Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 6
Sól eg sá, svo hún geislaði að eg þóttist vætki vita. Sól eg sá á sjónum skjálfandi, hræðslufullur og hnipinn. Sól eg sá sjaldan hryggvari, mjög var eg þá úr heimi hallur. Sól eg sá síðan aldregi eftir þann dapra dag. Hér er á ferðinni skáld sem getur horft hið beinasta móti sólu og blöskrar þó hvergi. En Njörður Njarðvík virðist hafa aðrar hugmyndir og er ekki í miklum vafa um hvert skáldið er að fara í þessu skeiði: „Nú ber að hafa í huga,“ segir hann, „að „sólarerindin" sjö eru tilraun mælandans til að lýsa fyrir lifandi lesanda hvernig hann skynjar þá andlegu umbreytingu sem felst í dauðanum." Hér eins og víðar verð- ur skýranda reikað helsti langt burt frá þeim lýsingum í kvæðinu sem hann glímir við. Sólar- sýn hins forna skálds mun fela í sér sundurleit- ar hugmyndir um afstöðu þess til guðdómsins og tilverunnar í heild, en naumast þó „þá and- legu umbreytingu sem felst í dauðanum". Þetta er ekki eina skiptið að Njörður sjálfur og aðrir skýrendur lenda á villigötum, og gera hug- myndir hins foma skálds einfaldari, fjarstæðu- kenndari og afdráttarlausari en þær eru í raun og veru. 9. Lokaþáttur Tvö næstu erindin á eftir sólar - þá var eg fæddur, - burt frá brjósti mér. Hátt að hún fló, hvergi settist, svo að hún mætti hvíld hafa. Hver er þessi vonarstjarna sem flaug úr bijósti skáldi? Njörður nefnir fyrst þá skýringu Hjalmars Falks „að mæiandinn hafi þjáðst mjög á dauðastundinni og að von hans um hjálpræði hafi horfið úr brjósti hans,“ og síðan hugmynd Fredriks Paasches, sem hélt því fram að vonarstjaman sem flýgur burt frá brjósti skáldsins sé sálin, sem yfirgefur h'kamann í von um sáiuhjálp. Um síðari helming vísunnar segir Njörður: „Sálin flýgur hátt og víða og ieitar iyr- ir sér, en hefur enn ekki fundið rétta leið.“ Með því að persónufomafnið „hún“ í síðara hluta vís- ar eindregið tii vonarstjörnu, þá hlýtur Njörður að hallast að kenningu Paasches. Um annað vísuorðið ,,þ;' var eg fæddur“ kveður Njörður upp svofelldan dóm: „Dauðan- um er líkt við fæðingu til annars lífs.“ Þetta kann mörgum að þykja helsti langt gengið, enda víkur skáldið hvorki að dauða né öðru lífi; skýrandi seilist langt út fyrir kvæðið og gleym- ir því ósamræmi sem þá verður með endurfæð- ingu annars vegar og vonarstjömu á flótta eða örvæntingu hins vegar. Síst af öllu skyldu skýr- ingar á kvæði hneppa það í fjötra og sveigja það undir vafasamir getgátur um hugarfar óðsmiðs þegar hann skóp verka sinn. Næsta erindi hljóðar svo: Öllum lengri var sú eina nótt, er eg lá stirður á strám. Þá merkir það er guðmælti, að maður er moldu samur. Um fyrra helming segir Njörður: „Hér mun átt við að líkið er náttsett, þ.e. látið standa uppi nóttina eftir dauðann eða réttara sagt liggja ó nástráum. Sú nótt er öllum lengri." Þetta virð- ist sannlegt, en öðm máli gegnir um síðara helming, sem skýrir Njörður svo: „Mér virðist sem hugsun mælandans sé sú, að hann skynji á sjálfum sér hvað í því felst að líkaminn um- breytist í dautt efni, mold, og því tengist sú ein- manakennd sem birtist í því að tíminn virðist ekki líða lengur.“ Spakmælið Maður er moldu samur er þegið úr latínu og felur í sér alkunnar hugmyndir um skyldleika manns og moldar. Allar bollaleggingar um skynjan skálds þegar líkaminn umbreytist í dautt efni eru gersam- lega út í hött. Hér er rétt að staldra við andartak að lokum og hyggja að ummælum hins ótrauða fræði- manns, sem beitir helstríði og dauða í því skyni að skýra tiltekinn kafla í Sólarljóðum. Njörður staðhæfir að lýsingar á mannlegum þjáningum og andláti stafi frá reynslu þess sem orti. En höfuðskáldi íslenskrar kristni á þrettándu öld varð þó ekki auðið að deyja í 47. erindi frá hálf- loknu kvæði, enda átti óðsmiður þá enn margt ósagt. Vitaskuld er engin ástæða til að ætla að höfundur Sólarljóða hafi ekki verið jafn kvikur að kvæðislokum og þegar hann kvað fyrsta er- indið. Óðsmiður tókst ekki á hendur segja frá sannraunum sínum í veruleika, dauða og öðrum heimi, heldur lýsir hann annarlegri reynslu sem fyrir hann bar í hindurvöku og á annarlegum slóðum. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edinborgarhó- skóla. Ljósmyndir:Lesbók/GS. SÉÐ INN í kórinn. Upprunaleg milligerð framan við kórinn setur mikinn svip á kirkjuna. KIRKJAN Á REYNI- STAÐ 130 ÁRA EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Kirkjan var byggð 1868 en nýlega hefur fgrið frgm gagnger viðgerð á henni og hún máluð í uppruna- legum litum. REYNISTAÐUR hét uppruna- lega Staður í Reynisnesi og var löngum stórbýli og höfðingja- setur. Bærinn er um 10 km suð- ur frá Sauðárkróki. Þar bjuggu þekktir menn eins og Brandur Kolbeinsson, 1211-1246, sem varð forystumaður Skagfirð- inga eftir lát Kolbeins unga. Þau urðu ævi- lok Brands, að Þórður kakali lét vega hann eftir Haugsnesfund, eða svo hermir Sturl- unga saga. Gissur Þorvaldsson flutti að Reynistað 1259 og þar bjó hann til dauða- dags 1268. Nokkru síðar, árið 1295 stofnaði Jörundur biskup Þorsteinsson nunnuklaust- ur af Benediktsreglu á Reynistað. Klaustrið var starfrækt til 1552 og átti þá nær 50 jarðir, sem komust í eigu konungs. Ekki sjást þess glögg merki hvar klaustrið hefur verið. Þá var Reynistaður oft sýslumanns- setur framundir 1900. Reynistaðarbændur fyrir siðaskipti voru klausturhaldarar og reyndar nefndir klaust- urhaldarar löngu eftir að nunnuklaustrið var af lagt. Á 18. öld varð Reynistaður á allra vörum eftir að bóndinn þar, Halldór Vídalín, sendi syni sína suður yfir Kjöl til fjárkaupa eftir að vetur var skollinn á síðan hafa afdrif þeirra Reynistaðarbræðra í stórhríðinni á Kili verið þjóðinni hugstæð og skáldin Jón REYNISTAÐARKIRKJA. Formfagurt hús á fornfrægum stað. Helgason og Hannes Pétursson hafa ort um þau afdrif minnistæð ljóð. Kirkja mun hafa verið á Reynistað frá upphafi kristni í landinu, en núna er þar fal- leg timburkirkja, byggð 1868. Hana byggði Einar Stefánsson, þá bóndi og umboðsmaður á Reynistað, en hann var afi Einars skálds Benediktssonar. Kirkjan var bændakirkja. Jón Sigurðsson, 1888-1972, bóndi og alþings- maður á Reynistað átti hana síðast og gaf hana söfnuðinum 1941. Kirkjan hefur varðveizt vei, enda vel við haldið, þó að sjá mætti nokkur ellimörk á henni. Það sem flýtti fyrir því að ráðizt var í HÉR ER sú óvenjulega skipan að predikunar- stóllinn er yfir altarinu fyrir miðjum kórnum. viðgerðina var ofsarok sem gekk yfir landið 3. febrúar 1991 og olli stórskaða. Þá færðist Reynistaðarkirkja lítillega til á grunninum og skekktist smávegis. En í stað þess að byggja nýja var ráðizt í að gera gömlu kirkj- una upp. Hún er að stofni sú sama og áður; burðargrind og innviðir voru furðu lítið fúin og eru þeir sömu og í upphaflegu gerðinni frá 1868. Þá var yfirsmiður Magnús Arnason frá Stokkhólma í Skagafirði, nýlega kominn frá smíðanámi í Kaupmannahöfn og að lík- indum teiknaði hann kirkjuna einnig. Umsjón með viðgerð kirkjunnar hafði Hjörleifur Stefánsson arkitekt, sem hefur II 4 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.