Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						f

Sýningar á Stóra sviði Þjóðleikhússins gangg vel

FRUMSÝNINGU

Á KRÍTARHRINGNUM

FRESTAÐ

ÞJOÐLEIKHUSIÐ hefur ákveðið að fresta

frumsýningu á Krítarhringnum í Kákasus

eftir Bertold Brecht, sem vera átti á Stóra

sviðinu í apríl, fram á næsta leikár. Segir

Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri alltaf

leiðinlegt að þurfa að fresta frumsýningum

en að þessu sinni sé ástæðan hins vegar

ánægjuleg. „Sýningarnar sem færðar hafa

verið upp á Stóra sviðinu í vetur hafa gengið

vonum framar og fyrir vikið er ekki pláss

fyrir nema eina sýningu til viðbótar á sviðinu

á þessu leikári, Óskastjörnuna eftir Birgi

Sigurðsson. Við eigum því ekki annarra

kosta völ en að fresta frumsýningu á Krítar-

hringnum í Kákasus til næsta leikárs."

Fimm verk eru sýnd á Stóra sviðinu _um

þessar mundir, Meiri gauragangur eftir Ólaf

Hauk Símonarson, Hamlet eftir Shakespe-

are, söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu,

Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur og

barnaleikritið Yndisfríð og ófreskjan, en sýn-

ingum á því lýkur reyndar um aðra helgi.

Segir Stefán að helst hefði eitt verk til við-

bótar þurft að víkja fyrir Óskastjörnunni,

þar sem geymslurými fyrir leikmyndir sé

takmarkað við Stóra sviðið, að þessu sinni

verði aftur á móti reynt að komast hjá því í

lengstu lög. „Eðli málsins samkvæmt viljum

við helst ekki hætta að sýna leikrit sem upp-

selt er á helgi eftir helgi."

Auglýst eftir leikurum

og ieikstjórum

Þá hefur Þjóðleikhúsið auglýst lausar

stöður leikstjóra og leikara við húsið frá 1.

september næstkomandi. Um tvær leik-

stjórastöður er að ræða en samningar Hall-

mars Sigurðssonar og Kolbrúnar Halldórs-

dóttur, sem verið hafa fastráðin við Þjóðleik-

húsið undanfarin þrjú ár, renna út í vor. Seg-

ir Stefán Baldursson þetta vera í samræmi

við þá stefnu sem hann markaði í upphafi

ferils síns sem Þjóðleikhússtjóri, að skipta

fastráðnum leikstjórum út á tveggja til

þriggja ára fresti. „Þetta fyrirkomulag hefur

gefið góða raun en vonandi eiga Hallmar og

Kolbrún eftir að starfa fyrir okkur áfram að

einstökum verkefnum."

Stefán gerir ráð fyrir að ráðið verði í tvær

til fjórar leikarastöður fyrir næsta leikár en

endanlegur fjöldi sé háður verkefnavali.

Ekki munu leikarar vera að hætta við Þjoð-

leikhúsið, þannig að hér er um hreina viðbót

við leikaralið þess að ræða.

Morgunblaðið/Ásdís

ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson kemur fram á píanótónleikum í Listasafni íslands annað kvöld.

ÓVÆGIN RÓMANTÍK

ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson píanó-

leikari heldur einleikstónleika í Lista-

safni fslands annað kvöld kl. 20 - sína

fyrstu í þrjú ár.

Á fyrri hluta efnisskrárinnar eru eingöngu

þekkt verk eftir Chopin, valsar, etýður, Póló-

nesa í As-dúr og fleira. „Óvægin rómantík,"

eins og píanóleikarinn kemst að orði.

Eftir hlé munu rómantískir tónar áfram

streyma um salinn, þegar Þorsteinn Gauti

vindur sér í verk eftir Debussy, Rachmaninoff

og Liszt. Eina „hliðarsporið" á tónleikunum

verður sónata eftir Prokofieff.

„Þetta er gamaldags efnisskrá en verkin

eiga það öll sameiginlegt að njóta mikillar

hylli og vera frábærlega vel skrifuð fyrir

hljóðfærið - þetta er svona „rjómapró-

gramm"," segir Þorsteinn Gauti, sem stendur

nú frammi fyrir sínum fyrstu tónleikum með

rómantískri efnisskrá á höfuðborgarsvæðinu.

Hann flutti sömu efnisskrá á nokkrum tón-

leikum úti á landi fyrr í vetur.

„Ég lærði flest þessara verka á unglingsár-

unum en hafði eklri hugsað mér að spila þau

fyrir aðra en sjálfan mig," segir Þorsteinn

Gauti en viðurkennir að hafa „verið með putt-

ana" í þeim annað veifið.

„Síðan kom upp sú hugmynd að ég léki

þessi verk inn á geislaplötu og fyrst ég er á

annað borð að æfa þau upp í topp, hvers

vegna ekki að spila þau á tónleikum fyrir þá

sem hafa yndi af rómantískri píanótónlist?"

Hljóðversvinna bíður píanóleikarans á

næstu vikum og geislaplatan ætti að vera

komin í verslanir síðar á þessu ári.

Þorsteinn Gauti kveðst njóta þess að spila

verkin, sem hljóma munu í listasafninu og á

geislaplötunni, fara ofan í þau og finna á þeim

nýja fleti. „Þetta eru meistaraverk og það er

endalaust hægt að finna nýja fleti á verkum af

því tagi."

En strembin eru þau í flutningi. „Það er

erfitt að spila öll þessi verk, líka litlu verkin,

eins og valsana hans Chopins, enda erum við

að tala um meistara píanótónlistarinnar -

hvað tæknina snertir hefur litlu verið bætt við

frá dögum Chopins og, einkum og sér í lagi,

Liszts. Það er því gott að æfa þessa tónlist

reglulega til að vera í sem bestu sambandi við

hljóðfærið."

Þorsteinn Gauti hefur komið víða fram sem

einleikari og ásamt öðrum í Evrópu, Banda-

ríkjunum, Kanada, Rússlandi og á Norður-

löndunum. Einnig hefur hann leikið einleik

með Sinfóníuhljómsveit íslands, og með Sin-

fóníuhljómsveitum í Noregi og Finnlandi.

Þorsteinn Gauti hlaut Tónvakaverðlaun Rík-

isútvarpsins 1993. Til er einn geisladiskur

með leik hans þar sem hann leikur tvo píanó-

konserta eftir Rachmaninoff með Sinfóníu-

hljómsveit íslands. Þorsteinn Gauti kennir við

Tónlistarskólann í Reykjavík.

Reuters

Skeggrætt um Matisse

GESTIR Hermitage-safnsins í Pétursborg

í Rússlandi ræða saman af ákafa fyrir

framan mynd franska impressjónistans

Henri Matisse, „Kona í hvi'tu klæði".

Myndin er hluti Matisse-safns listasafns

danska ríkisins og er þetta í fyrsta sinn

sem allar Matisse-myndir þess eru sýndar

utan Danmerkur.

MENNING/

LISTIR

NÆSTU VIKU

MYNDLIST

Ásmundarsafn - Sigtúni t

Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar.

Gallerf Fold

Þorfinnur Sigurgeirsson. Til 8. mars

Gallerí Listakot, Laugavegi 70

Steinn Sigurðsson. Til. 22. mars.

Galleríi Sævars Karls, Bankastræti

Bjarni Sigurbjörnsson og Helgi Hjaltalín Eyjólfs-

son. Til 2. aprfl.

Gallerí Sýnibox: Sýning á símbréfum.

Gallerí Hlust: Haraldur Karlsson kynnir „Harð-

stjórann". Síminn er 551 4348.

Gallerí Barmur: Sigurður Árni Sigurðsson.

Listasafn Akureyrar

Vatnslitamyndir Ásgríms Jónssonar. Til 19. apríl.

Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn

Elías B. Halldórsson, Matthea Jónsdóttir og Einar

Þorláksson. Til 29. mars.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

Sýning vetrarins nefnist Svífandi form. Verk eftir

Sigurjón Ólafsson. Til 5. apríl.

Listaskálinn í Hveragerði

Óli G. Jóhannsson. Til 15. mars

Listhús Ófeigs Björnssonar, Skðlavbrðustíg 5

Jóhann G. Jóhannsson. Til 29. mars.

Hafnarborg

Victor Cecilia. Til 16. mars. Joan Backes. Til 18.

mars.

Hallgrímskirkja, anddyri

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í list Sveins

Björnssonar.

Ingólfsstræti 8 - Ingðlfsstræti 8

Sigurður Árni Sigurðsson. Til 29. mars.

Landsbókasafn Islands - Háskólabökasafn

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar - frá handriti

til samtíðar. Til 9. apríl.

Listasafn ASf - Ásmundarsalur, Freyjugötu 41

Ásmundarsalur: Kristinn E. Hrafnsson. Gryfja:

Margrét Jónsdóttir. Til 8. mars. Arinstofa: Ný að-

föng. Til 29. mars.

Listasafn íslands

Salur 4: Ásgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þorláks-

son, Jón Stefánsson Jóhannes Kjarval.

Mokkakaffi

Nína Magnúsdóttir. Til. 2. apríl.

Norræna húsið

Anja Snell og Lisbet Ruth. Til 18. mars.

Norrænt ljós og myrkur: Rosa Liksom, Merja

Aletta Ranttila, Lars Pirak, Maj-Doris Rimpi, Erl-

ing Johansson, Bengt Lindstrðm og Lena Sten-

berg. Til 22. mars.

Nýlistasafnið

Benedikt Kristþórsson, Anna Líndal, Andreas og

Michael Nitschke.

Safn Ásgríms .1 ónssonar - Bergstaðastræti 74

Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Til

marsloka.

SPRON, Álfabakka 14, Mjodd

Bragi Ásgeirsson. Til 5. júní.

Stöðlakot

Steindóra Bergþórsdóttir. Til 22. mars.

Laugardagur 7. inars

Gerðuberg: Kristín María Gunnarsdóttir, Anna

Guðný Guðmundsdóttir, Kristín Lárusdóttir og

Stefán Jón Bernharðsson. Kl. 17.

Sunnudagur 8. mars

Hallgrímskirkja: Mótettukór Hallgrímskirkju og

Schola cantorum. Stjórnandi Erik Westberg. Kl.

17.

Listasafn íslands: Píanótónleikar; Þorsteinn Gauti

Sigurðsson. Kl. 20.

Salur Menntaskólans í Reykjavík: Hljómsveit Tón-

listarskólans í Reykjavík. Kl. 17.

Sólon íslandus: Djazzklúbburinn Múlinn. Óskar

Guðjónsson, Egill B. Hreinsson, Tómas R. Einars-

son og Matthías M.D. Hemstock. Kl. 21.

Mánudagur 9. mars

Digraneskirkja: Frönsk tónlist. Desire N'Kaoua pf-

anóleikari. Kl. 20.30.

Listaklúbbur Leikhúskjaliarans: Eggert Pálsson,

Pétur Grétarsson, Steef Von Oosterhout og Snorri

Sigfús Birgisson flytja tónlist Cage og Kagel. Kl.

20.30.

Þriðjudagur 10. mars

fslenska óperan: Finnur Bjarnason og Guðrún

María Finnbogadóttir. Kl. 20.30.

Miðvikudagur 11. mars

Norræna húsið: Háskólatónleikar; Eydís Franz-

dóttir, Bryndís Pálsdóttir, Herdís Jónsdóttir og

Bryndís Björgvinsdóttir. Kl. 12.30.

Fimmtudagur 12. mars

Háskólabíó: SÍ. West End. Söngleikjatónlist. Kl.

20.30.

Þjóðleikhúsið

Hamlet, fim. 19. mars.

Grandavegur 7, lau. 7. mars.

Meiri gauragangur, sun. 8., fim. 12. mars.

Yndisfríð og ófreskjan, sun. 8. mars.

Kaffi, lau. 7., fim. 12. mars.

Poppkorn, sun. 8., fim. 12., fös. 13. mars.

Borgarleikhúsið

Galdrakarlinn í Oz, sun. 8. mars.

íslenski dansflokkurinn, lau. 7. mars.

Hár og hitt, lau 7., fös. 13. mars.

Feitir menn í pilsum, lau. 7., fös 13. mars.

Loftkastalinn

Bugsy Malone, lau. 7., sun. 8. mars.

Fjögur hjörtu, lau. 7., fós. 13. mars.

Á sama tíma að ári, mið 11. mars.

Trainspotting, sun. 8., fim. 12. mars.

íslenska óperan

Astrardrykkurinn, lau. 7. mars.

Hafnarfjarðarleikhúsið

Hermdður og Háðvðr

Síðasti bærinn í dalnum, lau. 7., sun. 8. mars.

Grafarvogskirkj a

Heilagir syndarar, þrið. 10., fös. 13. mars.

Skemmtihúsið

Ferðir Guðríðar, lau. 7., sun. 8. mars.

Kaffileikhiisið

Svikamyllan, lau. 7., fös. 13. mars.

Revían í den, sun. 8. mars.

Leikfélag Akureyrar

Söngvaseiður, lau. 7., sun. 8. mars.

Herranótt, MR: Vorið kallar, lau. 7. mars.

Söngskólinn í Reykjavík: Töfraflautan, lau. 7., sun.

8. mars.

Leikfélag  Umf.  Hrunamanna,  Flúðum:  Gullna

hliðið, lau. 7., sun. 8. mars.

Upplýsingar um listviðburði sem óskað er

eftir að birtar verði í þessum dálki verða

að hafa borist bréflega eða á netfangi fyr-

ir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morg-

unblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,

103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang:

menning@mbl.is.

2   LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ1998

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20