Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						undum sem eiga að vita betur. Halldór Kilj-

an Laxness var til dæmis kvaddur um dag-

inn með ósk um að verk hans yrðu ekki við-

fangsefni fræðilegra rannsókna. Svona tala

aðeins höfundar sem ekki vilja, eða hræðast,

gagnrýna lesendur af einhverjum ástæðum.

Svipað viðhorf kom fram í viðtali við ungt og

efnilegt sagnaskáld sem lagt hafði stund á

bókmenntanám við Háskóla íslands um sein-

ustu jóLHann sagði að námið hefði jafnvel

ekki skemmt fyrir sér. Jafnvel ekki! sagði

hann, eins og skáldgáfan sé uppspretta dul-

arfullrar snilldar sem ekki má flekka með

gagnrýnni hugsun og lærdómi. Þetta hét

rómantík fyrir hundraðogfimmtíu árum en

kallast núna naívismi og er alls staðar að-

hlátursefni nema hér á landi, enda gekk T. S.

Eliot frá henni fyrir mörgum árum: skáld á

að afla sér eins mikillar bókmenntaþekking-

ar og unnt er, sagði hann, þroska með sér

fortíðarvitund alla sína starfsævi, með svita

og tárum ef svo ber undir; skáldskapur er

nefnilega líka iðn og vitneskja, sagði hann,

þrotlaus glíma í hugsun og máli við allt sem

áður hefur verið skrifað. Þegar þau orð eru

höfð í huga verður gaspur fyrrnefndra höf-

unda enn firrukenndara en ella en stundum

finnst manni það spegla alltof almennt við-

horf á meðal fólks sem fæst við skáldskap.

Það hefur búið sér til viðkvæma ímyndun um

eigið ágæti, þolir ekki eða tortryggir gagn-

rýna umræðu, enda finnst því væntanlega

allt hafa verið sagt, engu sé við að bæta, en

lesendur eru þá óþarfir nema til skjalls og

tilbeiðslu. Þetta er bæði mennskt og hjart-

næmt, 611 berum við okkar bresti, en kannski

þurfum við öðru vísi höfunda, menntuð og

fordildarlaus skáld sem eru sér meðvitandi

um möguleika, sögu og þekkingargildi skáld-

skapar, að fagurfræði og ábyrgð geta farið

saman, að bókmenntir eru ekki einungis geð

og hrifnæmi, stflbrögð og tilgerð. Það dýpk-

ar allavega ekki neinn að agnúast út í fræði-

lega hugsun, þekkingu og bókmenntanám;

slíkt gerir hvern mann heimskari en hann

þarf að vera."

Gagnrýni eg samtfmi

„Bókmenntasaga samtímans kann að vera

óhugsandi verkefni," heldur Matthías áfram,

„Qarstæða í sjálfri sér, en áhugafólk og

gagnrýnendur glíma samt við hana, stundum

af undraverðu sjálfsöryggi; skáldum og rit-

höfundum er stöðugt raðað í einhvers konar

stjörnuljósastiga, hátíðleg verðlaun eru veitt

og hvergi spöruð mikilfengleg lýsingarorð.

Þá gleymist gjarnan að bókmenntaleg verð-

mæti eru háð tíma og aðstæðum. Tökum

dæmi. Fyrir um öld hélt þjóðin varla vatni af

hneykslun yfir ungum rithöfundum í Kaup-

mannahöfn, enda þótti myndin ófögur: þeir

sem ekki förguðu sér úr vesaldómi um og

eftir tvítugt, stríðuppgefnir á sál og líkama,

voru fluttir hreppaflutningum til landsins,

oft ærulausir og stórskuldugir og máttu telj-

ast heppnir gætu þeir logið sig upp á kven-

mann eða lagst yfir blaðsnepil norður í

raskati; að minnsta kosti gátu þeir ekki unn-

ið fyrir sér eins og annað fólk, stritað með

erfiði, prédikað guðsorð eða skrautskrifað

erffljóð; þetta voru snarvitlausir menn,

sögðu sumir, sem veltu sér upp úr klámi,

sora og óþverrahætti.

Þessar sálsjúku andhetjur hafa núna verið

leiddar til bókmenntalegs öndvegis. Skáldið

sem um var sagt að hefði dauðari augu en

aðrir menn skipar nú virðulegan sess sjáand-

ans í íslenskri menningarsögu; andhetjurnar

hafa breyst í stórmenni sem sungið er lof í

skólabókum. En er alveg víst að hugmyndir

okkar um andleg stórvirki séu í réttara hlut-

falli við raunveruleikann en fordæmandi

skammsýni hinna dauðu? Ráðast viðhorf

okkar ekki einnig af tilfinningahlöðnum hug-

myndum um skáldlega og andlega snilld,

hugmyndum sem bylgjast og falla? Erum við

ábyggilega víðsýnna eða skilningsríkara fólk

en þeir sem skelltu hurðum á Gest Pálsson

forðum? Og er samtíðin ekki alltaf afleitur

dómari í eigin sök?

Það má hafa gaman af tilfinningaþrungnu

skjalli og stjörnuljósagjöfum en ósköp getur

slfkt vesen orðið hallærislegt þegar sjálfs-

gagnrýni og nauðsynlegt raunsæi skortir.

Það virðist auk þess vera almennt viðhorf að

„meira sé betra", hvort sem um peninga eða

orð er að ræða, eins og sjá má á dýrkun

skáldsöguformsins umfram aðrar bók-

menntagreinar. Nú á dögum þarf jólagjöf að

ná ákveðnum blaðsíðufjölda til að teljast ein-

hvers virði, enda þykir sá sem setur saman

loginn og málhaltan langhund í lausu máli

fréttaverðari en þeir sem skrifa sig inn að

merg og beini í Ijóðum og smásagnalist, alla-

vega ef miðað er við umfjöllun fjölmiðla;

byrjendur í sagnagerð fá meira rými en okk-

ar bestu ljóðskáld. Þetta er dálítið skrítið

finnst mér og til dæmis um tómleika, einkum

sé til þess tekið að sáralítið keraur út af

skáldsögum sem dýpka lífsskilning, vinna

gegn útkjálkahugarfari og skipta raunveru-

legu máli, alla vega frá mínum sjónarhóli.

Það er kannski ljótt að segja það en mér

dettur alltaf Hannes Árnason prestaskóla-

kennari í hug þegar vegsömunin rís sem

hæst. Það er sagt að hann hafi eitt sinn atast

upp úr for á götu, sem honum líkaði mjög illa

enda annálaður þrifnaðarköttur, og brá hann

þá til þess ráðs að binda snýtuklút um höfuð-

ið til að enginn tæki eftir fótunum.

Ég gat áðan um fræðafælni, vanmat á

þekkingu og lærdómi, en hún tengist list-

rænni mærð, innihaldsleysi og hóflausri upp-

hafningu á óbeinan hátt. Upphafning er

nefnilega stórhættuleg skáldskap, eins og

Arni Björnsson læknir hefur bent stór-

skemmtilega á, henni getur slegið inn í sálar-

lífið og þar með ritvopnin úr höndum manna.

Hvaða skáldsagnahöfundar skipta til dæmis

máli í almennri menningar- og þjóðfélagsum-

ræðu núna; þeir eru sárafáir, því flestir eru

önnum kafnir við að þægjast mörgum og

vera „inni", makráðir fyrir aldur fram hafi

þeir slegið í gegn, strjúkandi hærur fertugir

menn; talaði Guðbergur ekki um „þægðar-

listamenn" á dögunum, þýlyndi og andlausan

léttleika? En svo er lfka hitt til: hin þrá-

hyggjukennda og staðnaða óþekkt, sjálfs-

dekrið sem þykist vera uppreisn; yngsta

efninu fannst til dæmis snjallræði að haga

sér eins og þorpshálfviti í sjónvarpi allra

landsmanna fyrir seinustu jól. Það hefur ef-

laust átt að vera sniðug storkun en var í raun

slæmt tilfelli af bóluhroka. Aðrir hafa helgað

sig útúrborulegu greinanöldri eða sest á frið-

arstól saddir deiludaga."

Kristián Krlst|ánsson

Þú hefur skrifað grein í næsta tölublað

Fjölnis um greinaflokk Kristjáns Kristjáns-

sonar, prófessors í heimspeki við Háskólann

á Akureyri, hér í LesbóMnni síðastliðið

haust. Þar líkir þú skrifum Kristjáns við

skrif Þorvalds Thoroddsens, náttúrufræð-

ings, í upphafi aldarinnar. Kristján tekur nú

ekki mikið mark á póstmódernistum, en er

hægt að taka mark á honum?

„Atti þessi greinaflokkur Kristjáns ekki að

vera grín?" segir Matthías. „Mér er spurn?

Maður sem kallar sjálfan sig „eggjabónda"

og líkir franskri heimspeki við slefu og

hland, maður sem kennir andstæðinga sína

við flórkýr sem sletta hala, þeir skvetti úr

skinnsokkum sínum, hafi undarlegar kyn-

hvatir og ýti undir ofbeldi, kynþáttahatur og

nýnasisma, maður sem telur sér skylt að

hafa vit fyrir fáfróðu og hrifnæmu fólki, leiða

það af „andlegum villigötum" eins og það er

orðað, maður sem samlfkir sér beint og

óbeint við Sókrates - slíkur maður hlýtur að

vera að norðan og fyndinn í þokkabót hvort

sem hann veit af því eða ekki.

Ég vona bara að hann reki ekki í

rogastans yfir „hanagalinu" hér fyrir sunnan

því stífni og skynsemi eru sitthvað, eins og

Gísli Magnússon, kennari í Lærðaskólanum,

vissi flestum mönnum betur en sögur herma

að hann hafi aðstoðað Pál nokkurn Arnesen

við orðabókargerð á sínum tíma. Gísli lét oft

á sér heyra að Páll hefði betur fylgt ráðum

sínum en „þegar ég", sagði hann, „með ein-

stakri skynsemi stakk upp á einhverju, þá

sagði Páll stundum: „Det kan nu være meget

godt, Hr. Magnussen, men det kan vi ikke

bruge". „Og hver var svo afleiðingin", sagði

Gísli, „karlinn sat þarna uppi á þakkamersi

og reykti petum optimum, þangað til þornaði

upp í honum heflinn og hann drapst". Við

skulum vona að Kristján komist ofan af sínu

„þakkamersi" um síðir - og að fjöregg

„eggjabóndans", sjálf hin bresk-ameríska

stórmerkilega heimspekihefð, reynist ekki

vera fúlegg eins og marga grunar.

Fræðimenn verða að varast skynsemis-

hroka, dómhörku gagnvart trú og viðhorfum,

að mínum dómi, enda þarf umburðarlyndi

ekki að stangast á við stranga rökvísi; hug-

myndir eru ekki hænur sem við getum

ráðskast með, hirt úr egg og afhausað að eig-

in vild. Ég las á dögunum illa gleymt safn

þýðinga eftir Jóhann Jónsson. Það kom út í

Reykjavík árið 1918 og inniheldur nokkrar

sögur eftir úrvalshöfunda; Robert Louis

Stevenson, Jack London, Jonas Lie, Kolom-

an Mikszáth og H. G. Wells. Eftir þann síð-

astnefnda er Land blindingjanna en hún lýs-

ir í hnotskurn því sem ég vildi sagt hafa.

Sagan segir frá fjallabúa nokkrum í Ekvador

sem hafnar eftir miklar hrakfarir í dularfull-

um dal þar sem blint fólk hafði lifað góðu lífi

öldum saman, gjörsamlega einangrað frá

öðrum mönnum í tröllslegustu auðnum

Andesfjalla. Maður þessi hélt sig hafa himin

höndum tekið en sú reyndist þó ekki raunin

því þeir blindu töldu ferðalanginn varla til

manna þar sem hann hrasaði og talaði óráðs-

hjal um sjón, himin og fjöll sem þeir áttu

ekki einu sinni orð yfir; sagan um heiminn

fyrir utan hafði fyrir löngu breyst í barna-

legt ævintýr, hjátrú og heimskulegan hugar-

burð, enda var heimsmynd þeirra nú reist á

frábærri heyrn, lyktnæmi og snertingu sem

kom í stað sýnilegs látbragðs; þeir tjáðu líð-

an sína með raddbrigðum, töldu að tímanum

væri skipt í heit og köld skeið, fuglar voru í

huga þeirra englar sem sungu og gerðu þyt,

ekkert var til fyrir utan heimkynni þeirra.

Þetta fólk trúði því jafnframt að dásamlega

slétt hellisþak hvfldi yfir dalnum, alheimin-

um, og úr því féllu dögg og skriður til jarðar.

Ferðalangurinn var því talinn til hálfvita eða

vitfirrtur, lægstur meðal manna, þegar hann

reyndi að skýra út heim sjáenda. Hafið þið

aldrei heyrt að í landi blindingja er hinn ein-

eygði konungur? spurði hann fólkið, sem

sagði á móti: Hvað er að vera blindur? Minn

tími mun koma, sagði hann þá orðrétt, en sá

tími kom ekkert frekar en hjá Jóhönnu Sig-

urðardóttur því hann neyddist að lokum til

að afneita sjón sinni sem skynvillu, jafnframt

því sem veröldin hinumegin við fjöllin fjar-

lægðist og gleymdist."

Viðfangsefni

Matthías segist vera með ýmis járn í eldin-

um sem stendur.

„Ég er meðal annars með í undirbúningi

rit um hugsunarhátt, ærsl (poeticum deliri-

um) og særingaskáldskap sautjándu og átj-

ándu aldar. Þetta tímabil er afar áhugavert

hvað varðar skáldskap, svo dæmi sé tekið,

því sé horft til heimilda má sjá að sköpun

hefur oft og einatt tengst galdri, helgispjöll-

um, guðlegum innblæstri, hættum og völdum

í huga fólks. Við getum víða greint hvörf af

einhverju tagi, samspil orðlistar og dauða,

orðlistar og sturlunar, orðlistar og hins yfir-

skilvitlega. Saga þessa tímabils lýsir auk

þess sérstöku útilokunarferli því reynt var

að eyða merkjum um hefðbundna og annar-

lega reynslu með ráðríki að ofan, þagnar-

valdi eða þau voru sundurgreind undir nýj-

um nöfnum líkt og gerðist í blindraríki H. G.

Wells; leiðslur og reynsla hulduheima voru

til dæmis flokkuð til hins óvitlega, djöfullega

eða merkingarlausa. Þá var reynt að koma

lögum yfir og útrýma iðkun ákvæðaskáld-

skapar og særinga, trú fólks á áhrínstungu-

mál, dulmögn tungunnar - og þar með hófst

söguleg framvinda sem við erum hluti af nú á

dögum. Ég legg mikla áherslu á særingar í

þessu samhengi enda eru þær ögrandi og

erfitt viðfangsefni sem litlar og óljósar heim-

ildir eru um. Og hvernig er unnt að rannsaka

særingar? Er einhvers konar vitleg samræða

hugsanleg, getum við talað við öldina forðum

út úr reynsluheimi okkar þar sem orð eru

einungis dautt eftii? Særingar lúta sinni eig-

in rökvísi enda fær venjuleg ljóðgreining

ekki skýrt tungumálsreynslu þar sem mál-

hljóð eru oddhvassir fleygar, máttugir hlutir

sem mynda áverka og áhrínsorð, saman-

reknar og hrynfastar hljóðarunur sem áttu

að hafa svipuð áhrif og þungt högg. Getum

við lesið okkur að „ósmættanlegum" kjarna

þessara texta, spyr ég, inn fyrir stíl, bygg-

ingu og merkingarauka einstakra orða, að

skrifunum sem athöfn eða viðburði, sem sér-

stakri beitingu magnaðs talmáls? Þetta má

orða á einfaldari hátt: getum við sett okkur í

spor þeirra sem iðkuðu særingar á 17.öld, lif-

að atburðinn með þeim, öðlast raunveruleg-

an skilning á þvi sem gerðist? Til að svo megi

verða hljótum við að fara út úr okkar venju-

lega málheimi, yfir að öðru lógosi, að mörk-

um sefjunar og sálarháska, tryllingi svima-

leiks, þar sem heillandi og annarlegur heim-

ur verður til því æðið leitar ævinlega uppi

sína eigin byggingu. Vandi fræðimannsins er

aftur á móti að lýsa byggingunni á nútíma-

máli, búa til rök, tengsl og líkingar við okkar

eigin tíma.

Þetta verk hefur verið í uppsiglingu um

nokkurt skeið en því lýkur væntanlega á

næsta ári. Þá hef ég verið að púsla saman

fléttu texta og ritgerða um ofbeldi og efnis-

hyggju, aðdráttarafl og fagurfræði Ijótleik-

ans. Leiðarstefið þar er framsókn nekróffl-

ískrar, guðlausrar reynslu sem fylgt hefur

niðurrifi hefðbundinna lífsviðhorfa, efnistrú

og tómhyggju sem hafa gegnsýrt fræði og

listir á þessari öld en eru að renna sitt skeið

á enda að mínum dómi. Póstmódenúsminn

svokallaði endurspeglar hvað þetta varðar

mótsagnakennt millibilsástand, öfgar og

sveiflur, leit sem boðar væntanlega nýja nið-

urstöðu, nýja heimsmynd, því þótt verald-

arasklok blindingjanna sé ekki boðleg lausn

þá merkir það tæplega að lífið sé í eðli sínu

tómlegt og tætt sundurleysi, líkamlegar

hvatir og hugarflug án festu og merkingar."

JON VALUR

JENSSON

AF HLÝRRI

MOLDU

I svölum lundi

bjó svikalogn

sem sólfar daganna

lýsti,

en myrkur losti

í munna fjalls

þá mállaus, brennheitur

stundi.

Af hlýrri moldu

þíns hjartablóðs

reis himnesk jurt þinna

drauma;

af örum lífsanda

óðs og víns

barst ómur ljóðs þíns

á foldu.

En lyngi hulin

skal löngun þín

og lags þíns kliðandi

fyrnast,

og meining gjarna

sé gleymd og máð

og grunnum hugsunum

dulin,

unz opnast, víkja

hin öldnu hlið

að eldum dýrðar

og skilnings ...

Hvert sannleiksorð

finnst í Orði hans

þá Andi Guðs fær að

ríkja.

Höfundur er guðfræðingur, rithöfundur og

forstöðumaður Ætrfræðiþjónustunnar.

SIGURÐUR

HARDARSON

UÓÐTIL

Þ(N

Hver hugsun

er ljóð til þín

Hver gjörð

Hvernig ég held á pennanum

sem strikar ást mína á blað

er ljóð til þín

Hvernig ég ligg í rúminu

og gái að því

að skilja eftir pláss fyrir þig

við hlið mér

Ég er ljóð til þín

Þú skrifar lífsljóð mitt

með tilveru þinni

Höfundur er hjúkrunarfræðinemi í

Reykjavik.

LESBÓK MORGUNBLADSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ 1998   7

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20