Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						SVEINBJORNS SVEINBJORNSSONAR TONSKALDS MINNST A TONLEIKUM I LISTASAFNI KOPAVOGS

//

SKAMMARLEGA

LÍTIÐFLUTTUR

HÉR Á LANDI"

TONLEIKAE í tónleikaröðinni

Við slaghörpuna verða haldnir í

Listasafni Kópavogs mánudag-

inn 1. desember kl. 20.30. Verða

þeir helgaðir minningu Svein-

björns Sveinbjörnssonar en í ár

er hálf önnur öld liðin frá fæð-

ingu tónskáldsins og sjötíu ár

frá andláti þess. Eftir Svein-

björn liggur fjöldi tónverka, þar

á meðal þjóðsöngur íslands.

Á tónleikunum munu Signý

Sæmundsdóttir og Bergþór

Pálsson syngja lög eftir Svein-

björn við undirleik Jónasar Ingi-

mundarsonar og Jón Þórarins-

son tónskáld minnast hans með

nokkrum orðum en hann skráði

ævisögu Sveinbjörns sem út

kom árið 1969.

Að sögn Jóns mun erindi

hans að mestu fjalla um ein-

söngslög Sveinbjörns enda sé

um þess háttar tónleika að ræða.

„Það verður vakin athygli á því

að Sveinbjörn var að minnsta

kosti þrjátíu árum á undan öðr-

um fslendingum í sönglaga-

smíði. Stundaði hann þá iðju í

Skotlandi á árunum frá um 1870

til aldamóta án þess að það vekti

teljandi athygli hér á landi enda

mest allt lög við enska texta.

Urðu þau mörg hver mjög vin-

sæl og voru gefin út hvað eftir

annað, bæði í Edinborg og

Lundúnum."

Jón segir athyglisvert að þeg-

ar fyrsta sönglagið leit dagsins

Sveinbjörn

Sveinbjömsson

Jón

Þórarinsson

ljós á íslandi hafði Sveinbjörn

gefið út á þriðja tug slíkra laga í

Bretlandi, sem voru aukinheldur

mun betur unnin en það fyrsta

sem birtist á prenti hér.

Jón segir að Sveinbjörn hafi

haft lítið samband við ísland á

þessu árabili. Hann hafi að vísu

samið þjóðsönginn árið 1874 að

áeggjan Matthíasar Jochums-

sonar, sem var gestur hans

haustið áður, og orti meira að

segja fyrsta erindi þjóðsöngsins

í húsi Sveinbjörns í Edinborg.

,Að,öðru leyti var samband hans

við ísland afskaplega lítið."

Um aldamót varð breyting

þar á, eða í kjölfar heimsóknar

Valtýs Guðmundssonar, sem

valtýskan var kennd við, til

Sveinbjörns í Edinborg árið

1899. „Þegar Valtýr kom heim

birti hann grein um Sveinbjörn í

riti sínu, Eimreiðinni, og skrá

yfir verkin sem hann hafði gefið

út, þar á meðal 24 sönglög. Við

það jókst áhugi íslendinga á

Sveinbirni og í tengslum við

konungskomuna 1907 fékk

Hannes Hafstein ráðherra hann

til að semja kantötu til þess að

fagna kónginum. Af því tilefni

kom Sveinbjörn hingað heim í

heimsókn og í framhaldi af því

þýddi Þorsteinn Gíslason, rit-

stjóri og textahöfundur kantöt-

unnar, nokkra af þessum ensku

sönglagatextum Sveinbjörns.

Skömmu síðar voru svo haldnir

Morgunblaðið/Golli

JÓNAS Ingimundarson, Bergþór Pálsson og Signý Sæmundsdóttir munu flytja sönglög

Sveinbjörns í Listasafni Kópavogs.

tónleikar Sveinbirni til heiðurs í Reykjavík

þar sem þessi lög voru sungin. Þannig

komust þau fyrst á framfæri hér heima."

Að áliti Jóns hafa sönglög Sveinbjörns ver-

ið skammarlega lítið flutt hér á landi í gegn-

um tíðina, því enn sem fyrr standi þau fyrir

sínu. Telur hann ensku textana eiga þar aug-

ljósan hlut að máli. „Engu að síður leit Svein-

björn alla tíð á sig sem íslenskt tónskáld og

lögin hans eru alveg eins íslensk og margt

það sem gert var hér heima á þessum tíma.

Hann samdi lög sín í evrópskum-alþjóðlegum

stíl, sem er auðvitað ekki séríslenskur, en það

var ekki hjá öðrum heldur."

Önnur skýring sem Jón nefnir er að lög

Sveinbjörns séu ekki aðgengileg á prenti. ,Á

sínum tíma gaf Menningarsjóður út nokkur

Iaga hans á prenti en þau hafa einhverra

hluta vegna ekki náð verulegri útbreiðslu

enda kannski ekki þau lög sem best eru fallin

til kynningar. Það vantar einfaldlega úrval af

einsöngslögum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar

á prenti."

Margra grasa kennir á efnisskrá tónleik-

anna í Kópavogi. Þar verða til að mynda flutt

sum fyrstu lögin sem Sveinbjörn birti á

prenti og líka einhver af þeim síðustu, svo

sem Sprettur, sem samið er á árunum

1922-23, þegar tónskáldið var búsett hér

heima.

íj:.

?

Ný aoföng

á Kjarvals-

stöoum

SÝNING á nýjum aðföngum Listasafns

Reykjavíkur verður opnuð á Kjarvalsstöð-

um í dag. Verður sýningin í vestursal og

miðrými.

Að sögn Eiríks Þorlákssonar, forstöðu-

manns Listasafns Reykjavíkur, verða aðal-

lega á sýningunni verk sem komið hafa í

eigu safnsins á þessu ári en það mun vera

stefha þess að gefa borgarbúum reglulega

tækifæri til að li'ta þau verk sem safnið

eignast og fylgjast þannig með listaverka-

eign borgarinnar og hræringum í íslenskri

myndlist. Stór hópur listamanna, inn-

lendra og erlendra, á verk á sýningunni,

svo sem Louisa Matthíasdóttir, Hörður

Ágústsson, Hrafnkell Sigurðsson, Svava

Björnsdóttir, Guðmunda Andrésdóttir og

Kristinn E. Hrafnsson.

„í tengslum við sýninguna ætlum við að

brydda upp á þeirri nýjung í starfi safns-

ins að bjóða upp á stutta kynningu eða

leiðsögn listamanna, sem eiga verk á sýn-

ingunni, alla virka daga kl. 12.30 frá 1. til

12. desember. Leiðsögnin varir í tíu míh-

útur en fjallað verður um eitt verk í senn,"

segir Eiríkur. „í stað þess að lesa lærðar

ritgerðir eða hlýða á fræðilegar útlistanir

hjá þriðja aðila um hvað listamennirnir

eru að fást við í sínum verkum gefst fólki

sem sagt tækifæri til að hlusta á lista-

mennina sjálfa."

Sigurður Árni Sigurðsson ríður á vaðið

á mánudag en síðan koma þau eitt af öðru,

Erla Þórarinsdóttir, Bjarni H. Þórarins-

son, Jóhann Torfason og Jónína Guðna-


STARFSMENN Kjarvalsstaða hengja upp verk á sýningunni Ný aðföng.

Morgunblaðiö/Þorkell

dóttir í næstu viku og síðan Jóhann,

Jónfna, Erla, Bjarni og Kristinn E. Hrafhs-

son í vikunni 8.-12. desember. ÖIl munu

þau, að Sigurði Árna undanskildum, taka

þátt í almennri leiðsögn um sýningar

safnsins sunnudaginn 14. desember kl. 16.

Sýningin á verkum úr Kjarvalssafni

mun standa áfram í desember í austursal

Kjarvalsstaða. Eru verkin, sem eru frá

ýmsum tímum, valin með tilliti til við-

fangsefha.

Á sýningarvegg byggingarlistardeildar

í austurforsal verða í desember sýndar

húsateikningar sem deildin hefur fengið

til varðveislu á þessu ári, annars vegar

íbúðarhúsateikningar frá fyrstu áratugum

aldarinnar og hins vegar hluti af loka-

verkefni Hannesar Kr. Davíðssonar frá

arkitektadeild listaakademíunnar í Kaup-

mannahöfh.

Sýningunum lýkur 21. desember.

20     LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20