Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 16
Farandsýningin Líkams-
nánd er samnorrænt
safnafræðsluverkefni sem
ætlað er a5 vekja athygli
á norrænni samtímamynd-
list. HULDA
STEFÁNSDÓTTIR ræddi
við Þorbjörgu Br. Gunnars-
dóttur hjá fræðsludeild
Listasafns Reykjavíkur og
tvo af þátttakendum sýn-
ingarinnar, dönsku lista-
konuna Iben Dalgaard og
myndlistarmanninn Birgi
Snæbjörn Birgisson.
REYKJAVÍK er síðasti áfangastaður sýn-
ingar sem ferðast hefur milli Alvar Alto
Museo í Finnlandi, Henie Onstad
Kunstsenter í Noregi, Norrköpings Kon-
stmuseum í Svíþjóð og Vestsjællands Kunstmu-
seum í Danmörku. Á sýningunni eru verk eftir
ýmsa norræna listamenn sem eiga það sameig-
inlegt að hafa fengist við mannslikamann í verk-
um sínum, bæði innsetningum, vídeólist, mál-
verkum, ljósmyndum og skúlptúrum. Þeir sýna
okkur líkamann sem tjáningartæki og tákn fyrir
tilfinningar okkar, fjalla um líkamann sem sam-
safn einstakra líkamshluta og benda á hvernig
hann kemur upp um bælingu okkar. Markmið
sýningarinnar er að ná til unglinga á aldrinum
13-19 ára og vekja áhuga þeirra á samtíma-
myndlist og heimsóknum á
listasöfn.
Meðal þeirra sem eiga
verk á sýningunni eru Peter
Bonde, Cristian Lemmerz
og Iben Dalgaard frá Dan-
mörku, Elin Wikström og
Lars Hammarström frá
Svíþjóð, Ilkka Sariola, Satu
Kiljunen, Olli Summanen
og Philip von Knorring frá
Finnlandi og Marianne
Heske frá Noregi. Islensku
þátttakendumir í sýning-
unni eru Þorvaldur Þorsteinsson, Helgi Þorgils
Friðjónsson, Hulda Hákon, Daði Guðbjömsson
og Birgir Snæbjöm Birgisson.
„Hreyft við mörkum ú
varfserinn háH"
Hugmyndin að sýningunni kom í kjölfar
ákvörðunar Norrænu ráðherranefndarinnar
um að styrkja barna- og unglingamenningu á
Norðurlöndunum og efla samstarf skóla,
menningarstofnana og listamanna. í upphafi
var það ungt fólk í Finnlandi sem mótaði þetta
þema, og verkefnið varð svo til með stuðningi
frá fjölmörgum stofnunum og sjóðum á Norð-
urlöndum. Teija Hihnala hefur umsjón með
safnafræðslu hjá Alvar Aalto safninu í Finn-
landi og í sýningarskrá lýsir hún aðdragandan-
um sem var sýning safnsins veturinn 1996, Hið
nakta ég. Hugmyndina að sýningunni segir
-hún hafa orðið til úr mörgum hugdettum.
„Þörfín fannst í orðunum, krafan var félagsleg
og áhugi hafði vaknað víða. Með líkamslist og
gjörningum, afkvæmum myndlistarinnar, voru
mörk myndrænnar nektar skráð og túlkuð og
hreyft við þessum mörkum á varfærinn hátt.“
Teija er þeirrar skoðunar að listsýning geti
ekki verið fullgerð fyrr en hún hafi mætt um-
nverfi sínu, fyllst þeirri orku sem áhorfendur
hafa lagt í hana. „Listin er í sjálfu sér tilfinn-
ing, hún er tilfinningalegar upplifanir lista-
mannsins holdi klæddar. Listamennimir eru
alltaf nærri í verkum sínum og áhorfendur í
líkömum sínum - úr þessu þarf svo að skapa
samneyti svo tækifæri gefist á svari.“
Unglingar fara síður á söfn
en aðrir aldurshápar
Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir hefur haft um-
sjón með verkefninu fyrir hönd Kjarvalsstaða
Morgunblaðið/Arni Sæberg
IBEN Dalgaard sýnir innsetninguna Only When I Laugh á sýningunni Líkamsnánd á Kjarvals-
stöðum. Verkið byggir á gagnvirkum boðskiptum áhorfandans við listaverkið. Líkami áhorf-
andans tengist tíma og rúmi verksins og merkingin verður ekki iesin úr listaverkinu einu held-
ur sprettur hún af upplifun áhorfandans.
LEIGUTUNGA, Hired Tongue, eftir danska listamanninn Peter Bonde. Titillinn er athugasemd
listamannsins við hlutverkið sem honum finnst hann gegna á sýningunni þar sem verkið var
fyrst sýnt. Rétt eins og menn í bandarískum kvikmyndaiðnaði á þriðja áratugnum leigðu
handritshöfunda og kölluðu þá Hired Hand, leið Bonde eftir þessa sýningu eins og hann hefði
verið leigður listamaður. Með plastpoka yfir hausnum dýfði hann tungunni í túss og sleikti
rönd eftir endilöngu léreftinu. Tungan varð að pensli og ásjóna listamannsins sjálfs minnir á
bankaræningja eða meðlim í Ku Klux Klan.
FRÁSAGNARMÁLVERK Birgis Snæbjörns
Birgissonar hreyfa við ímyndunarafli áhorf-
andans með tvíræðni sinni. Birgir fiutti fyrir-
lestra um verk sín fyrir nemendur þegar sýn-
ingin ferðaðist til Danmerkur og Nor-
egs.skoðun mín er sú að í verkum íslenskra
myndlistarmanna hafi líkaminn birst í miklu
mýkri útgáfu en annars staðar,
en undirbúningsvinnan hófst fyrir þremur ár-
um. Unglingar eru sá hópur safngesta sem erf-
iðast hefur gengið að ná inn á söfn, jafnvel þar
sem löng hefð hefur skapast fyrir safnfræðslu
eins og víða á hinum Norðurlöndunum. Nor-
rænu listasöfnin sem að verkefninu koma
hyggjast því nýta sér reynsluna af þessari far-
andsýningu til að móta nýja stefnu í safn-
kennslu ungmenna. Þemað, mannslíkaminn og
mannleg nánd, snertir við heimi unglinga, jafnt
sem annarra, á svo ótalmarga vegu og því þótti
viðfangsefnið henta markmiði samsýningarinn-
ar vel. „Við vildum beita nýjum aðferðum við
safnkennslu sem hreyfði við unglingunum -
vekti áhuga þeirra á samtímamyndlist og það
teljum við að þetta viðfangsefni geri. Það
kveikir svo margar spumingar varðandi t.d.
öra tækniþróun samtímans; einræktun og al-
netið, líkamann sem tákn, sjálfsmynd okkar,
sjúkdóma, fegurðarímyndina og það hvemig
listasagan birtir okkur margbreytilegar hug-
myndir mannsins um líkamsfegurð í gegnum
tíðina," segir Þorbjörg. Tíðarandann má lesa
úr ásýnd mannslíkamans í myndlist á öllum
tímum. Um fulltrúa íslenskra samtímamynd-
listarmanna á sýningunni segir Þorbjörg að
þeir hafi fjarlægst þær beinu meðvituðu vísan-
ir í náttúrana sem framherjar íslenskrar
myndlistar beittu í verkum sínum og í staðinn
hafi líkaminn verið tengdur nk. umfjöllun um
listhugtakið sjálft.
Mikilveegt að virkja bseði huga
og likama áhorfandans
Danska listakonan Iben Dalsgaard hefur í
innsetningum sínum leitast við að koma á
gagnvirkum boðskiptum milli listaverks og
áhorfenda. Hún segir að án áhorfenda sé
listaverkið hjómið eitt. Líkami áhorfandans
tengist tíma og rúmi verksins og listaverkið
má túlka á ýmsa vegu allt eftir samhenginu
hverju sinni. Verk sitt nefnir hún Only When
I Laugh og titillinn dregur dár að alvöru-
þrungnum andartökum áhorfenda andspænis
listaverkum á söfnum. „Eg reyni að losa
áhorfandann undan viðtekinni nálgun hans við
listaverkið með því að virkja bæði hugann og
líkamann. Verk mitt krefst aðgerða af hálfu
áhorfandans því annars segir verkið honum
ósköp lítið. Um leið og áhorfandinn hefur los-
að um hömlur vanans og leyfir sér jafnvel að
hlæja svolítið að verkinu, þá slakar hann á og
hættir að vera eins upptekinn af skilgreiningu
verksins einni saman. Ekki að það sé nauð-
synlegt að áhorfendur hlæi heldur að þeir leiti
svara handan þess sem talist getur rökrétt og
séu sjálfir virkir í merkingarsköpuninni." Oft-
ar en ekki setur hún saman tvö óskyld fyrir-
brigði í eina heild og segist með því vera að
leika sér að viðleitni mannsins til að tengja
alla hluti saman og þvinga þá í eina merking-
arheild, jafnvel þó tengslin séu langsótt. „Við
þurfum að hætta að spyrja í sífellu „hvers
vegna?“ og segja í staðinn „af því bara“ og
njóta þess sem fyrir augu ber - lifa og njóta í
núinu. Túlkun verkanna er ekki einhliða og
forvitni er allt sem þarf til að skilja,“ segir
Iben.
Olíkt flestum hinna þátttakendanna á sýn-
ingunni vann Iben verk sitt sérstaklega fyrir
sýninguna Líkamsnánd. „Þegar að samnor-
rænt verkefni um mannslíkamann í myndlist
var fyrst fært í tal við mig, þótti mér það meira
en lítið undarlegt. Að það sé þá til einn og sami
norræni líkaminn? En eftir því sem ég velti
viðfangsefninu meira fyrir mér uppgötvaði ég
sífellt fleiri sameiginleg einkenni með okkur
Norðurlandabúum sem snerta líkamann, s.s.
hugsanagang okkar og athafnir," segir Iben.
„Síðastliðið sumar fjallaði ég sérstaklega um
þau hughrif sem ég varð fyrir í tengslum við
þetta verkefni á sýningu minni í Kaupmanna-
höfn þar sem ég tók fyrir skammdegið,
myrkrið og kuldann og tilfmningar honum
tengdar sem svo sannarlega eru samnorræn-
ar.“
Hún hefur fylgst með viðbrögðum áhorfenda
við verki sínu á öllum fyrri sýningarstöðunum
og segir að viðbrögð unglinganna sem komið
hafi á sýninguna og rætt við sig um verkið, hafi
oftar en ekki komið sér í opna skjöldu. „Um
leið og þau höfðu áttað sig á hvað hér var á
ferðinni þá voru þau flest mjög opin fyrir þessu
samspili sínu við verkið. Sumir hverjir sögðu
að ef þetta væri myndlist þá stæði ekki á þeim
að heimsækja listasöfn oftar, svo ég hlýt að
geta vel við unað,“ segir Iben.
Margir höfðu aldrei kynnst
myndlistarmanni áður
Birgir Snæbjörn Birgisson er yngstur í
hópi þeirra íslensku listamanna sem valdir
voru til sýningarinnar. Hann var styrktur af
norræna Sleipnissjóðnum til að fylgja verkum
sínum eftir þegar sýningin stóð yfir í Dan-
mörku og Noregi. Reynslu sína af verkefninu
segir hann mjög góða. „Þátttaka mín í
fræðslustarfinu á þessum tveimur stöðum var
með gerólíkum hætti. I Noregi ræddi ég við
nemendur um verk mín þegar þeir höfðu farið
um alla sýninguna en í Danmörku höfðu nem-
endur skoðað sýninguna viku áður og komu
gagngert aftur til að hitta mig,“ segir Birgir.
„Eg lýsti því fyrir nemendunum að verk mín
fælu í sér frásögn og í Danmörku fól ég síðan
nemendum það verkefni að velja sér eina af
myndunum þremur og teikna á sinn hátt það
sem fyrir augu bar. Þannig varð til þeirra frá-
sögn af mínum verkum." Hann segir að marg-
ir af þessum nemendum hafi verið að koma á
listasafn í fyrsta sinn og höfðu jafnvel aldrei
áður hitt myndlistarmann. „Þeim fannst starf-
ið spennandi og spurðu mig mikið um hvernig
það væri að vera listamaður." Hann segir að
líkamslistin hafi verið mjög áberandi í mynd-
list síðustu áratuga og ástæðuna megi eflaust
m.a. rekja til staðfestingarbaráttu homma og
lesbía og tilkomu sjúkdómsins eyðni. „Víða
hefur verið fjallað um mannslíkamann í
myndlist á mjög öflugan hátt en skoðun mín
er sú að í verkum íslenskra myndlistai-manna
hafi líkaminn birst í miklu mýkri útgáfu en
annars staðar, t.d. á Sensation-sýningunni í
Bretlandi nýverið.“ Hann segir að sýningin
henti vel til að virkja hugi þeirra sem lítt
þekki til samtímalistar. „Mörg verkanna er
auðvelt að útskýra og sum þeirra þarf jafnvel
ekki að hafa mörg orð um.“
Listamennirnir sem taka þátt í fræðslustarf-
inu era Iben Dalsgaard, Ilkka Sariola, Mari
Rogers, Birgir Snæbjörn Birgisson og Harald-
ur Jónsson ásamt rithöfundinum Kristínu
Ómarsdóttur og mannfræðingnum Sigurjóni
Baldri Hafsteinssyni. Almenn leiðsögn verður
um sýninguna alla sunnudaga kl. 16. Sunnu-
daginn 11. janúar framkvæmir Finninn Goa
Zweygberk gjörning í tengslum við leiðsögn-
ina. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá
10-18 og lýkur 1. mars. Líkamsnánd er einnig
að finna á Alnetinu í samstarfi við Valhalla,
norrænt upplýsinganet. Hjá Valhalla er ann-
arsvegar heimasíða sýningarinnar og hinsveg-
ar umræðuvettvangur fyrir sýningargesti en
slóðin er http://valhalla.norden.org.
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998