinn var viðurkennt að
kenningar - og hús - eru bara til í mann-
heimum og að hvergi búa platónskar frum-
myndir í handanheimi sem öðlast má aðgang
að með því að vera fullkomlega rökvís. Hér er
komið að inntaki fjölhyggjunnar, sem er það,
að svör eru aldrei endanleg, heldur ætíð
bundin tíð og tíma og fordómum þess sem
veitir þau.
1  Skv. tilvitnun Richard Rorty: „The Contingency of
Liberal Community," í Contingency, irony, and
sotidarity. (Cambridge: Cambridge University
Press, ártal), bls. 46.
2  Sjá G.W.F. Hegel: Hegel's Philosophy oí Right,
ensk þýðing eftir T.M. Knox. (Oxford: Öxford Uni-
versity Press, 1967), bls. 13.
3  Sjá t.d. Charles Jencks: The Language of Post-
Modern Architectwe, sjötta útgáfa. (New York:
Rizzoli, 1991), bls. 22 o. áfr.
Höfundurinn er blaðamaður á Morgunblaðinu.
16     LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR  29. NÓVEMBER 1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20