Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						_u

FYRSTA húsið í Gilinu. Rómverskur bogastíll á gluggum. Saltkjötstunnur á planinu framan

við. Myndin tekin 1913 eða 1914.

MJÓLKURSAMLAGIÐ um 1935. Mjólkurbúð þar sem áður var kjötbúð. Bogalínur horfnar af

gluggum.

MERKILEGT HUS I GROFARGILI

EFTIR

ÞÓRARIN HJARTARSON

Húsio geymir þroskasögu

Kaupfélags Eyfiroinga á

Akureyri. Það var byggt

sem sláturhús 1907,

varð síðar Mjólkursam-

lagshús og kaffibrenr^

með meiru.

UPP frá sunnanverðum raið-

bænum á Akureyri gengur

svonefnt Grófargil. Petta gil

varð vettvangur uppbygging-

ar Kaupfélags Eyfirðinga á

fyrri hluta aldarinnar. Þarna

var lengi helsti kjarni at-

vinnulífs á Akureyri og svæð-

ið þá oft nefnt Kaupfélagsgilið. Síðar hefur

starfsemi KEA ýmist hnignað eða hún dreifst

á aðra staði. En á seinni árum hafa margar

byggingar Gilsins verið yngdar upp í nýju

hlutverki og er farið að kalla svæðið Listagil.

Þessi nýja notkun umræddra bygginga er

afar jákvætt dæmi um mikla breytingu á við-

horfum frá því fyrir 2-3 áratugum þegar

gömul hús voru einskis virði og verra en það

því þau stóðu gjarnan fyrir nýjum húsum.

Þetta ber vott um aukna virðingu fyrir sögu-

legum verðmætum. Til að virða söguleg verð-

mæti þarf að þekkja söguna. í því sambandi

langar mig að skrifa nokkur orð um hús nokk-

urt sem ekki hefur fengið þá athygli og að-

hlynningu sem það verðskuldar. Það er gamla

ÍSHÚS efst. Sláturhús og Kornvöruhús sambyggð. Gylltur nautshaus og tveir kindahausar yfir innganginum í kjötbúðina. Myndin frá um 1926.

Sláturhúsið, síðar Mjólkursamlagið, síðar

Kaffibrennslan með meiru, neðsta hús við

Kaupangsstræti að norðan. Það er sögulega

gagnmerkt hús, svo ekki sé fastar að orði

kveðið.

Byggingarsaga hússins

Árið 1906, eftir 20 erfið frumbýlingsár

Kaupfélags Eyfirðinga, hófst hjá því mikið

blómaskeið. Þetta ár var það endurskipulagt,

breytt úr pöntunarfélagi í sölufélag og brátt

fylgdu önnur kaupfélóg fordæmi þess. Húsa-

kostur félagsins þetta ár var aðeins eitt lítið

hús, pakkhús og verslunarhús í senn, reist

1898 á Torfunefi þar sem nú heitir Hafnar-

stræti 90, og þetta sögufræga hús, allmikið

stækkað, stendur enn á sínum stað.

Öfugt við pöntunarfélag gat sölufélag safn-

að arði sem veita mátti annaðhvort til félags-

manna eða í stofnsjóð félagsins sjálfs. Með

breytingunni fékk KEA fé til uppbyggingar

sem nú hófst. Fyrsta skrefið var stigið strax

1907 þegar byggt var sláturhús, eða fyrsti

áfangi þess. Þetta hús var byggt í nokkrum

áföngum og því breytt í samræmi við breyti-

legt hlutverk. Þegar byggingarsaga þess er

skoðuð sést hvernig hún endurspeglar í senn

þróun Kaupfélags Eyfirðinga og þróun

eyfirsks landbúnaðar. Hér á eftir fylgja nokk-

ur ártöl úr þeirri byggingar- og breytinga-

sögu:

1907. Byggt sláturhús, 19 x 7,5 m, er snéri

frá austri til vesturs. Mátti þar slátra 400

kindum á dag.

1911. Þetta hús lengt um 7,5 m og auk þess

bætt við það tveimur álmum norður-suður til

beggja enda. Húsið nú alls 44,5 m langt og allt

úr steinsteypu, segir í byggingarleyfi (eitt

elsta steinsteypta hús á Akureyri). Austur-

álman tvílyft. A neðri hæð hennar var nú opn-

uð kjötbúð (mynd 1).

1914. Aföst norðan við austurálmu slátur-

hússins var steypt stór komvörugeymsla, að

hluta nýtt af sláturhúsinu á haustin (mynd 2).

1928. Húsinu breytt í mjólkursamlag og

þess vegna endurskipulagt innan stokks. Hið

ytra fólst meginbreyting í nýju risi upp úr

miðjum elsta hlutanum (mynd 3).

1949. í sambandi við byggingu Ketilhússins

svokallaða á næstu lóð ofan við var litla vest-

urálman frá 1911 klipin af. Á þeim tíma var

þarna til húsa bæði þurrmjólkur- og gos-

drykkjagerð.

1971. Bruni í gamla Mjólkursamlaginu (7.

ágúst). Gert var við húsið án ytri breytinga

(mynd 4).

1981. Bruni i Kornvöruhúsinu sem eftir það

HUSIÐ nú um stundir.

8     LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. MARZ1998

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20