Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						SÉRA MAGNÚS Erlingsson á fsafirði i predikunarstóli Staðarkirkju.
KIRKJAN á Stað i Aðalvík.
ger nýjung í Aðalvík. Ætlaði Guðrún þá aðferð
komna frá Ameríkudvölinni.
Þegar til kirkju kom hittumst við feðginin og
feðgar og sátum saman í kirkjunni þar sem
faðir minn fermdist. Kirkjan var þéttsetin og
kirkjugestir úr ýmsum áttum. Fólk var að
koma í fyrsta skipti til Aðalvíkur, án þess að
eiga þar rætur. Meira bar þó á hinum sem voru
að vitja upprunans.
Séra Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur í
Bolungarvík, þjónaði fyrir altari. Séra Magnús
Erlin^sson, sóknarprestur á ísafirði, predik-
aði. I predikuninni fjallaði séra Magnús um
það að menn skyldu ekki óttast heldur vera
vongóðir og tengdi saman nútíð og fortíð,
ásamt tryggð afkomenda fólks úr Sléttuhreppi
við átthagana. Hann gerði sérstaklega að um-
talsefni þær þjóðfélagsbreytingar sem einmitt
um þessar mundir eiga sér stað á íslandi, fólk
flyzt saman aðallega í Reykjavík, höfuðborg
landsins. Menn sjá ekld lengur þær björtu hlið-
ar tilverunnar og möguleikana til að lifa góðu
lífi á Vestfjörðum. Bjartsýni og von ættu allir
að ala í brjósti sér. Síðan tók hann dæmi af því
þegar íbúar Sléttuhrepps sáu sig knúna að
flytja úr heimabyggð sinni og fór lengra aftur
til þess tíma að eiginkonur og annað heimilis-
fólk átti þess ekki kost að vita neitt um bændur
sína á sjó eða ferð milli bæja í vondu veðri. En
tryggðin við átthagana hefði í fór með sér að
sumar eftir súmar iðaði Aðalvík af mannlífi.
Sóknarpresturinn á Suðureyri, séra Valdimar
Hreiðarsson,. tók einnig þátt í athöfninni, og
las fyrri pistilinn, en undirritaður þann seinni.
Prófastur, séra Baldur Vilhelmsson í Vatns-
firði, var að sjálfsögðu viðstaddur og setti und-
irritaðan til þessarar kirkjuþjónustu. Enda
vorum við sammála um það að hann réði innan
kirkju en hinn fremur utan. Asgeir Jónsson frá
Sæbóli las inngöngu- og útgöngubæn og bróðir
hans Bæring annaðist starf hringjara. í Stað-
arkirkju er ekki hljóðfæri. Það reyndist auð-
leystur vandi. Baldur Geirmundsson, ættaður
úr Fljótavík, lék undir sðng á harmóníku, en
kirkjugestir sungu. Þótt ékki væru æfingarnar
tókst söngurinn prýðilega enda margir góðir
söngmenn viðstaddir og skal þar fremst telja
tvíburasystkinin, Svein og Margréti Guð-
mundsbörn, frá Þverdal.
Meðal þeirra sem sóttu messu nú voru sem
fyrr segir þeir Bæring Jónsson og Kjartan T.
Ólafsson, sem séra Runólfur Magnús Jónsson
fermdi í Staðarkirkju fyrir 59 árum, árið 1938.
Hann sat Stað frá 1905 til 1938, en bjó á ísa-
firði síðustu árin. Var þetta síðasta embættis-
verk hans. Sá síðarnefndi bjó þá á Stað með
foreldrum sínum, afa og ömmu. Þá bar hann
nafnið Theophilus, sem breyttist þannig úr
nafninu Þeófílus vestur í Point Roberts í Was-
hington. Síðar breytti hann því með leyfi for-
seta íslands, Sveins Björnssonar, til núgildandi
háttar. Nú vorum við tveir synir með honum í
fór, auk mín Hjálmar og svo þær dætur okkar,
frænkurnar Melkorka og Freydís.
Þorbergwr Jónsson og
alþingiskosningar 1902
Eftir messu fórum við út í kirkjugarð og
fundum þar strax leiði Þorbergs Jónssonar frá
Efri-Miðvík og Oddnýjar Finnbogadóttur,
langafa og -ömmu greinarhöfundar. Nýr kross
með nafnspjaldi var kominn á leiði þeirra.
Heiðurinn af því eiga Munda, dóttir þeirra, og
Snorri, sonur hennar. Rétt hjá átti að vera leiði
Hjálmars Jónssonar frá Stakkadal og Ragn-
hildar Jóhannesdóttur, konu hans, afa og
ömmu Kjartans í föðurætt, langafa og -ömmu.
Við vorum ekki fullvissir um staðsetninguna.
Það bíður betri tíma að gera þar á bragarbót
og merkja það.
Við krossinn leitaði hugurinn ósjálfrátt aftur
um 95 ár; til ársins 1902. Þá voru alþingiskosn-
ingar. I ísafjarðarsýslu voru frambjóðendur af
hálfu Heimastjórnarmanna þeir Hannes Haf-
stein, sýslumaður, og Matthías Ólafsson, verzl-
unarstjóri í Haukadal í Dýrafirði, en þeir Skúli
Thoroddsen, fyrrverandi sýslumaður, og séra
SERA Baidur Vilhelmssoní Vatnsfirði.
Sigurður Stefánsson í Vigur af hálfu andstæð-
inganna. Kosningin var allhörð, þátttaka var
69,6% og var aðeins betri í tveimur kjördæm-
um. Svo fór að kosningarnar höfðu nokkurn
fylgifisk og eftirmál. Arni Sigurðsson, bóndi í
Skáladal, afi Sigrúnar Finnbjörnsdóttur, móð-
ur Ágústu Skúladóttur, móður minnar og
langalangafi minn, skrifaði Skúla bréf og vakti
athygli hans á því að kjósendum Hannesar og
Matthíasar hefði verið gert tilboð um ókeypis
far til og frá kjörfundi og vildu stuðningsmenn
þeirra séra Sigurðar njóta hins sama. Skúli
sendi Árna 70 krónur til að greiða götu kjós-
enda. Tiltækið spurðist út. Sigurður Pálsson,
faktor á Hesteyri, og Brynjólfur Þorsteinsson,
hreppstjóri á Sléttu, kærðu og sökuðu Skúla
um að bera fé á kjósendur, sem að sjálfsógðu
var lögbrot. Heimildarmaður þeirra var Þor-
bergur Jónsson, bóndi í Miðvík, afi fóður míns.
Málið hlaut rannsókn Hannesar Hafstein
sýslumanns og kom til kasta alþingis er það
kom saman 26. júlí. Framsögumaður kjör-
bréfanefndar, Lárus Bjarnason, sem hafði ver-
ið settur sýslumaður í ísafjarðarsýslu til að
rannsaka mál Skúla Thoroddsen er hann var
settur af, bar sakir á hann, kosningamútur hét
það, og vísaði til rannsóknarskýrslu Hannesar.
Áttu sex menn að hafa þegið fé, auk farareyris
og fengið mat af Skúla. Skúli taldi Hannes
Hafstein hafa tekið upp þetta nýmæli fyrr í
Gullbringu- og Kjósarsýslu og hafa boðið far
úr Grunnavíkur- og Sléttuhreppum við kosn-
ingar árið 1900. Tillaga Lárusar um að sam-
þykkja kjör Skúla hlaut samþykki Heima-
stjórnarmanna, enda gert í trausti þess að ráð-
stafanir amtmanns myndu leiða sannleikann í
ljós. Árni hafði varið 55 krónum alls og kjós-
endur fengið 2-5 krónur hver. Engum mun
hafa snúizt hugur til frambjóðenda. Þeir kjós-
endur sem skriflega skuldbundu sig til að kjósa
Hannes og Matthías hafi fengið ókeypis far að
og frá kjörstað. Hinn 3. desember 1902 úr-
skurðaði amtmaður að frekari rannsókn skyldi
niður falla.
Þessi átök urðu lifandi fyrir hugskotssjónum
mínum. Skyldi þá langfeðga mína í annars veg-
ar móðurætt og hins vegar föðurætt, Árna Sig-
urðsson og Þorberg Jónsson, hafa grunað að
afkomendur þeirra næðu saman í sýslumanni
ísfirðinga undir lok tuttugustu aldar? Tefja má
öruggt að svo hafi ekki verið. En sá sem hefur
fyrir augunum á hverjum degi þrjá forvera
sína í sýslumannsembætti, þó aðeins á ljós-
myndum sé, gleymir ekki þessum átökum, sem
lýst er í bók Jóns Guðnasonar, míns gamla
sögukennara í Menntaskólanum í Reykjavík,
um Skúla Thoroddsen.
Svo héldum við upp í íbúðarhúsið á Stað og
fengum leiðsögn um húsaskipan. Faðir okkar
þekkti húsið vel úr æsku og sýndi okkur her-
bergi sitt. Því fylgdi merkileg tilfinning að sjá
hvar faðir manns, afi og amma og langafi og
langamma bjuggu fyrir 60 árum. Húsið fylltist
af lífi um stund því margir komu inn að skoða.
Svo tók þögnin við aftur.
Fermingarbörn að Stað 1997
Sonardóttir Bærings Jónssonar, Guðný
Harpa Henrysdóttir, fermdist í Staðarkirkju
fyrr í sumar að viðstöddu fjölmenni. Það var
við hæfi. Hún á ættir að rekja að Horni og Sæ-
bóli. En fleiri fermingarbörn voru við messu.
Fyrir 75 árum fermdist Guðmunda Þorbergs-
dóttir Jónssonar frá Efri-Miðvík í Staðarkirkju
og fyrir 60 árum þau tvíburasystkin Sveinn og
Margrét frá Þverdal. Þorbergur Friðriksson,
systursonur Guðmundu, fermdist í Hesteyrar-
kirkju fyrir 60 árum. Smám saman tíndist fólk
frá kirkju og gekk niður að skóla. Við feðgar og
frænkur höfðum viðkomu á leiðinni, í Þverdal,
og þáðum góðgerðir. Að lokinni messu var
kirkjukaffi á vegum átthagafélagsins í skólan-
um. Mjög fjölmennt var í kirkjunni og í gesta-
bók eftir kaffið reyndust meira en 150 manns
hafa ritað nöfn sín.
Deginum var ekki lokið því um kvöldið yrði
slegið upp dansleik í skólahúsinu. Þar lék Bald-
ur einnig, en nú annars konar tónlist en í kirkj-
unni. Með þessum hætti varð sjálfsagt fleirum
en mér hugsað til þess hvernig trú og daglegt
líf, amstur og skemmtan hlutu að tengjast í
byggðinni fyrr á öldinni. Enda var það svo að
fólk skemmti sér hið bezta þótt ekki væru tæk-
in og tólin sem þarf til hinna smæstu skemmt-
ana í þéttbýlinu nú orðið. Asta, föðursystir
mín, sagði mér eitt sinn frá því að þær systur
létu sig ekki muna um að ganga frá Látrum á
ball að SæbóH að loknu dagsverki og til baka
fyrir vinnu daginn eftir. Þetta væri ekki frá-
sagnarvert nema vegna þess að leiðin var mjög
ógreiðfær. Fara þurfti fyrir Hvarfnúp og sæta
fjöru um Posavog eða fara Hyrningsgötu, sem
einnig var nefnd Posavogssylla, og þótti vond-
ur vegur. Séra Jón Eyjólfsson sagði í sóknar-
lýsingu 1847 að í minni þálifandi manna hefðu
20 menn hrapað til bana úr götunni. Ekki hef-
ur það verið svo síðan, en gatan talin háskaleg.
Engir farartálmar voru þó nú er komu í veg
fyrir sókn á ballið.
Flestir höfðu gert ráðstafanir til veizluhalda
áður en ballið byrjaði. Enn á ný naut greinar-
höfundur gestrisni Siggu frænku á Bólinu og
nú með öðrum gestum, þeim Guðrúnu, Rann-
veigu og Sverri, ásamt Hjálmari og Freydísi,
og aftur bættust sögur og fróðleikur í safnið.
Auk þess þurfti að húsvitja víða og alls staðar
var tekið á móti gestum af rausn. Á meðan
kepptust afkomendur Gísla Bjarnasonar frá
Hesteyri við að byggja nýtt hús á Sæbóli, sem
bera skal nafnið Hjálmfríðarból, því ekki mátti
missa af ballinu. Er líða tók á kvöld fór fólk svo
að safnast að skólanum.
Um kvöldið skemmti fólk sér hið bezta fram
til þess að Fagranesið kom aftur um miðnætti
og sótti þá sem héldu til ísafjarðar á ný. Þang-
að var komið um 3-leytið á sunnudagsmorgni
eftir viðkomu á Látrum og vel heppnaða, en
fremur erfiða, ferð.
Það sérstæða við að fara í þessa kirkjuferð
er ekki aðeins sá fjöldi fólks sem mætir. I raun
er um ættarmót að ræða í tvennum skilningi,
líkindin með fólki, að auki eru flestir skyldir og
kunna að rekja saman ættir sínar og fjölskyld-
ur. Það eitt er mikils virði. Melkorku þótti
gaman, Hjálmari og Freydísi einnig. Mesta
ánægjan var þó fólgin í því að eiga þess kost að
vera með fóður okkar á þessum slóðum, í
„kirkjunni" hans. Alls kyns hugmyndir kvikna
og líf liðinna kynslóða verður raunverulegra.
Kynslóðabilið hverfur.
Heimildir:
Kristinn Kristmundsson og Þórleifur Bjarnason: Sléttu-
hreppur fyrrum Aðalvíkursveit, 1702-1952; Átthagafé-
lag Sléttuhrepps 1971, bls. 236 og 307-308.
Jón Guðnason: Skúli Thoroddsen, síðara bindi,
Heimskringla, Reykjavík 1974, bls. 277-279.
Þórleifur Bjarnason: Hornstrendingabók, Land og líf,
Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1983, bls. 48-49.
Kjartan T. Ólafsson, munnlegar frásagnir 1997.
Höfundur er sýslumaður á fsafirði á ættir sínar á
báða vegu að rekja til Aðalvíkur og Sléttuhrepps.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTTR 7. MARZ 1998   5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20