Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Blaðsíða 4
KIRKJUFERÐ AÐ STAÐ í AÐALVÍK SLÉTTUHREPPUR, norðan ísa- fjarðardjúps, er nú friðland sam- kvæmt lögum um náttúruvernd og heyrir til ísafjarðarbæ frá 1996. Þrátt fyrir að ekki sé leng- ur búið í hreppnum er þar tölu- vert mannlíf á sumrum. Síðasti íbúinn flutti burt árið 1952. Óhætt er að segja að hugur brottfluttra Sléttu- hreppsbúa hafí löngum verið bundinn heima- högunum. Sú ættjarðarást virðist hafa erfzt til bama og barnabarna og hreppurinn hefur orð- ið stöðugt vinsælli með hverju árinu sem líður. Núlifandi fyrrum íbúar eiga og halda við hús- um sínum eða gömlum húsum forfeðranna og afkomendur hafa byggt ný á landareign for- eldra og áa. Böm og barnabörn genginna íbúa halda þannig uppi merkinu. Og enn er byggt svo sem síðar verður vikið að. Átthagafélög Sléttuhrepps starfa bæði í Reykjavík og á ísafirði og í nágrenni. Þau sinna vel hlutverki sínu að rækta tengslin við heimahagana. Þau hafa unnið að lagfæringum á íbúðarhúsinu á Stað ásamt kirkjunni og síð- ast gamla barnaskólanum á Sæbóli. Árið 1971 kom út bókin Sléttuhreppur fyrrum Aðalvíkur- sveit, 1764-1952. Höfundar hennar era þeir Þórleifur Bjamason, sem nú er látinn, þjóð- kunnur rithöfundur og Kristinn Kristmunds- son, skólameistari á Laugarvatni. Bókin, sem á mínu heimili og nokkrum öðrum gengur undir heitinu „Biblían" og er ófáanleg, geymir mik- inn fróðleik um löngu gengið fólk og staðhætti. Þrátt fyrir kraftmikið starf átthagafélaganna hefur ekki náðst um það samstaða að gefa bók- ina út að nýju eða gefa út nýja, með auknum upplýsingum og frekari ættrakningu, þannig að sjá megi hverjir era afkomendur þeirra sem byggðu þessa harðbýlu og erfiðu sveit á norð- urhjara Islands. Greinarhöfundur kom fyrst í Aðalvík 1976 og hafði þá lengi mænt norður yfir ísafjarðar- djúp. Það hlaut að vera merkileg byggð sem hafði alið allt þetta frændfólk og allt „gamla fólkið“ sem var á átthagafélagsskemmtunum í Slysavarnafélagshúsinu vestur á Granda í Reykjavik þegar maður var barn. Eftirvæntingin var svo mikil í fyrstu ferðinni að ekki dugði minna en að fara um alla Aðalvík, frá Látram fýrir Miðvíkur og Hvarfnúp, að Sæbóli og út í Skáladal, þar sem móðir mín, Ágústa Skúladóttir, dvaldi með móður sinni, sem þar ólst upp og föðuramman, Sigríður Þorbergsdóttir, var komung fanggæzla í ver- búð. Á leiðinni til baka fannst ekki Hyrnings- gatan í Hvarfnúpnum og þá var ekki annað til ráða en klífa fjallið og ganga eftir því endi- löngu. Leiðin til sjávar lá um Efri-Miðvík. Þannig tókst að heimsækja alla staði forfeðr- anna að þessu sinni á tíu klukkustundum, nema Stakkadal og Stað. Síðan hefur greinarhöfundur farið oft og heimsótt Stað nokkrum sinnum, en þar bjó Ólafur Helgi Hjálmarsson, afi hans, ásamt fjöl- skyldu sinni um fimm ára skeið, frá 1935 til 1940, er prestur bjó þar ekki lengur. Átthaga- félagið á ísafirði hefur í samvinnu við það syðra unnið að viðgerðum á íbúðarhúsinu sem er leigt af ríkinu. Á þriggja ára fresti hefur verið messað í Staðarkirkju í vestanverðri Aðalvík. Síðast var farið til Staðarkirkju og messað sunnudaginn 10. júlí 1994. Þá rigndi. Laugardaginn 13. júlí 1997 fór fjöldi manns með ferjunni Fagranesi, betur þekkt sem Djúpbáturinn, frá ísafirði til Aðalvíkur í kirkjuferð. Enn rigndi. Siglt var norður ísafjarðardjúp og fyrir Rit, framhjá Skáladal og inn á lægið framan við Sæból. Þessi siglingarleið var oft erfið þeim sem komust ekki öðruvísi en á árabátum og höfðu engar veðurspár frá veðurstofu heldur urðu að styðjast við sínar eigin. Um ferð Þorbergs Jónssonar og fleiri má lesa í bók Gunnars Frið- rikssonar, Mannlíf í Aðalvik, er þeir brotlentu í Bolungarvík eftir að hafa hleypt vestur yfir ísafjarðardjúp. Siglingin nú var létt, aðeins um tvær og hálf klukkustund. Hún reyndist stund- um erfiðari með eldra Fagranesinu þegar farið var fyrir Ritinn. Farþegar urðu þá sjóveikir, en svo var ekki nú. Fyrir var margt fólk í Aðal- vík, sumir höfðu verið lengi aðrir skemur. I víkinni voru tvö þorp meðan byggð var hvað blómlegust. Mun fleiri voru á Látrum, norðan til í Aðalvík, en hinn kjarninn var á Sæbóli. Þriðja þorpið var í Sléttuhreppi, á Hesteyri við EFTIR QLAF HELGA KJARTANSSON Á þriggjq ára fresti hefur verið messað í Staðarkirkju í vestanverðri Aðalvík. Síðast hafði verið farið til Staðar- kirkju og messað 10. júlí 1994. Þá rigndi. Laugardag- inn 1 3. júlí 1997 fór fjöldi manns með ferjunni Fagra- nesi í kirkjuferð til Aðalvíkur og segir hér af því. GREINARHÖFUNDURINN les pistilinn. í HVANNSTÓÐINU. Kjartan T. Ólafsson, Melkorka Rán Ólafsdóttir og Hjálmar Kjartansson. samnefndan fjörð, sem er einn fimm Jökul- fjarða, sá eini er tilheyrði Sléttuhreppi. Þorpin eru á hverju sumri byggð nánast sem fyrr. Kirkja hreppsins að Stað í Aðalvík stendur í Staðardal við Staðarvatn allfjarri sjó, sem er óvenjulegt á þessum slóðum. Steingrímur Jónsson biskup hreifst mjög af Stað og um- hverfi prestsetursins þegar hann ferðaðist um Vestfirði 1790. Margir prestar hafa setið Stað í Aðalvík. Sturlunga getur Magnúsar, prests í Aðalvík, og Snorra, sonar hans, er varð fylgd- armaður Orækju Snorrasonar, þess er drap síðar Snorra heimkominn, eftir að honum mis- líkaði við þennan ójafnaðarmann og síðar bana- mann sinn og fór úr vistinni. Séra Snorri Björnsson, síðar á Húsafelli, er sennilega þekktastur Staðarklerka, en hann var þar prestur 1741 til 1757. Þá var presta- kallið talið hið fimmta lakasta í Skálholtsbisk- upsdæmi. Annar merkisklerkur var séra Jón Eyjólfsson er vígðist þangað 1843 og gegndi þar prestþjónustu til 1866. Hann var sagður gáfumaður og bætti að sögn alþýðumenntun í Aðalvíkursókn svo vel að enginn hafi verið óskrifandi er hann yfirgaf sóknina. Síðasti prestur á Stað var séra Finnbogi Kristjánsson frá 1941 til 1945. Eftir það var kirkjunni þjón- að frá Stað í Grunnavik af séra Jónmundi Hall- dórssyni. Kirkjugestir vora ferjaðir í land úr Fagra- nesinu með gúmmíbátum og gekk allt vel að því frátöldu að einhverjir urðu rassblautir er sjór gekk upp í gúmmíbátinn. Allir voru komn- ir í land vel fyrir hádegi. Aðkomumenn dreifð- ust viða, margir fóra í gamla barnaskólann á Sæbóli, sumir í sumarhús sín, enn aðrir heim- sóttu frændur og vini á Sæbóli. Afi og amma greinarhöfundar bjuggu í Aðal- vík frá fæðingu til 1946 er þau fluttu til Reykjavíkur að frátöldum 4 árum vestur í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Sem íyrr segir bjuggu þau á Stað í 5 ár. Við voram tvö, en Melkorka Rán, dóttir mín, var að koma í sína aðra kirkjuferð, höfðum komið fyrir 3 ár- um er öll fjölskyldan mætti til Staðarkirkju. Einhvers staðar í víkinni var faðir minn, Kjart- an T. Ólafsson, ásamt syni sínum og sonardótt- ur, Hjálmari og Freydísi Guðnýju. Stefnan var tekin á „Bólið“, en þar var Sigríður Guðmunds- NOKKRIR kirkjugestanna: Frá vinstri: Kjartan T. Ólafsson, Herborg Vemharðsdóttir, Guðmunda Þorbergsdóttir, Þorbergur Friðriksson, Rannveig Guðmundsdóttir og Snorri Hermannsson. dóttir, frænka mín, búin að vera allmarga daga. Ekki reyndust þeir feðgar vera þar. Sigga sló upp veizlu. Aður stóð hús foreldra Siggu, þeirra Guðmundar Hermannssonar og Margrétar Þorbergsdóttur, ömmusystur minn- ar, á sama stað. Það brann, en náði áður heims- frægð í kvikmyndinni Börn náttúrunnar. Hið nýja er í sama stíl vel heppnað en heldur stærra. í hádegisverðinn kom einnig fleira frændfólk til viðbótar, Karítas Hásler og Hilm- ar Sölvabörn og sonur hans, Jón Björgvin. Sennilega var hún lengst að komin, alla leið frá Þýzkalandi til messu að Stað. Laugardagsmessan Messað var klukkan 2 síðdegis. Veður var þokkalegt, lágskýjað en hætt að rigna, þegar fólk streymdi til kirkju. Blautt var á og margir urðu votir í fætuma. Um nokkuð langan veg er að fara og ekki létt fyrir fæti. Ekki kom það í veg fyrir að Guðmunda Þorbergsdóttir sem verður 89 ára í haust legði i göngu fram að Staðarkirkju, sem stendur nærri klukkutíma gang frá sjó. Guðmunda, „Munda“ fór ásamt syni sínum, Snorra Hermannssyni, og tengda- dóttur, Auði Hagalín, börnum þeirra og barna- börnum í kirkjuferð. Þar voru því fjórir ættlið- ir á ferð og ekki í fyrsta sinn. Þær systur, Guð- rún Sæmundsen og Rannveig Guðmundsdæt- ur, alþingismaður, ásamt Sverri Jónssyni, eig- inmanni þeirrar síðarnefndu, voru að fara í fyrstu kirkjuferðina. Þær eru ættaðar úr Stakkadal í Aðalvík og frá Sléttu. Guðrún hafði verið eitt sumar í sveit hjá ömmu minni og afa á Stað. Hún minntist þess að hafa verið að veiða í Staðarvatni með Friðriki, föðurbróður mínum, snemma á morgnana. Einnig sagði hún frá matargerðarlist Sigríðar og hvernig hún matbjó silung, ofnbakaðan, og hafði með hon- um hvíta sósu. Þess háttar framreiðsla var al- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.