Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						1-

LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS - MEMVEVG LISTIR

10. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR

EFNI

KirkjuferS

Ólafur Helgi Kjartansson skrifar um kirkju-

ferð að Stað í Aðalvfk. Á þriggja ára fresti

hefur verið messað í Staðarkirkju og sfðast

13. júlí 1997. Þá f<5r allstór hópur með

Fagranesinu til Aðalvíkur. Á eftir var slegið

upp balli, en þannig tengdist trú og daglegt

líf áður fyrr.

Skáldið

frá Laxamýri er heiti á grein eftir Eyþór

Rafn Gissurarson kennara og skáld. Eins og

vænta má fjallar hann um Jóhann Sigurjóns-

son, sem hleypti heimdraganum 19 ára árið

1899 og sigldi til Kaupmannahafnar þar sem

starfsvettvangur hans var eftir það. Þingey-

ingnum gekk þ<5 ekki vel að aðlagast borg-

arlífinu. Jóhann varð síðan eitt fremsta leik-

ritaskáld okkar og gott og frumlegt ijóð-

skáld; m.a. er ljóð hans, Sorg, talið fyrsta

móderniska ljdðið á fslensku.

Ljósmyndarinn

Henri Cartier-Bressons er einn merkasti

ljósmyndari aldarinnar og frumherji blaða-

ljósmyndunar. Hann verður 90 ára á þessu

ári og heiðra Bretar hann af þvf tilefni á

margvíslegan máta. Ljósmyndir hans eru nú

til sýnis í Hayward Gallery í London og

National Portrait Gallery og í Royal College

of Art eru til sýnis 150 teikningar lista-

mannsins, sem lagði nryndavélina að mestu

á hilluna árið 1973.1 haust verður svo enn

ein sýningin á verkum hans f Victoria and

Albert Museum.

Matthías Viðar

Sæmundsson, dósent f fslenskum bókmennt-

um við Háskóla Islands, gefur ekki mikið

fyrir þá gagnrýni sem heyrst hefur um póst-

módernismann f vetur. I viðtali við Þröst

Helgason svarar hann þessari gagnrýni og

talar um hvað er að gerast í bókmennta-

fræðunum, landlæga fræðafælni, gagnrýni

og ýmislegt fleira.

Umhverfið

sem við blasir þegar farið er umhverfis land-

ið hefur í stórum dráttum tekið framförum

og það er ekki endilega það stóra sem vekur

athygli þegar vegfarandinn gaumgæfir göm-

ul og ný mannvirki. Blaðamaður Lesbókar

var á ferðinni sl. sumar með myndavélina á

lofti og hér er sumt af þvf sem hann sá og

taldi athyglisvert einhverra hluta vegna.

FORSÍÐUMYNDIN: Bakkus og Aríaðna. Myndin, sem er talin eftirlíking af málverki Hendriks van Balen, er í

eigu Listasafns íslands og á sýningunni: Erlend verk í eigu safnsins, sem fjallað er um á bls. 16 og 17.

JÓHANN SIGURJÓNSSON

VÍKINGARNIR

Égkveð um þig, veglega vBángatíð,

um vopndjarfar hetfur, um brewiur og stríð,

um kraftinn sem ólgaðiíæstu blóði.

Þeir elskuðu, h'ótuðu ogheíndu sín,

og hlæjandi drukku þeir skínandi vín,

er barmafyllt hornið afgullinu glóði.

Og vantaði bjargræði búunum í,

með blóðugum sverðeggjum rændu þeirþví

og helguðu ránið með hreystiverM.

A orustuvelli þeir undu sér best,

en aflsmuni og hugrekM virtu þeir mest,

þeir vissu aðíMfínu vinnur sá sterki.

Þeir elskuðu fáa en unnu þeim heitt,

um ævikjör lýðsinsþeir skeyttu ekMneitt;

aðgráta með þrælum var þá eí siður.

Ogvitöu ekM guðirnir veita þeim lið,

þeir vonbiðlar urðu ekM að kristínna sið,

en steyptu þeim óðara afstöUunum niður.

Þeir lifðu á brjóstum þér, blágræní mar,

þín brímsolma aldaþeim fyrirmynd var,

þeir vUdu sig eigi undt okið beygja.

En hittu þeir einhvern sem mátti þeim meir,

af'mannlífsins stríðsvellirýmdu þeir.

Þeir þorðu að lifa og þorðu að deyja.

Jóhann Sigurjónsson, 1880-1919, var fró Laxamýri í Mngeyjarsýslu en bjó

lengstaf [ Danmörku. L°|óöiÖ er birt í tilefni umfjöllunor á bls 14-15 og vísast f

tilþess.

RABB

Undir kyrrlátu yfirbragði

Hvalfjarðar leynist við-

burðarík saga og oftar en

einu sinni hefur hann

komið okkur íslendingum

í beint samband við al-

þjóðlega atburði og um-

ræðu.

Fyrr á öldum var hér mikilvægasta haf-

skipahöfn landsins, hér var þýðingarmikið

herskipalægi í síðari heimsstyrjöldinni og

loks hefur ein brýnasta og flóknasta þjóð-

félagsumræða samtímans speglast í þess-

um firði, umræðan um vistkerfið.

Fyrir skömmu barst mér í hendur afar

áhugaverð ævisaga fyrrverandi hermanns

í breska flotanum þar sem saga Hvalfjarð-

ar í stríðinu er óvænt rifjuð upp. Þessi

fyrrverandi sjóliði er enginn annar en hinn

virti breski bókmenntafræðingur Frank

Kermode.

Arin 1941-43 var hann yfirmaður á her-

skipi hér í Hvalfirði sem hafði það hlut-

verk að setja upp kafbátagirðingu í mynni

fjarðanns. Þetta var gríðarlega mikið verk

sem tókst ekki að ljúka á þessum tveimur

árum og var því einfaldlega gefist upp við

framkvæmdir. Girðingin var gerð úr stór-

eflis netum sem voru fest við botninn með

steinsteyptum hnullungum, ofan til voru

síðan baujur ætlaðar til að halda girðing-

unni uppi. Einhvers staðar á henni átti síð-

an að vera hægt að opna hlið fyrir vinakaf-

bátum. En umferð herskipa var mikil um

Hvalfjörð og þar lágu þau oft langtímum

saman.

HERMENNSKA

OG STÓRIÐJA

Við lestur Hvalfjarðarkaflans vakti

tvennt áhuga minn alveg , sérstaklega.

Annað var lýsing höfundar á íslandi og Is-

lendingum, m.a. Reykvíkingum sem hann

kynntist dálítið þegar hann og félagar

hans fengu bæjarleyfi á tveggja mánaða

fresti. En Reykjavík var ekki nein paradís

í augum bresku hermannanna, svo virðist

sem þeir hafi haft meira gaman af að fara

upp á ströndina og leika sér í fótbolta og

jafnvel fá að fara á hestbak.

Hitt atriðið er þó ennþá forvitnilegra og

það eru lýsingar hans á vistinni um borð

þessi tvö ár. Þær minna einna helst á lýs-

ingar úr fangabúðum, þarna voru menn

meira eða minna iðjulausir, þrúgaðir af

heimþrá og niðurdregnir af kveljandi

fásinni. Þeir einu, sem gátu lagað sig að

aðstæðum og litu út fyrir að vera sáttir við

lífið, voru þeir sem gátu kúplað sig frá

raunveruleikanum og horfið inn í sýndar-

veruleika eigin hugarheims.

Þótt Frank Kennode hafi verið atvinnu-

hermaður í nokkur ár, bæði í stríðinu og

fyrir það, vottar ekki fyrir virðingu í garð

hermennskunnar hjá honum. Hann heldur

því fram að allt tal um göfuga hermennsku

og mannbætandi heraga sé blekking.

En nú er hálf öld liðin frá þessum fram-

kvæmdum í Hvalfirði og aftur er verið að

framkvæma, að þessu sinni er það ekki

kafbátagirðing heldur verksmiðjur. Um-

ræðan um þær framkvæmdir er framlag

okkar til mikilvægustu umræðu samtím-

ans, um framtíð vistkerfisins.

Það var einkennileg upplifun að heyra

játningu umhverfisráðherra í útvarpinu 5.

des. Þar lýsti hann því yfir að fyrir svo

sem hálfu ári hafi ráðamenn ekki gert sér

grein fyrir því hve útblástur eiturefna frá

verksmiðjum er alvarlegt mál í samtíman-

um og litinn alvarlegum augum bæði af al-

þýðu manna um víða veröld og valdastofn-

unum heimsbyggðarinnar. En fyrir rúmu

hálfu ári var ráðherrann á ferð hér í

Kjósinni til að ræða þessi mál. Kannski

var þekkingu ráðamanna ábótavant á fleiri

sviðum eða viðhorf þeirra og framtíðai'sýn

takmarkaðri en æskilegt er. Hvers vegna

gæti það verið?

Skyldi það vera vegna firringar okkar

íslendinga frá umræðu samtímans um um-

hverfismál? Skyldi það vera vegna land-

lægrar tortryggni - ef ekki fordóma - í

garð náttúruverndarhreyfinga? Það er

umhugsunarefni hvers vegna umhverfis-

verndarhreyfmgar hafa aldrei náð sér á

strik hér á landi eins og í nágrannalöndun-

um. Samt eru það þær sem öðrum fremur

hafa opnað augu manna fyrir því sem er að

gerast í lífríkinu.

Kjósverjar megnuðu ekki að hafa áhrif á

gang mála þrátt fyrir eindregin mótmæh.

Til þess vantaði stuðning náttúruverndar-

hreyfinga; þær voru ekki fyrir hendi. Sjón-

armið þeirra sigruðu sem víla lítt fyrir sér

að láta landið og lífríkið líða fyrir skjót-

fenginn gróða.

Það viðhorf sem hér er gagnrýnt ein-

kennist af skammtímahugsun sem stjórn-

málamenn virðast sérstaklega veikir fyrir.

Slík hugsun vanmetur iðulega gildi mennt-

unar sem skilar sér á löngum tíma í arð-

bærri þekkingu; sama máU gegnir um

rannsóknir.

Ferðamannaþjónustan tengist þessari

umræðu í vaxandi mæli. í því efni er það

ekki meginatriði að þar hafi komið tekjur í

þjóðarbúið heldur hitt að hún hefur komið

fjölda manns hér á landi í snertingu við er-

lenda ferðamenn sem þrá hreint land og

meta það mikils í heimi þar sem slík svæði

eru óðum að hverfa. Þessi kynni við ferða-

fólk úr iðnríkjum heimsins hafa opnað

augu margra fyrir þeirri sérstöku auðlegð

sem íslendingar eiga greiðan aðgang að

og bera ábyrgð á.

Vonandi aukast þessi kynni enn og opna

augu okkar íslendinga enn betur fyrir

„okkar eigin" landi.

GUNNAR KRISTJÁNSSON

REYNIVÖLLUM

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ 1998    3

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20